Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ SigurbjörgBenediktsdóttir
fæddist á Breiðabóli
á Svalbarðsströnd
11. sept. 1901. Hún
lést 3. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Benedikt Jónsson, f.
í Grímshúsum í Að-
aldal 21.6. 1864, d.
18.12. 1945, og kona
hans Sessilía Jónat-
ansdóttir, f. á Þór-
isstöðum á Sval-
barðsströnd 10.8.
1867, d. 18.9. 1950,
sem lengst af bjuggu á Breiðabóli
á Svalbarðsströnd. Systkini Sig-
urbjargar sem öll eru látin voru:
1) Jóhannes skipstjóri og bóndi, f.
4.7. 1888, d. 20.8. 1962. 2) Elenrós
ljósmóðir, f. 8.2. 1890, d. 26.7.
1971. 3) Sigrún, f. 29.10. 1891 d.
27.10. 1988. 4) Jón, yfirlögreglu-
þjónn á Akureyri, f. 18.3. 1894, d.
18.6. 1991. 5) Jónatan, smiður og
bílstjóri, f. 18.9. 1895, d. 3.3. 1989.
6) Guðfinna Sessilía húsmóðir í
Keflavík, f. 14.5. 1897, d. 28.7.
1982. 7) Kristján, f. 11.3. 1899, d.
8.5. 1908. 8) Guðmundur, f. 23.9.
1900, d. í okt. 1900. 10) Anna, f.
11.6. 1905, d. 8.5 1908. 11) Sigmar
Bergvin, skipstjóri og vélstjóri, f.
25.10. 1903, d. 3. 3. 2001. 12) Guð-
mundur búfræðingur, f. 5.5. 1907,
d. 9.2. 2001. 13) Anna nemi, f.
19.7. 1909, d. 8.5. 1926. 14) Krist-
ján, f. 23.7. 1912, d. 4.8. 1912. 15)
Axel skólastjóri, f. 29.4. 1914, d.
30.5. 1966.
Sigurbjörg giftist 18. des. 1926
Sigtryggi Friðrikssyni, f. á Neðri-
Vindheimum á Þelamörk 24. okt.
1901, d. 26. okt. 1934. Foreldrar
hans voru Friðrik Bjarnason og
Sigurrós Pálsdóttir. Börn Sig-
tryggs og Sigurbjargar eru fjög-
ur: 1) Þráinn vélfræðingur, f. 3.6.
1927, kona hans er Ása Haralds-
dóttir, þeirra börn eru þrjú: a)
Haraldur, búfræðingur og vél-
virki, f. 10.10. 1949. Kona I Valdís
Kristjana Oddgeirsdóttir sjúkra-
liði, skilin. Þeirra dætur eru
þrjár: Guðrún Pálína, f. 17.9.
1968, gift Árna Reykdal prent-
vélasmið, f. 5.8. 1958, synir þeirra
eru Þórarinn, f. 1.3. 1994, og
Grímur, f. 14.12. 1995; Ása Sig-
urbjörg, f. 22.6. 1972, maki Reyn-
ir Magnússon, f. 6.7. 1972; og
Kristjana Dröfn, f. 18.6. 1974,
maki Davíð Leifsson, f. 1.8. 1972,
skilin, sonur þeirra er Sölvi Már,
f. 25.3. 1996. Kona II Guðný Jóna
Gunnarsdóttir fóstra, f. 31.5.
1953, sonur þeirra er Þráinn, f.
29.5. 1984. Stjúpbörn Haraldar,
börn Guðnýjar, eru tvö: Björn
Steindórsson, f. 7.9. 1970, og
Brynhildur Steindórsdóttir, f. 2.7.
1974. b) Kristjana flugfreyja, f.
4.1. 1953. Maki I Sveinbjörn
Bjarkason, skilin. Dætur þeirra
eru: Katrín Sjöfn, f. 9.3. 1981,
sambýlismaður Jósef Zarioh, f.
18.12. 1973, sonur þeirra er Axel,
f. 26.5. 2001; og Guðrún Lára, f.
18.1. 1983. Maki II Helgi Hemm-
ert Sigurjónsson smiður, f. 29.8.
2001; Kristbjörn Borgþór, f. 16.8.
