Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 18
Hveragerði ÞAÐ er mikið að gerast í leikhúsi Hvergerð- inga, Völundi, um þess- ar mundir. Verið er að breyta salnum þannig að nú sjá allir leikhús- gestir, stórir og smáir, sýningarnar sama hvar þeir sitja. Breytingin er sú að smíðaðir hafa ver- ið þrír pallar, á jafn- mörgum hæðum, til að hækka upp gólfið. Hægt er að koma fyrir þremur sætaröðum á hverjum palli, eða setja þar borð og stóla ef um veislur eða kaffileikhús er að ræða. Því að jafnhliða leikhús- inu er húsið leigt út til einstaklinga og hópa. Framkvæmdirnar hafa all- ar verið unnar í sjálfboðavinnu og hafa smiðir, pípari, dúkarar og áhugasamt og handlagið fólk úr bænum lagt leikfélaginu lið. „Það eru allir svo góðir við okkur,“ segir Anna Jórunn Stefánsdóttir, formaður leikfélagsins, og biður fyr- ir þakklæti til alls fólksins, sem margt er alls ekkert í leikfélaginu, en kemur og leggur félaginu ómetan- legt lið með því að leggja fram vinnu sína. Þetta er ekki það eina sem fé- lagið hefur verið að vinna í nýja leik- húsinu, í haust var sviðið stækkað, nýlega er búið að lagfæra sminkher- bergið, nýtt búningaherbergi var innréttað og fleira mætti telja. Bjarni Guðmundsson, hirðsmiður leikfélags- ins, og formaðurinn Anna Jórunn Stefáns- dóttir á fullu að setja upp nýju pallana. Líf og fjör í leikhúsinu Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir LANDIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Beinn sími sölumanna 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 274 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2002 BIC Atlantis penni Verð 91 kr/stk POST-IT minnismiðar í flestum stærðum. Stærð 76*76 mm 106 kr/blokkin og 12 blokkir saman í pakka Ljósritunarglærur. 100 stk í pakka. Verð 1.867kr/pk TRICOM reiknivél með strimli Verð 7.900 kr/stk NOVUS MASTER gatar 25 blöð. Verð 382 kr Ljósritunarpappír 400 kr/pakkningin NOVUS HEFTARI heftar 30 blöð. Verð 674 kr Skilblöð númeruð, lituð, stafróf eða eftir mánuðum.Fuji geisladiskar þar sem gæðin skara framúr UM og yfir 550 manns voru við útför hjónanna Hreiðars Snæs Línasonar og Ingibjargar Eddu Guðmunds- dóttur og sonar þeirra Leons Arnar sem var gerð frá Þingeyrarkirkju á laugardag. Þau létust í eldsvoða á Þingeyri aðfaranótt föstudagsins 4. janúar sl. Þéttskipað var í kirkjunni og í íþróttahúsinu fylgdust rúmlega 300 manns með athöfninni á breið- tjaldi. Á Þingeyri og í Dýrafirði búa um 340 manns og voru velflestir þeirra við athöfnina. Brottfluttir Dýrfirð- ingar fjölmenntu og margir komu úr nærliggjandi byggðarlögum. Samkenndin með ættingjum og vinum hinna látnu var greinileg. Ekki er langt síðan íbúar á Flateyri og í Súðavík yrðu fyrir miklum áföll- um þegar snjóflóð féllu á þorpin og er líklegt að mörgum hafi orðið hugsað til þeirra atburða þegar fréttir bárust af eldsvoðanum. Hinn hörmulegi eldsvoði hefur að sönnu varpað skugga á mannlíf á Þingeyri og í Dýrafirði. Stórar fjöl- skyldur stóðu að hinum látnu og varla er sú fjölskylda í firðinum sem ekki var annaðhvort skyld þeim eða þekkti þau vel. Á Þingeyri gekk maður undir manns hönd við að undirbúa sam- verustund og útbúa kaffiveitingar í íþróttahúsinu að athöfn lokinni. Þá voru tæknimenn og fleiri að störfum fram undir lok vikunnar við að koma á sjónvarpssambandi úr kirkjunni yfir í íþróttahúsið. Reiðarslag „Slysið 4. janúar kom yfir okkur eins og reiðarslag. Það þarf ekki að rifja þá atburði upp. Þar drýgði Hreiðar Snær hetjudáð er hann bjargaði syni sínum Antoni Lína og braust síðan inn í eldinn til að freista þess að bjarga konu sinni og yngra syni. Við megum líka minnast þess að með viðbrögðum sínum bjargaði Hreiðar einnig lífi foreldra sinna og systur. Í viðbrögðum hans sjáum við vald kærleikans sem lætur líf sitt fyrir vini sína. Þannig er og kærleik- ur Jesú Krists. Hann dó fyrir okkur til þess að við mættum