Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
UPPBYGGILEG
BÓKMENNTAGAGNRÝNI
BANASLYS Í UMFERÐINNI
Umferðin hefur hrifsað til sínþrjú mannslíf á fyrsta þriðj-ungi janúarmánaðar. Á föstu-
dagskvöldið var urðu tvö hörmuleg
banaslys, annað í Kömbunum austan
Hellisheiðar og hitt á blindhæð á Kís-
ilvegi, á Hólasandi milli Mývatns og
Húsavíkur. Í þessum slysum létust
tveir menn og tíu manns voru fluttir á
slysadeildir, þar af tveir alvarlega
slasaðir sem voru lagðir inn á gjör-
gæsludeild. Á fimmtudagskvöldið í
síðustu viku beið ökumaður jeppabif-
reiðar bana í umferðarslysi á Holta-
vörðuheiði.
Þetta er hörmuleg byrjun árs og
ætti að vekja til umhugsunar hvað sé
til ráða. Það eru gömul sannindi og ný
að slysin gera ekki boð á undan sér.
Aðstæður í umferðinni í janúar-
mánuði eru alltaf slæmar. Myrkur,
hálka og almennt slæmt skyggni
veldur erfiðleikum.
Það vekur athygli að öll ofangreind
banaslys urðu að kvöldlagi, á vegum
úti, sem vekur aftur spurningar um
það, hvort ástæða sé til þess að kanna
sérstaklega hvort og með hvaða hætti
sé hægt að bæta umferðaraðstæður,
til dæmis vegamerkingar og lýsingu á
vegum úti.
Umferðaryfirvöld hafa með reglu-
bundnu millibili ráðist í ýmsar að-
gerðir til þess að bæta umferðar-
menningu hér. Einatt skilar slíkt
átak sér í jákvæðum árangri, mark-
vissum og mælanlegum. En slíkur ár-
angur er alltaf mælanlegur um hríð
og svo sækir allt í gamla farið á nýjan
leik.
Þessu þarf að breyta. Hér þarf að
vera stöðugt átak í gangi, stöðug upp-
fræðsla, stöðugar forvarnir og stöðug
umræða.
Einungis með því að gera stórátak í
umferðarmálum, árið um kring, er
hægt að gera sér vonir um að umferð-
armenning hér á landi fari batnandi.
Það gerist ekki á einum degi, en með
sameiginlegu átaki og markvissu
starfi má vonandi búast við að lands-
menn geti í framtíðinni ekið um í því
öryggi sem allir hljóta að sækjast eft-
ir.
Sá sem bíður bana í umferðarslysi
getur hafa virt allar varúðarreglur.
En það þarf engu að breyta ef annar
eða aðrir í umferðinni gera ekki það
sama.
Þess vegna eru ökumenn sem hlíta
umferðarreglum út í ystu æsar
stundum gersamlega varnarlausir.
Síðastliðinn laugardag birtist í Les-bók Morgunblaðsins eftirtektar-
verð grein um bókmenntagagnrýni
eftir Friðrik Rafnsson, bókmennta-
fræðing og þýðanda. Hann segir þar í
upphafi frá umræðu um hvort halda
átti úti bókmenntagagnrýni í Tímariti
Máls og menningar í ritstjórnartíð
hans, en hún birtist oft svo löngu eftir
að verkin komu út að honum þótti hún
missa marks. Að sögn Friðriks urðu
rök ritnefndar hans til þess að hann
skipti um skoðun og tíundar hann þau
að nokkru leyti, m.a. þá hugmynd að
það væri gott „frá bókmennta- og
menningarlegu sjónarmiði að birta
gagnrýni nokkrum mánuðum og jafn-
vel nokkrum árum eftir útkomu bókar
vegna þess að þá væru lesendur tíma-
ritsins búnir að lesa viðkomandi bók
og mynda sér sínar eigin skoðanir“.
Með þeim hætti telur Friðrik gagn-
rýnina verða að uppbyggilegri sam-
ræðu á milli lesenda og gagnrýnenda,
fremur en að þjóna þeim tilgangi að
„segja lesendum hvað þeim eigi að
finnast“, eins og stundum vill brenna
við í þeim þrýstingi sem jólabókaflóð-
ið veldur í dagbundnum miðlum. Frið-
rik bendir jafnframt á að þeirrar til-
hneigingar hafi „gætt í vaxandi mæli,
einkum í sjónvarpinu, að markmið
gagnrýnandans sé ekki að brjóta til-
tekna bók til mergjar og kynna hana á
vitrænan hátt fyrir lesendum, heldur
að [...]skrifa sig inn í auglýsingu [...]“
útgefandans.
Í umfjöllun Friðriks felst því miður
nokkuð glögg greining á vanda gagn-
rýnenda, þótt vissulega megi í hverju
jólabókaflóði benda á fagmannlega
dóma er standast vel tímans tönn.
