Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 35 egur kunina i í huga endur- var, ekki na. ,,Við ækkun í xtum og að inn- m tölum tyrkingu ari hluta nn segir ð vínber framlag narinnar nast upp r 0,09%. eru ná- þessari ækkanir an þess- varðanir samtals ar verð- n. að þróun hagfelld, rænmet- a fram í erði hins n að fara kunartil- gu hags- au mark- kaðarins ganga. verri en r um, þá við það r að öllu tni fyrst vegar, hún var rspeglar pinberar Ég tel vísbend- rðbólgu- og mán- vægt að ekki láta r Ari að sitölunn- tu von á, n, fram- nn áttu n vísitöl- unin um endurskoðun [launaliðar kjara- samninga] var tekin um miðjan desember og menn bjuggust ekki við að hún yrði farin að hafa áhrif strax í byrjun janúar. Allar vörur sem eru í versluninni fyrir jólin eru teknar inn í nóvember og byrjun desember þannig að veik- ing krónunnar á haustmánuðun- um kemur fram í grunninum núna,“ segir Gylfi. Hann segir þó alveg ljóst að hækkun vísitölunnar nú sé meiri en menn áttu von á. Gert hafi ver- ið ráð fyrir að vísitalan myndi hækka um 0,4 til 0,5% í byrjun mánaðarins en ekki að niðurstað- an yrði 0,9%. Ýmsar skýringar séu á þessu, m.a. hækkanir á ein- stökum liðum sem ekki endurtaki sig á næstunni auk þess sem lítið sé við því að segja þó grænmeti hækki um tæplega 0,1% vegna frosthörku í Evrópu. ,,Okkur finnst því engin ástæða til að menn fari á taugum þótt þessi mæling sé meiri en menn áttu von á, “ segir Gylfi ,,en þetta eru engu að síður köld skilaboð,“ bætir hann við. Stjórnvöld hafa gengið of langt í hækkunum Opinberar verðhækkanir, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, vega þungt í hækkun vísitölunnar nú en þar er m.a. um að ræða hækk- anir í heilsugæslu og á fasteigna- gjöldum o.fl. ,,Krónan hefur styrkst um 4 til 5% frá því í byrjun desember og það er afar mikilvægt að það skili sér strax inn í grunninn í verð- breytingum í janúar þannig að verðmælingin í febrúar taki mið af því. Þarna eru hins vegar líka þau köldu skilaboð til stjórnvalda að þau hafi einfaldlega gengið of langt í ákvörðunum um hækkun á verði á opinberri þjónustu,“ segir Gylfi. ,,Það var deilt um það í efnahags- og viðskiptanefnd [Al- þingis] hvaða áhrif hækkun á komugjöldum til lækna og á lyfjaverðsgrunninum myndi hafa. Við vörðum við því að menn væru þar að taka of djúpt í árinni og yrðu einfaldlega að íhuga það hvaða fjárhagslegu hagsmunir ríkissjóður hefði af því að ganga svo langt í hækkunum á opinberri þjónustu að niðurstaðan yrði verðmæling eins og við erum að sjá núna. Það sama á við um sveitarfélögin, m.a. hvað varðar hækkun fasteignagjalda, eins og þarna kemur fram, þar sem menn eru að krækja sér í hækkun vegna kerfisbreytinga í mati á fasteignum. Það er ljóst að það hafa ekki öll sveitarfélög axlað það að lækka prósentuna á móti hækkuðum stofni. Reykjavíkur- borg hefur gert það og fleiri sveit- arfélög en mjög stór hluti sveitar- félaga hefur hins vegar notað þetta sem tilefni til gjaldahækk- ana, trúlega í trausti þess að þetta væri ekki inn í vísitölunni, sem er misskilningur. Hið sama á við