Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ NIGEL Short sigraði Hannes Hlífar Stefánsson í fimmtu og sjöttu skákum einvígisins, sem tefldar voru um helgina, og þar með samanlagt í einvíginu með 4½ vinningi gegn 1½. Einvígið var mjög áhugavert og skemmtilegt, enda var hver einasta skák tefld til þrautar og ekki eitt ein- asta stutt jafntefli leit dagsins ljós. Einvígið skiptist í tvo gjörólíka kafla. Í fyrstu tveimur skákunum var það Hannes sem hafði augljóslega und- irtökin. Hann var betur undirbúinn fyrir byrjanirnar og náði forystunni í einvíginu, 1½–½. Jafnvel hefði stað- an á þeim tíma getað verið 2–0 Hann- esi í vil, þar sem hann missti af vinn- ingsleið í fyrstu skákinni. Miðað við gang mála hafa væntanlega flestir átt von á jöfnu einvígi og allt eins leit út fyrir að sigur Hannesar gæti orðið ofan á í einvíginu. Það breyttist hins vegar allt í þriðju skákinni, þar sem Hannes jafnaði taflið auðveldlega með svörtu, en fataðist flugið síðar og tapaði skákinni eftir að hafa misst af vænlegri jafnteflisleið. Eftir þetta tap átti Hannes í miklum erfiðleikum með Short og síðari hluti einvígisins varð gjörólíkur þeim fyrri. Short tók öll völd og Hannes náði sér ekki al- mennilega á strik. Einvígið í heild var mjög vel heppnað og langt er síðan skákvið- burður hefur fengið jafnmikla um- fjöllun í fjölmiðlum. Allur undirbún- ingur af hálfu Hellis virtist vandaður og fjölmargir aðilar lögðu félaginu lið við að gera umgjörð einvígisins sem áhugaverðasta. Sérstaklega má þar nefna Guðmund Arason, Kögun og VKS. En auk þess fékkst góð lið- veisla frá Reykjavíkurborg, Orku- veitunni og menntamálaráðuneyti. Sýning Morgunblaðsins á frétta- flutningi blaðsins af heimsmeistara- einvíginu 1972 vakti mikla athygli, sem og sýning á hinum margvíslegu minjagripum sem gefnir voru út í til- efni einvígisins. Þá fannst mörgum greinilega gaman að sjá skákskrift- arblöð einvígis Fischers og Spasskys og auðvitað sjálft einvígisborðið sem þeir kappar tefldu á í Laugardals- höllinni. 5. skákin Hvítt: Nigel Short Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rc3 – (Short bregður sér yfir í lokaða af- brigðið, því að hann fékk lakara tafl út úr byrjuninni í 1. og 3. skákinni, eftir 2. Rf3. Þetta hefur varla komið Hannesi á óvart, því Short hefur oft gripið til þessa afbrigðis á undan- förnum árum, m.a. gegn Kasparov á afmælismóti Kortsnojs í Zürich í fyrra: 2. Rc3 d6 3. g3 Rc6 4. Bg2 g6 5. d3 Bg7 6. f4 Rf6 7. Rf3 0–0 8. 0–0 Hb8 9. h3 b5 10. a3 a5 11. Be3 Rd7 12. Hb1 b4 13. axb4 axb4 14. Re2 Bb7 15. g4 Ha8 16. c4 e6 17. g5 He8 18. h4 d5 19. e5 Re7 20. Rg3 Dc7 21. Bf2 Rf5 22. Hc1 Rxg3 23. Bxg3 Hed8 og skákinni lauk með jafntefli 18 leikjum síðar.) 2. – Rc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. d3 d6 6. Be3 Bd7 (Svartur hefur um ýmsar aðrar leiðir að velja í þessari stöðu, svo sem 6...e5, 6...Rh6!?, 6...e6, 6...Rf6 og 6...Hb8) 7. f4 b5 (Þessi leikur hefur ekki sést áður í stöðunni, þótt hann komi fyrr eða síð- ar í þessu afbrigði. Svartur hefði get- að leikið 7. – Rf6, 7. – Hb8 eða 7. – Rh6, ásamt 8. – f5.) 8. a3 Rf6 (Eftir 8...b4 9. axb4 cxb4 10. Rd5!? (10. Ra4 er öruggara) 10...e6!? 11. Bb6 Db8 12. Rc7+ Ke7 13. Rxa8 Bxb2 14. Be3 Bc3+ 15. Bd2 Bxa1 16. Dxa1 e5 17. Rf3 f6 kemur upp flókin staða, sem virðist hagstæð fyrir hvít.) 9. Rf3 0–0 10. h3 Hb8 11. 0–0 a5 12. g4 Re8 13. Hb1 b4 14. axb4 axb4 15. Re2 Rc7 16. f5! Rb5?! (Hannes gefur Short of frjálsar hendur við að byggja upp sókn á kóngsvæng. Hann hefði átt að leika 16...e6!, t.d. 17. Bg5 f6 18. Bf4 e5 19. Be3 gxf5 20. exf5 Ha8 21. Ha1 De7, ásamt 22. – d5 o.s.frv.) 17. Dd2 Rbd4 18. Rexd4 Rxd4 (Eftir 18...cxd4 19. Bh6 b3 20. Bxg7 Kxg7 21. c3 Da5 22. Hbc1 Hfc8 23. Df2 dxc3 24. Hxc3 gxf5 25. exf5 Da4 26. Hfc1 lendir svartur í vandræð- um.) 19. Bh6 Rxf3+ 20. Hxf3 Ha8 (Svartur hefði getað reynt að forð- ast biskupskaupin með 20...Bd4+ 21. Kh1 He8, en ólíklegt er, að það hefði dugað honum til að jafna taflið, t.d. 22. Hff1 Db6 23. Df4 Be5 24. Df3 gxf5 24. gxf5 Ha8 25. Dg4+ Kh8 26. Dh5 o.s.frv.) 21. Bxg7 Kxg7 22. d4!? Db6 (Svartur hefði getað leikið 22...Bc6!? 