Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Heiðursmaður er fallinn frá. Auðunn Hermannsson, fyrrver- andi forstjóri Happ- drættis DAS, Hrafnistu í Reykjavík og Laugarásbíós, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 7. janúar. Það var rétt eftir 1960 þegar ég og Hermann sonur Auðuns urðum skólafélagar í Réttarholtsskóla, að ég kynntist fjölskyldunni, Auðuni, Unni Guðbergsdóttur konu hans og börnum þeirra, Dúnu (Guðrún), AUÐUNN HERMANNSSON ✝ Auðunn Her-mannsson fædd- ist í Álftafirði 24. ágúst 1911. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði hinn 7. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Laugar- neskirkju 14. jan- úar. Guðbergi, Hermanni og Hebu (Herborg). Unnur lést árið 1985. Á þessum árum bjó fjölskyldan á Soga- mýrarbletti 32 í Reykjavík og varð ég fljótlega heimagangur á heimili Auðuns og Unnar. Mér var strax tekið sem einum af fjöl- skyldunni og þar með hófst áralöng vinátta sem alla tíð síðan hefur haldist, sérstaklega hefur vinátta okkar Hermanns verið kær og traust frá upphafi. Auðunn Hermannsson var alla tíð mjög þægilegur maður, rólegur og yfirvegaður, maður sem gott var að umgangast, maður sem bar höfuðið hátt. Þó svo að hann gegndi mikil- vægum og tímafrekum störfum hafði hann ávallt tíma fyrir sig og sína. Það var aðdáunarvert hvað hann gaf sér tíma til að sinna okkur Her- manni, okkur ungu mönnunum, gaf okkur góð ráð og var ávallt tilbúinn að aðstoða okkur á allan hátt. Ekki er hægt að minnast Auðuns án þess að hugsa til skemmtilegu tímanna þegar við Hermann vorum að vinna í Laugarásbíói við dyravörslu og sætavísan, það voru góðar stundir í návist Auðuns. Svo skemmtilega vildi til að Auðunn og Unnur urðu nágrannar mínir á Silfurteigi síðar á lífsleiðinni, eftir að ég stofnaði mína fjölskyldu, þar bjuggum við hlið við hlið. Samskipti mín við Auðun undan- farin ár voru ekki mikil, en ég hafði fréttir af honum þar sem hann bjó á Hrafnistu í Hafnarfirði. Í ágúst á sl. ári var haldið upp á 90 ára afmæli Auðuns á heimili Hermanns og Guð- laugar, þar sem fjölskyldan var sam- an komin. Þar fékk ég ánægjulegt tækifæri til að ræða við Auðun og rifja upp góðar stundir. Þessi aldni vinur minn var farinn að láta á sjá, enda árin orðin 90, en hann var vel ern og mundi vel liðna tíma. Ég sendi fjölskyldunni samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Auðuns Hermannssonar. Agnar Þór Hjartar. ✝ Gyða Ásdís Sig-fúsdóttir fæddist í Reykjavík 4. jan- úar 1935. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 8. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Sigfús Sigfússon, f. 24. október 1900, d. 2. júlí 1982, málari, og Hulda Ó. Guðjóns- dóttir, f. 19. apríl 1913, húsmóðir. Þau skildu. Systkini Gyðu eru Erla, f. 13. september 1932, og samfeðra Örn Hólmar, f. 12. júní 1928, maki Fríða Valdimarsdóttir. Sammæðra eru Kristín Sæ- mundsdóttir, f. 21. apríl 1948, maki Þórður Þórðarsson, og Þórarinn Sæmundsson, f. 9. nóv- ember 1951, maki Brynja Bene- diktsdóttir. Hinn 23. ágúst 1954 giftist Gyða Jóhannesi Ingólfssyni skipstjóra, f, 9. nóvember 1933, d. 6. maí 1995. Foreldrar Jó- hannesar voru Ingólfur Matt- híasson, d. 1950, stöðvarstjóri í Gufunesi, og Unnur Sigríður Einarsdóttir, d. 1976, húsmóðir. Systkini Jóhannesar eru Jónína, f. 1929, maki Sigurjón Kristins- son, og Einar Jónas, f. 1935, maki Arndís Sig- urðardóttir. Börn Gyðu og Jóhannes- ar eru: 1) Ingólfur, f: 7. júlí 1955, stýri- maður, maki Edda Bára Guðbjarts- dóttir, f. 27. sept- ember 1961, hús- móðir. 2) Hulda, Kristín, f. 18. júlí 1957, húsmóðir, sonur hennar er Ingólfur Jökull, f. 2. nóvember 1982, nemi. 3) Jóhannes Jökull, f. 3. ágúst 1962, matreiðslumeistari, maki R. Steinunn Björnsdóttir, f. 23. maí 1963, skrifstofumaður, syn- ir þeirra eru Jóhannes Jökull, f. 14. september 1990, og Björn Pálmi, f. 9. nóvember 1995. 