Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 57 Auglýsing um fasteignagjöld í Reykjavík árið 2002 Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík árið 2002 verða sendir út næstu daga, ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjalda, og umsóknareyðublaði vegna greiðslu gjalda með boðgreiðslum á greiðslukortum. Gjöldin eru innheimt af Tollstjóranum í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í sparisjóðum, bönkum eða á pósthúsum. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, holræsagjald, vatnsgjald og sorphirðugjald. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem fengu lækkun á fasteignaskatti og holræsagjaldi á liðnu ári, fá einnig að óbreyttu lækkun árið 2002, að teknu tilliti til tekju- og eignaviðmiðunar. Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl lífeyrisþega eftir framlagningu skattskrár Reykjavíkur. Úrskurðar hún endanlega um breytingar á fasteignaskatti og holræsagjaldi hjá þeim er eiga rétt á þeim samkvæmt þeim reglum er borgarstjórn setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, ásamt 87. gr. vatnalaga nr. 15/1923, sbr. einnig lög nr. 137/1995. Verður viðkomandi tilkynnt um breytingar ef þær verða. Á fundi borgarráðs þann 11. desember s.l. var samþykkt að tekjumörk vegna lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds á árinu 2002 hækki um 19% á milli ára og verði sem hér segir: (Miðað er við tekjur liðins árs). 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að kr. 1.155.000- Hjón með tekjur allt að kr. 1.615.000- 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 1.155.000- til kr. 1.330.000- Hjón með tekjur á bilinu kr. 1.615.000- til kr. 1.860.000- 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 1.330.000- til kr. 1.530.000- Hjón með tekjur á bilinu kr. 1.860.000- til kr. 2.140.000- Til að flýta fyrir afgreiðslu geta þeir sem ekki fengu lækkun á sl. ári sent framtalsnefnd umsókn um lækkun, ásamt afriti af skattframtali 2002. Fulltrúar framtalsnefndar eru til viðtals alla þriðjudaga milli kl. 16.00 og 17.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur, frá 5. febrúar til 30. apríl n.k. Á sama tímabili verða upplýsingar veittar í síma 552-8050, alla þriðjudaga kl. 10.00 til 12.00. Hreinsunardeild, Umhverfis- og heilbrigðisstofu, Skúlatúni 2, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í síma 567-9600, og í bréfasíma 567-9605. Orkuveita Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 34, veitir þær upplýsingar sem snerta álagningu og breytingar á vatnsgjaldi í síma 585-6000, og bréfasíma 567-2119. Fjármáladeild, Ráðhúsi Reykjavíkur, gefur upplýsingar um álagningu annarra fasteignagjalda og breytingar á þeim í síma 563-2062, og bréfasíma 563-2033. Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 15.000- fyrir árið 2002 eru: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Gjalddagi gjalda undir kr. 15.000-, og gjalda þeirra gjaldenda er völdu eingreiðslu fasteignagjaldanna í maí, er 1. maí. Reykjavík, 15. janúar 2002 Borgarstjórinn í Reykjavík. Þarft þú að kaupa þér vinnu? Mjög margir hafa fengið uppsagnarbréf, sumir mjög óverðskuldað, aðrir eiga von á því. Ert þú þreytt(ur) á að vinna hjá öðrum? Vilt þú meira öryggi og vinna hjá sjálfri(um) þér og fyrir sjálfa(n) þig? Höf- um mikið úrval af fyrirtækjum og 15 ára reynslu í að selja fyrirtæki og veita trúverðuga ráðgjöf. Öll okkar vinna í fullum trúnaði. Þú get- ur treyst okkur. Fyrirtæki í öllum stærðar- og verðflokkum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. EINAR ÖRN REYNISSON, LÖGG. FASTEIGNASALI. Sólbaðstofa Höfum til sölu eina þekktustu og bestu sólbaðsofu borgarinnar á frábærum stað. 11 bekkir og 11 sturtur ásamt öllu sem til þarf til að gera þetta fyrirtæki eitt fullkomnasta og besta í sinni grein. Mjög góð velta, góð kjör gegn öruggum tryggingum. Erum með úrval af nýjum fyrirtækjum á skrá hjá okkur, t.d. litlar heildverslanir og góða myndbandaleigu og vöruverslun með góða veltu á frábæru verði. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. NOKKUR erill var hjá lögreglunni í Reykjavík um helgina og voru rúmlega 800 verkefni skráð í dagbók sem er í hærri kant- inum. Þar hefur nokkur áhrif að lögreglan hefur lagt áherslu á eft- irlit með því hvort stöðvunarskylda sé virt. Um helgina voru höfð afskipti af 107 ökumönnum vegna þess að þeir virtu ekki stöðvunarskyldu. Einnig voru höfð afskipti af fimm öku- mönnum vegna ölvunar við akstur og 49 vegna of hraðs aksturs. Nokkuð hefur borið á hraðakstri í borginni í snjóleysinu að undan- förnu. Til dæmis vakti það athygli lögreglu er þrír ungir ökumenn voru myndaðir með hraðamyndavél á miklum hraða á Sæbrautinni ný- lega. Allir voru þeir yfir 100 km/klst sem er sérstaklega slæmt í ljósi þess að aðstæður voru mjög slæm- ar, bleyta á vegi, skyggni slæmt og mikið myrkur. Þessir ungu öku- menn eiga nú von á 40–50 þúsund króna sektum og hefur einn þeirra verið sviptur ökuleyfi í mánuð. Lögregla handtók ökumann á föstudagskvöldið sem mældist á 120 km/klst þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Hann sinnti ekki stöðv- unarmerkjum lögreglu en var hand- tekinn stuttu seinna í heimahúsi. Tilkynnt um 15 innbrot Um helgina var tilkynnt um 15 innbrot í Reykjavík. Meðal annars var ungur maður staðinn að verki er hann braust inn í verslun í Breið- holti á föstudagskvöld og kona við- urkenndi að hafa stolið fartölvu og fleiri hlutum af heimili í Árbænum. Þá var tilkynnt um þjófnað á tölvu úr verslun á laugardagsmorgun. Þjófurinn náðist ekki en samverka- maður hans náðist stuttu eftir verknaðinn. Á laugardagskvöld kom maður inn í smíðaverkstæði og óskaði eftir því að verk yrði unnið fyrir hann. Er maðurinn var farinn kom í ljós að hann hafði tekið verk- færi ófrjálsri hendi. Einnig var farið inn í fyrirtæki og stolið þaðan tölvu. Þjófarnir náðust seinna um nóttina. Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um sex innbrot í fyrirtæki og versl- anir í borginni. Tölvu var m.a. stolið úr verslun í austurborginni með því að brjóta rúða í útstillingarglugga. Þá var farið inn í tvö fyrirtæki í Breiðholti og stolið þaðan skjávarpa og hljómflutningstækjum auk þess sem myndavélum og fleiri hlutum var stolið úr fyrirtæki. Einnig var tilkynnt um þjófnað úr tveimur bíl- um og reyndust þeir báðir ólæstir. Þá var maður staðinn að verki er hann var að brjótast inn í bifreið á mánudagsmorgun. Hann var hand- tekinn og fluttur á stöðina. Bentu hver á annan Aðfaranótt laugardags hafði lög- regla afskipti af fólki sem lent hafi í slagsmálum inni á skemmtistað. Ekki reyndust alvarleg meiðsli á fólkinu og benti hver á annan sem upphafsmann. Seinna um nóttina bárust kvartanir vegna afskipta lögreglu af málinu. Þá var maður fluttur á slysadeild eftir að hann var sleginn í höfuðið með flösku inni á skemmtistað. Ekki er vitað hver réðst á hann. Á laugardagsmorgun var tilkynnt um mann sem ráðist hafði verið á í heimahúsi. Lögregla flutti manninn á slysadeild en ekki er vitað hver réðst á hann. Þá kom maður á lög- reglustöðina en ráðist hafði verið á hann eftir að hann lagði hendur á bifreið sem hann taldi ekið ógæti- lega. Á laugardagskvöld var óskað eft- ir aðstoð lögreglu við að fjarlægja hund sem stokkið hafði upp í bifreið og neitaði að yfirgefa hana. Hund- urinn, sem var ómerktur, var flutt- ur á hundahótel. Um helgina var mikið af tilkynn- ingum vegna skotelda og vegna þess að verið var að kveikja í jóla- trjám. Vert er að minna á að notkun skotelda er aðeins leyfileg án sér- staks leyfis frá 27. desember til 6. janúar ár hvert. Úr dagbók lögreglu – 11.–13. janúar Borið hefur á hraðakstri í snjóleysinu SPURNINGALIÐ Menntaskólans í Reykjavík árið 2002 og spurningalið MR í Gettu betur 1998 keppa í Ráð- húsi Reykjavíkur þriðjudaginn 15. janúar kl. 20. Keppnisliðið 2002 skipa Atli Freyr Steinþórsson, Odd- ur Ástráðsson og Snæbjörn Guð- mundsson. Lið MR í Gettu betur 1998 skipuðu Arnar Þór Stefánsson, Sverrir Guðmundsson og Viðar Páls- son. Dómarar og höfundar spurn- inga eru Hjalti Snær Ægisson, Svan- ur Pétursson og Sverrir Teitsson, þeir kepptu fyrir MR í Gettu betur 2000 og 2001. Spyrill verður Stefán Pálsson, segir í fréttatilkynningu. Spurningalið MR ’98 og ’02 takast á MÁLSTOFA verður haldin í tengsl- um við kennslu í stjórnskipunarrétti í lagadeild Háskóla Íslands í stofu L-101 í Lögbergi, miðvikudaginn 16. janúar kl. 12.15 – 13.30. Umræðuefn- ið verður: Hugtakið „lýðræði“. Máls- hefjendur verða Gunnar Helgi Krist- insson, prófessor í stjórnmálafræði við félagsvísindadeild, og Róbert R. Spanó, aðjúnkt við lagadeild. Máls- hefjendur flytja 10–15 mínútna inn- gangserindi. Að þeim loknum verður orðið gefið frjálst. Málstofan er opin öllu áhugafólki, segir í fréttatilkynn- ingu. Málstofa í lagadeild HÍ STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús í Skógarhlíð 8, í dag, þriðjudaginn 15. janúar, kl. 20.30. Hrönn Ottósdóttir, deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, kynnir breytingar á kostn- aðarhlut sjúkratryggðra sem leita til sérfræðilækna og á hlutdeild ein- staklinga í lyfjakostnaði. Allir vel- unnarar félagsins velkomnir, segir í frétt frá Styrk. Styrkur fundar um kostnaðarhlut sjúklinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.