1976; og Katrín, f. 4.11. 1982. b)
Ronald Alan, flugvélstjóri og
flugmaður, f. 22.9. 1955. Kona I
Nerina Pretlove, f. apr. 1955, skil-
in, sonur þeirra er Michael Blake,
f. 9.11. 1982. Kona II Leena Pretl-
ove. Dóttir þeirra er Kayla Krist-
jana Lotta, f. 12.6. 2001. 3) Hólm-
fríður Árdís, f. 8.1. 1931, maki:
Jón Árni Egilsson rafvirki, f. 31.8.
1927. Börn þeirra eru tvö: a) Sig-
tryggur sálfræðingur, f. 21.2.
1952. Kona I Sigríður Pétursdótt-
ir, f. 2.10. 1953. Skilin. Dóttir
þeirra er Halldóra kennaranemi,
f. 28.8. 1975, sambýlismaður Ólaf-
ur Arthúrsson háskólanemi, dótt-
ir Halldóru er Petra Ósk Haf-
steinsdóttir, f. 27.1. 1993. Sonur
með Huldu Önnu Arnljótsdóttur
Unnar Steinn, f. 30.9. 1983. Kona
II Þórunn Kjartansdóttir hjúkr-
unarfræðingur, f. 22.9. 1956. Syn-
ir þeirra eru: Friðrik Þór, f. 14.3.
1991, og Valþór Freyr, f. 15.10.
1996. b) Helga hjúkrunarfræðing-
ur, f. 12.2. 1955, maki Göran
Helgason læknir, f. 4.4. 1956.
Synir þeirra eru Elías Örn, f. 9.8.
1986, og Jónas Már, f. 14.4. 1993.
4) Sigurrós, f. 5.9. 1932, maki Jón
Pétursson bifvélavirki, f. 27.1.
1929. Börn þeirra eru fimm. a) El-
ín Sigurbjörg sérkennari, f. 10.11.
1950, maki Helgi Jóhannesson
rafeindavirkjam., f. 23.10. 1950.
Börn þeirra eru þrjú: Sunna
nemi, f. 10.6. 1979, Þrándur nemi,
f. 25.5. 1980, Björg nemi, f. 27.3.
1984. b) Sigtryggur Ómar kerf-
isfræðingur, f. 28.5. 1952. Kona
Kolbrún Jóhannsdóttir, f. 17.4.
1954, skilin. Dætur þeirra eru
Rósa María stúdent, f. 12.9. 1978,
og Rut nemi, f. 9.1. 1981. c) Bryn-
dís Rósa, f. 10.7. 1957, maki Berg-
þór Guðmundsson, f. 25.7. 1959.
Börn þeirra eru þrjú, Guðmundur
Páll, f. 10.12. 1987, Jón Birkir, f.
16.5. 1990, og Gyða Björk, f. 20.8.
1991. d) Guðmundur Heimir, f.
30.11. 1960, d. 28.3. 1981. f) Sig-
rún Ásta safnvörður, f. 21.2. 1962.
Sigurbjörg ólst upp á Breiða-
bóli á Svalbarðsströnd við venju-
leg sveitastörf á mannmörgu
heimili. Eftir fermingu var hún
vinnukona á annáluðum menning-
ar- og myndarheimilum. Hún var
námfús,vinnusöm, handlagin og
vandvirk og því eftirsótt. Í þess-
um vistum lærði hún og tileinkaði
sér handbragð, vinnubrögð og
starfshætti, sem hún bjó að alla
tíð. Hún giftist Sigtryggi Frið-
rikssyni 1926. Þau byrjuðu bú-
skap á Héðinshöfða en fluttu í
Selland í Fnjóskadal þar sem Sig-
tryggur fórst í snjóflóði 26. okt.
1934, frá fjórum ungum börnum.
Sigurbjörg flutti þá heim í
Breiðaból til foreldra sinna og
systkina, þar ólust börnin hennar
upp, fram yfir fermingu. Eftir
það flutti Sigurbjörg til Akureyr-
ar og vann þar á saumastofum,
fyrst hjá Amaro og síðan hjá
Fataverksm. Heklu. Við starfslok
1967 fluttist hún til Reykjavíkur
og hafði athvarf í skjóli sonar síns
og tengdadóttur uns hún flutti á
Norðurbrún 1 árið 1995.
