Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isEiður Smári fékk frábærar móttökur/B2 Íslenska landsliðið greinilega á réttri leið/B6 12 SÍÐUR40 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM MAÐURINN sem lést í bílslysi á Kísilvegi síðastliðið föstudagskvöld hét Hafþór Gíslason, til heimilis í Helluhrauni 9 í Reykjahlíð. Hafþór var 26 ára, fæddur 10. janúar árið 1976. Hann lætur eftir sig unnustu, tveggja ára son og sjö ára dóttur frá fyrri sambúð. Hafþór Gíslason Lést í bílslysi á Kísilvegi MAÐURINN sem lést í bílslysi í Kömbunum síðastliðið föstudags- kvöld, þegar þrjár bifreiðir lentu í árekstri, hét Halldór Jóhannesson, til heimilis í Vesturbergi 120 í Reykjavík. Halldór var 62 ára gamall, fæddur 14. mars 1939. Hann var ókvæntur og barnlaus. Halldór var mikill íþróttamaður á yngri árum og stóð í fremstu röð meðal langhlaupara á sjöunda ára- tugnum. Hann var í landsliði Ís- lands í 5 km hlaupi 1963 til 1964 og keppti fyrir Íslands hönd á landsmóti í Álasundi árið 1963. Hann gekk til liðs við KR árið 1963 og keppti með liðinu til 1964 og gekk síðan til liðs við sitt fyrra félag, Héraðssamband Suður- Þingeyinga. Halldór Jóhannesson Lést í bílslysi í Kömbunum Á slysadeild eftir ofneyslu fíkniefna LÖGREGLAN í Reykjavík lét flytja rúmlega tvítugan mann á slysadeild á sunnudagsmorgun en hann var meðvitundarlaus eftir ofneyslu fíkni- efna. Lögreglu hafði skömmu áður borist tilkynning þess efnis. Að sögn lögreglu virtist pilturinn illa haldinn en talið var að hann hefði skömmu áður neytt e-taflna. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur tekið til greina útburðarkröfu á hendur Samtökum um kvennaathvarf og heimilað eigendum húss við Báru- götu 2 í Reykjavík að bera samtökin út úr húsinu. Héraðsdómur úrskurð- aði jafnframt að verði úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar skuli gerðinni frestað meðan málið er þar til með- ferðar. Að sögn Jóns Steinars Gunn- laugssonar, lögmanns Kvennaat- hvarfsins, eru samtökin nú að íhuga hvort skjóta eigi málinu til Hæsta- réttar, en samkvæmt reglum hafa samtökin tveggja vikna frest til að ákveða hvort málinu verði áfrýjað. Forsaga málsins er sú að með dómi Hæstaréttar í september sl. var við- urkenndur forkaupsréttur erfingja Einars Sigurðssonar útgerðarmanns í Vestmannaeyjum á fasteigninni Bárugötu 2 í Reykjavík og jafnframt var kveðið á um það í dóminum að St. Jósepssystrum, sem keyptu húsið á sínum tíma af erfingjunum, væri skylt að selja og afsala erfingjunum fast- eigninni að uppfylltum tilgreindum skilyrðum. Það var gert með afsali dags. 7. nóvember sl. og var samtök- unum gefinn frestur til 15. nóvember 2001 til að rýma húsið. Í kjölfarið kröfðust erfingjarnir þess að Samtök um kvennaathvarf yrðu borin út úr húsinu og sögðu samtökin dveljast þar í leyfisleysi. Kvennaathvarfið hélt því fram við meðferð málsins fyrir Hæstarétti að samtökunum hafi verið lofað að fá „sanngjarnan frest“ til að finna sér nýtt húsnæði og samtökin hafi keypt annað húsnæði 1. nóvember sl. fyrir starfsemina, en það fáist ekki afhent fyrr en 1. júní 2002. Héraðsdómur taldi hins vegar að ekki væri hægt að túlka slíka yfirlýsingu svo rúmt að Kvennaathvarfinu væri heimil afnot af fasteigninni fram til 1. júní og var því ekki fallist á þessa meginröksemd Kvennaathvarfsins. Kröfðust þess að málskot til Hæstaréttar frestaði útburði Þá taldi dómurinn heldur ekki að í yfirlýsingunni hafi falist skuldbind- andi loforð erfingjanna um það að Kvennaathvarfinu bæri lengri frestur en veittur var til þess að afhenda hús- næðið. Segir í niðurstöðum dómsins að samtökin hafi enga heimild til að dvelja í eigninni, gerðarbeiðendur hafi skorað á samtökin að rýma eign- ina og lagaskilyrði