Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 57
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 57
Auglýsing um fasteignagjöld
í Reykjavík árið 2002
Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík árið 2002 verða sendir út næstu daga,
ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjalda, og umsóknareyðublaði vegna greiðslu
gjalda með boðgreiðslum á greiðslukortum. Gjöldin eru innheimt af Tollstjóranum í
Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í sparisjóðum, bönkum eða á pósthúsum.
Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, holræsagjald, vatnsgjald og
sorphirðugjald.
Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem fengu lækkun á fasteignaskatti og holræsagjaldi
á liðnu ári, fá einnig að óbreyttu lækkun árið 2002, að teknu tilliti til tekju- og
eignaviðmiðunar.
Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl lífeyrisþega eftir framlagningu skattskrár Reykjavíkur.
Úrskurðar hún endanlega um breytingar á fasteignaskatti og holræsagjaldi hjá þeim er
eiga rétt á þeim samkvæmt þeim reglum er borgarstjórn setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr.
4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, ásamt 87. gr. vatnalaga nr. 15/1923, sbr. einnig lög
nr. 137/1995. Verður viðkomandi tilkynnt um breytingar ef þær verða.
Á fundi borgarráðs þann 11. desember s.l. var samþykkt að tekjumörk vegna lækkunar
fasteignaskatts og holræsagjalds á árinu 2002 hækki um 19% á milli ára og verði sem hér
segir: (Miðað er við tekjur liðins árs).
100% lækkun:
Einstaklingar með tekjur allt að kr. 1.155.000-
Hjón með tekjur allt að kr. 1.615.000-
80% lækkun:
Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 1.155.000- til kr. 1.330.000-
Hjón með tekjur á bilinu kr. 1.615.000- til kr. 1.860.000-
50% lækkun:
Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 1.330.000- til kr. 1.530.000-
Hjón með tekjur á bilinu kr. 1.860.000- til kr. 2.140.000-
Til að flýta fyrir afgreiðslu geta þeir sem ekki fengu lækkun á sl. ári sent framtalsnefnd
umsókn um lækkun, ásamt afriti af skattframtali 2002.
Fulltrúar framtalsnefndar eru til viðtals alla þriðjudaga milli kl. 16.00 og 17.00 í Ráðhúsi
Reykjavíkur, frá 5. febrúar til 30. apríl n.k. Á sama tímabili verða upplýsingar veittar í síma
552-8050, alla þriðjudaga kl. 10.00 til 12.00.
Hreinsunardeild, Umhverfis- og heilbrigðisstofu, Skúlatúni 2, veitir allar upplýsingar
varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í síma 567-9600, og í bréfasíma
567-9605.
Orkuveita Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 34, veitir þær upplýsingar sem snerta álagningu
og breytingar á vatnsgjaldi í síma 585-6000, og bréfasíma 567-2119.
Fjármáladeild, Ráðhúsi Reykjavíkur, gefur upplýsingar um álagningu annarra
fasteignagjalda og breytingar á þeim í síma 563-2062, og bréfasíma 563-2033.
Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 15.000- fyrir árið 2002 eru: 1. febrúar, 1.
mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Gjalddagi gjalda undir kr. 15.000-, og gjalda
þeirra gjaldenda er völdu eingreiðslu fasteignagjaldanna í maí, er 1. maí.
Reykjavík, 15. janúar 2002
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Þarft þú að kaupa
þér vinnu?
Mjög margir hafa fengið uppsagnarbréf, sumir mjög óverðskuldað,
aðrir eiga von á því. Ert þú þreytt(ur) á að vinna hjá öðrum? Vilt þú
meira öryggi og vinna hjá sjálfri(um) þér og fyrir sjálfa(n) þig? Höf-
um mikið úrval af fyrirtækjum og 15 ára reynslu í að selja fyrirtæki
og veita trúverðuga ráðgjöf. Öll okkar vinna í fullum trúnaði. Þú get-
ur treyst okkur. Fyrirtæki í öllum stærðar- og verðflokkum.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
EINAR ÖRN REYNISSON, LÖGG. FASTEIGNASALI.