Hún tók alla tíð þátt í ýmiskon-
ar félagsstarfi.
Útför Sigurbjargar fer fram
frá Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
1951. Stjúpbörn
Kristjönu, börn
Helga, eru þrjú: Helgi
Þór, f. 28.12. 1974.
Dagbjört Rós, f. 8.6.
1981, og Halldór Þór,
f. 19.6. 1985. c) Sig-
urbjörg móttöku-
stjóri, f. 12.8. 1965,
maki Ragnar Vignir
Guðmundsson fram-
reiðslumaður, f. 20.9.
1965. Dætur þeirra
eru Margrét Vignis-
dóttir, f. 30.10. 1973,
sambýlismaður
Magnús Árnason
smiður, f. 1.6. 1972, sonur þeirra
er Róbert, f. 13.6. 2001, og Krist-
jana Vignisdóttir nemi, f. 13.2.
1980. 2) Sigrún húsmóðir, f. 19.9.
1928. Dóttir hennar með Emil
Rafni Jóhannssyni, uppeldisdóttir
Sigurbjargar, er Hafdís Olga Ey-
fjörð, f. 1.1. 1947, maki I Vil-
hjálmur Kristinn Skaftason, f.
9.4. 1942, skilin. Dætur þeirra eru
tvær: a) Sigrún Anna, f. 8.11.
1965, maki Darren Scott Brickle,
f. 23.7. 1969, synir þeirra eru
þrír: Austin James, f. 18.11. 1993;
Cristopher Edward, f. 27.8. 1996;
og Chandler Ocott, f. 14.3. 1998.
b) Dagný Guðrún, f. 24.11. 1966,
maki Curtis Adam Henninger, f.
17.11. 1966. Börn þeirra eru þrjú,
Ashley Nicole, f. 2.6. 1986, Curtis
Adam, f. 12.2. 1991, og Chelsea
Anna, f. 27.1. 1993. Sonur með
Jóni Jakobssyni er Emil Rafn, f.
21.4. 1969, dóttir hans með
Margit Linu Hafsteinsdóttur, f.
4.5. 1970, er Aníta Sigurbjörg, f.
11.9. 1991. Maki II James Eugene
Klinefelter, f. 1940, dóttir þeirra
er Susanna Mildred Klinefelter, f.
2.8. 1972, sonur hennar er Tyler
James Fleming, f. 17.7. 1994.
Maki III Jerald Joseph Bortle, f.
17.4. 1958. Maki Sigrúnar I Hall-
dór Randver Þorsteinsson, f. 26.9.
1924, skilin, sonur þeirra er Ólaf-
ur Logi yfirsímritari, f. 30.11.
1949. Kona I Linda Michelsen,
skilin. Dóttir þeirra er Rósa
Hrönn kennari, f. 6.12. 1966, maki
Gylfi Birgisson, f. 13.2. 1965. Syn-
ir þeirra eru tveir, Sæþór Aron, f.
5.11. 1983, og Darri Viktor, f. 3.2.
1998. Kona Ólafs II Valgerður
Stefánsdóttir, f. 30.8. 1952. Sonur
þeirra er Jónas Helgi pípulagn-
ingam., f. 11.10. 1973, kona Sunn-
björg Durhuus. Sonur þeirra er
Aron Suni, f. 31.12. 1994. Maki
Sigrúnar II Roy Henry Pretlove
trésmiður, f. 22.7. 1931, d. í okt.
1992. Börn þeirra eru: a) Brenda
Darlen, f. 15.1. 1952, maki Einar
Kristbjörnsson kafari, f. 15.11.
1947. Börn þeirra eru fjögur:
Þórarinn, f. 16.9. 1972, sambýlis-
kona Inga Vigdís Einarsdóttir,
sonur þeirra er Kjartan Daníel, f.
15.3. 1997; Sigrún Birna, f. 21.4.
1974, sambýlismaður Erlingur
Valur Stefánsson, sonur þeirra er
Einar Valur, f. 19.8. 1995. Maki
Sigrúnar er Fateh Assouane.
