Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 45 Komið er að leiðar- lokum. Móðurbróðir okkar, Páll Hannesson, verkfræðingur í Kópa- vogi, er látinn. Við leiðarlok viljum við systurnar minnast góðs frænda, manns sem var þekktur af trygg- lyndi, heiðarleika og skörpum gáfum. Páll var sonur Hannesar Pálssonar frá Guðlaugsstöðum sem lengst af var kenndur við Undirfell og konu hans Hólmfríðar Jónsdóttur frá Undirfelli. Páll var frumburður ungra bændahjóna í Vatnsdal. Í frum- bernsku var hann veikburða og það var tvísýnt um líf hans. Í margar vik- ur var hann vafinn í bómull og þurfti mikillar aðhlynningar við. Hann varð snemma eftirlæti móður sinnar enda dafnaði drengurinn vel og miklir námshæfileikar hans komu fljótlega í ljós. Páll var bókhneigður og skarp- greindur og lágu stærðfræði og raunvísindi vel fyrir honum. Foreldr- ar hans eignuðust þrjú börn á tæpum tveimur árum en það voru Páll, Ásta og Jón. Síðan bættist í hópinn syst- irin Guðrún en hún dó aðeins fjórtán ára gömul. Þegar Páll var sautján ára fæddist Bjarni bróðir hans en skömmu seinna slitu foreldrar hans samvistum og skiptu jörðinni. Hólm- fríður móðir hans bjó eftir það á Undirfelli og ólst Bjarni upp hjá henni en Hannes faðir Páls flutti til Reykjavíkur. Systkinin Páll og Ásta fóru til náms í Reykjavík, Páll í Menntaskólann í Reykjavík og Ásta í Kennaraskólann en bróðir þeirra Jón keypti jarðarhluta föður síns og hóf búskap. Eftir nám í verkfræði við Háskóla Íslands hélt hann til frekara náms í verkfræði í Kaupmannahöfn. Þá hafði hann kynnst konu sinni Hjör- dísi Pétursdóttur sem hélt síðar utan til hans og nam snyrtifræði. Í Kaup- mannahöfn fæddist eldri dóttir þeirra Þóranna. Þegar líða tók á námstímann fór móðir okkar, systir Páls, til Kaupmannahafnar og dvaldi hjá bróður sínum í einn vetur og starfaði þar á saumastofu. Það var PÁLL HANNESSON ✝ Páll Hannessonfæddist á Undir- felli í Vatnsdal í Austur-Húnavatns- sýslu 6. júlí 1925. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut 6. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogs- kirkju 14. janúar. ævintýradvöl og rifjaði móðir okkar oft upp dvölina þar og ógleym- anlegar samverustund- ir. Eftir að Páll lauk verkfræðiprófi 1952 í Kaupmannahöfn flutt- ist hann heim til Ís- lands að nýju. Þar keyptu þau hjón sér íbúð í Bogahlíð. Síðar byggðu þau einbýlishús í nærliggjandi sveit í Kópavogi á holti sem þá var að byggjast upp. Páll átti eftir að verða einn af máttarstólpum Kópavogs. Hann starfaði sem bæjarverkfræð- ingur í Kópavogi um skeið en varð seinna umsvifamikill atvinnurekandi þar í bæ. Páll fór snemma út í sjálf- stæðan rekstur. Þeir voru nokkrir fé- lagar sem tóku að sér að gatnafram- kvæmdir í Reykjavík og fyrsta gatan sem þeir unnu í var Hlaðbær og eftir því skírðu þeir verktakafyrirtæki sitt sem þeir stofnuðu árið 1962 og ráku til ársins 1981. Fyrirtækið Hlaðbær var á tímabili eitt af stærri verktaka- fyrirtækjum landsins og sinnti stór- framkvæmdum á sviði vegagerðar, virkjana og línulagna. Páll og Hjördís eignuðust tvær dætur, Hólmfríði og Þórönnu. Hjör- dís