Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Tilkynning um skráningu bankavíxla á Verðbréfaþingi Íslands krónur 24.000.000.000 krónur tuttuguogfjórirmilljarðar 00/100 Fyrirhugað er að gefa út 24 flokka af 5 mánaða bankavíxlum SPRON sem hver um sig verður að hámarki krónur 1.000.000.000,00 og með gjalddaga á um það bil 30 daga fresti. Sölutímabil: Sölutímabil hvers flokks takmarkast af gjalddaga hvers flokks. Einingar víxla: Krónur 5.000.000,00, krónur 10.000.000,00 og krónur 50.000.000,00. Fjöldi flokka: 24 flokkar. Fjárhæð flokks: Krónur 0-1.000.000.000,00. Skráning: Verðbréfaþing Íslands hefur samþykkt að skrá þegar útgefna víxla þann 21.01.2002, enda uppfylla þeir skilyrði skráningar. Um útgáfu hvers flokks verður tilkynnt til Verðbréfaþings Íslands hverju sinni. Upplýsingar og gögn: Skráningarlýsing og önnur gögn um SPRON, liggja frammi hjá SPRON, Ármúla 13a, Reykjavík. Umsjón með útgáfu: SPRON, Ármúla 13a, Reykjavík. MJÖG góð loðnuveiði var á mið- unum fyrir austan land um helgina, eftir fimm daga brælu- kafla. Fjöldi skipa fyllti sig af loðnu fyrir austan land um helgina, loðnan veiðist nú bæði í troll og nót. Loðnan er góð en fer öll til bræðslu. Fjölmörg skip voru á miðunum um helgina og náðu þau flest full- fermi á skömmum tíma. Aðallega var veitt úr torfu sem hafrann- sóknaskipið Árni Friðriksson RE fann djúpt í Seyðisfjarðardýpi á laugardag. Skipin komu flest til hafnar til að landa á sunnudag og því var stærsti hluti flotans á leið á miðin á ný í gær. Fremur illa viðraði á miðunum í gærmorgun og fór litlum sögum af aflabrögð- um, að minnsta kosti í nót. Hólma- borg SU og Jón Kjartansson SU lönduðu bæði fullfermi á Eskifirði á sunnudag, samtals 3.800 tonnum sem skipin fengu í flottroll í Seyð- isfjarðardýpi. Þá komu Birtingur NK, Súlan EA, Beitir NK og Börkur NK einnig með fullfermi til Neskaupstaðar á sunnudag. Víkingur landaði fullfermi á Seyð- isfirði á sunnudag, um 1.400 tonn- um, sem fengust í nót. Skipverjar á Ingunni AK gerðu sér lítið fyrir og fylltu skipið á tæpum sólar- hring í sex nótaköstum. Ingunn AK er væntanleg til heimahafnar á Akranesi í dag en aflaverðmæt- ið úr þessari stuttu veiðiferð er um 21 milljón króna. Góð loðnuveiði fyrir austan Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Súlan EA og Birtingur NK í Neskaupstaðarhöfn í gærmorgun. Verið er að landa úr Birtingi en Súlan bíður löndunar. HLUTHAFAR í Arcadia eiga, að mati The Observer, að halda fast í hlutabréf sín í fyrirtækinu enn um sinn. Fyrir því eru tvær ástæður. Annars vegar eru ummæli Nigel Hall, fjármálastjóra Arcadia, sem sagði á dögunum að enn væri svig- rúm til hagræðingar hjá fyrirtækinu, þá helst í aðfangakerfi og kynning- armálum. Hin ástæðan er viðræður fyrirtæk- isins við Baug um yfirtöku en þær hafa vakið áhuga markaðarins á Arc- adia og þeim árangri sem náðst hefur með fyrirtækið á síðastliðnu ári. „Það er gangur lífsins að allir fá áhuga um leið og einhver fær áhuga,“ sagði The Observer á sunnudag. Breskur hlutabréfamarkaður er á sama máli og blaðið, sérfræðingar ráðleggja flestir hluthöfum í Arcadia að halda hlut sínum þar til frekari fregnir berast af yfirtökuviðræðum. Gengi hlutabréfa í Arcadia hefur undanfarið verið að nálgast neðri mörk tilboðsgengis Baugs í Arcadia, sem er á bilinu 280 til 300 pens. Verð- ið lækkaði þó í gær og fór lokaverð bréfanna í 267,50 pens sem er tæpra 2% lækkun frá deginum áður. Hluthafar í Arc- adia bíði átekta HLUTUR Eisch Holding SA í Kefla- víkurverktökum hf. er nú kominn í 97,32% en var áður 86,90%. Eigandi Eisch Holding SA er Bjarni Pálsson. Í gær var tilkynnt til Verðbréfaþings Íslands að Jakob Árnason hafi selt Eisch Holding allan sinn hlut í Kefla- víkurverktökum en hann átti 9,29%. Jafnframt var tilkynnt að Guðrún S. Jakobsdóttir, fyrrverandi stjórnar- formaður Keflavíkurverktaka, hafi selt allan sinn hlut í félaginu. Í byrjun október gerði Eisch Holding yfirtökutilboð í öll útistand- andi hlutabréf í Keflavíkurverktök- um og að stefnt verði að afskráningu þess á Tilboðsmarkaði Verðbréfa- þings Íslands. Eisch Holding með 97,32% Keflavíkurverktakar KPMG stendur fyrir morgunverðar- fundi um reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum á miðvikudag kl. 8 í Sunnusal Hótel Sögu. Þar verður m.a. fjallað um frum- varp á Alþingi sem heimilar íslensk- um fyrirtækjum að færa ársreikninga í erlendri mynt, að uppfylltum tiltekn- um skilyrðum. Frumvarpið verður kynnt og farið verður yfir alþjóðlegar reikningshaldsaðferðir við gerð árs- reikninga. Ýmsum spurningum verð- ur velt upp, eins og af hverju íslensk fyrirtæki vilja gera upp í erlendum gjaldmiðli og að hverju þarf þá að hyggja. Þá verður sýnt með dæmum hvaða áhrif slíkar breytingar geta haft, t.d. á rekstrarafkomu og eigið fé. Fundur um reikningsskil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.