Sólbaðstofa
Höfum til sölu eina þekktustu og bestu sólbaðsofu borgarinnar á
frábærum stað. 11 bekkir og 11 sturtur ásamt öllu sem til þarf til að
gera þetta fyrirtæki eitt fullkomnasta og besta í sinni grein. Mjög
góð velta, góð kjör gegn öruggum tryggingum.
Erum með úrval af nýjum fyrirtækjum á skrá hjá okkur, t.d. litlar
heildverslanir og góða myndbandaleigu og vöruverslun með góða
veltu á frábæru verði.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
NOKKUR erill var hjá
lögreglunni í Reykjavík
um helgina og voru
rúmlega 800 verkefni
skráð í dagbók sem er í hærri kant-
inum. Þar hefur nokkur áhrif að
lögreglan hefur lagt áherslu á eft-
irlit með því hvort stöðvunarskylda
sé virt.
Um helgina voru höfð afskipti af
107 ökumönnum vegna þess að þeir
virtu ekki stöðvunarskyldu. Einnig
voru höfð afskipti af fimm öku-
mönnum vegna ölvunar við akstur
og 49 vegna of hraðs aksturs.
Nokkuð hefur borið á hraðakstri í
borginni í snjóleysinu að undan-
förnu. Til dæmis vakti það athygli
lögreglu er þrír ungir ökumenn
voru myndaðir með hraðamyndavél
á miklum hraða á Sæbrautinni ný-
lega. Allir voru þeir yfir 100 km/klst
sem er sérstaklega slæmt í ljósi
þess að aðstæður voru mjög slæm-
ar, bleyta á vegi, skyggni slæmt og
mikið myrkur. Þessir ungu öku-
menn eiga nú von á 40–50 þúsund
króna sektum og hefur einn þeirra
verið sviptur ökuleyfi í mánuð.
Lögregla handtók ökumann á
föstudagskvöldið sem mældist á 120
km/klst þar sem hámarkshraði er
50 km/klst. Hann sinnti ekki stöðv-
unarmerkjum lögreglu en var hand-
tekinn stuttu seinna í heimahúsi.
Tilkynnt um 15 innbrot
Um helgina var tilkynnt um 15
innbrot í Reykjavík. Meðal annars
var ungur maður staðinn að verki er
hann braust inn í verslun í Breið-
holti á föstudagskvöld og kona við-
urkenndi að hafa stolið fartölvu og
fleiri hlutum af heimili í Árbænum.
Þá var tilkynnt um þjófnað á tölvu
úr verslun á laugardagsmorgun.
Þjófurinn náðist ekki en samverka-
maður hans náðist stuttu eftir
verknaðinn. Á laugardagskvöld
kom maður inn í smíðaverkstæði og
óskaði eftir því að verk yrði unnið
fyrir hann. Er maðurinn var farinn
kom í ljós að hann hafði tekið verk-
færi ófrjálsri hendi. Einnig var farið
inn í fyrirtæki og stolið þaðan tölvu.
Þjófarnir náðust seinna um nóttina.
Á sunnudagsmorgun var tilkynnt
um sex innbrot í fyrirtæki og versl-
anir í borginni. Tölvu var m.a. stolið
úr verslun í austurborginni með því
að brjóta rúða í útstillingarglugga.
Þá var farið inn í tvö fyrirtæki í
Breiðholti og stolið þaðan skjávarpa
og hljómflutningstækjum auk þess
sem myndavélum og fleiri hlutum
var stolið úr fyrirtæki. Einnig var
tilkynnt um þjófnað úr tveimur bíl-
um og reyndust þeir báðir ólæstir.
Þá var maður staðinn að verki er
hann var að brjótast inn í bifreið á
mánudagsmorgun. Hann var hand-
tekinn og fluttur á stöðina.