Börn þeirra eru tvö, Addilaziz
Ferhat Adam, f. 3.7. 1999, og
Sara Louisa Rayene, f. 25.12.
Það er ekki eins og um héraðs-
brest sé að ræða þótt 100 ára göm-
ul kona hverfi úr þessari jarðvist;
og þó. Hún móðir mín var hetja og
á sannarlega skilið að ég minnist
hennar með örfáum orðum.
Það hafði kastað éljum og grán-
að í rót nokkrum sinnum, hinn 26.
október 1934, þegar veðurútlit var
þann veg að snjóbylur væri í aðsigi
í Fnjóskadal.
Fé föður míns var dreift um Sel-
landsfjall og faðir minn fór að
áliðnu hádegi að smala fénu til að
koma því í hús. Eins og hendi væri
veifað, skall á iðulaus stórhríð með
þvílíkri snjókomu að með eindæm-
um var. Faðir minn kom ekki
heim, og þegar nokkuð var liðið á
kvöldið kveikti móðir mín á olíu-
lukt og fór út í veðrið, ætlaði í fjár-
húsin að gæta föður míns. Hún fór
ekki langt, og kom að vörmu spori
til baka, uppfennt og veðurbarin,
og dautt á lugtinni. Veðrið ham-
aðist með ólýsanlegum hamförum
alla nóttina.
Angist og kvíði var ríkjandi í
litlu vinalegu baðstofunni í Sel-
landi.
Móður minni kom ekki dúr á
auga, og ég sjö ára, elstur fjögurra
systkina, gerði mér grein fyrir
óeðlilegu ástandi en alls ekki
hversu alvarlegt það var, það kom
seinna. Veðrið gekk niður um
morguninn og móðir mín komst í
fjárhúsin til að komast að því að
þangað hafði faðir minn ekki kom-
ið, en nokkuð af fénu var við húsin,
sumt fennt. Móðir mín mokaði því
næst frá stafnglugga á baðstofunni
til að fá birtu. Hún bjó sig þeim
klæðum sem völ var á og dreif sig,
afar vanbúin, út í einhverja mestu
ófærð sem um getur, til að brjótast
suður að Reykjum í leit að aðstoð.
Á leið sinni þurft hún yfir Reyk-
jaána uppbólgna af krapi. Yfir
komst hún, blaut upp undir hend-
ur, og eftir því hrakin. Hún sagði
mér síðar að hún gæti enga grein
gert sér fyrir því hvernig henni
hefði tekist þetta. Helst vildi hún
trúa að æðri máttarvöld hefðu veitt
henni þrek.
Móðir mín vann þarna þrekvirki
sem vert er að minnast. Faðir
minn fórst í snjóflóði þessa nótt og
fannst ekki fyrr en 22. nóv.
Vorið 1935 fluttum við inn í
Breiðaból, á æskuheimili móður
minnar, þar sem tveir bræður
hennar og systir héldu heimili fyrir
foreldra sína (afa og ömmu) sem
bæði voru á lífi. Móðir mín var
þakklát systkinum sínum og for-
eldrum fyrir ómetanlega aðstöðu,
aðstoð og aðhlynningu, en þó ekki
allskostar ánægð, henni lét ekki
vel að vera þiggjandi og hvergi
vildi hún vera fyrir. Hún vann
Breiðabólsheimilinu eins og kraft-
arnir leyfðu vor, sumar og haust. Á
vetrum tók hún að sér saumaskap
bæði heima og heiman, en hún var
saumakona af guðsnáð, handlagin
og útsjónarsöm við öll störf.
Hún heklaði alltaf mikið, og var
að, fram á allra síðustu ár. Dúkar,
dúllur og milliverk, ásamt öðru,
sem ég kann ekki að nefna, skipta
hundruðum, þetta var unnið til
gjafa og gefið vinum og kunningj-
um um allt land.
Hún kenndi stúlkum í barnaskól-
anum á Svalbarðsströnd handa-
vinnu nokkra vetur, og oft sá hún
um veitingar þegar fundir eða ann-
ar mannfagnaður var í gamla sam-
komu- og skólahúsinu þar sem nú
er Safnasafnið.
