Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. JÓN Kristjánsson heilbrigðismála- ráðherra hefur oftar en einu sinni látið í veðri vaka, að hann muni í starfi sínu sem ráðherra leggja áherslu á að efla heilsugæsluna. Hann hefur sér- staklega talað um, að hann vilji „efla og bæta að- gengi að heilsu- gæslunni“ (sjá Morgunblaðið 27. maí 2001). Þessi yfirlýsing, svo og ýmislegt fleira, sem hann hefur látið frá sér fara, hefur mælst vel fyrir og þótt lýsa skilningi á þörfum heilsugæslunnar og mikilvægi hennar fyrir heilbrigð- isþjónustuna í heild. Sérstaklega hefur fólk tekið eftir áhuga hans á að auka aðgengi að heilsugæslunni, en það hefur skort verulega á, að það aðgengi væri viðunandi undanfarin misseri. Fólk hefur orðið að bíða óhæfilega lengi eftir viðtali hjá heim- ilislæknum, jafnvel vikum saman, og hrökklast með erindi sín á skyndi- vaktir vegna skorts á eðlilegu að- gengi. Heilsugæslustöðvar illa mannaðar Nú er orsakasamband milli mönn- unar og aðgengis. Ef mönnun er ófullnægjandi, verður aðgengið einn- ig ófullnægjandi. Í tíð fyrrverandi heilbrigðisráðherra var gert sam- komulag milli heilbrigðisráðuneytis og Félags íslenskra heimilislækna eftir langvinnar kjaradeilur, þar sem aðilar urðu sammála um, að það væri fullt starf fyrir einn heimilislækni í þéttbýli að annast 1500 manns, og fyrir það skyldi hann fá full laun. Á þessum tímapunkti var mönnun heilsugæslunnar á höfuðborgar- svæðinu með þeim hætti, að 30 stöðugildi vantaði upp á, að einn heimilislæknir væri fyrir hverja 1500 íbúa. Ég hef ekki fengið vitneskju um, hver staðan er í dag, en grunar, að hún hafi ekki lagast. Margir litu svo á, að þetta samkomulag fæli í sér viljayfirlýsingu af ráðuneytisins hálfu, að mönnun heilsugæslunnar skyldi vera í samræmi við þetta þ.e. að eitt stöðugildi heilsugæslulæknis skyldi koma á hverja 1500 íbúa í þéttbýli. Þess sjást hins vegar engin merki, að ráðuneytið hyggist upp- fylla þær væntingar. Þvert á móti er talað um flótta í stétt heilsugæslu- lækna og aðgengi virðist halda áfram að hraka. Af þessu tilefni vil ég leyfa mér að leggja eftirfarandi spurningar fyrir ráðherrann: Lítur ráðherrann svo á, að áður- nefnt samkomulag milli ráðuneytis- ins og Félags íslenskra heimilis- lækna feli í sér skuldbindingu eða loforð af ráðuneytisins hálfu um, að mönnun heilsugæslulækna skuli vera með þeim hætti, að einn heilsu- gæslulæknir skuli vera fyrir hverja 1500 íbúa í þéttbýli? Staðan í dag Hver er staðan í dag í þessum mál- um á höfuðborgarsvæðinu? Hvað vantar þar mörg stöðugildi til að einn heilsugæslulæknir komi á hverja 1500 íbúa? Hyggst ráðherrann fjölga stöðu- gildum heilsugæslulækna í samræmi við áðurnefnt samkomulag þ.e. upp í einn lækni á hverja 1500 íbúa? Mér finnst, að almenningur í land- inu eigi kröfu á að fá svör við þessum spurningum. GUÐM. HELGI ÞÓRÐARSON, fyrrv. heilsugæslulæknir. Af mönnun og aðgengi í heilsugæslu Frá Guðm. Helga Þórðarsyni: Guðm. Helgi Þórðarson Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra Morgunblaðið/Ásdís Fólk hefur orðið að bíða óhæfilega lengi eftir viðtali hjá heimilislækn- um, jafnvel vikum saman, og hrökklast með erindi sín á skyndivaktir vegna skorts á eðlilegu aðgengi, segir í bréfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.