Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 23
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 23
KOSTNAÐUR vegna samanlagðra
færslna upp á um það bil 54.300 krón-
ur á milli banka á Norðurlöndunum
er hærri en hin millifærða upphæð,
eða um 56.300 krónur, samkvæmt
könnun Norrænu félaganna á gjaldi
fyrir millfærslu í norrænum bönkum
10.–13. desember síðastliðinn. Niður-
stöðurnar eru settar fram í skýrslu
frá Sambandi norrænu félaganna og
þar kemur fram að kostnaðurinn við
millifærslur á milli Norðurlandanna
sé um það bil tíu sinnum meiri en inn-
an hvers lands.
Könnunin fór fram á Álandseyjum,
í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Nor-
egi og Svíþjóð og tók til 32 útibúa 16
banka. Fulltrúar norrænu félaganna í
hverju landi fóru í valda banka og
óskuðu eftir ódýrustu leið til að senda
ákveðna peningaupphæð til annars
norræns lands. Upphæðirnar sem um
ræðir voru 100 danskar, norskar og
sænskar krónur, 100 finnsk mörk og
1.000 íslenskar krónur. Tekið var tillit
til þess hversu langan tíma sendingin
tæki og væri hraðsending mun dýrari
var ódýrasta leiðin valin. Fulltrúarnir
báðu jafnframt um verðlista sem
ómögulegt reyndist að fá nema í Nor-
egi þar sem bönkum er skylt að láta
verðlista liggja frammi. Í fréttatil-
kynningu frá Sambandi norrænu fé-
laganna kemur fram að verðlistar séu
til hjá meirihluta bankanna, en að
starfsfólk hafi ekki leyfi til þess að
láta þá af hendi. Einnig segir að erfitt
hafi reynst að fá nægilegar skýringar
á því fyrir hvað viðskiptavinurinn
væri nákvæmlega að borga.
Auk þess að leiða í ljós mikinn
kostnað við millifærslur sýndu niður-
stöðurnar að millifærslur taka langan
tíma, allt upp í átta daga. Hjá helm-
ingi bankanna sem könnunin tók til
var gjald fyrir millifærslu hærra en
upphæðin sem var millifærð.
Að mati Sambands norrænu félag-
anna vekja niðurstöðurnar áhyggjur
og sýna að bankarnir bjóða viðskipta-
vinum sínum ekki góða þjónustu. Um
200 þúsund íbúar á Norðurlöndunum
fá lífeyri eða laun frá öðru landi en
þeir búa í og sýnir könnunin fram á að
hagnaður bankanna af millifærslum
af því tagi sé mikill. Að sama skapi
eru þær dýrar fyrir neytendur.
Næstdýrast hjá
Landsbankanum
Samkvæmt könnuninni var kostn-
aður við millifærslur næstmestur hjá
Landsbanka Íslands eða að meðaltali
1.363,84 krónur fyrir færslu. Norski
bankinn Gjensidige NOR var dýrast-
ur eða 1.548,30 krónur á hverja
færslu að meðaltali. Sparisjóður
Reykjavíkur og nágrennis bauð lægst
verð fyrir millifærslur samkvæmt
könnuninni eða 261,05 krónur. Spari-
sjóður Hafnarfjarðar var í 15. sæti og
Búnaðarbankinn í því fjórtánda.
Ástæðan fyrir lágu verði hjá þessum
þremur íslensku bankastofnunum er
sú að þar gerði starfsfólk að tillögu
sinni að viðkomandi sendi tilgreinda
peningaupphæð sem ávísun í pósti.
Sú leið er mun ódýrari en aðrar milli-
færsluleiðir og svokölluð SWIFT-
greiðsla sem Landsbanki Íslands not-
aði, einn banka. Í skýrslu Sambands
norrænu félaganna kemur fram að
líta má á þessa tillögu starfsfólks ís-
lensku bankanna sem staðfestingu á
að fyrirkomulag á millifærslum á milli
banka á Norðurlöndunum henti ein-
staklingum ekki nógu vel.
Norrænir bankar taki sig á
Það vakti athygli Terje Tveito, for-
manns Sambands norrænu félag-
anna, að millifærslur á milli banka
sem nú eru orðnir hluti af sömu heild
vegna sameiningar, eru einnig dýrar.
