Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 30
LISTIR
30 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er gömul kenning og vondað enginn sé eins dauður ogdauður leikari. En víst er um
það, að oft er hollt að hressa upp á
minnið. Þegar blöð voru að leika sér
að því fyrir 25 árum að biðja vegfar-
endur að nefna í svip einhvern ís-
lenskan leikara sem þeir myndu
best, þá hefðu svörin verið eitthvað á
þessa leið: Gunnar Eyjólfsson, Gísli
Halldórsson, Róbert Arnfinnsson,
Bessi Bjarnason... Nú man enginn
neitt aftur fyrir fæðingu þeirra
Ingvars Sigurðssonar og Hilmis
Snæs Guðnasonar. Eða hvað?
Fyrir fimmtíu árum hefðu menn
nefnt nafn Vals Gíslasonar, og í dag
minnumst við þess að hundrað ár
eru liðin frá fæðingu þessa forystu-
manns í sveit íslenskra leikara. Það
var hlutskipti Vals eins og svo
margra leikhúsmanna af hans kyn-
slóð að hann þurfti að sinna ýmsum
störfum öðrum en þeim í leikhúsinu
hálfan sinn starfsferil. Það er þó
listamaðurinn Valur Gíslason sem
við hyllum í dag, ekki skrifstofumað-
urinn eða bankamaðurinn og er ég
þó ekki í efa um að hann hefur gegnt
slíkum störfum af stakri samvisku-
semi. Stundum heyrist að íslenskir
leikarar hafi ekki orðið atvinnumenn
fyrr en með tilkomu Þjóðleikhúss-
ins. Varlegt er þó að alhæfa um of í
þeim efnum og þegar upp er staðið
er það hinn listræni árangur sem í
raun sker úr um það sem við köllum
„prófesjónellt“ eða atvinnumennsku
og ekki hvort leikarans eina lifibrauð
er á leiksviðinu; við skulum ekki
gleyma að þetta gildir í fleiri list-
greinum og hafa margir helstu rit-
höfundar okkar kynnst slíkum kjör-
um.
Menn verða ekki atvinnumenn í
list í einu vetfangi, þar býr að baki
þjálfun og hörð vinna, hvort sem
formlegur undirbúningsskóli eða
ekki styttir leiðina að viðunandi
marki. Valur eins og flestir leikarar
af hans kynslóð á Íslandi lærði list
sína á sviðinu sjálfu – og mér hefur
skilist að hann hafi svosem ekki
stokkið þar upp á fjalir fullskapaður.
Enda ekki að því spurt þegar upp er
staðið.
Það var býsna sterkur hópursem á fimmta áratug liðinnaraldar sýndi með starfi sínu að
hann átti skilið að taka skrefin upp
Hverfisgötuna í nýja musterið. Sum-
ir voru það sem kallað var „lærðir
leikarar“, aðrir ekki, en þegar hér
var komið sögu var ekki auðgreint
þar á milli; þetta var samstilltur leik-
hópur. Þarna voru leikkonur eins og
Arndís Björnsdóttir og Regína
Þórðardóttir, leikarar eins og Gest-
ur Pálsson, Þorsteinn Ö. Stephensen
og Brynjólfur Jóhannesson, þó að
reyndar kysu tveir þeir síðastnefndu
að þjóna áfram sínu gamla félagi í
Iðnó, góðu heilli fyrir listræna sam-
keppni í leikhúslífinu. Leikstjórarnir
hétu Indriði Waage, Lárus Pálsson
og Haraldur Björnsson, allir þrír
jafnframt afburðaleikarar. Og þess-
um hópi fylgdi skari annarra hæfra
leikara, jafnaldra eða yngri, sem
brátt létu æ meira til sín taka; meira
að segja tveir af leikurum frum-
herjakynslóðarinnar sem skóp leik-
listina í landinu, Gunnþórunn Hall-
dórsdóttir og Friðfinnur Guðjóns-
son, léku með í opnunarsýningum
Þjóðleikhússins og Guðrún Indriða-
dóttir, hin fyrsta Halla og forystu-
leikkona um þriggja áratuga skeið,
flutti forljóð á undan frumsýning-
unni á Fjalla-Eyvindi.