Þegar börnin fjögur voru öll
fermd og komið að frekari skóla-
göngu, ég t.d. kominn í iðnnám í
Vestmannaeyjum, fluttu mæðgurn-
ar til Akureyrar.
Þar starfaði móðir mín næstu 20
ár við saumaskap, fyrst hjá Amaro
en síðar hjá fataverksmiðjunni
Heklu. Ekki var móðir mín verk-
stjóri á þessum vinnustöðum, en
oft, kannski oftast, kom það í
hennar hlut að kenna ungum stúlk-
um eða byrjendum, þótt eldri
væru, fyrstu handtökin við vélarn-
ar.
Til þess var hún sjálfkjörin
vegna hæfni og skilnings á því
hvernig hverja vél væri haganleg-
ast að nýta, þetta var dómur for-
ráðamanna sem hún vann hjá, í
mín eyru, löngu eftir að hún var
hætt störfum.
Auðvitað komu fljótt upp spurn-
ingar um, hversvegna myndarleg
vel gerð og vel verki farin kona á
góðum aldri, giftist ekki aftur. Hún
átti þess vissulega kost, en svar
hennar var alltaf að hún væri „eins
manns kona“.
Það var gott að alast upp á
Breiðabóli. Til mín voru gerðar
nokkrar kröfur. Ég vissi til hvers
móðir mín ætlaðist af mér, um það
var hún ströng án þess að hafa
mörg orð, og aldrei hafði hún hátt.
Hún var blíð og hafði lag á því að
láta vilja sinn og skoðanir í ljós í
fáum vel völdum orðum og ég
vandist því að vita nákvæmlega
hvernig henni líkaði framkoma
mín, til orðs og æðis.
Móðir mín unni sínum heima-
högum og var Eyjafjörður henni
mjög kær.
Þannig fórust henni orð á gam-
alsaldri.
Þegar lækkar lífs mín sól
ég læt mig stundum dreyma.
Bernsku minnar blessuð jól
í bænum gamla heima.
Hún hafði mikla ánægju af að
ferðast og fór víða innanlands, og
naut náttúrufegurðar hvar sem
hún fór, en henni var einnig hug-
leikið að kynnast lífi starfi og hög-
um fólksins í viðkomandi byggð-
arlögum. Eftir sextugt lagði hún
svo land undir fót og fór, ein og
mállaus, tvisvar til Bandaríkjanna,
alla leið á vesturströndina og hafði
mikla ánægju af. Auðvitað reiddi
hún sig á aðstoð flugfólksins hjá
Flugleiðum, og lofaði mikið hjálp-
semi þess og liðveislu alla, en kjark
þurfti til, þó líklega hafi henni þótt
minna áræði þurfa til slíkrar ferð-
ar en svaðilfararinnar yfir Reykja-
ána sem fyrr er nefnd.
Hún fór svo eina ferð til Noregs
í hópferð og aðra til Spánar og
naut þeirrar ferða ríkulega og tal-
aði um sérstaklega Noregsferðina
sem ógleymanlega.
Síðustu 30 árin átti móðir mín
athvarf hjá minni fjölskyldu, í
næstu íbúð við okkur, þangað til
hún fór á Norðurbrún 1. Samband
hennar og konunnar minnar, Ásu,
var alltaf einstaklega gott og hún
mat tengdadóttir sína sem verðugt
var, og kallaði forréttindi að eiga
eina slíka. Sama var með börnin
okkar. Þau elskuðu og dáðu ömmu
sína, gátu laumað sér inn til henn-
ar, hvenær sem var, til að hafa fé-
lagsskap og spjalla, eða með
vandamál, stór eða smá eftir atvik-
um. Þá var ekki síður vinsælt að fá
hana til að hvolfa bolla og spá, og
gátu þá vinkonur flotið með.
Ég hef þá trú, að móðir mín hafi
haft góð áhrif á flesta sem hún um-
gekkst, ekki síst sína nánustu.
Fyrir allt þetta er ég vissulega
þakklátur, en ég á einnig þökk að
gjalda samferðafólki móður minnar
sem allt reyndist henni frábærlega
vel. Síðast en ekki síst færi ég kon-
unum og starfsfólkinu á Norður-
brún 1, innilegar þakkir fyrir alla
þá umhyggju sem móðir mín naut
á því góða heimili. Ég veit að hún
hefði sagt: „Guð blessi ykkur öll.“
Þráinn Sigtryggsson.