var manni sínum stoð og stytta í fyrirtækjarekstrinum og vann við fyrirtækið af miklum skörungsskap. Þau voru samhent hjón og bjuggu dætrum sínum fallegt heimili þar sem þær nutu ástúðar og hvatningar til náms og sjálfsbjargarviðleitni. Páll og Hjördís nutu þeirrar gæfu að sjá dætrum sínum farnast vel og eignuðust með þeim sex efnileg barnabörn og svo skemmtilega vill til að nafni Páls og fyrsti dóttursonur- inn fæddist á afmælisdag afa síns. Milli fjölskyldna Páls og Ástu móður okkar var ávallt mikill samgangur ekki síst eftir að fjölskylda okkar fluttist í Kópavog 1970. Páll var gæfumaður. Hann efnað- ist af eigin rammleik. Hann byggði með dugnaði og útsjónarsemi upp stórt verktakafyrirtæki á þeim tíma sem Ísland var að byggjast upp í nú- tímalegri mynd. Páll var fyrst og fremst athafnamaður. Hann skipu- lagði og bauð í verk og voru umsvif fyrirtækis hans mikil og hafði það hundruð manns í vinnu þegar virkj- anaframkvæmdir stóðu yfir á há- lendinu. Páll hafði mikinn þjóðmálaáhuga. Hann fylgdist með stjórnmálum líð- andi stundar og tók ávallt afstöðu til málefna. Eins og önnur ættmenni Páls fylgdi hann pólitískri sannfær- ingu sinni. Hann var fæddur inn í framsóknarfjölskyldu og fylgdi lengi vel Framsóknarflokknum að máli en studdi síðan Kvennalistann eftir stofnun hans. Páll tók virkan þátt í félagsmálum og bar hag atvinnulífs- ins sérstaklega fyrir brjósti. Hann hafði sjálfur stýrt stóru fyrirtæki á þeim tíma sem óstöðugleiki og óða- verðbólga ríkti en hann hafði gjör- þekkingu á því hve erfitt var að reka stórt fyrirtæki við slíkar aðstæður og hve mikilvægt væri fyrir velmegun í landinu að tryggja góð starfskilyrði fyrirtækja og atvinnulífs. Páll var einn stofnendum Verktakasambands Íslands og formaður þess um árabil. Þá sat hann einnig í stjórn Vinnu- málasambandsins um skeið. Hin síð- ari ár starfaði hann í Rotaryklúbbi Kópavogs og starfaði faðir okkar þar einnig og var sá félagsskapur þeim mágum mikils virði og nutu þeir hans mjög. Segja má að Páll hafi verið höfuð fjölskyldunnar. Hann var elstur og efnamestur og hafði mest umleikis. Til hans leitaði fólk eftir stuðningi enda var hann greiðvikinn og ráða- góður. Hann naut trausts og virðing- ar og margir ættingjar unnu hjá hon- um um lengri eða skemmri tíma. Móður okkar reyndist hann ávallt vel og bar hún mikið traust til hans. Þrjú af okkar systkinum unnu um skeið hjá fyrirtæki Páls og var hann þann- ig máttarstólpi fjölskyldunnar, ekki síst á erfiðleikatímum. Páll bar hag yngri systkinna sinna fyrir brjósti og studdi hann yngstu bræður sína Bjarna og Guðmund dyggilega er þeir hófu eigin atvinnurekstur. Páli farnaðist vel í sínum rekstri og gátu þau hjón því leyft sér að draga sig út úr hringiðu athafnalífs- ins. Þau gátu látið drauma um ferða- lög á fjarlægari slóðir verða að veru- leika. Pál hafði lengi langað til að sækja Kínaveldi heim og fór þangað alllanga reisu. Hann var sannfærður maóisti og mikill Kínavinur. Römm er sú taug sem rekka dreg- ur. Á hinum sögufræga stað Undir- felli, æskuslóðum Páls þar sem móðir hans og systirin