Bentu hver á annan
Aðfaranótt laugardags hafði lög-
regla afskipti af fólki sem lent hafi í
slagsmálum inni á skemmtistað.
Ekki reyndust alvarleg meiðsli á
fólkinu og benti hver á annan sem
upphafsmann. Seinna um nóttina
bárust kvartanir vegna afskipta
lögreglu af málinu.
Þá var maður fluttur á slysadeild
eftir að hann var sleginn í höfuðið
með flösku inni á skemmtistað.
Ekki er vitað hver réðst á hann.
Á laugardagsmorgun var tilkynnt
um mann sem ráðist hafði verið á í
heimahúsi. Lögregla flutti manninn
á slysadeild en ekki er vitað hver
réðst á hann. Þá kom maður á lög-
reglustöðina en ráðist hafði verið á
hann eftir að hann lagði hendur á
bifreið sem hann taldi ekið ógæti-
lega.
Á laugardagskvöld var óskað eft-
ir aðstoð lögreglu við að fjarlægja
hund sem stokkið hafði upp í bifreið
og neitaði að yfirgefa hana. Hund-
urinn, sem var ómerktur, var flutt-
ur á hundahótel.
Um helgina var mikið af tilkynn-
ingum vegna skotelda og vegna
þess að verið var að kveikja í jóla-
trjám. Vert er að minna á að notkun
skotelda er aðeins leyfileg án sér-
staks leyfis frá 27. desember til 6.
janúar ár hvert.
Úr dagbók lögreglu – 11.–13. janúar
Borið hefur á hraðakstri
í snjóleysinu
SPURNINGALIÐ Menntaskólans í
Reykjavík árið 2002 og spurningalið
MR í Gettu betur 1998 keppa í Ráð-
húsi Reykjavíkur þriðjudaginn 15.
janúar kl. 20. Keppnisliðið 2002
skipa Atli Freyr Steinþórsson, Odd-
ur Ástráðsson og Snæbjörn Guð-
mundsson. Lið MR í Gettu betur
1998 skipuðu Arnar Þór Stefánsson,
Sverrir Guðmundsson og Viðar Páls-
son. Dómarar og höfundar spurn-
inga eru Hjalti Snær Ægisson, Svan-
ur Pétursson og Sverrir Teitsson,
þeir kepptu fyrir MR í Gettu betur
2000 og 2001. Spyrill verður Stefán
Pálsson, segir í fréttatilkynningu.
Spurningalið MR
’98 og ’02 takast á
MÁLSTOFA verður haldin í tengsl-
um við kennslu í stjórnskipunarrétti
í lagadeild Háskóla Íslands í stofu
L-101 í Lögbergi, miðvikudaginn 16.
janúar kl. 12.15 – 13.30. Umræðuefn-
ið verður: Hugtakið „lýðræði“. Máls-
hefjendur verða Gunnar Helgi Krist-
insson, prófessor í stjórnmálafræði
við félagsvísindadeild, og Róbert R.
Spanó, aðjúnkt við lagadeild. Máls-
hefjendur flytja 10–15 mínútna inn-
gangserindi. Að þeim loknum verður
orðið gefið frjálst. Málstofan er opin
öllu áhugafólki, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Málstofa í
lagadeild HÍ
STYRKUR, samtök krabbameins-
sjúklinga og aðstandenda þeirra,
verður með opið hús í Skógarhlíð 8, í
dag, þriðjudaginn 15. janúar, kl.
20.30.
Hrönn Ottósdóttir, deildarstjóri í
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu, kynnir breytingar á kostn-
aðarhlut sjúkratryggðra sem leita til
sérfræðilækna og á hlutdeild ein-
staklinga í lyfjakostnaði. Allir vel-
unnarar félagsins velkomnir, segir í
frétt frá Styrk.
Styrkur fundar um
kostnaðarhlut
sjúklinga