4) Sigrún, f. 2. ágúst 1970, afbrota- fræðingur, maki Kristinn Sig- ursteinn Kristinsson, f. 8. nóv- ember 1959, húsasmiður, dóttir þeirra er Gyða Ásdís, f. 21. jan- úar 2001. Gyða nam blómaskreytingar í Danmörku og rak eigin blóma- verslanir, fyrst í Suðuveri og síðar í Domus Medica. Frá árinu 1986 til 1996 rak hún veitinga- stað í Reykjavík. Útför Gyðu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Nú skilja leiðir. Stundin er þung- bær þó vitað væri að hverju hallaði. Við leiddumst í gegnum súrt og sætt á seinustu árum og tengdumst böndum sem aldrei verða rofin. Seinustu mánuðirnir voru erfiðir og óraunverulegir en þú tókst á þínu hlutverki eins og öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, með ákveðni og festu. Þegar að þú fréttir að von væri á fjölgun í fjölskyldunni fylltist þú eldmóði og tilhlökkun þín var mikil. Aldrei fæ ég fullþakkað þér þá natni og umhyggju sem þú sýndir mér á meðgöngunni. Þú fékkst loksins nöfnuna sem þú hafðir talað um svo lengi. Þú varst minn besti vinur og þitt skarð verður ekki fyllt. Tilvera fjöl- skyldu minnar mun breytast með brotthvarfi þínu. Söknuðurinn er mikill en minningarnar um þig munu ávallt lifa með okkur. Fyrir mína hönd og systkina minna þakka ég starfsfólki líkn- ardeildar Landspítalans í Kópavogi og heimahlynningar Karitas fyrir ómetanlegan stuðning við fjölskyld- una. Hvíl í friði, mamma mín. Þín Sigrún. Það var lítil stúlka sem fæddist nokkru fyrir stríð, hún upplifði ást- ríki og ríkidæmi foreldra sinna, en snauð af öðrum lífsins gæðum. Bjó með foreldrum sínum og systur í bragga. Stúlkan varð að dömu og daman varð að eiginkonu, mömmu, tengdamömmu og ömmu. Tengda- mamman varð mín og amman varð amma sona minna tveggja. Henni leist nú ekki par vel á mig við fyrstu sýn, fannst ég ekki nógu „gerðarleg“. Ég hugsaði á Látra- ströndinni fyrir næstum tuttugu og þremur árum að ég væri ekki nógu stór og feit fyrir hennar smekk. Ég var fljót að finna að hún meinti ekki alltaf það sem hún sagði. Á milli okkar ríktu stálbönd, sem aldrei slitna, við skildum hvor aðra oft á tíðum svo vel. Við vorum ekki alltaf sammála og rifumst stundum en það styrkti bara okkar tengda- bönd. Við flökkuðum um landið, vorum saman í bústaðnum og fór- um til útlanda. Vinir mínir spurðu oft hvernig við nenntum eiginlega alltaf að hangsa með tengdó. Svarið var alltaf: Það er bara svo gaman að vera með þeim. En stórt ský dró fyrir sólu, Jói lést fyrir aldur fram og Gyða greindist með MND-sjúk- dóminn, sem dró hana til dauða. Lífsviljinn hvarf og Gyðu fór af- skaplega aftur. En hún var ótrú- lega seig og þegar nær dró gaf hún ekkert eftir, aftur og aftur náði hún sér á strik. Nú er hún hefur yfirgefið okkur, veit ég að þau Jói dansa einhvers staðar saman í sólinni og kíkja nið- ur til okkar, sem eftir erum, með bros á vör. Ekkert hæfir þér betur en lagið sem þú söngst svo oft með Harry Belafonte, „Shut your mouth go away“. Gyða mín. Hvíldu í friði. Þín Steinunn. Fátækleg kveðjuorð skulu flutt er ég kveð góðan vin, tengdamóður mína Gyðu Ásdísi Sigfúsdóttur. Henni kynntist ég fyrir rúmum fimm árum er ég fór að rugla sam- an reytum við yngstu dóttur henn- ar, Sigrúnu. Strax var mér tekið af mikilli ljúfmennsku og hjartahlýju. Þá nýverið hafði Gyða greinst með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm M.N.D. en bar sig vel. Kvartaði hún ekki fyrir sína hönd heldur hafði meiri áhyggjur af öðrum, sjúkum sem heilum. Það var ekki í hennar fari að vorkenna sjálfri sér. Hlýju hennar og góðvild í ann- arra garð lærði ég fljótt að meta og mun búa