Guðrún sem lést á unglingsaldri hvíla í kirkjugarðinum, byggðu Páll og Hjördís sér sælureit. Þar reistu þau myndarlegt heilsárs- hús og hugðust verja þar efri árum í nágrenni við Nautabú sem bróðir hans Jón á. Þeir bræður áttu það sameiginlegt fyrir utan að vera at- hafnamenn að hafa sterkar taugar til æskuslóðanna. Um tveggja ára skeið áttu þau sínar sælustundir ásamt börnum og barnabörnum við Vatns- dalshóla en þá veiktist Hjördís og lést annan janúar 1989. Sá tími sem fór í hönd reyndist Páli erfiður enda hafði hann notið ástríkis og um- hyggju eiginkonu sinnar um áratuga skeið. Seinna naut hann þó þeirrar gæfu að eignast nýjan lífsförunaut, Gyðu Guðjónsdóttur. Gyða bjó Páli gott at- læti og var kært var með þeim Páli og Gyðu og móður okkar og var sam- gangur mikill á milli þeirra hin síðari ár enda öll komin á eftirlaun og stutt á milli heimilanna. Sýndu þau móður okkur einstaka ræktarsemi ekki síst í veikindum hennar þar til hún lést fyrir rúmu ári. Naut Páll samvista og umhyggju Gyðu allt þar til yfir lauk nú á þrettánda degi jóla. Á kveðjustund minnumst við syst- ur með þakklæti stuðnings Páls við fjölskylduna í gegnum tíðina, trygg- lyndið og vináttuna sem hann sýndi móður okkar og föður. Við minnumst samferðastundanna með hlýju og vottum sambýliskonu hans Gyðu og dætrum hans þeim Þórönnu og Hólmfríði og fjölskyldum þeirra okk- ar dýpstu samúð. Salvör Gissurardóttir, Guðrún Stella Gissurardóttir. Enn eitt haustið er för Litla ferða- klúbbsins heitið norður í Vatnsdal á æskustöðvar þess okkar ferðafélag- anna, Páls Hannessonar, sem nú er allur. Veðrið er dæmigerður sunn- lenskur haustdumbungur, en þegar kemur upp á Holtavörðuheiði, svona um það bil móts við sæluhúsið, léttir hæfilega til svo að í svip sést norður og austur um allt. Glittir jafnvel með góðum vilja í Vatnsdalsfjöllin sem vissulega skiptir máli. Þá léttist lund og birtir yfir svipmiklu andliti félaga okkar, Undirfellsbóndans. Sjái’ði, segir hann. Hvað? er spurt í kerskni og jafnvel farið með vísur svo sem: Þegar mín er gróin gröf, og grasið vex í kringum, veitist mér sú góða gjöf, að gleyma Húnvetningum. Við þessar aðstæður lætur Páll allt slíkt sem vind um eyru þjóta, þótt hann sé að jafnaði skjótur til svars, og heldur áfram líkt og í hvert skipti sem við höfum farið norður. Alltaf fyllist maður vellíðan, já sælu- straumar hríslast um skrokk, þegar sér norður af. Og þar má líka reykja, hugsa sumir! Vestursýslan er nú varla merkileg, er sagt og saga henn- ar yfirfull af sauðaþjófum, ósætti og misindismönnum. Nei, nei, satt er það, Vestursýslan er svo sem litlu merkilegri en aðrar sýslur, en Aust- ursýslan er þeim mun betri og merkilegri. Sama hverju við hinir fé- lagarnir höldum fram og gerum lítið úr Austur-Húnavatnssýslu. Ekkert fær haggað þeirri bjargföstu trú bóndans að hún sé best sveita og þar beri Vatnsdalurinn af í flestu. Og greitt gengur ferðin áfram norður og reyndar umtalsverður léttir þegar komið var yfir Gljúfurárbrúna. Margt rætt, sem gjarnan tengist landsvæðinu, sögur af mönnum, ör- nefnum og málefnum. Ekkert