Vandinn liggur að hluta í ólíkum hlut-
verkum fjölmiðla, svo sem Morgun-
blaðsins sem leitast við að sinna upp-
lýsingaþörf almennings frá degi til
dags, og bókmenntatímarita sem hafa
mun sértækari og tímalausari skír-
skotun. Þessi ólíku hlutverk breyta þó
ekki þeirri staðreynd að bókmennta-
gagnrýni fær mikið vægi í Morgun-
blaðinu, sérstaklega fyrir jólin, og því
er full ástæða til halda uppi uppbyggi-
legum umræðum um þátt hennar í
menningu okkar, þannig að hagsmun-
um þeirra sem hlut eiga að máli,
þ.e.a.s. lesenda og höfunda, sé sem
best borgið.
Sá faglegi vandi sem við gagnrýn-
endum dagblaða blasir er töluverður,
ekki síst þar sem krafan um skjót
vinnubrögð gefur þeim sjaldnast
tækifæri til mikillar yfirlegu yfir
verkunum. Þar sem flestir gagnrýn-
endur eru meðvitaðir um tilfinninga-
lega ábyrgð sína getur þeim því
reynst auðveldara, bæði vegna tíma-
leysis og smæðar samfélagsins, að
skrifa jákvæðan dóm en neikvæðan og
kann það að skýra að hluta til það oflof
sem stundum vill gæta í því sem Frið-
rik kallar „afgreiðslupistla“. Það hlýt-
ur þó að vera fyrsta skylda allra gagn-
rýnenda að vera óháðir ytri öflum
(einnig markaðsöflum), skrifa að-
gengilega gagnrýni sem byggist á
faglegri þekkingu og grundvallarat-
riðum bókmenntagreiningar – gagn-
rýni er varpar ljósi á verkin, þann
veruleika sem þau rísa úr og umheim-
inn sem þau tengjast, hér heima og er-
lendis. Ef þessi markmið eru höfð að
leiðarljósi verður gagnrýnin umfram
allt uppbyggileg – jafnvel þótt hún sé
ekki lofi hlaðin – og vonandi forsenda
frekari umræðna í samfélaginu, bók-
menntunum og áhugasömum lesend-
um til framdráttar allt árið um kring.
VÍSITALA neysluverðshækkaði um 0,9% ámilli desember og jan-úarmánaðar og var
221,5 stig í janúarbyrjun skv.
frétt Hagstofunnar í gær. Er
þetta töluvert meiri hækkun en
spáð var og aðilar vinnumarkað-
arins gerðu ráð fyrir þegar geng-
ið var frá samkomulagi í seinasta
mánuði um frestun á endurskoð-
un launaliðar kjarasamninga.
Reiknað hafði verið með að
hækkun vísitölunnar yrði 0,4–
0,5% milli mánaða. Í samkomulagi
aðila vinnumarkaðarins er sett
sem verðbólguviðmið að vísitala
neysluverðs verði ekki hærri en
222,5 stig í maí og standist sú for-
senda ekki eru launaliðir kjara-
samninga uppsegjanlegir með
þriggja mánaða fyrirvara. Vísital-
an má því ekki hækka nema um
tæplega hálft prósentustig á
næstu fjórum mánuðum svo ekki
komi til uppsagnar kjarasamn-
inga.
Veruleg vonbrigði
,,Auðvitað veldur þessi hækkun
núna verulegum vonbrigðum.
Meðalspá markaðsaðila á fjár-
magnsmarkaði var 0,3% en nið-
urstaðan var 0,9%. Þetta þýðir að
svigrúmið er ekki nema hálft pró-
sent sem eftir er í þessi viðmið-
unarmörk og miðað við þróun
verðlags á undangengnum árum í
mánuðunum frá janúar til maí, þá
eru töluvert miklu minni líkur
núna á að þetta markmið náist
heldur en áður var,“ segir Þórður
Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags-
stofnunar.
Hann bendir einnig á að
neysluverðsvísitalan í febrúar sé
að jafnaði mjög hagstæð vegna
vetrarútsala í janúar, ,,en engu að
síður þá þarf eitthvað sérstakt að
koma til og óvenjuleg þróun að
eiga sér stað fram í byrjun maí,
til þess að það verðbólgumarkmið
náist sem þar er sett,“ segir
Þórður.
Í samkomulagi aðila vinnu-
markaðarins og stjórnvalda er
gert ráð fyrir lækkun og afnámi
tolla af grænmeti sem á að leiða
til lækkunar á grænmetisverði.
Að sögn Þórðar vegur lækkun
grænmetisverðs ekki mjög mikið í
vísitölunni og þyrfti lækkunin því
að vera mjög mikil til þess að hún
skipti einhverju verulegu máli í
þessu samhengi, að hans sögn.
Hækkun á opinberri
þjónustu hæsti liðurinn
Samkvæmt frétt Hagstofunnar
hækkaði verð á mat- og drykkjar-
vörum um 3,2%, og eru vísitölu-
áhrif þeirrar hækkun-
ar 0,56%. Þar af
hækkaði verð á mjólk-
urvörum um 3,6%
(áhrif á vísitöluna
0,10%). Þá hækkaði
verð á ávöxtum um 11,0%, sem
veldur 0,12% hækkun á vísitölunni
og verð á grænmeti um 8,2%
(0,10% hækkun vísitölunnar ), en
þær hækkanir má, skv. frétt Hag-
stofunnar, m.a. rekja til óhagstæðs
tíðarfars í Evrópu að undanförnu.