Ég minnist þín amma, sem lifðir svo
lengi,
að löngu er fennt yfir barnssporin þín.
Er hrífuskaft lék þér í höndum á engi
og hamingja barnsins, sem aldrei dvín.
Í fallegum dal rennur Fnjóská um
hlaðið,
þar fannstu þinn torfbæ og skjólgóðu
vörn.
Þú vissir ei fyrr til, en brotið var blaðið
og bjargast þú skyldir, ein með þín
börn.
En þrátt fyrir amstur og erfiða daga,
þú ætíð sást ljósið og bjartari tíð.
Og lífið þitt allt er ein lifandi saga,
um löngun og kjark, til að sigra hvert
stríð.
Þitt kvöld er nú liðið og komin þín nótt,
þú kvaddir og guð þinn heim sóttir.
Svefninn er langur og sofðu því rótt,
Sigurbjörg amma mín, Benediktsdóttir.
Sigtryggur.
Það eru svo margar góðar minn-
ingar sem tengjast henni ömmu
minni. Eitt af því fyrsta sem kem-
ur upp í hugann er þegar hún var
að kenna mér bænir. Hún kenndi
mér að biðja á hverju kvöldi fyrir
fólkinu sem væri mér kært. Þetta
sagðist hún gera og það væri góð
venja. Þegar ég benti henni á
hversu margt fólk hún þekkti og
það hlyti að taka hana langan tíma
að biðja fyrir öllu þessu fólki sagði
hún að þeim tíma væri vel varið.
Já, hún amma mín þekkti margt
fólk og átti létt með að eignast
nýja og nýja vini.
Hún var fædd á Breiðabóli á
Svalbarðsströnd og ólst þar upp.
Með afa mínum, Sigtryggi Frið-
rikssyni, bjó hún á Héðinshöfða á
Tjörnesi og í Sellandi í Fnjóskadal.
Eftir lát afa fluttist hún aftur að
Breiðabóli og bjó þar með börnum
sínum þar til hún fluttist til Ak-
ureyrar. Þar vann hún aðallega við
saumaskap, t.d. á Heklu. Þótt
amma hafi búið í Reykjavík síðast-
liðin 30 ár þá hélt hún alltaf mikilli
tryggð við Norðurland. Um leið og
fyrstu farfuglarnir kom amma mín
fljúgandi norður og dvaldi hjá ætt-
ingjum og kærum vinum þangað til
aftur fór að hausta, hvarvetna
kærkominn gestur. Það var alltaf
jafn mikið tilhlökkunarefni að taka
á móti henni á flugvellinum. Hún
bar af hópnum sem út úr flugvél-
inni kom. Það hvíldi einhver glæsi-
leg reisn yfir henni ömmu minni.
Mér fannst ég vera að taka á móti
þjóðhöfðingja sem var að koma í
heimsókn. Mér er mjög minnis-
stæð ein för austur í Selland.
Amma sýndi mér hvar geitakofinn
hefði staðið sem þau afi höfðu verið
að leggja síðustu hönd á hinn ör-
lagaríka dag 26. okt. 1934. Mjög
skyndilega skipuðust veður í lofti
og afi hraðaði sér til að ná inn
fénu. Þaðan átti hann ekki aftur-
kvæmt. Hann lenti í snjóflóði í
fjallinu fyrir ofan bæinn. Amma
horfði lengi í átt að fjallinu og mér
fannst hún enn vera að horfa á eft-
ir afa í hinsta sinn.
Þrátt fyrir mótlæti hélt hún sínu
góða skapi. Hún átti létt með hlát-
ur og margar minningar eru
tengdaránægjulegum stundum þar
sem við hlógum saman að ein-
hverri dómadags vitleysunni en
svo orðaði amma það þegar hún
tók sérstaklega sterkt til orða. Ég
fæ aldrei fullþakkað fyrir það lán
að hafa átt slíka ömmu.
Elín Sigurbjörg.
SIGURBJÖRG
BENEDIKTSDÓTTIR