að alla tíð. Árið 1995 lést eiginmaður Gyðu, Jóhannes Ingólfsson skipstjóri, og var það henni mikill missir. Ekki bara eiginmaður heldur hennar besti vinur. Það er trú mín að hann taki vel á móti henni nú, er þau finnast á ný. Skopskyn Gyðu var gott og tilsvör hennar þannig að eftir var tekið. Ekki get ég kvatt minn góða vin án þess að minnast glampans í aug- um hennar, er hún þá þegar orðin mikið veik hélt á litlu dótturdóttur sinni og nöfnu undir skírn á síðasta ári. Stoltari amma var ekki til. Ekki var stolt föðurins minna að fá að eiga dóttur sem ber nafn ömmu sinnar. Að lokum vil ég þakka af al- hug allar samverustundirnar sem við áttum saman og kveð þig hinsta sinni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Móður Gyðu, sómakonunni Huldu Guðjónsdóttur, svo og ást- vinum öllum, votta ég mína dýpstu samúð. Kristinn Sigursteinn Kristinsson. Kæra systir og mágkona. Alltaf kemur kveðjustundin jafn mikið á óvart. Við viljum að lokum þakka þér innilega fyrir allar góðar samverustundir sem hefðu mátt vera fleiri. Þú varst okkur svo ynd- islega góð og geymist sú minning. Við vottum öllum nánustu ættingj- um alla okkar samúð og erum með ykkur í huganum þó við komust ekki til hinstu minningarathafnar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Guð veri með þér, elsku Gyða Þinn bróðir Örn og Fríða. Mig langar til að minnast Gyðu frænku með nokkrum orðum. Minningin um hana teygir sig aftur til fyrstu minningar frá barnæsku minni. Þegar ég var barn lékum við Sigrun dóttir hennar okkur oft og mikið saman. Eitt fyrsta minninga- brotið er frá Kópavoginum, ég hef varla verið nema fimm ára. Það var lagt á borð og í staðinn fyrir venju- legan borðbúnað lögðu Gyða eða Jói fat, ausu, steikarhníf og steik- argaffal á borð fyrir mig. Ég varð mjög hissa og vissi ekki alveg hvernig átti að bregðast við þessu en síðan sprungum við öll úr hlátri. Þá eru fleiri og skýrari minningar af risastóra húsinu á Látraströnd. Þar var ég oft gestur og frá þeim tíma er Gyða í mínum huga hluti af „Gyðu og Jóa, þau hjón voru óað- skiljanlegt teymi í mínum huga, eins og „pipar og salt“. Ein sú fal- legasta minning sem ég á frá þeim tíma er þegar ég sat með Sigrúnu frænku inni í sjónvarpsherbergi. Ég heyrði stöðugan óm af rödd Jóa. Ég skildi ekkert í því en spurði: „Við hvern er pabbi þinn eiginlega að tala?“ „Hann les alltaf fyrir mömmu á kvöldin,“ svaraði Sigrún. Mér hlýnar um hjartarætur við tilhugsunina um að núna séu þau saman og kannski er Jói að lesa einhverja himneska bók fyrir Gyðu. Svo þegar ég var unglingur fékk ég vinnu hjá Gyðu frænku. Bæði í blómabúðinni og Duus húsi. Þá fékk ég að sjá fleiri hliðar á henni. Það er ekki ofsögum sagt að hún hafi verið dugnaðarforkur. Ég held að hún hafi vel getað gengið í öll þau störf sem fylgdu rekstri, nema kannski plötusnúðarstarfið. Það var ótrúlegt að sjá hvernig hún gat tal- að til fólk sem var kannski ekki beint í fýsilegu ástandi og jafnvel reyndustu dyraverðir komu ekki tauti við. Það sem einkenndi þá Gyðu sem ég fékk að kynnast er einmitt dugnaður og að sérhlífni var ekki til í hennar orðaforða. Annað sem stendur upp úr er óborganlegur húmor, hún gat alltaf séð skoplegu hliðarnar á veikleik- um og kostum annarra. Gyða var líka með hjarta úr gulli og oft fékk ég að njóta gjafmildi hennar. Ég er mjög fegin því hversu ólíkan smekk ég og þær frænkur mínar, Sigrún og Hulda, dætur Gyðu, hafa, þess naut ég því margar eru þær klassa flíkurnar sem Gyða gaf mér. Þar á meðal er æðislegur klæðskera- saumaður kjóll ein sú flottasta flík sem ég á, bleikur med handmáluðu mynstri, honum er skartað við sér- stök tækifæri. Þegar Jói dó fyrir nokkrum ár- um, gat ég ekki ímyndað mér hvernig