óvið- komandi og meitlaðar, rökstuddar skoðanir á flestu. Páll var sveitamað- ur í þess orðs bestu merkingu. Fróð- ur um sögu sinnar sveitar og reyndar mannkyns, sem hann gjarnan leit í hinu víða samhengi, lítt háð tíma og rúmi. Flest eða allt innan áhugasviðs og þekkingarsviðs þessa félaga okk- ar. Víðsýnn með brennandi áhuga á mörgu, gestrisinn og umhyggjusam- ur þótt hann væri ekki upptekinn af smáatriðum. Að þessu leyti er ferðin því ekkert frábrugðin fyrri ferðum hópsins. Þegar kom norður að Undirfelli var að mörgu að hyggja. Hefðir sköp- uðust fljótt svo að hver gekk að því sem honum bar. Að loknum gegning- um, þeas. almennu eftirliti með hús- um og híbýlum, þurfti fyrst af öllu að ræða hvað gera skyldi og hvernig að skyldi staðið. Loftur settist og fékk sér í pípu, Páll gekk um húsið, settist síðan hjá fyrrverandi bekkjarbróður sínum og reykti en við, svonefndu ungu mennirnir, fórum í eldhús því þeir eldri vildu kaffi, Loftur lút- sterkt. Oftar en ekki rifjuðu þeir gömlu upp einhverjar kersknisögur frá skólaárum, sem þeir höfðu reynd- ar upplifað hvor á sinn hátt og bar síst saman. Páll annaðist matarinn- kaup og þótt við styngjum upp á ný- breytni var alltaf sama viðkvæðið: Ah! ég keypti bara hangikjöt, sem því var í matinn. Síðan var hugað að leikjum, spili og tafli þótt áhugi á slíku væri að sönnu mismikill innan hópsins. Alltaf var spilaður gosi og ekki linnt fyrr en hrein úrslit voru fengin og kjörinn Undirfellsmeistari. Eftir það voru skákmót sem oftast entust talsvert fram eftir nóttu. Páll var mikill áhugamaður um alla hug- ans keppni, sannkallað „spilafífl“ og ágætis bæði spila- og skákmaður enda hafði hann teflt töluvert á yngri árum. Þarna var því ekkert gefið. Næsta morgun var Loftur uppi með fuglum, hellti bleksterku upp á könn- una og fór út að taka mynd af Und- irfellskirkju. Við hinir sváfum lengur og Páll þó að jafnaði lengst, enda allt- af morgunsvæfur næturhrafn. Þar kom þó að félagar voru allir komnir á ról og við eðlilega meðvitund. Annar dagur hverrar ferðar var alla jafna helgaður þekkingarleit. Var þá farið í Borgarvirki, Þingeyra- kirkju, á bæi, að Hofi, til frændfólks að Guðlaugsstöðum í Blöndudal til þess að fá veiðiheimild og sækja net. Þá var Páll stórhuga sem sjaldan fyrr. Mörg net tekin með því haldið skyldi að Vestara-Friðmundarvatni til netaveiða og mikið veitt, sem reyndar gekk ekki nema að litlu leyti eftir, líklega vegna lélegs mann- skaps. Ytri skilyrði voru reyndar ekki sem best og búnaður misgóður en hvað um það, hugann skorti síst. Og vissulega komu fjörutíu fiskar á land líkt og forðum. Útgerðarmann- inum þótti að vísu aflinn rýr og slæ- lega sótt en vinnumenn voru sáttir við sinn hlut, enda öllu skipt jafnt og bragðgóður reyndist silungurinn um kvöldið. Heimferð á þriðja degi var álíka hefðbundin og flest í ferðum hópsins sem betur fer, hæfileg þreyta í mönnum og ánægja yfir skemmti- legri ferð í góðum félagsskap. Við fé- lagarnir vottum öllum aðstandend- um Páls samúð og viljum með þessum skrifum um ferðir hópsins norður í Vatnsdal minnast Páls