Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Elsku afi. Mig lang- ar að minnast þín með örfáum orðum. Þú gerðir margt fyrir okk- ur barnabörnin sem ég minnist með hlýjum hug. Ég naut þeirrar gæfu að hitta þig vikulega þegar við riðum út saman. Á hverj- um laugardegi fór ég til þín og ömmu þar sem ég fékk saltfisk og grjónagraut og eftir það riðum við út ásamt Hörpu, Örvari o.fl., sama hvernig viðraði. Þetta var fastur lið- ur í lífi mínu. Við minntumst þessa saman þegar ég sat hjá þér fyrir skömmu á Landspítalanum, en des- ember var sá mánuður sem hestarn- ir voru teknir inn og byrjað að ríða út. Ég sá vel glampann í augum þín- um þegar þú sagðir mér að þig lang- aði að fá þér aftur hest. Alla þína tíð varstu skýr og stál- minnugur. Þegar ég kom með ný- skírðan Bergstein til þín um jólin tók það þig ekki langan tíma að rekja ættir prestsins og eiginkonu hans. Ættfræði var þitt hjartans mál. Þá var afar gefandi að ræða við þig um líðandi stundir. Ég er þakklát fyrir að hafa getað liðsinnt þér í veikindum þínum. Þú stóðst þig eins og hetja. Það hvarfl- aði ekki að mér að svo skammt væri eftir þegar ég fylgdi þér á Landspít- alann fyrir jólin. Þú ætlaðir að hringja í mig sama dag til að keyra þig heim eftir að þú hefðir rætt við læknana. Dagarnir á spítalanum urðu fleiri en þig grunaði og heilsu þinni hrakaði hratt. Undir það síð- asta hafði dregið svo úr krafti þínum að ekki varð um villst hve helsjúkur þú varst. Elsku amma mín, ég veit þetta er erfitt, en við erum hérna fyrir þig. Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, Þar akur ei blettar, það skyggir ei tréð. – Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. (Einar Ben.) Blessuð sé minning þín. Þín Bylgja. Ég á margar góðar minningar um hann afa minn. Mun ég eftir bestu getu greina stuttlega frá þeim helstu sem fyrst skýtur upp í hug- ann. Hann var hörkukarl og vann mikið allt sitt líf. Eitt af því eftir- minnilegasta var þegar ég var yngri en þá fórum við afi saman á gamla Lancernum hans upp í sjoppu til hans Gulla. Þar var fastur vani hjá afa að fá sér pilsner í gleri, lesa Moggann og gefa mér bland í poka en þetta fannst mér alltaf gaman og man ég þetta vel. Afi á jörð norður í Húnavatnssýslu sem heitir Hamra- kot og á henni er sumarbústaður afa og ömmu. Frá bústaðnum liggur vegur niður að Laxárvatni sem afi á ÓLAFUR HÓLMGEIR PÁLSSON ✝ Ólafur HólmgeirPálsson fæddist á Sauðanesi í Torfa- lækjarhreppi í A- Hún. 7. júlí 1926. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans föstudaginn 4. jan- úar og fór útför hans fram frá Háteigs- kirkju 14. janúar. einnig land að. Þar eig- um við pabbi bústað og bát sem notaður er til veiða og átti afi margar ánægjustundirnar á vatninu með okkur. Hann var mikill stang- veiðimaður áður fyrr, fyrir mína daga, en í seinni tíð fannst honum fátt skemmtilegra en netaveiði í vatninu. Honum fannst fiskur rosalega góður og vildi helst fisk á hverjum degi. Ég man að eitt sinn þegar hann var í vandræðum með netin og einhver ætlaði að hjálpa honum reiddist hann bara og vildi enga hjálp. Oft spiluðum við afi og þá sérstaklega í Hamrakoti. Þegar maður stakk upp á einhverri spilategund annarri en olsen-olsen þóttist hann bara kunna að spila olsen og vildi helst ekki spila neitt annað. Að fara norður í Hamrakot, veiða í net, leggja kapal, spila olsen og slaka á var það skemmtilegasta sem hann gerði og það fannst mér eiginlega líka. Það er