Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 25
Kynningarfundur verður í Sjálfboðamiðstöð, Hverfisgötu 105 fimmtudaginn 17. janúar kl. 20:00. Fjölbreytt og áhugaverð verkefni fyrir fólk á öllum aldri. Viljum bæta við sjálfboða- liðum! Sjálfboðamiðstöð Reykjavíkurdeildar ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 25 GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti féll í yfirlið í Hvíta húsinu á sunnudagskvöld eftir að saltkringla stóð í honum þegar hann var að horfa á ruðningsleik í sjónvarp- inu. Læknir hans, Rich- ard Tubb, sagði að forset- inn hefði náð sér fljótt og honum liði vel. Læknirinn sagði að hægt hefði á hjartslætt- inum þegar saltkringlan stóð í Bush og það hefði valdið yfirliðinu. „Ég tel enga ástæðu til að ætla að þetta gerist aftur.“ Forsetinn skrám- aðist lítillega á vinstri vanga og fékk mar á neðri vörina þegar hann datt á gólfið af sófa í einu herbergja for- setabústaðarins. Hann var einn í her- berginu að horfa á leik Baltimore og Miami í ruðningi og eiginkona hans, Laura, var í nálægu herbergi að tala í símann. Kallað var á hjúkrun- arfræðing sem gerði boð eftir lækni um átta mínútum eftir atburð- inn. Bush fór sjálfur í lyftu niður í stofu lækn- isins í Hvíta húsinu. Tubb sagði að forset- inn teldi sig aðeins hafa misst meðvitund í nokkrar sekúndur því þegar hann hefði rankað við sér hefðu hundar hans, sem voru hjá hon- um, verið í sömu stöðu og þegar hann féll í yf- irlið. „En þeir voru skrýtnir á svipinn þegar þeir horfðu á hann,“ sagði Ari Fleischer, talsmaður forsetans. Læknirinn sagði að Bush hefði ver- ið illa fyrirkallaður síðustu daga, líkt og hann væri að fá kvef. Hann hefði þó stundað líkamsþjálfun um helgina. Forsetinn gekkst undir læknis- rannsókn eftir yfirliðið og hún leiddi í ljós að hjartað starfaði eðlilega. Púls- inn var hins vegar hægur og lækn- irinn rakti það til strangrar líkams- þjálfunar forsetans. Tubb sagði að yfirlið forsetans virtist ekki tengjast streitu eða mikilli vinnu vegna stríðs- ins í Afganistan. Eftir rannsóknina ákvað Bush að hætta ekki við fyrirhugaða ferð sína til miðvesturríkja Bandaríkjanna í gær. Bush hyggst fara í sína fyrstu As- íuferð í næsta mánuði, til Suður-Kór- eu og Japans, og hugsanlega einnig til Kína. Suður-kóreska forsetaskrifstofan tilkynnti að Bush myndi eiga viðræð- ur við Kim Dae-Jung, forseta Suður- Kóreu, í Seoul seint í febrúar og yrði umræðuefnið fyrst og fremst Norður- Kórea. Þá var haft eftir japönskum ráðuneytisstjóra að Bush kæmi einn- ig til viðræðna við stjórnvöld í Tókýó. Óstaðfestar fréttir eru um að hann fari líka til fundar við kínverska ráða- menn í Peking. Bush Bandaríkjaforseti gengst undir læknisrannsókn Féll í yfirlið eftir að salt- kringla stóð í honum George W. Bush Washington. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.