Verðhækkun á opinberri þjón-
ustu er hæsti einstaki liðurinn í
hækkun vísitölunnar.
Verð á lyfjum og gjöld í heilsu-
gæslu hækkuðu samtals um 5,6%
(veldur 0,21% hækkun á vísitöl-
unni) og fasteignagjöld hækkuðu
um 7,5% (0,08% áhrif á vísitöl-
una).
,,Vetrarútsölur höfðu það í för
með sér að verð á fötum og skóm
lækkaði um 6,1% (0,32%). Loks
lækkaði bensínverð um 2,1%
(0,09%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um
9,4% og vísitala neysluverðs án
húsnæðis um 10,0%. Undanfarna
þrjá mánuði hefur vísitala neyslu-
verðs hækkað um 1,7%, sem jafn-
gildir 7,2% verðbólgu á ári.
Árið 2001 var vísitala neyslu-
verðs að meðaltali 212,4 stig sem
er 6,7% hærra en meðaltalið árið
2000; sambærileg hækkun var
5,0% árið 2000 og 3,4% árið 1999.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis
var 211,4 stig að meðaltali árið
2001, 6,8% hærri en árið áður;
sambærileg hækkun var 3,6% árið
2000 og 2,4% árið 1999,“ segir í
frétt Hagstofunnar.
Breytir ekki tiltrú á
að markmið muni nást
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segir
hækkun vísitölu neysluverðs milli
desember og janúar valda von-
brigðum.
,,Þessi mæling breytir þó ekki
tiltrú minni á að þróun næstu
vikna og mánaða verði í samræmi
við það sem við höfum vonast eft-
ir,“ segir Ari.
,,Að sjálfsögðu viðurkenni ég að
þessi hækkun er óþægilega mikil
og skilur eftir lítið af því svigrúmi
sem samkomulagið gerir ráð fyrir
og setur mikinn þrýsting á það,“
segir Ari.
Að mati hans er
ekki ástæða til að
draga of víðtækar
ályktanir af þessari
vísitölumælingu
varðandi væntingar um þróun
verðbólgunnar á næstu mánuðum
og rifja megi upp til samanburðar
að í janúar árið 2000 hækkaði vísi-
talan um 0,8% og janúarhækkunin
árið 1998 var 0,6% en það ár
mældist verðbólga allt árið innan
við 1,3%.
Hækkun vínberja ve
nærri upp bensínlækk
Ari segir að hafa verði
að þessi hækkun núna
spegli það ástand sem v
það ástand sem er nún
sjáum þarna mikla hæ
ýmissi matvöru, t.d. ávöx
grænmeti. Það er ljóst
flutningsverðlag í þessum
tekur ekki mið af þeirri st
á krónunni sem varð í síða
desember,“ segir Ari. Han
það t.d. mjög sérstakt að
hafa hækkað um 70% og
þeirra til vísitöluhækkun
er 0,07% sem vegur nán
bensínlækkunina, sem var
,,Almennu vöruliðirnir
lægt helmingurinn af
hækkun en opinberar h
bæði á gjaldskrám og síða
ar miðstýrðu verðlagsákv
s.s. um mjólkurvörur eru
ríflega helmingur þessara
lagshækkunar,“ segir hann
Ari gerir sér vonir um a
næstu mánaða geti orðið h
m.a. vegna lækkunar gr
isverðs sem ætti að koma
mars. Opinberir aðilar ve
vegar jafnt sem fyrirtækin
yfir og endurmeta hækk
efni vegna þeirra gríðarleg
muna sem eru af því að þa
mið sem aðilar vinnumark
hafa sett sér nái fram að g
„Þó að þessi mæling sé
maður hafði gert sér vonir
er hún ekki úr samhengi
sem hefur verið í janúar
jöfnu og ég tel að hún vit
og fremst um, annars
gengisstöðuna eins og h
orðin og hins vegar endur
hún töluvert miklar op
hækkanir um áramótin.
ekki að hún gefi miklar v
ingar um viðvarandi ver
ástand á næstu vikum o
uðum. Ég tel mjög mikilv
menn láti þessi ótíðindi e
slá sig út af laginu,“ segir
lokum.
Köld skilaboð
Hækkun neysluverðsvís
ar varð meiri en menn átt
segir Gylfi Arnbjörnsson
kvæmdastjóri ASÍ. ,,Me
vissulega von á hækkun
unnar í janúar. Ákvörðu
Vísitala neysluverðs hækkaði
Má aðein
„rauða
Starfsgreina-
sambandið gagn-
rýnir verslunina
Þrátt fyrir bensínlækkun og útsö
Hækkun á vísitölu
neysluverðs milli
desember og janúar
veldur vonbrigðum.
Aðilar vinnumarkaðar-
ins, þjóðhagsstofustjóri
og fulltrúar fjármála-
stofnana, sem
Morgunblaðið hafði
samband við, segja að
svigrúmið þar til launa-
liður kjarasamninga
kemur til skoðunar
í maí sé lítið.