erfitt til þess að hugsa að þetta muni aldrei verða eins. Elsku amma. Ég votta þér samúð mína af öllu hjarta og ég bið Guð að styrkja þig og ástvini þína á þessum erfiðu tímum. Valgeir Ólafur Flosason. Nú er hann afi minn og nafni Ólaf- ur Hólmgeir Pálsson dáinn, á 76. aldursári. Það er alltaf erfitt að kveðja ná- kominn ættingja í hinsta sinn. Minn- ingarnar hrannast upp og erfitt er að átta sig á því hvar í upptalning- unni um skemmtilegar stundir eigi að byrja. Sumt í tilverunni finnst manni vera óumbreytanlegt og sjálfsagt. Það er til dæmis að eiga afa og ömmu sem eru óaðskiljanleg og allt- af til staðar þegar maður þarf á þeim að halda. Innst inni veit maður þó alltaf að kveðjustundin mun koma, hvort sem hún er í dag eða verður á morgun. Sú vitneskja undirbýr mann samt ekki á nokkurn hátt und- ir fráfallið – það verður alltaf jafn- mikið áfall og kemur manni jafnmik- ið á óvart þegar stundin rennur upp. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp stundir með afa koma fyrst upp í hugann laugardagsmorgnar uppi í hesthúsunum í Víðidal. Á meðan fullorðnir sváfu og hvíldu lúin bein eftir nýliðna vinnuviku og flestir krakkar þustu fram úr rúmunum síðla nætur til að horfa á afa á stöð 2, sótti afi mig og Dröfn frænku og saman fórum við í hesthúsið, en afi hefur alltaf haft mjög gaman af hestum. Að loknum skítmokstrinum og brauðgjöfinni var síðan gjarnan komið við í sjoppu. Þá keypti hann tvo blandípoka fyrir tíkall handa mér og Dröfn. Svona var þetta á hverjum einasta laugardagsmorgni í nokkur ár. Það var nefnilega einn af stærstu kostum afa hvað allt átti að vera í föstum skorðum. Afi gat helst aldrei stoppað og frá því ég man eftir mér var hann að byggja einhvers staðar. Ég held að fátt hafi gefið honum meiri sálarró yfir ævina en að vita af einhverju óloknu verkefni til að sýsla við og að sama skapi varð hann órólegur ef ekkert var við að vera. Það sést best á því að alveg fram í andlátið var hann að byggja og var nýlega byrj- aður á raðhúsum í Grafarholtinu. Maður með slíka atorkusemi hlaut að skilja mikið eftir sig og er sú raunin enda bera fjölmörg hús í höf- uðborginni þess vitni. Ég vann hjá afa í ein fjögur sum- ur. Í hádegismatnum frá tólf til eitt fekk afabarnið að sjálfsögðu að fara heim með afa þar sem amma beið með rjúkandi matinn – sem oftar en ekki var fiskur. Fiskur. Það var ótrúlegt magn af fiski sem afi gat borðað og ef hann fekk að ráða hvað átti að vera í matinn urðu fyrir val- inu nokkurra mánuða gömul sil- ungsflök sem geymd höfðu verið í frysti og síðan steikt á pönnu. Sil- unginn veiddi hann fyrir norðan, en þar á hann land að á og vatni. Mér þætti gaman að vita hversu margar ferðirnar norður, með pabba, ömmu og afa, hafa verið. Í minningunni eru þær að minnsta kosti óteljandi – ef ekki fleiri. Á móti þykir mér afar sárt til þess að hugsa að þær verða ekki fleiri, að minnsta kosti ekki með sama hætti og áður. Þeim fylgdi alltaf góður matur, kvöldvökurnar með ömmu í broddi fylkingar, veiði- ferðir og sitthvað fleira sem afi var órjúfanlegur hluti af. Hann afi hafði frábæra kímnigáfu og þrátt fyrir e.t.v. kalt yfirborðið var hann ákaf- lega hlýr og skemmtilegur maður. Aldrei velti ég því fyrir mér að þetta væri eitthvað sem frá mér yrði tekið. Öll þessi ár hefur amma svo verið hans hægri hönd. Hún er lífsglað- asta og léttlyndasta kona sem ég þekki og gerir allt sem í hennar valdi stendur til að öllum líði sem best. Við