Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 31 SÚ nýbreytni að tónskáld spjalli við áheyrendur fyrir tón- leikana og að eins konar „sam- drykkja“, að grískri fyrirmynd, fari fram að loknum tónleikunum, getur mjög líklega gefið góða raun og skapað skemmtilega ný- breytni í tónleikahaldi. Segja má að verið sé að virkja félagslega samveruþörf tónleikagesta. Á fyrri tónleikum Kammerhóps Sal- arins hafa Þorkell Sigurbjörnsson og Mist Þorkelsdóttir spjallað við áheyrendur og á tónleikunum sl. sunnudag brá Atli Heimir Sveins- son fyrir sig gamansamri frásögn um heimsókn sína til Moskvu og Pétursborgar og fjallaði einnig um tónskáldin sem leikið var eftir á þessum tónleikum. Tónleikarnir hófust svo á fal- legri smálaga syrpu, „Minningum um kæran stað“, eftir Tsjajkovskí og er þriðja lagið, „Melodie“, einna frægast og hefur m.a. verið umskrifað sem dægurlag undir nafninu „The Things I Love“. Lögin voru fallega flutt af Sig- rúnu Eðvaldsdóttur og Nínu Mar- gréti Grímsdóttur og var fyrsta lagið, „Meditation“, flutt af tölu- verðri tilfinningu. Skersóið, annar þátturinn, var helst til laust í reipunum en Melodían var sér- lega elskulega flutt. Annað viðfangsefni tónleikanna var æskuverk eftir Rakhmaninov, samið er hann var 19 ára og þá í skóla. Þetta verk þykir um margt merkilega vel gert nemendaverk en langt frá því að teljast galla- laust, sérstaklega er varðar úr- vinnslu tónhugmynda, þó víða bregði fyrir glampa af því sem seinna gerðist. Á þessu sama ári, 1892, samdi hann sinn fyrsta pí- anókonsert og hina frægu cís-moll prelúdíu op. 3, nr. 2. Tríóið var mjög vel flutt af Sigrúnu Eðvalds- dóttur, Bryndísi Höllu Gylfadótt- ur og Peter Máté og af augljósum ástæðum var hlutverk píanósins viðamest og þar fór Peter á kost- um og einnig átti sellóið fallega mótaðar tónhendingar og auk þess var samspilið í alla staði ágætt. Tónleikunum lauk með lágfiðlu- sónötunni op. 147, eftir Shostak- ovitsj, sem er sagt vera síðasta verkið sem hann lauk við. Sagt er þó að hann hafi lokið við tvo þætti af 16. sinfóníunni og einnig lokið við ballett, sem gerður var upp úr tveimur dansverkum, Gullöldinni (1927) og Þrumunni (1930), er á sínum tíma vöktu litla athygli, þótt hljómsveitarsvíta úr Gullöld- inni yrði nokkuð vinsæl. Ástæðan fyrir endurvinnslu þessara verk er talin sú að þau fjölluðu um átök á milli fasista og kommúnista og að Shostakovitsj hafi viljað gefa tónefni þessara verka nýtt inntak. þetta hefur þó ekki verið staðfest af ráðamönnum í Rússlandi. Hvað sem þessu líður er lág- fiðlusónatan, sem leikin var af Helgu Þórarinsdóttur og Peter Máté, afar sérkennilegt verk og síðasti kaflinn sérlega langdreg- inn og dapurlegur enda hafa sagnfræðingar haldið því fram að þetta sé lífskveðja tónskáldsins og táknrænt að hann skuli nokkuð oft vitna í Tungskinssónötu Beethovens. Hægferðugt tónmál- ið, sérstaklega í lokaþættinum, reynir mjög á tónmyndun lág- fiðluleikarans, sem á köflum, sér- staklega á lágsviðinu, vantaði þá djúpu tónmýkt, sem svo sorg- þrungin tónlist þarfnast til að vera sannfærandi. Besti kaflinn hjá Helgu var sá fyrsti og þar glitraði einnig víða á píanóleikinn hjá Péter Máté. Val viðfangsefna var svolítið sérkennilegt, fyrst sérlega falleg smálög eftir Tsjajkovskí, þá nem- endaverk eftir Rakhmaninov, sem fyrir stuttu var flutt á tónleikum hér og loks ákaflega sérstæð og þunglyndislega tónsmíð eftir Shostakovitsj. Þetta val er því einkennilegra þar sem Rússar státa af stóru safni stórkostlegra kammerverka sem ættu að vera verðug viðfangsefni fyrir jafn góða tónlistarmenn og hér voru að verki. Sérkennilegt val viðfangsefna TÓNLIST Salurinn Kammerhópur Salarins flutti verk eftir Tsjajkovskí, Rakhmanínov og Shostakovitsj. Flytjendur voru Sigrún Eðvaldsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Nína Margrét Grímsdóttir og Peter Máté. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.