Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 6
                                       !!"  #$%&'   !" #$% &'  )  *+  ,-  .( )  /  0  1  2(  . 1( .- ) ""3$ 45  67 89  1  %: * 5  ;  < <    < < << < <=   ; ;  ÓJÖFNUÐUR hefur lítillega vaxið á Íslandi á undanförnum árum, en er þó engu að síður mjög lítill hér í alþjóð- legu samhengi, að því er fram kemur í nýrri haustskýrslu hagfræðistofnun- ar Háskóla Íslands um tekjuskipt- inguna á Íslandi, þróun og áhrifa- valda, sem kynnt var í gær. Fram kemur að sé litið til landsins í heild virðist sem breytingar í dreif- ingu atvinnutekna ákvarðist að veru- legu leyti af þróun efnahagsmála. Uppsveiflur komi tekjulágum fremur vel og ójöfnuður minnki yfirleitt þeg- ar þær gangi yfir en ójöfnuður aukist þegar efnahagslægðir gangi yfir land- ið. Þannig hafi ójöfnuður aukist milli áranna 1988 og1994 í þeirri efnahags- lægð sem þá gekk yfir og færa megi rök að því að það stafi bæði af auknu atvinnuleysi og minni hvatningar til atvinnuleitar hjá mörgum hópum í kjölfar þess að rauntekjur lækkuðu og jaðarskattar hækkuðu. Einnig virðist sem einstaklingar í neðri helm- ingi tekjustigans þurfi að reiða sig mun meira á yfirvinnugreiðslur en aðrir og þær lækki þegar syrti í álinn í efnahagsmálum. Kerfisbreytingar hafa aukið ójöfnuð varanlega „Ójöfnuður hefur síðan aukist lít- illega eftir 1995. Þetta bendir til þess að þær miklu kerfisbreytingar á ís- lensku efnahagslífi sem áttu sér stað eftir 1989 hafi aukið ójöfnuð varan- lega á Íslandi. Þetta kemur fram með breiðara launabili á milli menntaðs og ómenntaðs starfs- fólks, á svipaðan hátt og gerst hefur erlendis, og gæti ef til vill verið fylgifsikur tæknibreyt- inga. Einnig virðist frelsi á fjár- magnsmörkuðum skipta máli, en þeg- ar tekið hefur verið tillit til fjármagnstekna, (þ.e. atvinnu- og fjármagnstekjur lagðar saman), þá hefur ójöfnuður farið vaxandi síðustu ár þrátt fyrir yfirstandandi efnahags- uppsveiflu,“ segir síðan. Myndin er hins vegar töluvert önn- ur þegar tillit hefur verið tekið til skatta og millifærslna, en þá kemur í ljós að á árunum 1989–94 jókst jöfn- uður eftir skatta þrátt fyrir að ójöfn- uður atvinnutekna ykist á sama tíma. Þetta stafi líklega einna helst af hækkun tekjuskatts á greindu tíma- bili, en einnig hafi tekjutenging bóta og ýmissar aðstoðar ríkisins orðið mjög almenn á þessum tíma. Af sömu orsökum hafi ójöfnuður eftir skatta og skyldur aukist um leið og tekju- tenging bóta hafi verið minnkuð á síð- ari árum, m.a. með raunlækkun per- sónufrádráttarins. Þá kemur fram að mældur ójöfn- uður í tekjum fjölskyldna er talsvert minni en í tekjum einstaklinga vegna mismunandi atvinnuþátttöku innan fjölskyldunnar og þess að millifærslu- kerfi ríkisins miðist við fjölskyldur fremur en einstaklinga, auk þess sem auknar tekjutengingar eftir 1989 virðist hafa haft meiri áhrif til tekju- jöfnunar eftir því sem fjölskyldurnar voru stærri vegna þess að bætur mið- ist við barnafjölda og vegna þess að meiri misleitni sé meðal fámennra fjöl- skyldna en þeirra sem stærri séu. Einnig veki athygli að þrátt fyrir að tilvist fjármagnstekna verði til þess að auka ójöfn- uð milli einstaklinga verði hún til þess að auka jöfnuð fjölskyldutekna, en það sé líklega vegna þess að fjöl- skyldusparnaður sé oft á nafni annars makans þótt bæði hjónin muni síðar njóta hans. Aðeins Slóvakía með meiri jöfnuð Þá kemur fram í skýrslunni að þeg- ar litið sé til tekjuskiptingarinnar á Íslandi sé ljóst að hér sé jöfnuður með því mesta sem þekkist í heiminum. Þegar ójöfnuður sé reiknaður með al- þjóðlegri forskrift með aðstoð neyslu- kannana Hagstofunnar komi í ljós að aðeins Slóvakía hafi meiri jöfnuð en Ísland þegar litið sé til niðurstaðna Alþjóðabankans fyrir 