Morgunblaðið - 15.01.2002, Page 58

Morgunblaðið - 15.01.2002, Page 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. JÓN Kristjánsson heilbrigðismála- ráðherra hefur oftar en einu sinni látið í veðri vaka, að hann muni í starfi sínu sem ráðherra leggja áherslu á að efla heilsugæsluna. Hann hefur sér- staklega talað um, að hann vilji „efla og bæta að- gengi að heilsu- gæslunni“ (sjá Morgunblaðið 27. maí 2001). Þessi yfirlýsing, svo og ýmislegt fleira, sem hann hefur látið frá sér fara, hefur mælst vel fyrir og þótt lýsa skilningi á þörfum heilsugæslunnar og mikilvægi hennar fyrir heilbrigð- isþjónustuna í heild. Sérstaklega hefur fólk tekið eftir áhuga hans á að auka aðgengi að heilsugæslunni, en það hefur skort verulega á, að það aðgengi væri viðunandi undanfarin misseri. Fólk hefur orðið að bíða óhæfilega lengi eftir viðtali hjá heim- ilislæknum, jafnvel vikum saman, og hrökklast með erindi sín á skyndi- vaktir vegna skorts á eðlilegu að- gengi. Heilsugæslustöðvar illa mannaðar Nú er orsakasamband milli mönn- unar og aðgengis. Ef mönnun er ófullnægjandi, verður aðgengið einn- ig ófullnægjandi. Í tíð fyrrverandi heilbrigðisráðherra var gert sam- komulag milli heilbrigðisráðuneytis og Félags íslenskra heimilislækna eftir langvinnar kjaradeilur, þar sem aðilar urðu sammála um, að það væri fullt starf fyrir einn heimilislækni í þéttbýli að annast 1500 manns, og fyrir það skyldi hann fá full laun. Á þessum tímapunkti var mönnun heilsugæslunnar á höfuðborgar- svæðinu með þeim hætti, að 30 stöðugildi vantaði upp á, að einn heimilislæknir væri fyrir hverja 1500 íbúa. Ég hef ekki fengið vitneskju um, hver staðan er í dag, en grunar, að hún hafi ekki lagast. Margir litu svo á, að þetta samkomulag fæli í sér viljayfirlýsingu af ráðuneytisins hálfu, að mönnun heilsugæslunnar skyldi vera í samræmi við þetta þ.e. að eitt stöðugildi heilsugæslulæknis skyldi koma á hverja 1500 íbúa í þéttbýli. Þess sjást hins vegar engin merki, að ráðuneytið hyggist upp- fylla þær væntingar. Þvert á móti er talað um flótta í stétt heilsugæslu- lækna og aðgengi virðist halda áfram að hraka. Af þessu tilefni vil ég leyfa mér að leggja eftirfarandi spurningar fyrir ráðherrann: Lítur ráðherrann svo á, að áður- nefnt samkomulag milli ráðuneytis- ins og Félags íslenskra heimilis- lækna feli í sér skuldbindingu eða loforð af ráðuneytisins hálfu um, að mönnun heilsugæslulækna skuli vera með þeim hætti, að einn heilsu- gæslulæknir skuli vera fyrir hverja 1500 íbúa í þéttbýli? Staðan í dag Hver er staðan í dag í þessum mál- um á höfuðborgarsvæðinu? Hvað vantar þar mörg stöðugildi til að einn heilsugæslulæknir komi á hverja 1500 íbúa? Hyggst ráðherrann fjölga stöðu- gildum heilsugæslulækna í samræmi við áðurnefnt samkomulag þ.e. upp í einn lækni á hverja 1500 íbúa? Mér finnst, að almenningur í land- inu eigi kröfu á að fá svör við þessum spurningum. GUÐM. HELGI ÞÓRÐARSON, fyrrv. heilsugæslulæknir. Af mönnun og aðgengi í heilsugæslu Frá Guðm. Helga Þórðarsyni: Guðm. Helgi Þórðarson Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra Morgunblaðið/Ásdís Fólk hefur orðið að bíða óhæfilega lengi eftir viðtali hjá heimilislækn- um, jafnvel vikum saman, og hrökklast með erindi sín á skyndivaktir vegna skorts á eðlilegu aðgengi, segir í bréfinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.