lifa. Og við okkur hvert og eitt segir Jesús nú: „Ég er með þér alla daga,““ sagði sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir í minn- ingarorðum sínum. Dýrfirðingum bárust margar sam- úðarkveðjur, margar frá fólki sem hefur misst mikið. „Við höfum mætt ótrúlegum hlýhug og hjálpsemi frá fjölda fólks um allt land,“ sagði sr. Guðrún. Sænskur maður sem las um slysið á Netinu var meðal þeirra sem sendu kveðjur. Þá hafa gjafir borist víða að, bæði föt og leikföng handa Antoni Lína. Sr. Guðrún Edda lýsti því að fjöl- skyldur þeirra Hreiðars og Ingi- bjargar hefðu verið samtaka um að létta undir með þeim eftir föngum enda voru þau ung, Hreiðar 19 ára og Ingibjörg á 17. ári, þegar þau eignuðust Anton Lína og tveimur ár- um síðar fæddist Leon Örn. Við athöfnina var sunginn sálmur sem sr. Pétur Sigurgeirsson biskup orti vegna eldsvoðans. Farið var með ljóð sem móðurbróðir Hreiðars, Páll S. Elíasson, hafði samið og lesin bæn sem Kristjana Vagnsdóttir, amma Hreiðars, samdi. Hreiðar Snær, Ingibjörg Edda og Leon Örn voru jarðsett í kirkjugarð- inum á Þingeyri. Hetjudáð sem sýnir vald kærleikans Morgunblaðið/RAX Hreiðar Snær, Ingibjörg Edda og Leon Örn borin til grafar á laugardag. Hjónin og sonur þeirra sem fórust í eldsvoðanum á Þingeyri borin til grafar á laugardag Þingeyri EKKI viðraði til flugeldasýningar á þrettándanum en mjög hvasst var þá á landinu. Helgina eftir var hins vegar stillt og fallegt veður svo jólin voru kvödd með litaglaðri skothríð flugelda í boði Lionsklúbbsins Fonts. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Síðbúin flugelda- sýning Þórshöfn FRÉTTAVEFURINN bb.is á Ísa- firði hefur tekið í notkun nýjan vef, en hönnun og smíði hans hefur staðið yfir í nokkra mánuði. Bæj- arstjórinn í Ísafjarðarbæ, Halldór Halldórsson, opnaði vefinn. Það var gert í einu af elstu og fornfrægustu húsum Ísafjarðar, Faktorshúsinu í Hæstakaupstað, sem á það sameig- inlegt með BB-vefnum, að hafa ver- ið tekið í gegn frá grunni.Vefurinn og húsið eiga það líka sameiginlegt, að hið gamla fær að halda sér, þrátt fyrir geysimiklar endurbæt- ur. Allt það efni sem safnast hefur inn á bb.is á þeim tveimur árum sem liðin eru frá opnun hans er þar enn og öllum aðgengilegt. Fjöl- margar nýjungar eru á hinum end- urhannaða BB-vef. Fréttavefurinn bb.is var opnaður 4. janúar árið 2000 hefur tíminn lið- ið hratt. Aðsóknin hefur verið langt umfram björtustu vonir þeirra sem að honum standa. Vefurinn er les- inn í tugum þjóðlanda um allan heim, auk þess sem ljóst er að hann er regluleg skyldulesning þúsunda netverja hérlendis. Sá vefur sem nú hefur þjónað svo vel í tvö ár var þegar í upphafi mjög af vanefnum ger hvað tæknilegu hliðina snerti. Ekki hefur það skánað á hraðfleyg- um tímum, þegar það sem er nýtt í dag er orðið gamalt á morgun. Þess vegna var um tvo kosti að velja: Að byggja nýjan vef frá grunni, tækni- lega miklu betri og fjölbreyttari, með öllum þeim kostnaði og þeirri gríðarlegu vinnu sem slíku fylgir – eða að hætta rekstrinum og loka vefnum. Fyrri kosturinn var tek- inn. Hann var tekinn að vandlega athuguðu máli og reynt hefur verið að gæta þess að rasa ekki um ráð fram. Áfram verður reynt að veita lesendum upplýsingar og þjónustu. Ekki er nú fremur en áður gert ráð fyrir því að reksturinn standi undir sér. Grundvöllur bb.is hefur alla tíð verið áhugi og metnaður en ekki gróðavon. Hvorki hafa verið til sparaðir peningar H-prents ehf., eiganda vefjarins, né ómæld frí- stundavinna einstakra starfsmanna, eins og nokkur kostur hefur verið að leggja fram. BB með nýjan fréttavef Ísafjörður Þrettándagleðin var að venju fjöl- sótt í Vestmanna- eyjum. Fór hún fram í þokkalegu veðri þrátt fyrir rysjótt tíðarfar. Það voru félagar úr ÍBVsem sáu um þrettándann eins og venjulega. Vestmannaeyjar Þrettándagleði Morgunblaðið/Sigurgeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.