Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þorrablót LEIGJUM ÚT VEISLUSAL FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS Í MÖRKINNI! í veislusal Ferðafélagsins eða heim í stofu Súrmatur Sviðasulta • Lifrarpylsa Blóðmör • Hrútspungar Lundabaggar • Bringukollar Nýmeti Hangikjöt • Sviðasulta Lifrarpylsa • Blóðmör Harðfiskur • Rúgbrauð Flatbrauð • Hákarl Síldarsalöt 2 teg. • Sviðakjammar Heitur matur Saltkjöt • Rófustappa Kartöflur • Uppstúf Nautapottréttur með hrásalati Athugið að lágmarkspöntun er fyrir 5 manns Í þorramatnum erum við á heimavelli. Ánægðir viðskiptavinir ár eftir ár vitna um gæðin og ekki síst þjónustuna. Nú bjóðum við þorramatinn í stórar sem smærri veislur á einstöku tilboði. Í minni veislur (lágmarkspöntun fyrir 5 manns) færðu matinn í trogum. Matreiðslumeistari setur upp og gengur frá hlaðborði fyrir stærri þorrablót. Þorramaturinn í trogum og á glæsilegu hlaðborði Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is Pantanir og uppl. í síma 587- 3800 og 899 2959 Þórarinn Guðmundsson matreiðslumestari SKÍÐAFERÐIR TIL SVISS UM PÁSKANA Tvær ferðir; ellefu dagar og sex dagar til CRANS MONTANA FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www.gjtravel.is Netfang: outgoing@gjtravel.is Ellefu daga ferð, 21. til 31. mars Fimmtudaginn 21. mars verður flogið með Flugleiðum til Amsterdam og og áfram með KLM til Zurich. Þaðan er ekið til Crans-Montana og gist á Grand Hotel du Parc næstu 10 nætur. Grand Hotel du Parc er vel staðsett fjögurra stjörnu hótel í göngufæri við skíða- lyfturnar. Þann 31. mars er svo ekið til Genfar og flogið þaðan heim um Amsterdam. VERÐ 142.600 kr. á mann Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur milli Zurich, Crans-Montana og Genfar, gisting í 10 nætur í tveggja- manna herbergi, morgunverður og kvöldverður. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi: 16.300 kr. Sex daga ferð, 27. mars til 1. apríl Miðvikudaginn 27. mars verður flogið með Flugleiðum til Parísar og ekið þaðan til Crans-Montana. Gisting á Hotel Central næstu 4 nætur. Seinni hluta páskadags, 31. mars, er ekið áleiðis til Frankfurt og gist í Frakklandi síðustu nóttina. Annan páskadag verður flogið heim frá Frankfurt. Hotel Central er þægilegt og vel staðsett, þriggja stjörnu hótel í miðbæ Crans- Montana. VERÐ 69.950 kr. á mann Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur milli Parísar, Crans-Montana og Frankfurt, gisting í tveggja- manna herbergi í 4 nætur á Hotel Central og eina nótt í Frakklandi og morgunverður. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er 5.200 kr. Verð miðast við gengi og forsendur 04.01. 2001 SKÆRULIÐAHREYFINGIN FARC samþykkti seint í gærkvöldi að hefja aftur friðarviðræður við stjórn Kólumbíu en óttast hafði verið að stríðið í Kólumbíu myndi harðna eftir að friðarumleitanir Andres Pastrana forseta höfðu farið út um þúfur um helgina. Greindi franski diplómatinn Daniel Parfait, sem kom til Kólumbíu í gær ásamt hópi er- lendra sáttasemjara til að reyna að blása lífi í friðarumleitanir, frá því að bæði skæruliðarnir og Pastrana for- seti hefðu orðið ásáttir um að hefja viðræður að nýju. Áður höfðu fulltrúar FARC hafnað friðarviðræðum og sögðust ætla að fara af stóru griðasvæði, sem forset- inn lét hreyfingunni eftir fyrir þrem- ur árum til að fá hana að samninga- borðinu. FARC settir úrslitakostir Stjórn Kólumbíu flutti þá allar her- og lögreglusveitir sínar af svæðinu til að reyna að ná friðarsamkomulagi við skæruliðana en sú tilraun misheppn- aðist. Andstæðingar FARC segja að hreyfingin hafi notað griðasvæðið, sem er á stærð við Sviss, til að fremja glæpi, fela fórnarlömb mannræn- ingja og smygla kókaíni. Hreyfingin hafi einnig notað svæðið til að þjálfa skæruliða og gera árásir á önnur svæði í Kólumbíu. Þessi misnotkun á griðasvæðinu og lítill árangur af við- ræðunum urðu til þess að almenning- ur í landinu snerist gegn friðarum- leitunum stjórnvalda. FARC dró sig út úr friðarviðræð- unum í október eftir að stjórnin fjölg- aði hermönnum sínum í grennd við griðasvæðið til að reyna að stöðva glæpastarfsemi og hernað skærulið- anna. Pastrana setti hreyfingunni úr- slitakosti á laugardag og sagði að annaðhvort yrði hún að leggja fram raunhæfar friðartillögur eða fara af griðasvæðinu ekki síðar en í dag. Hreyfingin neitaði að hefja friðar- viðræður að nýju og tilkynnti á sunnudag að hún hygðist fara af griðasvæðinu. Simon Trinidad, samningamaður FARC, kenndi Pastrana um að friðarumleitanirnar fóru út um þúfur en með liðsinni stjórnarerindreka frá nokkrum ríkj- um Evrópu og Rómönsku-Ameríku, sem hafa stutt friðarumleitanirnar, hefur nú semsé tekist að koma við- ræðum á að nýju. Stríðið í Kólumbíu hefur staðið í tæp 38 ár og margir hafa óttast að það myndi harðna á næstu mánuðum. Reuters Kólumbískir hermenn búa sig undir að fara í skriðdreka við griðasvæði skæruliða marxistahreyfingarinnar FARC. Skæruliðar FARC samþykkja að koma aftur að samningaborðinu Los Pozos. AFP, AP. Reynt að afstýra stríði í Kólumbíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.