séu fyrir því að gerðin fari fram. Samtökin kröfðust þess að yrði dómurinn við kröfu um útburð yrði kveðið á um það í úrskurðinum að málskot til Hæstaréttar skuli fresta gerðinni. Í niðurstöðu dómsins segir að þegar litið sé til þeirrar starfsemi sem gerðarþoli reki í húsnæðinu og biðstöðu hans nú sé ljóst að tafarlaus útburður á hendur honum hefði í för með sér verulegt óhagræði og röskun á starfsemi hans. Hins vegar verði ekki séð að hagsmunir gerðarbeið- enda af því að útburður fari fram þeg- ar í stað séu brýnir og var því fallist á þessa kröfu Kvennaathvarfsins. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmaður, segir að verði það niðurstaða sinna umbjóðenda að kæra niðurstöðu dómsins bíði fram- kvæmd úrskurðarins á meðan. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það, það er hálfsmánaðar kærufrest- ur í þessum málum, og sú ákvörðun verður auðvitað tekin áður en sá frestur rennur út.“ Héraðsdómur Reykjavíkur fellst á útburðarkröfu á hendur Kvennaathvarfi Hafa tveggja vikna frest til að áfrýja til Hæstaréttar VERULEG spjöll á grónu landi hafa komið í ljós vegna flóðanna á Suðurlandi, einkum við Hvítá og Stóru-Laxá. Þetta mátti vel sjá í gær þegar sjatnað hafði í ánum frá því fyrir helgi þegar flóðin voru hvað mest. Meðal þeirra sem kynntu sér landspjöllin í gær voru Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri. Að sögn Sveins eru fram- kvæmdir fyrirhugaðar til að hefta frekara landbrot en skemmdir vegna vatnavaxta hafa einnig orðið við Markarfljót á varnargarði í Húsadal í Þórsmörk. Gat myndaðist þar í vetur og framkvæmdir stóðu fyrir dyrum þegar fljótið óx á ný. „Hér í Auðsholti braut Hvítá mikið land á tveimur stöðum, rúm- lega kílómetra svæði á hvorum stað, upp í 6–7 metra þar sem mest var en alls staðar eitthvað. Það hef- ur verið mikið landbrot hér á und- anförnum árum, til dæmis í janúar í fyrra, og þetta er ekki minna en þá,“ segir Steinar Halldórsson, bóndi í Auðsholti. „Vegurinn heim að Auðsholti skemmdist ekki mikið. Hinsvegar urðu skemmdir á túnvegum og ræs- um og mikið drasl kom upp á túnin eins og vörubretti og plast,“ segir Steinar. Vignir Jónsson, bóndi í Auðs- holti, segir að landbrotið sé mjög alvarlegt mál og ef ekki verði gerð- ar einhverjar ráðstafanir fari mjög illa. Þannig séu margir hektarar af ræktuðu landi í hættu hjá sér. Þess má geta að átta íbúðarhús eru í Auðsholti og um 30 manns eiga þar lögheimili. Þá braut Hvítá töluvert land á jörðinni Hvítárholti, að sögn Georgs Ottóssonar landeiganda. Stóra-Laxá flæddi yfir bakka sína og braut töluvert land á jörð- unum Birtingaholti og Syðra- Langholti. Að sögn Sigurðar Ágústssonar, eins eigenda Syðra- Langholts, hefur áin tekið 6–7 metra af túni á um 200 metra kafla. Sveinn Runólfsson sagði að lok- inni skoðunarferð með ráðherra, að skemmdir á gróðri af völdum flóðanna við bakka Hvítár og Stóru-Laxár væru miklar en þó minni en á horfði. Girðingar og önnur mannvirki hefðu sloppið að mestu. Hann sagði lítið sem ekkert tjón hafa orðið við bakka Þjórsár þar sem varnarmannvirki stóðust, einkum við Ferjubakka og á Skeið- um. Sveinn sagði ennfremur að á fjárlögum væri gert ráð fyrir fram- kvæmdum á vegum Landgræðsl- unnar og Vegagerðarinnar vegna landbrots á bökkum Hvítár og Stóru-Laxár og varnir við Auðsholt væru þar í forgangi. Þá ætti að ráð- ast í undirbúningsframkvæmdir við Hvítárholt og Syðra-Langholt. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Steinar Halldórsson, bóndi í Auðsholti, við bakka Hvítár á Suðurlandi þar sem hún braut mikið land í flóðunum. Landbúnaðarráðherra og landgræðslustjóri kynntu sér flóðin á Suðurlandi Mikið tjón á grónu landi Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.