um þjónustugjöld vegna leik- skóla o.fl.,“ segir Gylfi. Samtök launafólks geri kröfu um að þeir sem taki ákvarðanir um verðhækkanir á vettvangi rík- isins, sveitarfélaga og fyrirtækja axli ábyrgð og skoði sína stöðu því nú liggur fyrir skýr viðmiðun um hvað til þarf að koma svo stöðugleiki ríki í verðlagi og á vinnumarkaði, að sögn Gylfa. Aðspurður segir hann þó ljóst að svigrúmið sé lítið. ,,Við gerðum alltaf ráð fyrir því að það yrði 0,4–0,5 hækkun í byrjun janúar og vísitölugildið yrði um 220,5 og síðan myndi ríkja stöðugleiki og það yrðu jafnvel tilefni til lækk- unar í mars og apríl. Styrking krónunnar hefur reyndar komið sterkar fram, þannig að það ættu aðsjást tilefni til lækkana strax í febrúar en svigrúmið er engu að síður mjög þröngt,“ segir Gylfi. Starfsgreinasambandið átelur verslunina Framkvæmdastjórn Starfs- greinasambands Íslands átelur verslunina í landinu harðlega í ályktun sem sam- þykkt var í gær fyrir að halda uppi óhóf- lega háu verði á nauðsynjavörum heimilanna. ,,Kannanir sýna að verð á flest- um slíkum vörum er mun hærra hér á landi en í nágrannalönd- unum. Smæð markaðarins og flutningskostnaður skýrir aðeins lítinn hluta þessa gífurlega verð- mismunar. Á síðustu mánuðum hefur versl- unin í skjóli verðbólgu og geng- isfalls krónunnar hækkað verð á nauðsynjavörum heimilanna langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Þetta gerist í skjóli mikillar fákeppni sem orðin er í þessari atvinnugrein. Í ljósi þess telur framkvæmdastjórnin að Sam- keppnisstofnun beri nú þegar að gera raunverulega úttekt á verð- myndun í þessari grein. Starfsgreinasambandið varar verslunina í landinu við að lauma inn hækkunum í skjóli verðbólgu. Slíkt mun leiða til þess að for- sendur kjarasamninga bresta og að launalið kjarasamninga verður sagt upp,“ segir m.a. í ályktun- inni. Full ástæða til að taka þessa þróun alvarlega Að sögn Eddu Rósar Karlsdótt- ur, forstöðumanns greiningadeild- ar Búnaðarbankans Verðbréfa, hefur ríkt nokkur bjartsýni á gjaldeyrismarkaði í kjölfar sam- komulags aðila vinnumarkaðarins í desember og yfirlýsingar rík- isstjórnarinnar. Hún segir að verðhækkanir í janúar hafi hins vegar reynst rúmlega tvöfalt meiri en meðalspár markaðsaðila gerðu ráð fyrir, þannig að eðlilega voru það mikil vonbrigði. Krónan hafi veikst um 1,2% í töluverðum viðskiptum, eða 10,2 milljörðum. Viðskipti á skuldabréfamarkaði hafi sömuleiðis verið mikil. Fjár- festar hafi fært sig úr stuttum óverðtryggðum bréfum yfir í verðtryggð bréf og úr bréfum með langan líftíma yfir í bréf með stuttan líftíma. Þessar hreyfingar segir Edda Rós að megi túlka þannig að verðbólguvæntingar til skemmri tíma hafi aukist og að væntingar um að Seðlabankinn lækki vexti hafi minnkað. Áhrif birtingar vísitölunnar hafi því ver- ið mikil í gær og ekki víst að þau séu að fullu komin fram. Það hafi þó alls ekkert skelfingarástand myndast. „Sögulega séð er þrýstingur á gengi íslensku krónunnar yfirleitt minnstur á fyrsta ársfjórðungi því að vöruskipti við útlönd eru hag- stæðust í byrjun árs,“ segir Edda Rós. „Mikil þróun hefur hins veg- ar orðið í gjaldeyrisviðskiptum á síðustu árum og það hefur færst í vöxt að fyrirtæki geri framvirka samninga. Slíkir samningar draga úr sveiflum inn- og útstreymis gjaldeyris og því er alls ekki sjálf- gefið að fyrsti ársfjórðungur í ár verði krónunni jafnhagstæður og áður.