erum svo heppin að eiga hana og hafa enn á meðal okkar. Elsku besta amma. Þér sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þig á þessum erfiðu tímum. Sömuleiðis börn ykk- ar, hin barnabörnin, barnabarna- börnin og aðra ættingja og ástvini. Hólmgeir El. Flosason. Látinn er afi minn Ólafur H. Páls- son. Afi fluttist mjög ungur að heiman til Reykjavíkur þar sem hann lærði múrverk og haslaði sér fljótt völl sem mikilvirkur byggingameistari. Eftir hann standa ófáar byggingar á höfuðborgarsvæðinu enda starfsæv- in löng. Það er mjög lýsandi fyrir dugnaðarforkinn afa og kemur fáum á óvart sem þekkja hann að hann skyldi enn standa í miðjum bygging- arframkvæmdum á dánardegi sín- um hinn 4. janúar. Afi reyndi margt á viðburðaríkri ævi og var frumkvöðull á ýmsum sviðum. Hann var alla tíð mikill hestamaður og var meðal þeirra fyrstu sem héldu hesta í Reykjavík. Stóran sess í æskuminningum mín- um skipa þær ófáu ferðir sem farnar voru með afa í hesthúsið um helgar. Árla morguns kom hann alltaf og sótti barnabörnin, fór með okkur í hesthúsið til að hirða og gefa hest- unum en að því loknu var undan- tekningarlaust farið í sjoppu og keypt nammi við góðar undirtektir. Eftir hádegi á laugardögum var svo farið í útreiðartúr en úr þeim ferð- um á ég margar skondnar minning- ar enda komust menn oft í hann krappan. Það má margt læra af afa, manni sem kvartaði aldrei undan veikind- um sínum og gafst aldrei upp þótt á móti blési. Það er því með virðingu og söknuði sem ég kveð bygginga- meistara, kaupmann, hestamann, veiðimann og síðast en ekki síst góð- an afa. Takk fyrir samfylgdina. Örvar. Ólafur Hólmgeir Pálsson, föður- bróðir minn og lærimeistari, er nú fallinn frá. Hann var ávallt nefndur Óli Páls og eru mínar fyrstu minn- ingar um hann, þar sem hann stóð í forstofu á Kvisthaga 17 og skvetti þunnri steypulögun upp um loft og veggi í djöfulmóð. Rappaði eins og það var nefnt. Hann sá litla ástæðu til þess að gera hlé á vinnu sinni þótt menn þyrftu að komast um ganginn. Rappið hafði forgang. Ég var þá kornungur og dáðist að þessari ham- hleypu. Þetta var í upphafi sjötta áratugarins og þá væntanlega í lok þess tíma er Óli hélt daglangt um múrskeiðina því hann gerðist um þessar mundir byggingarmeistari og byggði og seldi hús. Mér er sagt að hann hafi frá upphafi verið ákveð- inn í því að byggja hús og hafi múr- araiðnin aðeins verið leiðin að því marki en ekki hugsuð sem ævistarf. Uppúr 1960 fór ég vinna hjá Óla frænda í byggingarvinnu á sumrum. Ég vann í þess tíma stórblokk í Há- túni 8, iðnaðarhúsnæði á horni Brautarholts og Mjölnisholts, íbúð- arblokk á Háleitisbraut 109–111, Háteigskirkju og fleiri stöðum. Þá                      !  "!#$  % !&!'" !(    )*+,* *-. / )   $                    !  " #     ) 0 !!'' 1#$  ( !        -2, 3. 4.  .)*+ "'      $            % #    " &  #    !  #     - 1!!%! '  ,!5#$  / !$'1- 1!!%!  - 1!!%!(   '    -* .)*+ "'0 !# /" 0 #' 0''6          #   "           )   ' " !  #      % !5' #$  (       *       )* 3. 4.  4 .  !  7  !  0                         +   "       ,     $$- 8$ (8%  0 #$   #() !! #$  ) 0  1" ) !! %!   !!(''#$ %! ' ( !'  #$  3  !!8$ ) 0 %! 95 / !) 0 %! 8$ /6 ) 0 #$  (                 ,4 .  9  $' 0 5!: 3 '        .   '!' #$  ' , !%! ,  ; $!) 0$!#$  !!3  !, !#$  )%0 !%! 8%  !!, !%! , !! ! #$  / !#, !#$  .!# 0) 01 !#%!  ! 6 !%  !  ! 6 !( Sími 562 0200 Erfisdrykkjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.