Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nú er rétti tíminn til að læra að fljúga!!! Innritun er hafin: Bóklegt JAA einkaflugmannsnámskeið* Umsóknarfrestur er til 17. janúar 2002 Skólasetning 22. janúar 2002 Kennt verður á kvöldin á virkum dögum Bóklegt JAA atvinnuflugmannsnám* Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2002 Skólasetning 4. febrúar 2002 Kennt verður alla virka daga vikunnar frá 8:10 til 14:40 Flugkennaranámskeið FI(A)0201 Námskeið hefst um leið og lágmarksfjöldi umsókna hefur borist Kennt verður á kvöldin á virkum dögum frá 19:00 til 22:00 Flugumsjónarnámskeið* Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2002 Skólasetning 1. mars 2002 Kennt verður á kvöldin í 11-12 vikur *Allar nánari upplýsingar um inntökukröfur, verð o.fl. er að finna á flugskoli.is og/eða í síma 530 5100 E f t i r t a l d i r s t a n d a a ð F l u g s k ó l a Í s l a n d s w w w .d es ig n. is © 20 02 CYRUS Vance, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, lést síðastliðinn laugardag 84 ára að aldri. „Við Bandaríkjamenn höfum misst góðan þegn,“ sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, er hann minntist Vance á sunnudag. „Hann var fulltrúi þeirr- ar kynslóðar, sem leit á starf í þágu lands og þjóðar sem æðsta takmark hvers manns. Hans verður sárt saknað.“ Vance var fæddur í Clarksburg í Vestur-Virginíu og útskrifaðist sem lögfræðingur frá Yale. Hóf hann störf fyrir hið opinbera 1957 er hann varð lögfræðilegur ráðunaut- ur hermálanefndar öldungadeild- arinnar en síðar starfaði hann fyrir ríkisstjórn Johns F. Kennedys og hann var aðstoðarvarnarmálaráð- herra í forsetatíð Lyndons B. John- sons. Gat hann sér fljótt orð sem góður samningamaður en hann lagði ávallt áherslu á viðræður og málamiðlun en var frábitinn vald- beitingu. Cyrus Vance varð utanrík- isráðherra í ríkisstjórn Jimmys Carters 1977 og hann átti ekki minnstan þátt í Camp David- samkomulaginu milli Ísraela og Egypta auk þess sem kom mjög við sögu í SALT-samningunum við Sov- étríkin. Ágreiningur við Carter Vance sagði af sér sem utanrík- isráðherra er Carter ákvað gegn áköfum mótmælum hans að freista þess að frelsa bandarísku gíslana, sem voru í haldi í Íran. Sú tilraun endaði síðan með ósköpum og kost- aði átta Bandaríkjamenn lífið. Vance sneri sér aftur að lög- fræðistörfum er hann hætti í op- inberri þjónustu og var um hríð yf- irmaður bandaríska seðlabankans. Hann hélt áfram sáttastarfi sínu, til dæmis í Suður-Afríku og síðar í Bosníu. Cyrus Vance, fyrrv. utanríkisráðherra Bandaríkjanna, látinn Minnst sem mik- ils mannasættis Washington. AFP. Cyrus Vance BRESKA lögreglan útilokar ekki, að grip- ið verði til einhverra aðgerða gegn Harry prins en á sunnudag skýrðu breskir fjöl- miðlar frá því, að hann hefði verið staðinn að því í fyrra að reykja hass og drekka sig fullan. Hann er 17 ára en var 16 ára er þetta gerðist. Mandy Evely, lög- reglufulltrúi í Wilt- shire, sagði, að tekið yrði á máli Harrys „eins og allra ann- arra“ og benti á, að eitt af dag- blöðunum segðist hafa nægar sannanir gegn honum. „Við munum líta á þær og gefist ástæða til, munum við grípa til einhverra aðgerða,“ sagði Evely. Síðdegisblaðið News of the World skýrði frá því, að Harry, yngri sonur Karls prins og Díönu, hefði viðurkennt að hafa drukkið sig full- an á krá skammt frá sveitasetri föður síns og reykt hass með kunningjum sínum. Gerði talsmaður föð- ur hans hvorki að játa né neita fréttinni og sagði aðeins, að málinu væri „lokið“. Í fræðslu hjá fíkni- efnaneytendum Karl frétti af fram- ferði sonar síns síðasta sumar og brást þá við með því að senda hann til dagsvistar á endurhæfing- arstöð