Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FJÖLSKIPAÐUR dómur í Héraðs- dómi Reykjaness dæmdi í gær Aust- urríkismanninn Kurt Fellner í 12 ára fangelsi en hann var handtekinn með 67.485 e-töflur á Keflavíkurflugvelli í september. Hann hyggst áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Þetta er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli á Íslandi en há- marksrefsing fyrir fíkniefnasmygl er 12 ára fangelsi. Hámarksrefsing var áður 10 ára fangelsi en Alþingi samþykkti sl. vor að hækka refsirammann um tvö ár. Segir í fylgiskjali með frumvarpinu að þar sem refsimörk fyrir fíkniefna- smygl hefðu nánast verið nýtt að fullu, þætti nauðsynlegt að hækka refsimörk svo dómstólar ættu mögu- leika á að ákveða þyngri refsingu ef enn alvarlegri brot kæmu til kasta dómstóla. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að Hæstiréttur hafi á undanförnum árum kveðið upp þunga dóma vegna meðferðar á e-töflum hér á landi en töflurnar hafi verið álitnar eitthvert hættulegasta fíkniefnið á markaði. Ekkert hafi komið fram sem haggar því áliti. Þá hafi Hæstiréttur staðfest níu ára fangelsisdóm yfir manni sem handtekinn var með ríflega 14.000 e- töflur. Sá dómur gekk áður en há- marksrefsing var hækkuð í 12 ár. Framburður fyrirsláttur einn Tollverðir á Keflavíkurflugvelli, sem unnu að því að gegnumlýsa far- angur úr flugvél Flugleiða sem var á leið frá Amsterdam til New York, urðu varir við að falskur botn var í töskunni. Fellner var kallaður til og opnaði hann talnalás töskunnar. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði ekki haft hugmynd um að fíkniefni væru í töskunni heldur hafi hann tekið að sér að flytja töskuna til New York í greiðaskyni við mann sem hann hafði hitt nokkru áður. Í New York átti hann að afhenda öðrum manni töskuna og fyrir viðvikið átti hann að fá greidda 5.000 dollara. Dómnum þótti framburður Felln- ers fyrirsláttur einn, ósamræmi væri í frásögn hans og ólíkindablær á þeim útskýringum sem hann gaf. Hann ætti sér engar málsbætur. Fellner var gert að greiða allan sakarkostnað, þ.m.t. laun verjanda síns, Ásbjörns Jónssonar hdl., 350.000 krónur. Finnbogi H. Alex- andersson, Guðmundur L. Jóhann- esson og Þorgeir Ingi Njálsson kváðu upp dóminn. Guðrún Sesselja Arnardóttir, fulltrúi ríkissaksókn- ara, sótti málið. 12 ára fangelsi fyrir smygl á 67.485 e-töflum Refsirammi vegna fíkni- efnabrota fullnýttur VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,9% milli desember og janúar en það er mun meira en spáð hafði verið. Vísitalan var komin í 221,5 en í sam- komulagi aðila vinnumarkaðarins, sem gert var í lok síðasta árs, er sett sem verðbólguviðmið að vísitala neysluverðs verði ekki hærri en 222,5 stig í maí. Standist sú forsenda ekki eru launaliðir kjarasamninga uppsegjanlegir með þriggja mán- aða fyrirvara. Vísitalan má því ekki hækka nema um tæplega hálft prósentustig á næstu 4 mán- uðum svo ekki komi til uppsagnar kjarasamninga. Veldur vonbrigðum Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar, segir að hækkun vísitölunnar valdi verulegum vonbrigðum. Eitthvað sérstakt þurfi að koma til og óvenjuleg þróun að eiga sér stað fram í byrjun maí, til þess að það verðbólgumarkmið náist sem um getur í samkomulagi aðila vinnumarkaðarins. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir einnig að hækkun vísitölunnar valdi vonbrigðum. ,,Þessi mæling breytir þó ekki tiltrú minni á að þróun næstu vikna og mánaða verði í samræmi við það sem við höfum vonast eft- ir,“ segir Ari. Ari segist viðurkenna að hækkunin sé óþægi- lega mikil og skilji eftir lítið af því svigrúmi sem samkomulag aðila vinnumarkaðarins og stjórn- valda geri ráð fyrir og setji mikinn þrýsting á það. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir ljóst að hækkun vísitölunnar nú sé meiri en menn áttu von á. Ýmsar skýringar séu á þessu, m.a. hækkanir á einstökum liðum sem ekki end- urtaki sig á næstunni. „Krónan hefur styrkst um 4 til 5% frá því í byrj- un desember og það er afar mikilvægt að það skili sér strax inn í grunninn í verðbreytingum í janúar þannig að verðmælingin í febrúar taki mið af því. Þarna eru hins vegar líka þau köldu skilaboð til stjórnvalda að þau hafi einfaldlega gengið of langt í ákvörðunum um hækkun á verði á opinberri þjónustu,“ segir Gylfi. Verðhækkun á opinberri þjónustu er hæsti ein- staki liðurinn í hækkun vísitölunnar nú. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 9,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 10,0%. Undanfarna þrjá mánuði hef- ur vísitala neysluverðs hækkað um 1,7%, sem jafn- gildir 7,2% verðbólgu á ári. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,9% milli desember og janúar Mun meiri hækkun en ráð var fyrir gert  Má aðeins/34 TÖLUVERÐAR skemmdir af völd- um sviptivinda og hríðarbyls urðu á bænum Hóli í Önundarfirði í gær- morgun þegar þak af gömlu útihúsi splundraðist og tókst á loft. Hluti þess fauk á tvílyft íbúðarhús þar skammt frá og komu tvær sperrur af þakinu inn í stofu á efri hæð hússins, önnur fór í gegnum stofu- gluggann og hin stakkst í gegnum timburklæddan útvegginn. Heim- ilisfólk sakaði ekki en þrennt sat við morgunverðarborð í eldhúsinu, sem er næst stofunni á sömu hæð, þegar ósköpin dundu yfir. Félagar í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri voru kallaðir til aðstoðar og slasaðist einn þeirra þegar hann fauk á bíl í eigu bróður síns, bónd- ans á Hóli. Magnús Hringur Guðmundsson á Hóli sagði að þau hjónin og dóttir þeirra, sem sátu við morgunverð- arborðið um áttaleytið, mættu þakka fyrir að vera heil á húfi mið- að við það sem á gekk. Veggur milli stofunnar og eldhússins veitti þeim skjól en glerbrotum og snjó rigndi yfir innanstokksmuni í stofunni og alla leið inn á eldhúsgólfið, en auk sviptivinda var kafhríð útifyrir um þetta leyti. Fauk fyrst yfir gamla íbúðarhúsið Magnús sagði að þakið hlyti að hafa farið hátt á loft því milli úti- hússins og íbúðarhússins stendur gamalt og yfirgefið íbúðarhús, sem einnig er tveggja hæða, og slapp það við skemmdir í fokinu. Aðeins tóftirnar standa eftir í útihúsinu, sem notað hefur verið sem geymsla. „Sperran, sem fór í gegnum gluggann, splundraði póstunum, þeyttist langt inn og lá hér þvert yf- ir stofuna. Hefði eitthvert okkar verið þá á ferðinni hefði getað farið illa. Það fylltist allt af glerbrotum og snjó og við gátum ekki annað en leitað eftir aðstoð björgunarsveit- arinnar á Flateyri sem brást skjótt við. Við réðum ekkert við þetta ein,“ sagði Magnús sem fékk aðstoð björgunarsveitarmanna til að koma sperrunum út og negla plötu fyrir gluggann og gatið á veggnum. Hluti af þaki fauk inn í stofu ÍSLENDINGUR, karlmaður á þrítugsaldri, var handtekinn við venjubundna tollskoðun á Keflavíkurflugvelli í fyrrakvöld eftir að í ljós komu 2 kíló af hassi í farangri hans. Maðurinn var að koma frá Kaupmanna- höfn og afhenti Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hann fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Að loknum yfirheyrslum og skýrslutökum í gær var mann- inum sleppt en að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkni- efnadeildarinnar, var ekki talin ástæða til að fara fram á gæslu- varðhaldsúrskurð. Ásgeir sagði hann ekki hafa komið við sögu sambærilegra afbrota áður. Áætla má að verð tveggja kílóa af hassi sé um 3 milljónir. Tekinn með tvö kíló af hassi TÍU sinnum dýrara er fyrir einstakling að færa peninga milli norrænna banka en milli banka í heimalandi sínu, sam- kvæmt nýrri könnun Sam- bands norrænu félaganna. Seg- ir Terje Tveito, formaður sam- bandsins, „óskiljanlegt fyrir hvað verið sé að borga“. Könnunin náði til 16 banka og leiddi hún í ljós að kostnaður við millifærslur er næstmestur hjá Landsbanka eða að meðal- tali 1.363,84 krónur fyrir færslu. Um var að ræða 100 danskar, sænskar og norskar krónur, 100 mörk og 1.000 krónur íslenskar. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis bauð lægst verð eða 261,05 krónur og var því í 16. sæti. Næstódýrastur er Spari- sjóður Hafnarfjarðar og Bún- aðarbankinn þriðji ódýrastur. Næstdýrast hjá Lands- bankanum  Gjald fyrir/23 KNATTSPYRNA er vinsælasta íþróttin hér á landi sem víða ann- ars staðar og fjölda drengja og stúlkna, sem æfa íþróttina af kappi, dreymir líklega um að gera sigurmarkið í úrslitaleiknum að viðstöddum þúsundum áhorfenda! Enginn afrekar það hins vegar án þess að æfa sig vel og lengi og nú viðrar einmitt aldeilis vel til þess að stunda ýmsar íþróttir úti undir berum himni. Malbikið á skólalóð Langholtsskóla er ekki jafngrænt og mjúkt og grasið á stóru knatt- spyrnuvöllunum úti í heimi, en ein- hvers staðar verður að byrja. Aldr- ei er að vita nema sá sem hér skorar með þrumuskoti í bláhorn- ið, þrátt fyrir góð tilþrif markvarð- arins með húfuna, eigi eftir að gera garðinn frægan síðar meir. Morgunblaðið/Þorkell Þrumu- skot í bláhornið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.