Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 60
Ófagmannleg framkoma ÉG skrifa fyrir hönd ná- komins ættingja míns sem var svo óheppinn að fá inn um lúguna hjá sér bréf frá fyrirtækinu Vörslusvipt- ingar ehf., en það fyrir- tæki sér m.a. um að hirða bíla upp í skuldir. Viðtak- andi bréfsins hringdi í fyr- irtækið, sallarólegur, til að fá nánari upplýsingar um málið og talaði við eiganda fyrirtækisins, Lárus Viggósson. Lárus þessi gat ekki með nokkru móti sýnt manneskjunni nokkra ein- ustu virðingu heldur hreytti í hana alls kyns at- hugasemdum, fór oftar en einu sinni með rangt mál og sýndi af sér mikinn hroka og yfirgang. Það hlýtur að vera hægt að tala um svona mál, þótt leiðinleg séu, á rólegu nót- unum og sýna fólki kurt- eisi og virðingu og haga sér eins og fagmaður. Það að maður eins og Lárus Viggósson sem talar fyrir hönd síns fyrirtækis skuli leyfa sér að tala þannig til fólks og sýna slíka fram- komu er algjörlega óafsak- anlegt. Þetta kallast ekki fag- mannleg framkoma. Þessi umræddi ættingi minn brotnaði hreinlega niður eftir að hafa átt samskipti við þennan mann og grét það sem eftir lifði dagsins. Ég hringdi næsta dag í Lárus og krafðist þess að hann hringdi í manneskj- una sem varð fyrir barðinu á honum og bæðist afsök- unar á framkomu sinni en hann sagði að það væri sko ekki inni í myndinni. Því næst sagðist hann ekki nenna þessu og skellti á mig. Ég hringdi aftur, frekar ósátt við að skellt hefði verið á mig þar sem ég var ekki búin að ljúka máli mínu en kom ekki fleiru að, nema því að ég hygðist fara með þetta lengra, þar sem æsingur- inn var orðinn frekar mik- ill í Lárusi. Hann sagði að ég skyldi sko bara gera það. Ég vil segja við Lárus Viggósson að þó að hans starf felist í áðurnefndum aðgerðum (sem er nú ekki öfundsvert starf) þá erum við öll manneskjur með til- finningar og aðgát skal höfð í nærveru sálar. Að lokum vil ég svo endur- taka það sem ég sagði í þessu mjög svo óskemmti- lega símtali sem ég átti við Lárus: Að Lárus drífi sig á námskeið í mannlegum samskiptum. Honum veitir ekki af því. Berglind Þórunnardóttir. Aldraðir og öryrkjar láti til sín taka MIKIL gleðitíðindi hafa borist nú þegar Ólafur F. Magnússon hefur lýst því yfir að hann muni ganga til liðs við framboð aldraðra og öryrkja, ef það verður að veruleika. Það hefur aldrei verið jafn mikil nauðsyn og nú að aldraðir og öryrkjar láti til sín taka, sérstaklega á vettvangi þjóðmálanna. Stjórnvöld hafa státað af því að þau séu að gera svo mikið fyrir aldraða og öryrkja. Þetta sjá allir sem vilja að eru öf- ugmæli. Góðærisríkis- stjórnin hefur afrekað það að hundsa dóm í máli Ör- yrkjabandalagsins. Hún hefur stuðlað að því að gera þá ríku ríkari. Hún hefur verið að selja eigur þjóðarinnar til að bjarga því sem hún hefur klúðrað í efnahagsmálum. Er ekki kominn tími til að sú rík- isstjórn sem er orðin þreytt á sjálfri sér fái hvíld. Það held ég að flestum finnist nema henni sjálfri. Hún er nefnilega farin að halda það að hún sé ráðin til að stjórna þjóðarskút- unni til eilífðar. En því miður þá er það ekki svo. Draumurinn hlýtur að taka enda. Það er mál að vakna. Gunnar G. Bjartmannsson, öryrki, Hátúni 10. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is DAGBÓK 60 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍKVERJI getur ekki beint sagtað hann fyllist kátínu yfir þeim tíðindum að svo geti farið að Rík- issjónvarpið muni ekki hafa bol- magn til þess að sýna frá leikjum Heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu, sem fram fer í sumar í Jap- an og Suður-Kóreu. Hann hefur reyndar séð ýmsa, sem hingað til hafa reitt hár sitt eða barið hárlausa höfuðskelina af örvæntingu yfir virðingarleysi þeirra, sem skipu- leggja íþróttamót af þessu tagi, gagnvart fréttatímum sjónvarpsins (reyndar oft illskiljanleg tímasetn- ing þar sem útsendingartími frétta Sjónvarps hefur verið ákveðin löngu áður en tímasetning þessara leikja þannig að hægur vandi ætti að vera að taka tillit til hans), fagna þessum tíðindum af slíkri innlifun að ætla mætti að þeim hefði verið tilkynnt að þeir væru næstu hand- hafar friðarverðlauna Nóbels. Hafa þessi viðbrögð staðfest enn og aftur að aldrei eru landsmenn glaðari en þegar þeir fyllast þórðargleði. NÚ HAFA ýmsar þjóðir sett ílög að það varði þjóðarhag að heimsviðburðir af þessu tagi séu sýndir í sjónvarpi. Slíkt væri vita- skuld hægt að gera hér á landi, en