Fjölmargar eru sögur um það,hvers vegna leikarar stígasín fyrstu spor á leiksviði,
hvort sem hugur þeirra hefur stefnt
þangað eða ekki. Valur Gíslason kom
fyrst fram á sviðinu í Iðnó í fyrstu
Shakespeare-sýningunni á Íslandi,
Þrettándakvöldi 1926. Það vantaði
ungan mann með ávalan andlitssvip
til að líta út sem tvíburabróðir Soffíu
Guðlaugsdóttur sem lék Víólu, er
mér sagt. Valur var þá í Íslands-
banka og hæg heimatökin, því allur
bankinn lék einmitt um þær mundir,
Indriði sem var leikstjóri, Brynj-
ólfur og fleiri. En svo kom í ljós að
maðurinn gat líka leikið, þó að það
tæki hann nokkur ár að ná valdi á
framsögn og raddbeitingu sem með
árunum varð reyndar öðrum fyr-
irmynd. Valur sagði mér eitt sinn, að
gestaleikur Poul Reumerts í lok ára-
tugarins hefði skipt sköpum fyrir sig
og sín vinnubrögð, og fór þar sem
oftar að menn læra best af þeim
bestu. Hlutverk Vals hjá Leikfélagi
Reykjavíkur urðu mörg, stór og
smá, og ekki þurftu það alltaf að
vera aðalhlutverk til þess að leikur
hans yrði eftirminnilegur. Til er
smásaga um unga leikkonu sem í
leikarasamkvæmi kastaði sér um
háls Vali og spurði hvernig hann
færi að því að vera svona góður leik-
ari. Valur sem var ekki um að láta
mikið yfir sér var seinn til svars, en
tautaði síðan eitthvað á þá leið að
það hjálpaði kannski að leika litlu
hlutverkin líka. Þessi hógværð var
samfara örlátu geði og hafa margir
leikarar borið vitni um það við mig,
hversu gjöfull mótleikari Valur hafi
verið. Sá sem hér heldur á penna átti
því láni að fagna að kynnast Vali vel
og vinna mikið með honum. Hann
lék aðalhlutverk í fyrsta leikriti sem
ég stýrði, Brunarúst Strindbergs;
þetta var í útvarpi fyrir 39 árum.
Síðar lágu leiðir okkar saman í Þjóð-
leikhúsinu, þegar ég kom til starfa
þar og var hann þá „doyen“ hússins
og virtastur sinna samverkamanna.
Ég býst við að hver maður geymi í
minningunni fáein andartök sem
honum þykir vænna um en önnur, og
má kenna um hégómagirnd ef menn
vilja. Eftir frumsýningu á fyrstu
leiksýningu sem ég stýrði í Þjóðleik-
húsinu, Hafið bláa hafið, þar sem
Valur fór með mikilsvert hlutverk,
kvaddi hann sér hljóðs og lýsti
ánægju sinni yfir að nýr leikstjóri
hefði bæst í flotann. „Mér fannst
eins og Indriði væri kominn aftur,“
sagði Valur. Indriði Waage var þá
nýlátinn og var náinn vinur Vals og
sá leikstjóri sem hann hafði mest
unnið með, svo að mér hlýnaði um
hjartarætur.
Ef marka má þær tölur semmér eru handhægar lék Val-ur 93 hlutverk hjá Leik-
félagi Reykjavíkur á aldarfjórðungs
bili, auk þess sem hann sat löngum í
stjórn félagsins og stýrði þar kúrsi. Í
Þjóðleikhúsinu lék Valur síðan
næstu 22 árin, uns hann fór á eft-
irlaun, en reyndar gott betur því
næsta hálfan annan áratuginn þar á
eftir lék hann meira og betur en
flestir og líkt og Elli kerling hefði
ekki roð við honum. Hlutverkin í
Þjóðleikhúsinu urðu yfir 120, en við
þennan mikla hlutverkafjölda bæt-
ast nokkur utan þeirra leikhúsa sem
hann helgaði krafta sína. Útvarps-
hlutverkin skiptu hundruðum, sjón-
varpshlutverkin urðu allnokkur og
auk þess hafði Valur leikstjórn á
hendi ýmsum sinnum. Hann sat í
Þjóðleikhúsráði um skeið, var í tví-
gang formaður Félags íslenskra
leikara og þrívegis formaður Banda-
lags íslenskra listamanna. Marg-
víslegur heiður féll honum annar í
skaut.
Hér verða ekki settar á langlokur
um þessi hlutverk sem voru eins
margvísleg og þau voru mörg. Hitt
má þó fullyrða, að túlkun Vals á jafn
ólíkum persónum og Don Camilló,
höfuðsmanninnum í Föðurnum og
Davies í Húsverðinum myndu hafa
þótt skara fram úr á sviðinu hvar
sem er í heiminum og hefðu vakið
bergmál út fyrir landsteinana ef er-
lendir leikhúsmenn og gagnrýn-
endur væru jafn duglegir að fylgjast
með því sem gerist á þessu skeri og
íslenskir leikhúsmenn eru að fylgj-
ast með í leikhúsi umheimsins.
Nýlega voru í Reykjavík stofn-uð samtök um að koma uppLeikminjasafni Íslands og
standa að þeim samtökum á þriðja
tug stofnana og félaga sem að leik-
list vinna. Markmiðið er auðvitað að
sjá til þess að leiksögulegar minjar
fari ekki forgörðum og að sá merki
hluti íslenskrar menningarsögu sem
lesa má af leiksviðinu sé virtur til
jafns við önnur menningarverðmæti.
Hafa samtökin þegar haft erindi
sem erfiði og ýtt úr vör merkilegu
starfi; daglega nánast berast gjafir
sem eiga eftir að gera þeim sem eðli-
legri forvitni eru gæddir íslenska
leiklistarsögu lifandi og heillandi. Að
frumkvæði samtakanna verður
framvegis minnst merkisdaga í ís-
lenskri leiklistarsögu og minning
þeirra sem skarað hafa fram úr höfð
í heiðri. Sá fyrsti er Valur Gíslason
og verður lífsstarfs hans minnst í
Þjóðleikhúsinu við athöfn í dag. Þar
mun menntamálaráðherra jafnframt
opna vef Samtaka um leikminjasafn.