94 lönd. Í skýrslunni segir að töluverð fylgni sé á milli meðaltekna og ójafn- aðar ef litið sé til þéttbýlissvæða á Ís- landi. Ójöfnuður hafi minnkað úti á landi frá miðjum tíunda áratuginum en aukist á höfuðborgarsvæðinu og meðallaun þar hafi jafnframt vaxið mun hraðar en annars staðar á land- inu. Mestur ójöfnuður eftir skatta og tilfærslur sé á Seltjarnarnesi og þar hafi ójöfnuður einnig aukist mest frá árinu 1990 eða um 25%. Þetta stafi af miklum innflutningi efnaðs fólks til bæjarfélagsins á síðasta áratug. Mestur jöfnuður á landinu hafi hins vegar verið í Vík í Mýrdal, en þar fari saman lágar meðaltekjur, mikill brottflutningur fólks eða 15,3% 1990– 2000 og jöfnuður í dreifingu tekna. „Þessi dæmi sýna að aukinn jöfn- uður þarf í sjálfu sér ekki alltaf að vera af hinu góða. Þegar einstakling- ar með háar tekjur flytjast á brott frá Vík þá lækka meðaltekjur og jöfnuð- ur eykst. Þegar slíkir einstaklingar flytjast til Seltjarnarness þá hækka tekjur og jöfnuður minnkar,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að á höfuðborgar- svæðinu hafi mestur jöfnuður verið í Efra-Breiðholti í póstnúmeri 111 þar sem mjög fáir tekjurháir einstakling- ar búi og lægsti tekjuhópurinn sé til þess að gera tekjuhár. Þannig hafi 10% þeirra tekjuhæstu á Seltjarnar- nesi um 2–3 sinnum hærri meðal- tekjur en 10% þeirra tekjuhæstu í Efra-Breiðholti. Fram kemur einnig að þegar skoð- uð séu þau tíu sveitarfélög sem mest- an ójöfnuð hafi komi í ljós að sjö þeirra séu sjávarbyggðir, en orsakir þess megi væntanlega rekja til þess að sjósókn sé allajafna hálaunavinna. Mun minni ójöfnuður sé í sveitar- félögum þar sem sjávarútvegur sé lít- ill hluti atvinnustarfseminnar, eins og á Selfossi og í Borgarnesi. Skýr kynjamunur hvað varðar efnahagslegan hreyfanleika Efnahagslegur hreyfanleiki var einnig kannaður og leiddi hann í ljós mjög skýran kynjamun. Þannig voru 50,9% líkur á því að karlmaður héldist í efsta tekjuþrepi yfir allt tímabilið 1988–2000 en einungis 36,3% líkur á því að kona héldist í sama tekjuþrepi. Karlar höfðu einnig vinninginn fyrir næstu þrjú tekjuþrep, en konur voru líkegri til þess að haldast í lægri tekjuþrepum. Þannig voru 23,2% lík- ur á að kona héldist í neðsta tekju- þrepinu á tímabilinu samanborið við 11,5% líkur fyrir karla. Karlmenn eru einnig mun líklegri til þess að hækka sig um tekjuþrep en konur. Um 22% líkur eru á því að karlmaður í næstefstu tekjutíund árið 1988 hafi hækkað í efsta þrep árið 2000, en sambærilegar líkur fyrir konur voru 15%. Einnig var forskot karla í efri hluta tekjudreifingarinnar meira á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi, en hreyfanleiki upp á við á landsbyggðinni hefur minnkað í það heila tekið síðustu sex ár samanborið við höfuðborgar- svæðið, enda hafa meðallaun þar hækkað mun meira en úti á landi. Þá voru orsakir kynjamunarins kannaðar með því að reikna sérstaklega efnahagslegan hreyfanleika fyrir karla og konur sem voru á aldrinum 25–35 ára á árinu 1988 og kom þá í ljós enn meiri kynja- munur. Þannig eru 13% meiri líkur á því að karl í þessum hópi rífi sig upp úr neðsta tekjuþrepinu á tímabilinu og sambærilegar líkur eru 17% fyrir næstneðsta þrepið og og 9% fyrir næstefsta þrepið. Einnig kemur fram að 11% meiri líkur eru á því að kona í efsta tekjurþepinu árið 1988 hafi fallið neðar í tekjustigann. „Þessar niður- stöður kunna að koma nokkuð á óvart í ljósi þess að ungar konur eru að meðaltali betur menntaðar en hinar eldri sem ætti að koma þeim til góða á vinnumarkaði. Hins vegar er jafnljóst að það eru einmitt þessir yngri ár- gangar sem voru á barneignaaldri ár- in 1988–2000. Af þessum sökum eru niðurstöðurnar túlkaðar á þann veg að þær styðji tilgátur um neikvæð áhrif barneigna