23. Hf2 f6, en eftir það er ekki auðvelt að benda á leið fyrir hvít til að brjótast í gegnum varnir svarts.) 23. e5! dxe5 (Það er mjög hættulegt fyrir svart, að leyfa hvíti að leika f5–f6+, Örugg- SKÁK Reykjavík VIII MÓT GUÐMUNDAR ARASONAR 8.1.–13.1. 2002 Short sigraði í bráð- skemmtilegu einvígi Stórmeistarinn Nigel Short sigraði Hannes Hlífar Stefánsson með 4,5 gegn 1,5 vinningum í einvígi þeirra sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur. Morgunblaðið/Ómar Eftir sigur í annarri skákinni varð Hannes Hlífar að sætta sig við tap í næstu fjórum skákum. Forval Utanríkisráðuneytið, f.h. varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, auglýsir hér með eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna útboðs á eftirfar- andi verkefnum á varnarsvæðunum: Viðgerð á gólfum í byggingu 501. Viðgerð á loftræstingu í byggingu 506, 2. hluti. Viðgerð á loftræstingu í byggingu 506, 3. hluti. Viðgerð á þaki keiluhallar, bygging 771. Minniháttar viðgerðir á byggingu 1708. Bygging móttökustöðvar. Uppsetning loftneta í Grindavík. Yfirbygging inngangs í spítala, bygging 710. Bygging aðstöðu fyrir báta í Helguvík. Klæðning á asbest plötur. Lagning nýrrar vatnslagnar milli bygg- inga 1792 og 1708. Niðurrif nokkurra bygginga. Meiriháttar endurnýjun á fjórum fjölbýl- ishúsum. Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra lögaðila. Forvalsgögn fást hjá Umsýslustofnun varnar- mála, Grensásvegi 9, Reykjavík, og á varnar- málaskrifstofu, ráðningardeild, Brekkustíg 39, Reykjanesbæ. Þau ber að fylla út af umsækj- endum og áskilur forvalsnefnd utanríkisráðu- neytisins sér rétt til að hafna forvalsgögnum sem ekki eru fullnægjandi. Ekki verður tekið við upplýsingum frá þátttakendum eftir að for- valsfrestur rennur út. Umsóknum skal skilað til Umsýslustofnunar varnarmála, Grensásvegi 9, Reykjavík, eða varnarmálaskrifstofu, ráðningardeildar, Brekkustíg 39, Njarðvík, fyrir kl. 16.00, föstu- daginn 25. janúar nk. Utanríkisráðuneytið. S M Á A U G L Ý S I N G A RI TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir, Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir, Lára Halla Snæfells, Erla Alex- andersdóttir, Margrét Haf- steinsdóttir og Garðar Björg- vinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða félags- mönnum og öðrum uppá einka- tíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. KENNSLA ■ www.nudd.is MYND-MÁL myndlistaskóli Málun, teiknun Undirstöðuatriði og tækni. Upplýsingar og innritun frá kl. 16—21 alla daga í símum 561 1525 og 898 3536. Rúna Gísladóttir, listmálari. Söngsetur Estherar Helgu, Bolholti 4, 105 Reykjavík Söngnámskeið Byrjendanámskeið fyrir unga sem aldna, laglausa sem lagvísa. Sólskinskórinn, framhaldsnámskeið Kennsla hefst 17. janúar nk. Upplýsingar og skráning í s. 699 2676 og 426 8306. FÉLAGSLÍF  EDDA 6002011519 I  Hamar 6002011519 I  HLÍN 6002011519 VI I.O.O.F.Rb.4 1511158 I.O.O.F. Ob. 1 Petrus  1821158  I.E. AD KFUK, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl. 20:00 Trúarfræðsla meðal þroskaheftra. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir fjallar um efnið. Allar konur velkomnar. Kristilegt félag heilbrigðisstétta Félagsfundur þriðjudaginn 15. janúar á Háaleitisbraut 58 kl. 20. Þorbjörg Guðmundsdóttir hjúkr- unarfræðingur fjallar um trúar- legar þarfir fólks í alvarlegum veikindum. Hugleiðing: Rósa Kristjánsdóttir djákni. Skyggnilýsingafundur Skyggnilýsingafundur á vegum Sálarrannsóknarfélagsins í Hafn- arfirði verður haldinn fimmtu- daginn 17. janúar kl. 20.30 í Góð- templarahúsinu. Þórhallur Guðmundsson annast skyggnilýsinguna. Aðgöngumiðar verða seldir í Góðtemplarahúsinu miðviku- daginn 16. janúar frá kl. 17—19 og einnig við innganginn frá kl. 19.30—20.30. Stjórnin. R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.