Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Leikmannaskóli kirkjunnar Fjölbreytt námskeiðaval Leikmannaskólikirkjunnar er aðhleypa af stokkun- um fjölbreyttum nám- skeiðum um þessar mund- ir. Irma Sjöfn Óskars- dóttir verkefnisstjóri hjá Þjóðkirkjunni heldur utan um starfsemi Leikmanna- skólans og hún sat fúslega fyrir svörum og sagði frá skólanum og fyrir hvað hann stendur. Segðu okkur eitthvað frá skólanum. „Leikmannaskóli kirkj- unnar sér um fullorðins- fræðslu kirkjunnar og sinnir bæði þeim sem starfa að verkefnum innan kirkjunnar og öðrum sem vilja dýpka þekkingu sína á kristinni trú. Saga skól- ans nær aftur til 1991 og á upphaf sitt í námskeiðum fyrir safnaðar- starfsmenn á vegum fræðslu- deildar kirkjunnar sem þá hét, guðfræðideildar Háskóla Íslands og Skálholtsskóla. Námskeið þessi voru haldin undir yfirskrift- inni Leikmannaskóli kirkjunnar og voru ætluð til að mennta starfsmenn kirkjunnar aðra en presta, orgelleikara og djákna. Kennsla hófst í september 1991. Á kirkjuþingi 1992 flutti þáver- andi fræðslustjóri kirkjunnar til- lögu til þingsályktunar um að beina formlegri skipan trú- fræðslu fyrir fullorðna innan vé- banda Leikmannaskóla Þjóð- kirkjunnar. Með breytingum á lögum á Kirkjuþingi 2000 heyrir nú Leikmannaskólinn beint undir Kirkjuráð og er sjálfstæð stofn- un. Kirkjuþing skipar síðan stjórn skólans og er hún skipuð þeim dr. Arnfríði Guðmundsdótt- ur lektor, Helgu Nínu Stefáns- dóttur og Arthuri Farestveit.“ Hverjar eru helstu áherslur skólans? „Námskeið Leikmannaskólans fjalla um fólk, um lífið og tilgang þess. Þau taka á grundvallarat- riðum kristinnar trúar, heim- speki, trúarbrögðum, tilfinning- um og táknum. Engar kröfur eru gerðar um menntun, undirbún- ing, heimavinnu eða próf. Síðan má segja að fræðslan fari fram á tvo vegu. Annars vegar námskeið er fjalla um undirstöðuatriði kristinnar trúar, námskeið fyrir meðhjálpara og sóknarnefndar- fólk, hringjara, hjónanámskeið, námskeið um áföll í hópi nemenda sem víða hafa verið kennd í tengslum við kennara og skóla- yfirvöld. Þessi námskeið eru ætl- uð til að notast í söfnuðum um land allt. Hins vegar er sá hluti starfsins sem snýst um nám- skeiðahald í samvinnu Leik- mannaskólans og guðfræðideild- ar og fara þau námskeið fram í Háskóla Íslands að mestu.“ Nefndu okkur dæmi um nám- skeið sem nú skal halda. „Af þeim námskeiðum sem kennd verða í Háskóla Íslands á næstu mánuðum má fyrst nefna námskeið um siðferðileg álitamál sem dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræð- ingur, kennir. Þá verð- ur fjallað um þær áleitnu spurn- ingar er fylgja miklum fram- förum í vísindum frá sjónarhóli kristinnar siðfræði. Rannsóknir á trúarstefjum í kvikmyndum er námskeið sem er í umsjá hóps guðfræðinga sem hafa sérstak- lega lagt það fyrir sig að skoða kvikmyndir út frá sjónarhóli kristinnar trúar. Í febrúar er síð- an námskeið sem fjallar um Guð- ríði Símonardóttur. Þar mun Steinunn Jóhannesdóttir rithöf- undur skoða sögu hennar og kanna með hvaða hætti áhrif Guð- ríðar kunna að birtast í skáldskap séra Hallgríms Péturssonar. Einnig verður boðið upp á nám- skeið um pílagrímsgöngur. Dr. Hjalti Hugason og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni munu leiða okkur inn í heim pílagrímsferða og annarra leiða til tilbeiðslu, s.s. kyrrðarstunda, kyrrðardaga og fleira má nefna í þeim dúr. Sam- vinnuverkefni Leikmannaskólans og Reykjavíkurprófastsdæmis eystra er síðan röð biblíulestra sem eru í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðsprests. Lestrarnir bera yfirskriftina Áfangar og fjalla um þætti í sið- fræðiboðskap Jesú og verða tekin fyrir stef úr dæmisögum og fjall- ræðunni. Biblíulestrarnir eru haldnir í Breiðholtskirkju.“ Hverjum eru námskeiðin ætl- uð? „Öllu fólki sem hefur áhuga á að kynna sér kristna trú, siðfræði og kynna sér í hverju mannrækt kirkjunnar felst.“ Hefur verið góð eftirspurn eftir námskeiðunum til þessa? „Í vetur hefur eftirspurn verið góð eftir námskeiðum í Háskóla Íslands. Haldin voru fjölmenn námskeið, t.d. í sálgæslu, þar sem fjallað var um efnið að hugga og hlusta. Einnig voru 45 manns á námskeiði um íslam. Margir urðu frá að hverfa þegar námskeið um sjálfsstyrkingu kvenna, konur eru kon- um bestar, var haldið í nóvember og verður því annað námskeið haldið dagana 22. og 29. janúar.