kvenna á efnahags- legan hreyfanleika þeirra,“ segir í skýrslunni. Skilið verði á milli tekna og gjalda ríkisins Í skýrslunni eru gerðar nokkrar til- lögur til úrbóta sem gagnlegt gæti verið að hafa í huga við stefnumótun í framtíðinni. Þar er í fyrsta lagi lagt til að skilið verði milli tekna og gjalda ríkisins með einfaldri reglu sem geri ráð fyrir föstum og stöðugum vexti ríkisútgjalda sem taki mið af lang- tímahagvexti en sé óháður tekjuflökti vegna skammtímahagsveiflna. Bent er á að efnahagssveiflur komi fremur illa við tekjulága og sveiflujöfnun sé nauðsynleg. Í öðru lagi að dregið verði úr jað- arsköttum með minnkun tekjuteng- ingar og lækkun skatthlutfalls. Lækka eigi skatthlutfallið í stað þess að hækka persónufrádrátt og einnig að afnema sérstakar undanþágur til hátekjuhópa svo sem sjómannafrá- drátt, sem sé lítið annað en niður- greiðsla á launakostnaði útgerðar- manna eins og staðan sé nú. „Það er í sjálfu sér óumdeilt að tekjutengingar og hátt skatthlutfall tekjuskatta auki jöfnuð, svo lengi sem undanskot frá skatti eru ekki útbreidd. Það er enn- fremur álit flestra að millifærslur frá ríkum til fátækra séu ekki aðeins æskilegar heldur bráðnauðsynlegar. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort jöfnuður, sem fenginn er með þessum hætti, sé ávallt eftirsóknar- verður. Há jaðarskattlagning, sem stafar af háu skatthlutfalli og tekju- tengingum, letur fólk á vinnumarkaði og þá einkum þá sem eru í lægri tekjuþrepum. Ástæðan er einfaldlega sú að hver aukavinnustund skilar ná- lægt því engu í ráðstöfunartekjum vegna þess að skattar og skerðing bóta koma á móti. Af þessum sökum getur há jaðarskattlagning komið ákveðnum hópum í fátæktargildru og skotið loku fyrir efnahagslegan hreyf- anleika og dregið úr sjálfsbjargarvið- leitni fólks,“ segir í skýrslunni. Sérstakir menntunarstyrkir Þá er í þriðja lagi hvatt til aukinnar og almennari menntunar með sér- stökum menntunarstyrkjum og auknu framboði og fjölbreytni náms. Er á það bent að menntun sé mik- ilvægur drifkraftur efnahagslegs hreyfanleika. Hærra menntunarstig sé til þess fallið að minnka ójöfnuð vegna þess að þeir sem gangi mennta- veginn eigi völ á hærra launuðum störfum jafnframt því sem laun ófag- lærðra hækki vegna þess að framboð á vinnuafli þeirra minnki. Er tekið fram að hér sé ekki einungis verið að tala um bóknám heldur sé rétt eins mikilvægt að styðja við hvers kyns verknám. Ísland hafi verið að dragast aftur úr hvað varði hlutfall menntaðra af vinnuaflinu og þrátt fyrir að menntun hafi orðið almennari hérlendis hafi sú þróun gengið mun hægar en að meðaltali í löndum OECD. Þá er einnig lagt til að búið verði þannig um hnútana að fjarvistir kvenna vegna barnsburðar trufli sem minnst framgang þeirra á vinnu- markaði, t.d. með aukinni aðstoð við barnafjölskyldur. Ennfremur að sveigjanleika á vinnumarkaði sé við- haldið til þess að tryggja efnahags- legan hreyfanleika og auðvelda fyr- irtækjum að þjálfa ungan og ófaglærðan starfskraft og að jafna að- stöðu til náms á landsbyggðinni með sérstökum námsstyrkjum og auknu námsframboði í dreifbýli. Jöfnuður á Íslandi með því mesta sem gerist í heiminum að því er fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar um tekjuskiptingu hér Ójöfnuður vaxið þrátt fyrir efnahagsuppsveiflu Jöfnuður á Íslandi er með því mesta sem ger- ist í heiminum að því er fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um tekjuskiptinguna á Íslandi. Ójöfnuðurinn hefur þó farið vaxandi síðustu árin þrátt fyrir þá efnahagsuppsveiflu sem verið hefur. ’ Neikvæð áhrifbarneigna á efna- hagslegan hreyf- anleika kvenna ‘ ’ Ísland dregistaftur úr hvað varðar hlutfall menntaðra ‘ FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.