því myndi kannski fylgja holur hljómur þar sem Íslendingar hafa aldrei átt fulltrúa á heimsmeistara- móti í knattspyrnu og næsta ólík- legt að svo verði á næstunni nema við fengjum að keppa í annarri álfu til tilbreytingar í krafti þess hluta landsins, sem er vestan Atlants- hafshryggjarins, og etja kappi við þjóðir á borð við Kanada og Trin- idad og Tobago til að komast áfram og væri samt ekkert gefið. Íslend- ingar eru hins vegar svo fjölþjóð- legir í hugsun þegar kemur að íþróttum að við tengjumst ýmsum landsliðum jafnvel meiri tilfinninga- böndum en sjálfir landsmenn lið- anna. Lagasetning er því ekki úti- lokuð, en hins vegar kannski ósennileg, ekki síst vegna þess að engum hefur enn dottið í hug að leggja fram frumvarp til slíkra laga. ÍSLAND er ekki eina landið, semenn á ósamið við þýska fjölmiðla- kónginn Kirch um réttinn til út- sendinga frá HM. Verðið hefur víst tvöfaldast frá síðustu keppni og öll- um blöskrar græðgin. Kirch segir reyndar að síðast hafi verðið verið svo lágt að sjónvarpsstöðvarnar hafi grætt á tá og fingri og nú sé ætlunin að ná því til baka. Bretar voru fljótir að semja eftir að enska landsliðið tryggði sér farmiðann til Asíu. Reyndar er leyndarmál hvað BBC og ITV borga fyrir útsending- arréttinn, en Kirch hafði farið fram á 170 milljónir punda og BBC og ITV boðið 55 milljónir punda. Ef við tökum hærri töluna er um að ræða um 400 krónur á hvern Breta. Í fréttum hefur komið fram að það myndi kosta Sjónvarpið 28 til 37 milljónir að kaupa réttinn. Ef miðað er við að kostnaðurinn verði 30 milljónir yrðu það um 110 krónur á hvern íbúa landsins fyrir alla keppnina. Það er ódýrara en í strætó. ÉG vil kvarta yfir þjónustunni hjá Strætó bs. Það vantar lýsingu í strætóskýlin eins og er á Seltjarn- arnesi. Það er til vandræða að sjá á klukku og að finna strætófargjaldið í myrkrinu og svo heldur sig alls kyns óreglufólk í skýl- unum og hef ég m.a. fundið þar sprautu. Þegar ég spurðist fyrir um hvers vegna skýlin væru ekki upp- lýst var mér sagt að það væri of dýrt. En ég tel að fólk eigi rétt á að hafa skýlin upplýst. Eins finnst mér of kalt í bílunum og ef maður biður bílstjór- ana um að auka hitann á miðstöðinni eru þeir tregir til þess. Eins vil ég benda á að það ganga engir vagnar frá Hlemmi og upp á Landspítala við Hringbraut. Maður þarf að ganga þangað frá Hlemmi. Hilda Hafsteins- dóttir. Léleg þjónusta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 æki, 4 spil, 7 svífur, 8 hræfugls, 9 álít, 11 hafa tíma til, 13 at, 14 ól, 15 heiður, 17 skellur, 20 am- boð, 22 megnar, 23 fár- viðri, 24 dreg í efa, 25 lagvopns. LÓÐRÉTT: 1 ríki dauðra, 2 ójafnan, 3 aumt, 4 fiðurfé, 5 kona, 6 svarar, 10 bál, 12 skyld- menni, 13 gyðja, 15 mergð, 16 samkomurnar, 18 hagur, 19 koma skapi við, 20 fugl, 21 gaffal. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hugarflug, 8 sýlar, 9 tíðum, 10 ætt, 11 múrað, 13 akrar, 15 farms, 18 hláka, 21 ker, 22 Eldey, 23 aular, 24 handfangs. Lóðrétt: 2 umlar, 3 afræð, 4 fatta, 5 Urður, 6 ásum, 7 smár, 12 aum, 14 kól, 15 flet, 16 rudda, 17 skyld, 18 hraka, 19 áflog, 20 arra. K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Arn- arfell kemur í dag. Eld- borg og Björn Re fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kom í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, leirkera- smíði, kl. 10 enska, kl. 11 enska og dans, kl. 13 bað, vinnustofa, postulínsmálning. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa. Allar uppl. í s. 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 17 fótaaðgerð, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist, kl. 14. dans. Þorrablót verður föstud. 1. feb. Þorrahlaðborð hefst kl. 17, salurinn opnaður kl. 16.30. Ómar Ragnarsson skemmtir við undirleik Hauks Heiðars Ingólfs- sonar, Ágústa Sigrún Ágústsd. syngur við undirleik Sváfnis Sig- urðs., Ragnar Leví og félagar leika fyrir dansi. Skráning í s. 568-5052 fyrir föstud. 1. febrúar. Eldri borgarar, Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstudögum kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum á fimmtu- dögum kl. 17–19. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Jóga hefst kl. 11 föstud. 18. jan. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586-8014 kl. 13– 16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566-8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10 samveru- stund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Þrið. kl. 9 vinnuhópur gler, kl. 13. málun kl. 13.30 tré- skurður, kl. 13.30 spilað brids, vist, lomber og teflt, kl. 16 bútasaumur. Mið. kl. 11.15 og 12.15 leikfimi, kl. 13.30 handa- vinnuhornið kl. 16 tré- smíði/gamalt og nýtt. Fimmtud. kl. 9. vinnu- hópur gler, kl. 9.45 boccia, kl. 12.15 spænska, kl. 13 postu- línsmálun, kl. 14. málun Fótaaðgerðarstofan er opin kl. 9–14. Föst. kl. 9 snyrtinámskeið kl. 11 dans. Nokkur pláss laus í postulínsmálun og tré- smíði. Skráning á þorrablótið sem fyrst. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Saumur kl. 13.30, brids kl. 13.30. Á morgun miðvikud. línudans kl. 11, pílukast kl. 13.30, myndlist kl. 13. Sælu- dagar á Örkinni 3.–8. mars. Skráning í Hraunseli í s. 555 0142. Þorrablót félagsins verður í Hraunseli laug- ard. 26. jan. kl. 19 Skráning í Hraunseli s. 555-0142 Sækið miðana mánud. 21. jan. kl. 13– 16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Þriðjud.: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Mið- vikud: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Ás- garði, Glæsibæ kl. 10. Söngfélag FEB kóræf- ing kl. 17. Línudans- kennsla kl. 19.15. Uppl. á skrifstofu FEB. kl. 10–16 s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Garðabær. Opið hús í Kirkjuhvoli í dag kl. 13– 16. Spilað og spjallað. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. glerskurð- ur, umsjón Helga Vil- mundardóttir, kl. 13. boccia. Myndistarsýn- ing Bryndísar Björns- dóttur stendur yfir. Uppl. um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handavinnu- stofa opin, leiðbeinandi á staðnum, kl. 13, kín- versk leikfimi, kl. 14 þriðjudagsganga frá Gjábakka. Uppl. í síma 554-3400. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13–16 handavinnu- stofan opin, leiðbein- andi á staðnum, kl. 19 gömlu dansarnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótsnyrt- ing, handsnyrting. Háteigskirkja. Eldri borgar á morgun, mið- vikudag, samvera, fyr- irbænastund í kirkjunni kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskurður og trémál- un, kl. 10 boccia, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–17 hár- greiðsla, kl. 13 myndlist. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 9–17 hárgreiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 11 leikfimi. kl. 13 spilamennska. Þorra- blót verður fimmtud. 7. febrúar. Húsið opnað kl. 17. Veislustjóri: Gunnar Þorláksson. Ragnar Páll Einarsson verður við hljómborðið. Fordrykk- ur, þorrahlaðborð. Magadansmeyjar koma í heimsókn kl. 19. Skemmtiatriði, KKK syngja, fjöldasöngur og fleira. Hljómsveit Hjör- dísar Geirs leikur fyrir dansi. Aðgangsmiði gild- ir sem happdrætti. Skráning í s. 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgun- stund, kl. 10 fótaaðgerð- ir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og körfugerð, kl. 14 fé- lagsvist. Digraneskirja, kirkju- starf aldraðra, opið hús í dag kl. 11.15 leikfimi kl. 12, léttur hádegisverður, kl. 13 helgistund. Verið velkomin. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digranes- kirkju. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa salnum. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á miðviku- dögum kl. 20, svarað í síma 552 6644 á fundar- tíma. Kvenfélag Langholts- sóknar heldur sameigin- legan fund með Kven- félagi Laugarnessóknar, Safnaðarfélagi Ássóknar og Safnaðarfélagi Lang- holtssóknar í kvöld klukkan 20 í safnaðar- heimili Langholtssókn- ar. Helgistund, kaffi- veitingar, skemmtiat- riði. ITC Irpa heldur fund í kvöld kl. 20 í Hverafold 5. Á dagskrá er ýmislegt áhugavert. Allir vel- komnir. Uppl. í s. 699- 5023. Kvenfélag Breiðholts, Kvenfélag Seljasóknar og Fjallkonurnar. Sam- eiginlegur fundur allra kvenfélaga í Breiðholti verður haldinn fimmtud. 17. janúar klukkan 20. Fundurinn verður hald- inn í Safnaðarsal Breið- holtskirkju. Konur ath. breyttan fundardag. Konur eru beðnar um að fjölmenna og taka með sér gesti. Þjóðdansafélag Reykja- víkur. Fyrsta opna húsið á árinu er í kvöld í Álfa- bakka 14a, kl. 20.30–23. Dansaðir verða gömlu dansarnir, Allir vel- komnir. Í dag er þriðjudagur 15. janúar, 15. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Sá sem er trúr í því smæsta, er einnig trúr í miklu, og sá sem er ótrúr í því smæsta, er og ótrúr í miklu. (Lúk. 16, 10.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.