Í fréttatilkynningu frá Sambandi nor-
rænu félaganna bendir Tveito á að
norrænu bankarnir verði að taka sig á
í þessu tilliti. „Það er ástæða til þess
að bankarnir og ekki síst stjórnvöld
taki þetta greiðslufyrirkomulag á
Norðurlöndunum til nánari athugun-
ar. Það er ekki neytendum í hag að
stórir bankar verði til ef þeir geta
ekki boðið neytendum betri og ódýr-
ari þjónustu,“ segir í fréttatilkynning-
unni.
Gjald fyrir millifærslu
oft hærra en upphæðin
Könnun Sambands norrænu félaganna á kostnaði
við millifærslur hjá norrænum bönkum
Morgunblaðið/Ásdís
Millifærslur eru dýrar, sam-
kvæmt nýrri könnun.
Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir hafði
samband við neytendasíðu og vildi
gera athugasemd við hýasintur sem
hún keypti í Blómavali fyrir jólin og
lítil sem engin lykt var af. „Tilbúnar
hýasintuskreytingar eru dýrar en mað-
ur leyfir sér að kaupa þær fyrir jólin til
þess að njóta lyktarinnar. Það voru því
mikil vonbrigði að þær skyldu ekki
lykta neitt. Þegar ég fór í verslunina til
þess að kvarta kom önnur kona að og
sagðist hafa orðið vör við það sama,“
segir hún.
Lára Jónsdóttir garðyrkjufræð-
ingur hjá Blómavali, segist hafa
heyrt af fyrirspurnum frá tveimur
viðskiptavinum vegna lítillar lyktar
af hýasintum en að engar aðrar at-
hugasemdir hafi borist versluninni.
„Hýasintur sem seldar eru á réttu
stigi eiga að blómstra 2–3 dögum síð-
ar og að byrja að ilma um leið, í allt
að því viku. Þegar hýasintan fölnar
hættir hún að ilma. Hýasintur koma
bæði bleikar og bláar til okkar og
ekki nema örlítill munur á því hvern-
ig þær lykta. Ég hef satt að segja
ekki lent í því að þær ilmi ekki og hef
enga skýringu á þessu. Hýasintur
komu ferskar úr ræktun til okkar
fyrir jól og ef þær hafa ekki verið
kældar of lengi á að vera allt í lagi
með þær. Ég hef ekki fengið eina
einustu fyrirspurn um þetta og er þó
ýmist í vinnu að degi eða kvöldi,“
segir hún.
Laukarnir eru fluttir inn frá Hol-
landi og hafðir í mold í kæligeymslu í
einar átta vikur áður en þeir eru
„drifnir í blóm“ eins og Lára segir
tekið til orða. „Þegar hýasinturnar
koma í verslunina í byrjun desember
eiga þær að vera á réttu stigi og
blómstra 2–3 dögum síðar, svo ég hef
enga skýringu á þessu. Það er að
minnsta kosti ekki búið að kynbæta
úr þeim lyktina, eins og gerst hefur
með rósir þar sem fólk leggur meg-
ináherslu á að þær standi sem
lengst,“ segir hún loks.
SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL
Lyktarlausar
hýasintur valda
vonbrigðum
NÝR vörulisti frá
Freemans er
kominn út. Um er
að ræða vor- og
sumartískuna og
sem fyrr er „leit-
ast við að bjóða
vönduð föt á
sanngjörnu verði
fyrir alla fjöl-
skylduna“, eins og segir í tilkynn-
ingu. Freemans rekur verslun í
Hafnarfirði og þar má finna mikið af
vörunum úr nýja listanum. Pöntun-
arsími Freemans er opinn alla daga
vikunnar frá 9 til 22. Ennfremur má
fara á heimasíðu Freemans og panta
vörurnar úr listanum, slóðin er
www.freemans.is.
Hægt er að nálgast vörulistann í
verslun Freemans að Bæjarhrauni
14, Hafnarfirði (bakatil) eða í öllum
helstu bókaverslunum landsins.
NÝTT
Vor- og sum-
arlistinn frá
Freemans
KOMIN er á
markað ný vara
frá kjúklingafyr-
irtækinu Íslands-
fugli á Dalvík.
„Um er að ræða frosna
kjúklingabita sem hjúpaðir er í sér-
stakri hveitikryddblöndu sem er sér-
hönnuð fyrir kjúklingabita. Bitarnir
eru settir frosnir í ofnskúffu og ekki
þörf á að nota olíu við steikinguna.
Einnig er hægt að djúpsteikja kjúk-
lingabitana og verða þeir þá mjög
stökkir að utan. Allar steikingarleið-
beiningar eru vel merktar á umbúð-
unum. Varan er seld í frystipokum
og eru bitarnir lausfrystir.
Frosnir
kjúklingabitar
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.