Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 28
ERLENT 28 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ N O N N I O G M A N N I • N M 0 5 1 0 1 / S ÍA „Ég er með léleg hné. Sem krakki óx ég mjög hratt og hnén fylgdu ekki alveg með. Mér var ráðlagt að fara í greiningu hjá Stoðtækni og fá innlegg. Eftir að ég fékk innleggin er ég orðinn góður í hnjánum og þau hafa hjálpað mjög mikið, bæði þegar ég er á þrekæfingum og daglega, ég er alltaf með þau í skónum.“ Hlaupa- og göngugreining Ertu með þreytu eða verki í fótum eða baki? Komdu og láttu skoða niðurstigið þitt í göngugreiningu. Rétt undirstaða getur skipt sköpum til að ná árangri. Tímapantanir í síma 581 4711 Kringlan 8 -12, 3. hæð, Reykjavík Örn Arnarson, sundmaður Til hamingju Örn, íþróttamaður ársins 2001 BRESKIR fjölmiðlar hafa undan- farna daga rifjað upp hneykslismál Cecils Parkinsons, núverandi með- lims í lávarðadeild breska þingsins og fyrrverandi forystumanns innan Íhaldsflokksins. Parkinson átti fyrir átján árum dóttur utan hjónabands, sem hann hefur aldrei augum litið, og neyddist af þeim sökum til þess að segja af sér ráðherraembætti. En málið hefur ekki síður reynst dýr- keypt fyrir stúlkuna sjálfa og móður hennar, sem eru nú loks lausar undan dómsúrskurði sem neyddi þær nánast til að lifa í felum. Áður en hneykslismálið kom upp árið 1983 var Cecil Parkinson einn af helstu forystumönnum Íhaldsflokks- ins, hann var sagður „eftirlæti“ Mar- grétar Thatcher forsætisráðherra og af mörgum talinn líklegasti arftaki hennar. En Parkinson, sem var kvæntur þriggja barna faðir, hafði þá um tólf ára skeið átt í ástarsambandi við einkaritara sinn í þinginu, Söru Keays. Eftir að Sara varð þunguð á vor- mánuðum 1983 sleit Parkinson sam- bandinu við hana. Að sögn Söru reyndi hann að fá hana til að gangast undir fóstureyðingu, en þegar hún neitaði gerði hann henni ljóst að hann myndi ekki hafa nein afskipti af barninu. Sara sagði nýlega í viðtali við The Daily Mail að þetta hefði verið „eina loforðið sem hann hélt“, en hún fullyrðir að hann hafi áður heitið sér að segja skilið við eiginkonu sína og kvænast sér. Parkinson, sem gegndi embætti formanns Íhaldsflokksins, stjórnaði kosningabaráttu flokksins fyrir þing- kosningarnar í júní 1983. Á kjördag mun hann hafa sagt Thatcher frá því að hann ætti von á barni utan hjóna- bands, en hún skipaði hann samt sem áður í áhrifamikið embætti viðskipta- og iðnaðarráðherra eftir kosningarn- ar. Sara Keays var að vonum vonsvik- in yfir sinnuleysi fyrrverandi ást- manns síns og gerði fjölmiðlum kunn- ugt um samband þeirra og væntan- legan erfingja meðan á flokksþingi Íhaldsflokksins stóð í Blackpool um haustið. Málið olli miklu fjaðrafoki og Parkinson sagði af sér í snatri. Sara Keays ól síðan dótturina Floru á gamlársdag 1983 en hún hef- ur sem fyrr segir aldrei hitt föður sinn. Málið er ennþá dapurlegra fyrir þær sakir að Flora hef- ur frá unga aldri átt við ýmsa erfiðleika að etja. Fjögurra ára gömul gekkst hún undir að- gerð vegna heilaæxlis, hún er haldin Asperger- heilkenni, sem er til- brigði af einhverfu, og er auk þess flogaveik. Stúlkan hefur ennfrem- ur átt við námsörðug- leika að stríða og neydd- ist til þess að hætta í skóla fyrir nokkrum ár- um vegna eineltis. Parkinson greiddi frá upphafi meðlag með Floru en vegna mikils kostnaðar við læknis- meðferð dótturinnar krafðist Sara þess fyrir dómstólum árið 1993 að faðirinn greiddi hærri upphæð til framfærslu hennar. Park- inson samþykkti það, en krafðist þess á móti að dótturinni yrði með dóms- úrskurði meinað að kenna sig við hann og algjörlega haldið frá sviðs- ljósi fjölmiðla. Sara gekk að þessu skilyrði en kveðst ekki hafa gert sér grein fyrir hvað úrskurðurinn hefði í för með sér. Í raun þýddi krafa Park- insons að Flora varð „ósýnileg“, hún mátti til dæmis ekki vera með á bekkjarmyndum eða taka þátt í upp- færslum skólaleikrita og