og þakka góða samfylgd. Það var sann- arlega gaman að vera með Páli á þessum og öðrum lífsins leiðum. Kristján Már Sigurjónsson, Loftur Þorsteinsson og Pálmi R. Pálmason. „Æ, Vala Bára mín, það er svo misjafnt verðmætamatið,“ sagði hún Dída svo oft. Ég óttaðist að kveðjuorð mín til hennar yrðu svona þetta hallærislega ég, ég, ég, ég man – hún fyrir mig. Dída mín talaði ekki mikið um sjálfa sig, hún var á margan máta heimspekingur, sem hafði þó ekki kímnigáfu fyrir litla loðna krossinum, sem prestsdóttirin bar frá fæðingu. Ég, eins og bjálfi á ÁSDÍS ÞORGRÍMSDÓTTIR ✝ Ásdís Þorgríms-dóttir fæddist á Grenjaðarstað í S- Þingeyjarsýslu hinn 29. mars 1932. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 31. desember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 11. janúar. aldursundanþágu 1952– 53, í Húsmæðraskólan- um á Ísafirði öðlaðist uppörvun og vináttu Dídu sem allar skóla- systurnar litu upp til fyrir hennar einstæðu prúðmennsku og stað- festu um hvernig hverju sinni ætti að skila verkefnum, hver sem þau svo voru. Á liðnum árum þegar við hittumst kom fyrir að ég frekjaðist við að minnast á ljósið undir mælikerið. Hún kvað mig ævinlega í kútinn. Dída var ynd- isleg. Ég fékk aldrei fullþakkað henni þennan vetur og alla viðkynningu. Votta afkomendum hennar og ætt- ingjum samúð við ótímabært fráfall gæðakonu. Valgerður Bára Guðmundsdóttir. Okkur vini Þórðar, sonar Ólafs, langaði til að minnast Ólafs með nokkrum fátæklegum orðum. Allir höfum við haft ákaflega góð kynni af Ólafi á einn eða ann- an hátt, í gegnum vinskap okkar við Þórð. Við höfum ávallt verið velkomn- ir á heimili Ólafs og Ingibjargar, allt frá fyrstu kynnum okkar af fjölskyld- unni. Hlýlegt, líflegt og skemmtilegt viðmót er það sem í huga okkar ein- kenndi Ólaf. Augljóst var að honum var ákaflega annt um fjölskyldu sína og sýndi sonum sínum mikla um- hyggju sem fór ekki fram hjá okkur vinunum. Ólafur var mikill knatt- spyrnuáhugamaður og hittum við hann ósjaldan á leikjum KR í knatt- spyrnu, enda hafði hann greinilega ÓLAFUR STEFÁNSSON ✝ Ólafur Stefáns-son fæddist 5. janúar 1952 í Reykjavík. Hann lézt hinn 18. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 5. janúar. ódrepandi áhuga á gengi sinna manna. Honum var sömuleiðis annt um eigið form sem kom m.a. skemmtilega í ljós er einn okkar ásamt nokkrum öðrum var hlaupinn uppi af Ólafi við Flyðrugrandann eft- ir að hafa sprengt púð- urkerlingar við dyrastaf hans, þar sem spreng- ingarnar þóttu berg- mála þar einstaklega vel að mati drengjanna, sem sjálfir þóttust vera í fínu formi en áttu ekk- ert svar við spretti Ólafs. Okkur þótti vænt um Ólaf og bárum ætíð virðingu fyrir honum og hans persónu og er okkur það hulin ráðgáta hvers vegna svo reglusamur maður í blóma lífsins er tekinn burt frá fjölskyldu sinni og öðrum ástvinum. Elsku Ingibjörg, Þórður, Stefán og Ólafur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar og missi. Arnar Sigurður Helgason, Bjarni Jóhann Þórðarson, Egill Örn Jóhannsson, Jón Ari Helgason. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.