Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 33
Skrifstofutækni
250 stundir!
Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum
og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög
hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum.
Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj-
andi störf á vinnumarkaði.
Helstu námsgreinar eru:
Handfært bókhald
Tölvugrunnur
Ritvinnsla
Töflureiknir
Verslunarreikningur
Glærugerð
Mannleg samskipti
Tölvubókhald
Internet
STARFSMENNTUN
fjárfesting til framtíðar
Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í
öllum almennum skrifstofustörfum og eftir
vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla
Íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word-
ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði
hand- og tölvufært bókhald, glærugerð,
verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum
í mannlegum samskiptum og Interneti.
Námið er vel skipulagt og kennsla frábær.
Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó!.
Steinunn Rósq, þjónustu-
fulltrúi,
Íslenska Útvarpsfélaginu
Öll námsgögn innifalin
Tölvuskóli Íslands
B í l d s h ö f ð a 1 8 , s í m i 5 6 7 1 4 6 6
Opið til kl. 22.00
Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang travest@simnet.is
Golfferðir okkar til Túnis njóta sífellt meiri vinsælda, því
auk góðra golfvalla býður Túnis upp á margbrotna sögu og
menningu og gott loftslag við Miðjarðarhafsströndina.
Hvernig væri að framlengja golftímabilið við kjöraðstæður? Búa á fyrsta flokks
strandhótelum í þægilegum hita, borða góðan mat og leika golf á góðum golfvöllum?
Næsta vetur og vor býður Ferðaskrifstofa Vesturlands upp á þrjár 11 daga golfferðir til
Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð.
Brottfarir eru 22. febrúar og 26. apríl.
Verð í brottför 22. febrúar er kr. 141.700 á mann í tvíbýli.*
Verð í brottför 26. apríl er kr. 145.800 á mann í tvíbýli.*
Aukagjald fyrir eins manns herbergi er kr. 15.000.
Fararstjóri: Sigurður Pétursson, golfkennari.
Innifalið í verði er flug, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum, hálft fæði,
8 vallargjöld og skoðunarferð til Kariouan.
*Að viðbættum flugvallarsköttum.
Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323.
G LF
í Túnis
FULLT hús áheyrenda var á
fyrstu tónleikum Myrkra músík-
daga í Listasafni Íslands á sunnu-
dagskvöld. Hátíð þessi á vegum
Tónskáldafélags Íslands, sem til-
einkuð er nýrri íslenzkri listmúsík,
stendur nú á tvítugu – og fram yfir
miðjan febrúar með alls um níu
tónleika. Opnun hátíðarinnar var
helguð ugglaust kunnasta fram-
sækna tónhöfundi þeirra Íslend-
inga sem búsettir eru á erlendri
grund, Hafliða Hallgrímssyni.
Í forföllum Ragnhildar Heilands
Sørensens, sem komst ekki til
landsins að sinni, söng Þórunn
Guðmundsdóttir í fyrsta verkinu,
Ríma fyrir sópran og strengjasveit
Op. 15. Verkið var á sínum tíma
pantað af skipulagsnefnd vetraról-
ympíuleikanna í Lillehammer 1994
fyrir Norsku kammersveitina og
Ragnhild Heiland Sørensen. Söng-
textinn var sonnetta úr „Rimi de
Michelangelo Bouonarroti“, þ.e.
„Rímum“ eftir ítalska endurreisn-
arfjöllistamanninn fræga, og hófst
í meðfylgjandi bragréttri þýðingu
Þorsteins Gylfasonar á hendingun-
um „Ó nótt, ó stundin sæt, í sorta
þínum / Þú sæmir friði dagsverk
hvert um síðir.“ Þar var m.a. talað
um nóttina sem
„skugga dauðans“, og
minnti það ósjálfrátt
undirritaðan á þýzkt
sálmaskáld í lokakór-
al kantötu Bachs, er
líkti dauðanum við
„bróður svefnsins“,
eða, eins og Hafliði
vitnaði til í tónleika-
skrá, við „hinn mikla
vin mannkynsins“
með orðalagi Moz-
arts.
Söngtextinn var
vissulega framúr-
skarandi kveðskapur,
þótt val hans virtist í
fljótu bragði nokkuð
einkennilegt á gleðistundu sem
Vetrarólympíuleikar eru venju-
lega, nema komið hafi til sérstakar
og mér ókunnar aðstæður. Allt um
það var tónverk Hafliða skáldlegt í
sér, líkt og flest sem hann tekur
sér fyrir hendur í hljómandi mynd.
Eins var um bæði þetta og seinni
verkin, jafnt sem um önnur sem
undirritaður hefur áður eftir hann
heyrt, að heildin einkenndist af röð
hljómrænt kyrrstæðra flata þar
sem framvindan virtist meir ráðast
af „handan-músíkölskum“ áhrifa-
völdum en hefðbundinni stefrænni
úrvinnslu, enda stefjaefnið ekki
eftirminnilegt eitt sér. Hafi Einar
Ben verið kallaður „skáld eignar-
fallsins“, mætti, ef sett væri á odd-
inn, e.t.v. kalla Hafliða „tónskáld
orgelpunktsins“. Því meir var aftur
á móti lagt í áferð og litbrigði, og
þar tókst höfundi oft að heilla
hlustendur, enda varla ofsagt að
fáir íslenzkir nútíma-
tónsmiðir hafi náð að
laða nýstárlegri blæ-
brigði fram úr
strengjamiðlinum.