fyrir fíkniefnaneytendur í London. Þar fékk hann að heyra ýmislegt um „saklaust fikt“, sem síðar leiddi til þess, að fólk varð ofurselt eiturlyfjanautninni. Hefur Karli al- mennt verið hrósað fyrir viðbrögð- in í þessu máli sonar síns. Blaðamenn hvattir til að sýna varfærni Mandy Evely sagði, að lögreglan myndi einnig kanna hvort eigend- ur kráarinnar þar sem Harry drakk sig fullan hefðu brotið lög en bannað er að selja fólki yngra en 18 ára áfengi. Þá hafa blöðin farið fram á rannsókn á því hvort þeir menn, sem bera ábyrgð á öryggi Harrys og eiga að fylgjast með honum, hafi brugðist því hlutverki sínu. Guy Black, formaður nefndar, sem hefur eftirlit með fjölmiðlum, hvatti í gær blaðamenn til að fara varlega í umfjöllun sinni um Harry og einkalíf hans og minnti á, að hann væri í raun enn barn að aldri. Harry prins staðinn að því að drekka sig fullan og reykja hass Lögreglan útilok- ar ekki aðgerðir London. AP, AFP. Harry prins ÁSTRALSKA sjónvarpið sýndi á sunnudag myndband, sem tekið var í þjálfunarbúðum al-Qaeda í Afganist- an. Virðist það sýna áætlun um að ráðast á og drepa vestræna þjóðar- leiðtoga þegar þeir eru við golfiðkun. Talsmenn ástralska sjónvarpsins segja, að hermenn Norðurbandalags- ins hafi komist yfir myndbandið eftir einn sigur sinn á talibönum í nóvem- ber sl. en það er alls sex klukkutíma langt. Sýnir það liðsmenn al-Qaeda, arabíska, pakistanska og afríska, við þjálfun í búðum skammt fyrir norðan Kabúl. Fólst hún meðal annars í því að smygla vopnum í golfpoka inn á æfingasvæði og „drepa“ síðan bráðina með sprengjuvörpu. Fangi skotinn í æfingaskyni Annar hluti sýnir er árás á bílalest var æfð og enn annar gíslatöku þar sem þátttakendurnir æptu fyrirskip- anir sínar á ensku. Við það tækifæri var augljóslega skotinn til bana fangi, sem hryðjuverkamennirnir höfðu í haldi. Annað atriði í þjálfuninni var að æfa mannrán á götu og var þá notuð bifreið merkt afganska varnarmála- ráðuneytinu. Ástralska sjónvarpið ætlar að af- henda Bandaríkjamönnum eintak af myndbandinu til athugunar. Í Singapore hefur einnig verið sýnt myndband, sem líka fannst í Afganist- an, en það sýnir áætlanir al-Qaeda um hryðjuverk þar. Skömmu fyrir ára- mót voru 13 al-Qaeda-liðar handtekn- ir í borgríkinu og hugsanlegt er, að þeir hafi tekið myndbandið og sent til Afganistans. Á myndbandinu kemur fram mað- ur, sem lýsir því hvernig fyrirhugað sé að drepa bandaríska hermenn, sem fluttir eru á milli flotastöðvar og járn- brautarstöðvar, og einnig hvernig best sé að standa að því að sprengja upp bandarísk herskip á legunni við flotastöðina. Þá eru einnig nefnd sem skotmörk sendiráð Bandaríkjanna, Bretlands, Ástralíu og Ísraels og bandarísk fyrirtæki. Vakti áhuga í Afganistan Yfirvöld í Singapore segja, að myndbandið hafi verið sent æðstu leiðtogum al-Qaeda í Afganistan, sem hafi sýnt því „mikinn áhuga“, en ekki sé vitað hvers vegna ekkert varð af árásunum eða hafði ekki orðið þegar mennirnir 13 voru handteknir. Fréttaskýrendur segja, að eftir at- löguna gegn al-Qaeda í Bandaríkjun- um, Evrópu og Mið-Austurlöndum sé mikil hætta á, að samtökin flytji meg- instarfsemi sína til Austurlanda þar sem múslímar eru víða fjölmennir. Myndband sem tekið var í þjálfunarbúðum al-Qaeda Hugðust myrða þjóðar- leiðtoga á golfvellinum AFGANAR eru að ljúka við- gerðum á flugvellinum í Kabúl með aðstoð breskra hermanna og búist er við að hann verði opn- aður á næstu dögum. Miklar skemmdir urðu á flugvellinum í loftárásum Bandaríkjamanna áð- ur en stjórn talibana féll. Afg- anskir verkamenn hreinsa hér flugbraut vallarins. Reuters Flugvöllurinn í Kabúl hreinsaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.