“ Edda Rós segir að stóran hluta verðhækkananna í desember megi rekja til opinberrar þjónustu. Ljóst sé að allflestir liðir vísitöl- unnar séu á töluverðu skriði. „Það er afar mikilvægt að við föllum ekki í þá gryfju að skýra miklar verðhækkanir sífellt þann- ig að hér sé um sérstök áhrif að ræða sem endurtaki sig ekki í næsta mánuði. Þegar slíkar skýr- ingar hafa verið endurteknar í marga mánuði er ekki um sérstök áhrif að ræða lengur. Mér finnst full ástæða til að taka þessa þróun alvarlega. Það er mikilvægt að við förum ekki aftur inn í óvissuástand sem ein- kenndi markaði fyrir áramót. Þró- un næstu daga og viðbrögð stjórnvalda munu ráða miklu þar um,“ segir Edda Rós Karlsdóttir. Enn þeirrar skoðunar að hagkerfið nái betra jafnvægi Ingólfur Bender, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir óhætt að segja að vísitala neysluverðs fyrir janúar sem birt var í gær hafi komið aðilum á fjármagnsmarkaði á óvart. Spáð hafði verið hækkun á bilinu frá 0,2% til 0,5% frá des- embergildinu. Raunin hafi hins vegar orðið 0,9%. „Sjá má af þróun bæði krón- unnar og ávöxtunarkröfu skulda- bréfa í kjölfar birtingar vísitöl- unnar að hækkunin var ekki í takt við það sem búist hafði verði við,“ segir Ingólfur. „Krónan lækkaði í gær um 1,2% og verðbólguálag ríkisskuldabréfa til tveggja ára fór úr 3,28% í 3,74%. Hærra verð- bólguálag endur- speglar væntingar um meiri verðbólgu á næstu misserum en áður var talið. Kem- ur þar ekki síst til sú óvissa sem þessi hækkun vísitölu neysluverðs skapar fyrir stöðu vinnumarkaðarins. Auknar líkur eru á því að hið rauða strik kjarasamninga haldi ekki og þar með að framundan séu meiri kostnaðarhækkanir en áður var búist við. Gengislækkun krónunnar endurspeglar sama hlut þ.e.a.s. aukna vænta verð- bólgu og óvissu um stöðu vinnu- markaðarins.“ Ingólfur segir að meiri vænt verðbólga á næstu mánuðum og misserum dragi úr líkum á vaxta- lækkun í bráð að mati markaðar- ins. Þetta hafi mátt lesa út úr því að stuttir óverðtryggðir vextir hækkuðu í gær. Hann segir að svo virðist sem þar sé ekki síst horft í áðurnefndar kostnaðar- hækkanir og óvissu á vinnumark- aði. Fjárfestar séu hins vegar enn þeirrar trúar að verðbólgan komi til með að hjaðna hratt á árinu og að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína samhliða. Verðbólguálag rík- isskuldabréfa til eins árs sé 3,80% og að frádregnu áhættuálagi megi gera ráð fyrir að fjárfestar búist því að verðbólgan yfir þetta ár verði ekki nema um þriðjungur þess sem hún var yfir síðasta ár. „Væntingar um hjöðnun verð- bólgunnar og lækkun vaxta á næstu mánuðum og misserum er í takt við okkar spár hér hjá Grein- ingu ÍSB. Við spáum því að verð- bólgan yfir þetta ár verði 3,5% og að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína um ríflega 200 punkta á árinu. Í því horfum við m.a. til þess að gengislækkun krónunnar yfir þetta ár ætti að verða minni en yfir síðasta ár, framleiðslu- spennan í hagkerfinu ætti að hverfa og samhliða draga úr launaskriði. Þá horfum við til þess að dregið hefur úr verðbólgu í viðskiptalöndunum og þar með verðhækkunum innflutnings í er- lendri mynt. Við erum því enn þeirrar skoðunar að hagkerfið nái betra jafnvægi að þessu leyti þrátt fyrir þessa miklu hækkun vísitölu neysluverðs nú,“ segir Ingólfur Bender. Gjaldeyrismál spá 3,6% verðbólgu Í fréttabréfinu Gjaldeyrismál, sem Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. gefa út var í gær birt ný verð- bólguspá, sem gerð er í ljósi vísi- tölu neysluverðs sem birt var í gær. Í spánni er gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs lækki í febr- úar um 0,6% en hækki um 0,2% í mars, um 0,5% í apríl og 0,4% í maí. Þannig er gert ráð fyrir að neysluverðsvísitalan muni verða 222,8 stig í maí og að verðbólgan frá upphafi til loka ársins 2002 verði 3,6%. Um spá Gjaldeyrismála um lækkun vísitölu neysluverðs í febrúar segir að það ríki meiri óvissa um þá spá en áður vegna spáskekkju nú. Þá segir að eins og undanfarna mánuði séu margir óvissuþættir í verðlagsmálum bæði um hækkanir og tímasetn- ingar. Þar standi uppúr þróun ol- íuverðs og gengis og staða kjara- mála. Spá Gengismála geri ráð fyrir stöðugu gengi krónunnar næstu mánuði. Gjaldeyrismál segja að hækkun vísitölu neysluverðs í janúar hafi reynst langt umfram spá frétta- bréfsins frá 17. desember síðast- liðnum, en þar var gert ráð fyrir að vísitalan myndi hækka um á bilinu frá 0,1% til 0,2%, en raunin varð 0,9%. Segir í fréttabréfinu að verð- lækkun á innfluttum varningi hafi ekki komið fram í kjölfar geng- ishækkunar krónunnar að undan- förnu. Þá séu áhrif verðhækkana sem ákvarðaðar séu af opinberum aðilum umtalsverð. Hvað suma liði varðar virðist þó um að ræða hækkanir sem gengið gætu til baka auk þess sem fróðlegt sé að líta til áhrifa gengis. Gengið veiktist um 1,24% Gengi íslensku krónunnar veiktist um 1,24% í gær. Lokagildi gengisvísitölunnar varð 141,65 stig en var 139,90 stig í upphafi dags. Veltan á millibankamarkaði í gær nam 10,2 milljörðum króna. Gengi Bandaríkjadals var í lok gærdagsins skráð á 102,50 krónur og gengi evrunnar 91,70 krónur. mun meira í síðasta mánuði en hagfræðingar höfðu spáð eða um 0,9% ns hækka um ½% svo a strikið“ haldi í maí * %+'$ &), %+&%  -%.   /$. 0$) 112 3            6+ (3$ ? @A )**+&    ,-)./ )**012 ,*3./ )**4   " 55,*-./  /: + B? <@A  ) + ?< =@A <5% 9+ : ? ;@A  5  9 B5%+>: >? @A     ?< @A )%+ :  ? ;@A )4**# ,64./ )433#   ,+-./ =C+ ? =@A ;&(+  ? <@A 6? @A  +  %? @A  % + #$? <@A *3*%       ",36./ (45  6(  ) /$7$ 8  D @ D @ D =@ 7-0. D @ D ;@ 9 1: 7**). D @ 73+. 763. D @ D @ D @  @ D =@ D @ 7)4. 83*. Gengi íslensku krónunnar veikt- ist um 1,24% Ekki er ástæða til að menn fari á taugum Morgunblaðið/Ásdís ölur í janúar hækkaði neysluverðsvísitala um 0,9%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.