Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 29
Ungar og afskiptar ÞRJÁR, ungar og ófyrirleitnar stúlkur eru aðalpersónurnar í Voy- ous Voyalles, dökkleitri mynd, sem þrátt fyrir allt, flokkast helst und- ir gamanmynd. Systurnar Lea (Olivia Bonamy) og Aurelie (Axell Ade-Padeloup), eru 19 og 13 ára, búa hjá einstæðri móður, eftir að faðirinn lést af slysförum. Mamma þeirra er farin að eiga vingott við lögregluþjón (Didier Bezace), stúlkunum til mikillar armæðu. Það er frekar þröngt í búi og stunda systurnar smáþjófnaði og hafa þróað með sér hæpna fjáröfl- unarleið sem felst í einfaldri fjár- kúgun. Aurelie, sú yngri tælir eldri menn með sér á afvikna staði, þá kemur Lea aðvífandi með lagabókstafinn á hraðbergi og einsgott að menn borgi áður en þeir lenda í klóm réttvísinnar. Dag nokkurn verður Anna Soph- ie (Audrey Tautou), stúlka á svip- uðu reki og Lea, á vegi þeirra. Segist vera komin til Parísar að hitta föður sinn, sem býr í ná- grenni við stúlkurnar. Í samein- ingu reyna þær að nálgast hann en það gengur brösuglega. Hinsvegar reynist Anna Sophie liðtækur fé- lagi í peningaharkinu. Allar þjást stúlkurnar af af- skiptaleysi öðru fremur. Glæpina fremja þær engu síður til að fá út- rás fyrir lífsleiða í heimi þar sem þær hafa takmarkað rúm og at- hygli. Móðirin hefur lítinn tíma fyrir þær og nýi maðurinn í lífi hennar er ógnun við minningu föð- ur þeirra. Veröld Önnu Sophie er hinsvegar flóknari. Maðurinn sem hún segir föður sinn er hinsvegar fyrrverandi elskhugi hennar, sem gamnaði sér með henni um stund en vill ekkert meira með hana hafa. Aðalkostur Voyous Voyalles, er mögnuð frammistaða leik- kvennanna ungu. Það má mikið vera ef þær eiga ekki eftir að gera garðinn frægan á hvíta tjaldinu, reyndar er Tautou að slá í gegn um þessar mundir í Amélie, hér sem annsrsstaðar í Evrópu. Ade- Padeloup, sú yngsta, er bráðefni- leg og sýnir mikinn þroska í erf- iðasta hlutverkinu. Sú eftirtektar- verðasta er hinsvegar hin glæsi- lega Bonamy, sem gæðir hlutverk stóru systur kaldrifjaðri yfirvegun. Virkar full veraldarvön af 19 ára stúlku, það stafar í og með af því að Bonamy er orðin nokkuð eldri en Lea myndarinnar. Nokkuð mis- kunnarlaus mynd en í aðra rönd- ina meinfyndin og endirinn er á já- kvæðu nótunum, þessar stúlkur eiga eftir að bjarga sér á heið- arlegan hátt. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 29 Breiðholtskirkja Jörg E. Sonder- mann heldur áfram að flytja org- elverk Bachs í Breiðholtskirkju og verða 20. tónleikarnir í kvöld kl. 20:30, en alls verða tónleikarnir 26, 60 – 65 mínútna langir hverjir um sig. Að þessu sinni verður flutt Fantas- ía í C-dúr, Fantasía og fúga í c-moll, Pedalæfing í g-moll, Tríó í G-dúr, Tveir sálmforleikir: Herr Jesu Christ, dich zu uns wend og Herr Christ, der einig Gottes Sohn, Þrír sálmforleikir: Ach Gott vom Himmel, sieh darein, Ach Gott, ach Herr og O Vater, all- mächtiger Gott; Tveir forleikir um sálmalagið Jesus Christus, unser Heiland og Prelúdía og fúga í D-dúr. Aðgangseyrir 900 kr. rennur sem fyrr til Hjálparstarfs kirkjunnar. Í dag GUGGENHEIM-safn- ið í New York hefur til- kynnt hvaða sex lista- menn hafa verið tilnefndir til Hugo Boss-verðlaunanna sem veitt eru annað hvert ár þeim listamanni sem þykir hafa stuðlað að framþróun í samtíma- list. Íslenski listamað- urinn Ólafur Elíasson, sem býr og starfar í Berlín, hlaut tilnefningu í ár en hann hefur unnið með ljósmyndir, högg- myndir og innsetningar. Hugo Boss-verðlaunin nema 50.000 dölum, jafnvirði liðlega 5,1 milljónar íslenskra króna. Listamennirnir sem voru tilnefndir nú vinna allir með kvikmyndir, myndbönd eða innsetn- ingar. Tilkynnt verður um úrslitin á hausti komanda en sérstök bók verður gefin út með verkum listamannanna sem tilnefndir voru. Ólafur tilnefndur Ólafur Elíasson Verðlaun Guggenheim-safnsins NICHOLAS (Clément van den Bergh) er ungur skólapiltur, past- urslítill og ofverndaður af föður sínum (Francois Roy). Þegar bekkurinn heldur í skíðaferð til frönsku alpanna er langferðabíll- inn engan veginn öruggur ferða- máti að áliti föðursins, sem ekur drengnum sjálfur á áfangastað á einkabílnum. Fljótlega kemur í ljós að karlinn hefur ekið á braut með farangur Nicholas, sem löngum flýr leið- inlegt hversdagslíf undir vökulum augum pabba síns með því að hverfa á vit dagdrauma. Nú gerast þeir hrikalegri en nokkru sinni en fyrr. Hvað er draumur og hvað er raunveruleiki? Línurnar eru ekki alltaf skýrar í lífi Nicholas. Sagan er sögð að nokkru leyti í aftur- hvörfum sem eru fimlega fléttuð í framvinduna ásamt órum piltsins, sem stundum lýsa bágu sálar- ástandi, í annan stað stórkarlaleg- ur gálgahúmor, líkt og ævintýrið um óskirnar fjórar. Vel leikin og gerð en skilur við mann, hálf-von- svikinn, úti á þjóðveginum. Háskólabíó Leikstjóri: Claude Miller. Handritshöf- undur: Claude Miller, Emmanuel Carrére. Aðalleikendur: Clément van den Bergh, Lokman Nalcakan, Emanuelle Bercot, Francois Roy. Sýningartími 96 mín. Frakkland 1998. LE CLASSE DE NEIGE (SKÍÐAFERÐIN) KVIKMYNDIR Háskólabíó Filmundur/Frönsk kvikmyndahátíð Leikstjóri og handritshöfundur: Serge Maynard. Tónskáld: Roland Romanelli. Kvikmyndatökustjóri: Bruno Privat. Aðal- leikendur: Olivia Bonamy, Audrey Tautou, Axell Ade-Pasdeloup, Didier Bezace, Serge Hazanavicius. Frakkland. 1999. VOYOUS VOYALLES (PRAKKARARNIR) 1⁄2 Sæbjörn Valdimarsson Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.