Morgunblaðið - 15.01.2002, Side 22

Morgunblaðið - 15.01.2002, Side 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Tilkynning um skráningu bankavíxla á Verðbréfaþingi Íslands krónur 24.000.000.000 krónur tuttuguogfjórirmilljarðar 00/100 Fyrirhugað er að gefa út 24 flokka af 5 mánaða bankavíxlum SPRON sem hver um sig verður að hámarki krónur 1.000.000.000,00 og með gjalddaga á um það bil 30 daga fresti. Sölutímabil: Sölutímabil hvers flokks takmarkast af gjalddaga hvers flokks. Einingar víxla: Krónur 5.000.000,00, krónur 10.000.000,00 og krónur 50.000.000,00. Fjöldi flokka: 24 flokkar. Fjárhæð flokks: Krónur 0-1.000.000.000,00. Skráning: Verðbréfaþing Íslands hefur samþykkt að skrá þegar útgefna víxla þann 21.01.2002, enda uppfylla þeir skilyrði skráningar. Um útgáfu hvers flokks verður tilkynnt til Verðbréfaþings Íslands hverju sinni. Upplýsingar og gögn: Skráningarlýsing og önnur gögn um SPRON, liggja frammi hjá SPRON, Ármúla 13a, Reykjavík. Umsjón með útgáfu: SPRON, Ármúla 13a, Reykjavík. MJÖG góð loðnuveiði var á mið- unum fyrir austan land um helgina, eftir fimm daga brælu- kafla. Fjöldi skipa fyllti sig af loðnu fyrir austan land um helgina, loðnan veiðist nú bæði í troll og nót. Loðnan er góð en fer öll til bræðslu. Fjölmörg skip voru á miðunum um helgina og náðu þau flest full- fermi á skömmum tíma. Aðallega var veitt úr torfu sem hafrann- sóknaskipið Árni Friðriksson RE fann djúpt í Seyðisfjarðardýpi á laugardag. Skipin komu flest til hafnar til að landa á sunnudag og því var stærsti hluti flotans á leið á miðin á ný í gær. Fremur illa viðraði á miðunum í gærmorgun og fór litlum sögum af aflabrögð- um, að minnsta kosti í nót. Hólma- borg SU og Jón Kjartansson SU lönduðu bæði fullfermi á Eskifirði á sunnudag, samtals 3.800 tonnum sem skipin fengu í flottroll í Seyð- isfjarðardýpi. Þá komu Birtingur NK, Súlan EA, Beitir NK og Börkur NK einnig með fullfermi til Neskaupstaðar á sunnudag. Víkingur landaði fullfermi á Seyð- isfirði á sunnudag, um 1.400 tonn- um, sem fengust í nót. Skipverjar á Ingunni AK gerðu sér lítið fyrir og fylltu skipið á tæpum sólar- hring í sex nótaköstum. Ingunn AK er væntanleg til heimahafnar á Akranesi í dag en aflaverðmæt- ið úr þessari stuttu veiðiferð er um 21 milljón króna. Góð loðnuveiði fyrir austan Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Súlan EA og Birtingur NK í Neskaupstaðarhöfn í gærmorgun. Verið er að landa úr Birtingi en Súlan bíður löndunar. HLUTHAFAR í Arcadia eiga, að mati The Observer, að halda fast í hlutabréf sín í fyrirtækinu enn um sinn. Fyrir því eru tvær ástæður. Annars vegar eru ummæli Nigel Hall, fjármálastjóra Arcadia, sem sagði á dögunum að enn væri svig- rúm til hagræðingar hjá fyrirtækinu, þá helst í aðfangakerfi og kynning- armálum. Hin ástæðan er viðræður fyrirtæk- isins við Baug um yfirtöku en þær hafa vakið áhuga markaðarins á Arc- adia og þeim árangri sem náðst hefur með fyrirtækið á síðastliðnu ári. „Það er gangur lífsins að allir fá áhuga um leið og einhver fær áhuga,“ sagði The Observer á sunnudag. Breskur hlutabréfamarkaður er á sama máli og blaðið, sérfræðingar ráðleggja flestir hluthöfum í Arcadia að halda hlut sínum þar til frekari fregnir berast af yfirtökuviðræðum. Gengi hlutabréfa í Arcadia hefur undanfarið verið að nálgast neðri mörk tilboðsgengis Baugs í Arcadia, sem er á bilinu 280 til 300 pens. Verð- ið lækkaði þó í gær og fór lokaverð bréfanna í 267,50 pens sem er tæpra 2% lækkun frá deginum áður. Hluthafar í Arc- adia bíði átekta HLUTUR Eisch Holding SA í Kefla- víkurverktökum hf. er nú kominn í 97,32% en var áður 86,90%. Eigandi Eisch Holding SA er Bjarni Pálsson. Í gær var tilkynnt til Verðbréfaþings Íslands að Jakob Árnason hafi selt Eisch Holding allan sinn hlut í Kefla- víkurverktökum en hann átti 9,29%. Jafnframt var tilkynnt að Guðrún S. Jakobsdóttir, fyrrverandi stjórnar- formaður Keflavíkurverktaka, hafi selt allan sinn hlut í félaginu. Í byrjun október gerði Eisch Holding yfirtökutilboð í öll útistand- andi hlutabréf í Keflavíkurverktök- um og að stefnt verði að afskráningu þess á Tilboðsmarkaði Verðbréfa- þings Íslands. Eisch Holding með 97,32% Keflavíkurverktakar KPMG stendur fyrir morgunverðar- fundi um reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum á miðvikudag kl. 8 í Sunnusal Hótel Sögu. Þar verður m.a. fjallað um frum- varp á Alþingi sem heimilar íslensk- um fyrirtækjum að færa ársreikninga í erlendri mynt, að uppfylltum tiltekn- um skilyrðum. Frumvarpið verður kynnt og farið verður yfir alþjóðlegar reikningshaldsaðferðir við gerð árs- reikninga. Ýmsum spurningum verð- ur velt upp, eins og af hverju íslensk fyrirtæki vilja gera upp í erlendum gjaldmiðli og að hverju þarf þá að hyggja. Þá verður sýnt með dæmum hvaða áhrif slíkar breytingar geta haft, t.d. á rekstrarafkomu og eigið fé. Fundur um reikningsskil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.