nafn hennar mátti ekki einu sinni birtast á tilkynn- ingatöflu skólans. Heimildarmynd um líf Floru Dómsúrskurðurinn rann úr gildi þegar Flora varð átján ára 31. desem- ber síðastliðinn. Hún og móðir hennar máttu þá í fyrsta sinn síðan 1993 tjá sig við fjölmiðla og hafa meðal annars veitt dagblaðinu Daily Mail einkavið- tal. Þar er meðal annars haft eftir Floru að henni þyki faðir sinn hafa komið illa fram við sig. „Ég myndi vilja hitta hann og tala við hann. Ef honum þætti vænt um mig myndi hann vilja sjá mig og vera hluti af lífi mínu. Ég myndi vilja fara með honum í kvikmyndahús og gera skemmtilega hluti,“ sagði Flora, sem þykir afar lík föður sín- um í útliti. Þá hefur sjónvarps- stöðin Channel 4 gert heimildarþátt um líf Floru, sem sýndur var í síðustu viku. Myndin þótti átakanleg en þar er meðal annars sýnd upptaka af stúlkunni þar sem hún fer í gegn- um póstinn sinn á átján ára afmælisdaginn í von um að hafa fengið af- mæliskveðju frá föður sínum, þrátt fyrir að móðir hennar hafi var- að hana við að gera sér of miklar væntingar. Engin kveðja barst frá Parkinson, frekar en fyrri daginn. Sara Keays hefur gefið til kynna að hún kunni að fara í mál við Parkinson á ný til þess að tryggja framfærslu Floru í fram- tíðinni en meðlagsgreiðslur leggjast vanalega af við átján ára aldur. Hún segir dóttur sína ekki geta skilið hvers vegna faðir hennar hafi hafnað henni, en kveðst jafnframt efast um að það yrði henni til góðs ef hann féll- ist á að hitta hana. Ef þau hittust að- eins einu sinni gæti það valdið Floru enn frekara tjóni en orðið er. Af Parkinson sjálfum er það að segja að hann komst aldrei til fyrri metorða, þótt honum hafi á ný verið falin trúnaðarstörf fyrir Íhaldsflokk- inn. Árið 1987 var hann skipaður orkumálaráðherra, sem er mun áhrifaminna ráðherraembætti en það sem hann gegndi áður. Hann var sæmdur lávarðsnafnbót og tók sæti í lávarðadeild breska þingsins, auk þess sem hann gegndi um skamma hríð formannsembættinu í Íhalds- flokknum á ný eftir að William Hague tók við leiðtogastöðunni í flokknum árið 1997. Hjónaband hans og eigin- konunnar Ann stendur enn. Parkinson vildi ekki svara spurn- ingum fjölmiðla fyrir helgi um það hvort hann hygðist horfa á heimild- armyndina um dóttur sína í sjónvarp- inu. Fyrrverandi ástkona og laundóttir Cecils Parkinsons mega aftur tjá sig við fjölmiðla Cecil Parkinson Sorgarsaga dregin fram í dagsljósið ’ Dóms-úrskurðurinn neyddi þær nánast til að lifa í felum ‘ INDÓNESÍSKA lögreglan þurfti að nota uppblásna gúmmíbáta við björgunarstörf í þriðju stærstu borg landsins, Medan, í gær en heilu borgarhverfin voru und- ir vatni vegna mikilla flóða. Að minnsta kosti þrír höfðu látist og gífurlegt tjón orðið af völdum flóðanna. Sex var saknað. Einnig þurfti að loka alþjóðaflugvellinum í Medan tímabundið vegna flóðanna, sem skullu á eftir miklar rigningar. AP Mikil flóð í Medan BRESKA stjórnin lagði í gær fram áætlun um umbætur á járnbrautar- kerfinu í landinu og er fyrirhugað að verja til hennar nærri 5.000 milljörð- um ísl. kr. fram til 2010. Auk framlagsins frá hinu opinbera er gert ráð fyrir, að einkafyrirtæki leggi fram umtalsvert fé í járnbraut- irnar og einkanlega í London og í Suðvestur-Englandi þar sem álagið er mest. Bretar virðast á einu máli um, að þeir búi við versta járnbraut- arkerfi í Vestur-Evrópu og tíð slys og víðtæk verkföll að undanförnu hafa gert ástandið enn verra. Það var eitt af loforðum Tony Blairs forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar að bæta almennar sam- göngur í landinu en sumir saka hann nú um að hafa gleymt því í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Í umbótaskýrslunni, sem nú hefur verið lögð fram, er því hins vegar heitið, að bundinn verði endi á ónóga fjárfestingu í járnbrautunum síðast- liðin 30 ár. Breska járnbraut- arkerfið endurnýjað London. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.