Gyða gæti lifað það af, svo samrýnd voru þau í mínum huga. Rétt fyrir fráfall hans veiktist hún af þeim sjúkdómi sem síðar leiddi hana á leiðarenda. En það var eins og mótlæti blési í hana meiri lífsorku, blíðu og húmor. Í hitti Gyðu frænku í síðasta sinn fyrir réttu ári. Ég fór til að kveðja, því að ég var að flytja til útlanda og ég vissi að það væri ekki langt í síð- asta tækifærið til að kveðja frænku mína. Auðvitað kveið ég fyrir, mér finnst óþægilegt að sjá þá sem mér þykkir vænt um veika. Að sjá hörkutólið hana Gyðu hér um bil ófæra um gang. En mér til mikillar undrunar var þessi heimsókn hin mesta andlega upplyfting. Gyða tók á móti okkur með bros á vör og hlýju í hjarta, ekki vottur af bit- urleika eða sjálfsvorkunn. Ég held að ég hafi í eitt augnablik náð að skilja merkingu orðanna æðruleysi og auðmýkt. Hún grínaðist heil- mikið og við hlógum og hlógum. Þegar við kvöddumst bað hún mig í fúlustu alvöru um vera ekki að drekka mig fulla í fjarlægum lönd- um og ég lofaði því. Þegar ég hugsa til baka virðast þau vandamál sem stundum eru að hrjá mann vera ná- kvæmlega það sem þau eru, „lítil“. Það eru ekki hlutir og aðstæður sem eru vandamál heldur viðhorf okkar til þeirra. Ég er guði þakklát fyrir þessa fallegu kveðjustund sem ég átti með Gyðu frænku. Ég votta Huldu ömmu, Ingólfi, Huldu, Jonna, Sigrúnu og fjölskyld- um þeirra samúð mína og hugur minn er hjá ykkur í dag. Sæunn Huld. Í dag er kvödd hinstu kveðju Ás- dís Margrét Guðjónsdóttir, sem ég ávallt kallaði Dísu. Henni kynntist ég á heimili Hrafnhildar frænku hennar fyrir mörgum árum. Dísa kom mér fyrir sjónir sem hæglát kona sem hafði fallega og ljúfa framkomu. Hún kunni skil á öllu er varðaði matargerð og saumaskap og kunni svo vel að miðla þekkingu sinni til mín og annarra. Ég á góðar minningar um Dísu og ein af mörgum er kvöld eitt sem við áttum saman við sláturgerð. Við vinkonurnar, ég og Hrafn- hildur, frænka Dísu, ákváðum eitt sinn að taka slátur, sem mörgum þykir ekki vera mikið mál eða yf- irleitt í frásögur færandi. Við ungu húsmæðurnar vorum alls ekki í stakk búnar að fara í slíka aðgerð einar og óstuddar. Var því ákveðið að tala við Dísu og biðja um hennar liðsinni sem var auðsótt mál. Ekki þótti Dísu slátur innan úr þremur lömbun vera sérlega bú- konulegt og ráðlagði að hvor okkar tæki innan úr fimm. Við vorum því harla ánægðar með okkur þegar farið var af stað með innkaupalistann. Eftir að Dísa hafði sniðið vamb- irnar eftir kúnstarinnar reglum kjólameistarans var hafist handa undir öruggri verkstjórn hennar. Sumt var vegið og mælt, annað smakkað til af verkstjóranum sjálf- um. Ekki þarf að orðlengja að slát- urgerðin heppnaðist fullkomlega og það var henni Dísu að þakka. Þetta kvöld sem við áttum saman var svo einstakt og mun lifa í minn- ingunni um ókomna tíð. Dísa kunni betur skil á sauma- skap en flestir aðrir og þar var hún svo sannarlega á heimavelli. Oftar en ekki kom hún til hjálpar þegar saumakunnáttan var komin í þrot og þaðan fór enginn bónleiður til búðar. Ekki auðnaðist henni að halda andlegu atgervi sínu alla tíð því Alzheimer-sjúkdómurinn tók að setja mark sitt á líf hennar. Smám saman þvarr krafturinn hjá þessari sómakonu sem vildi öll- um svo vel. Hjá Hrafnhildi frænku sinni og fjölskyldu hennar var Dísa ávallt sem ein af fjölskyldunni. Þau veittu henni alla þá aðstoð og hjálp sem hún þarfnaðist og fjölskylduböndin voru henni mikill styrkur. Nú er lífsgöngunni lokið og kom- ið að kveðjustund. Ég og fjölskylda mín sendum Hrafnhildi, Rabba, Ás- dísi, Óla og öðrum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Vertu kært kvödd. Ásta Guðjónsdóttir. GYÐA ÁSDÍS SIGFÚSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.