“ Hvað hafa margir sótt þessi námskeið ykkar? „Það má lauslega áætla að um þrjú þúsund manns hafi sótt þessi námskeið, fólk á öllum aldri. Margir koma á fleiri en eitt nám- skeið og þátttakendur eru alls staðar að af landinu.“ Irma Sjöfn Óskarsdóttir  Irma Sjöfn Óskarsdóttir er fædd á Akranesi 12. nóvember 1961. Lauk guðfræðiprófi frá HÍ 1988. M.th.-prófi í Theology and Ethics og Media and Comm- unication frá guðfræðideild Ed- inborgarháskóla 1993. Vígður prestur í Seljakirkju 1988 og starfaði þar nær samfleytt til 2001, en tók þá við verkefnis- stjórn í Leikmannaskólanum auk fleiri verkefna á Biskupsstofu. Ritstjóri Víðförla 1997-98. Maki er Hrólfur Ölvisson fjármála- stjóri og dætur þeirra tvær eru Kristbjörg Fjóla og Elka Ósk. …eru ætluð til að notast í söfnuðum Gætirðu ekki tekið hann Gunnar með þér einn rúnt, Harry minn? Hann er eitthvað hræddur við þetta kukl. Eingöngu fyrir Far-, Gull- og In finite- korthafa V ISA 22. - 28. febrúar 2002. Fararstjórar: Paolo Turchi, Gu›mundur Vi›ar Karlsson og fl. Ver› frá 76.800 kr.* *) Ver› á mann í tvíb‡li. Innifali›: Flug, akstur til og frá hóteli erlendis, gisting me› morgunver›i í 6 nætur og íslensk fararstjórn. Ekki innfali›: Flugvallaskattar og föst aukagjöld, 4.500 kr. og sko›unarfer›ir. Skemmtilegar sko›unarfer›ir: • Úts‡nisfer› um Rómarborg. • Vatikansafni›, Sixtinska kapellan og St. Péturskirkjan. • Dagsfer› til Pompei. • Dagsfer› til Flórens. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 64 83 01 /2 00 2 STÚDENTAR við Háskóla Ís- lands stunda, auk bóknáms, marg- víslegt verknám auk verklegra rannsókna en hafa til þessa ekki verið tryggðir við vinnu sína og njóta ekki sama réttar og iðnnem- ar sem eru sérstaklega slysa- tryggðir samkvæmt almanna- tryggingalögum. Formaður og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs funduðu með Jón Kristjánssyni, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, vegna málsins síðasta haust, og fékk ráðherra samþykki fyrir því í ríkisstjórn að stúdentar við Háskóla íslands í heilbrigðis- og raunvísindagreinum yrðu tryggðir samkvæmt almanna- tryggingalögum. Í máli ráðherra á opnum fundi Röskvu í gær kom fram að allt út- lit er fyrir að takast muni að af- greiða málið nú á vorþingi. „Mér eru vel ljósar þær hættur sem fylgja vinnuumhverfi á heilbrigð- isstofnunum þar sem starfsmenn meðhöndla hættuleg lyf og önnur efni. Svo er því heldur ekki að neita að í sumum tilvikum geta skjólstæðingar heilbrigðisstofnana verið hættulegir sjálfum sér og öðrum. Þótt menn geri allt til þess að fyrirbyggja slys er aldrei hægt að útiloka að stúdentar í klínísku námi verði fyrir tjóni. Ég mat það svo að það væri þörf á aðgerðum til þess að tryggja öryggi þessara stúdenta og lagði því fram tillögu til lagabreytinga á almannatrygg- ingum þar sem sérstaklega væri kveðið á um tryggingar háskóla- stúdenta í heilbrigðisgreinum og raunvísindum. Frumvarpið bíður nú fyrstu umræðu og ég stefni að því að fá frumvarpið samþykkt á vorþinginu. Ég á ekki von á öðru en að frá þessu máli verði gengið á komandi þingi.“ Dagný Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Stúdentaráðs, sagði að þetta væri mikill sigur í réttindabaráttu stúdenta. „Ólíkt því sem við höfum oft upplifað „í kerfinu“ þar sem málum er einfaldlega stungið ofan í skúffu tók heilbrigðisráðherra það fyrir og lagði fyrir ríkisstjórn í desember. Þar var erindið sam- þykkt og bíður nú afgreiðslu Al- þingis. Það er afar ánægjulegt að ráðherra skuli hafa brugðist svo skjótt við og fyrir það eru stúd- entar þakklátir.“ Stúdentar í heilbrigðis- og raunvísindagreinum tryggðir ♦ ♦ ♦ Styrktarsjóð- ur vegna eldsvoða STOFNAÐUR hefur verið styrktar- sjóður fyrir Anton Lína Hreiðarsson en foreldrar hans og yngri bróðir fórust í eldsvoða á Þingeyri 4. janúar sl. Tekið er við framlögum á reikning nr. 4500 í Sparisjóði Vestfirðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.