Líkt og hjá Wagner
útheimtu líðandi söng-
línur sópransins frek-
ar úthald, kraft og
hæð en lipurð og
hreyfanleika. Engu að
síður var vel af sér vik-
ið, svo ekki sé meira
sagt, að stökkva inn í
hlutverkið með litlum
fyrirvara af slíkum
glæsibrag og heyra
mátti af framlagi Þór-
unnar Guðmundsdótt-
ur.
Ombra [Skuggi] nefnir tón-
skáldið víólukonsert sinn frá 1999,
frumfluttan í Skotlandi en hér við
opnun Menningarborgarárs
Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu
29.1. 2000. Einleikarinn var hinn
sami og fyrir tveim árum, Þórunn
Ósk Marinósdóttir. Undirritaður
var einnig viðstaddur þá, í „senni-
lega slakasta tónlistarsal höfuð-
borgarsvæðisins“, og versnaði
verkið hvorki við að komast í betri
ómvist (þótt hálffullur Listasafns-
salur hefði hentað enn betur en al-
fullur) né við tveggja ára viðbót-
arreynslu hins unga einleikara.
Jafnvel þótt íslenzka frumupp-
færslan hafi tekizt dável, þá batnar
flutningur nýrra verka oftar við
ítrekun en hitt, og stóð það líka
heima nú. Víóluleikur Þórunnar
var, ef minni manns svíkur ekki,
enn traustari en í fyrra skiptið, og
hefði hún því að líkindum alveg
mátt sleppa öryggisneti nótna-
púltsins ef marka mátti innlifaðri
túlkun hennar, sem vakti mikla
hrifningu og funheitar undirtektir
tónleikagesta.
Herma nefndist síðasta verk
kvöldsins. Það var fyrir selló og
hljómsveit, samið 1994 og af ein-
hverjum ástæðum ekki tilgreint
sem sellókonsert. E.t.v. út af frek-
ar samtvinnuðu hlutverki einleiks-
raddar – þó að í skörulegum leik
sænska sólistans Thorolfs Thed-
éens mætti varla á milli sjá, auk
þess sem bryddað var upp á
ósviknum einleikskadenzum.
Tímalengd verksins (um 32 mín.)
var í drýgra lagi fyrir venjulega
kyrrstæða vinnuaðferð Hafliða, en
á móti vó hlutfallslega kröftugri
tjáning en í fyrri verkunum, gædd
fjölda andstæðuflata. Að auki fór
ekki hjá því að eitilhvöss snerpa
einleikarans hvetti bæði stjórn-
anda og meðspilendur til vasklegr-
ar framgöngu. Þá skiptu nokkrir
púlsrytmískir staðir né heldur litlu
til fjölbreytniauka fyrir athygli
hlustenda. Í það heila tekið var eft-
irtektarvert hvað háafstrakt en
samt furðuespressíft tónmál verks-
ins náði að bera mikla tímalengd,
og nærri því allt til enda. Mátti
það, auk skeleggrar stjórnar Bern-
harðs Wilkinson og líflegrar spila-
mennsku Kammersveitar Reykja-
víkur, ekki sízt þakka af-
burðatúlkun sænska sellistans,
sem lék bókstaflega eins og lífið
lægi við.
Tónskáld orgelpunktsins
TÓNLIST
Listasafn Íslands
Kammersveit Reykjavíkur. Hafliði Hall-
grímsson: Ríma (1993), Ombra (1999)
og Herma (1994). Þórunn Guðmunds-
dóttir sópran; Þórunn Ósk Marinós-
dóttir, víóla; Thorleif Thedéen, selló.
Stjórnandi: Bernharður Wilkinson.
Sunnudaginn 13. janúar kl. 20.
MYRKIR MÚSÍKDAGAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Hafliði
Hallgrímsson
GUÐBJÖRG Gissurardóttir flytur
fyrirlestur í LHÍ, Skipholti 1, á
morgun, miðvikudag, kl. 12.30. Fyr-
irlesturinn nefnir hún Skapandi líf
og flytjandi. Guðbjörg útskrifaðist
sem grafískur hönnuður frá MHÍ
1994 og með mastersgráðu í Comm-
unication Design frá Pratt Institute,
NY, 1977. Guðbjörg starfar nú sem
kennari við Pratt Institute og
Listaháskóla Íslands.
Þessi fyrirlestur er tileinkaður
sköpunargáfunni og verða ýmsar að-
ferðir skoðaðar sem m.a. örva og losa
um hugmyndaflæði og auka lífsgleð-
ina.
Námskeið
Myndvinnsla I. Tölva sem verk-
færi í myndlist nefnist grunnnám-
skeið sem hefst 28. janúar og er ætl-
að fólki sem starfar að listum og
hefur hug á að kynnast myndvinnslu
í tölvu. Kennari er Höskuldur Harri
Gylfason myndlistarmaður og graf-
ískur hönnuður.
Fyrirlestur
og námskeið
í LHÍ
KVEN-
SÍÐBUXUR
3 SKÁLMALENGDIR
Bláu húsin við Fákafen.
Sími 553 0100.
Opið virka daga 10-18,
laugardaga 10-16.