Markmiðið er jafnframt að af-
sanna þá vondu kenningu að ekkert
sé jafn dautt og dauður leikari.
Flestar þjóðir hafa reyndar komist
til þess ræktunarþroska, að nöfn
leikara eins og Lekain, Talma, frú
Siddons, Henry Irwing, Eleonora
Duse, Sarah Bernhardt, Katina Pax-
inou, Johanne Dybwad, Gösta Ek-
man, Poul Reumert o.s.frv. eru kunn
öllum þeim sem ekki eru haldnir
óhóflegri andlegri leti. En því skyldi
maður vera að reyna að muna þessi
nöfn? Vegna þess að þau standa fyr-
ir svo margt sem gerir menningu
einnar þjóðar merkilega og einstaka
og kenna okkur að finna og meta
okkar eigin auðlegð.
Sem betur fer er okkur Íslend-
ingum ekkert öðruvísi farið en öðr-
um þjóðum í þeim efnum. Við höfum
líka átt okkar listamenn sem hafa
skarað fram úr og sem við getum
haldið áfram að læra af. Einn af
þeim er Valur Gíslason og í dag
heiðrum við hann.
VALUR OG
LEIKLISTIN
Hundrað ár eru í dag
liðin frá fæðingu Vals
Gíslasonar leikara.
Af því tilefni fjallar
Sveinn Einarsson
um manninn sem lék
„meira og betur en
flestir og líkt og Elli
kerling hefði ekki roð
við honum“.
Valur Gíslason í hlutverki Páls Lange í leikriti Björnstjerne Björnson,
Páll Lange og Þóra Parsberg. Leikfélag Reykjavíkur 1944.
Höfundur er leikstjóri og
rithöfundur.
STOFNSKRÁ Sögusafns verkalýðs-
hreyfingarinnar var undirrituð við
athöfn í Listasafni ASÍ, Ásmundar-
sal, Freyjugötu, á föstudag.
Með staðfestingu stofnskrárinnar
stofnar Alþýðusamband Íslands í
samvinnu við Þjóðskjalasafn Ís-
lands, Sögusafn verkalýðshreyfing-
arinnar. Safninu er ætlað að verða
vísinda- og rannsóknarsafn um sögu-
leg fræði íslenskrar verkalýðshreyf-
ingar. Stofninn að safninu er Sögu-
safn verkalýðshreyfingarinnar sem
varðveitt hefur verið hjá Alþýðusam-
bandinu.
Tilgangur Sögusafnsins er að efla
verkalýðsfélögin til þess að safna
saman öllum gögnum sem snerta
sögu verkalýðsfélaganna og verka-
lýðshreyfingarinnar á Íslandi. Jafn-
framt er tilgangur þess að stuðla að
rannsóknum á sögu íslenskrar
verkalýðshreyfingar.
Sögusafn verkalýðshreyfingarinn-
ar verður í vörslu Þjóðskjalasafns Ís-
lands samkvæmt ákvæðum þeirra
laga sem um safnið gilda á hverjum
tíma. Þar skulu varðveitt og skráð í
eina skrá öll söguleg gögn sem
verkalýðsfélögin safna og láta af
hendi, svo og söguleg gögn ASÍ.
Stjórn Sögusafns verkalýðshreyf-
ingarinnar mynda tveir fulltrúar
skipaðir af miðstjórn ASÍ til tveggja
ára í senn og tveir fulltrúar tilnefnd-
ir af Þjóðskjalasafni Íslands.
Með stofnskránni skuldbindur Al-
þýðusamband Íslands sig til þess að
veita til safnsins að lágmarki þrjú-
hundruð þúsund krónur ár hvert í
næstu 10 ár, talið frá því ári sem af-
hending gagna hefst til Þjóðskjala-
safns Íslands. Stjórn Sögusafnsins
skal úthluta fjármunum þessum sem
styrkjum til rannsókna á sögu ís-
lenskrar verkalýðshreyfingar, auk
þess sem henni er heimilt að veita
sem nemur 1–2 árlegum styrkjum til
Þjóðskjalasafns Íslands til skráning-
ar og frágangs þeirra gagna sem
safninu eru afhent við stofnun þess.
Styrkirnir skulu að öðru leyti aug-
lýstir árlega samkvæmt þeim venj-
um sem um auglýsingu slíkra
styrkja gilda.
Af hálfu Alþýðusambands Íslands
undirritaði Grétar Þorsteinsson, for-
seti ASÍ, stofnskrána og af hálfu
Þjóðskjalasafns Íslands Ólafur Ás-
geirsson, þjóðskjalavörður.
Verkalýðshreyfingin
stofnsetur sögusafn
Morgunblaðið/Ásdís
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörð-
ur undirrita stofnskrá um Sögusafn verkalýðshreyfingarinnar.