Morgunblaðið - 15.01.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 15.01.2002, Síða 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þorrablót LEIGJUM ÚT VEISLUSAL FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS Í MÖRKINNI! í veislusal Ferðafélagsins eða heim í stofu Súrmatur Sviðasulta • Lifrarpylsa Blóðmör • Hrútspungar Lundabaggar • Bringukollar Nýmeti Hangikjöt • Sviðasulta Lifrarpylsa • Blóðmör Harðfiskur • Rúgbrauð Flatbrauð • Hákarl Síldarsalöt 2 teg. • Sviðakjammar Heitur matur Saltkjöt • Rófustappa Kartöflur • Uppstúf Nautapottréttur með hrásalati Athugið að lágmarkspöntun er fyrir 5 manns Í þorramatnum erum við á heimavelli. Ánægðir viðskiptavinir ár eftir ár vitna um gæðin og ekki síst þjónustuna. Nú bjóðum við þorramatinn í stórar sem smærri veislur á einstöku tilboði. Í minni veislur (lágmarkspöntun fyrir 5 manns) færðu matinn í trogum. Matreiðslumeistari setur upp og gengur frá hlaðborði fyrir stærri þorrablót. Þorramaturinn í trogum og á glæsilegu hlaðborði Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is Pantanir og uppl. í síma 587- 3800 og 899 2959 Þórarinn Guðmundsson matreiðslumestari SKÍÐAFERÐIR TIL SVISS UM PÁSKANA Tvær ferðir; ellefu dagar og sex dagar til CRANS MONTANA FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www.gjtravel.is Netfang: outgoing@gjtravel.is Ellefu daga ferð, 21. til 31. mars Fimmtudaginn 21. mars verður flogið með Flugleiðum til Amsterdam og og áfram með KLM til Zurich. Þaðan er ekið til Crans-Montana og gist á Grand Hotel du Parc næstu 10 nætur. Grand Hotel du Parc er vel staðsett fjögurra stjörnu hótel í göngufæri við skíða- lyfturnar. Þann 31. mars er svo ekið til Genfar og flogið þaðan heim um Amsterdam. VERÐ 142.600 kr. á mann Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur milli Zurich, Crans-Montana og Genfar, gisting í 10 nætur í tveggja- manna herbergi, morgunverður og kvöldverður. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi: 16.300 kr. Sex daga ferð, 27. mars til 1. apríl Miðvikudaginn 27. mars verður flogið með Flugleiðum til Parísar og ekið þaðan til Crans-Montana. Gisting á Hotel Central næstu 4 nætur. Seinni hluta páskadags, 31. mars, er ekið áleiðis til Frankfurt og gist í Frakklandi síðustu nóttina. Annan páskadag verður flogið heim frá Frankfurt. Hotel Central er þægilegt og vel staðsett, þriggja stjörnu hótel í miðbæ Crans- Montana. VERÐ 69.950 kr. á mann Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur milli Parísar, Crans-Montana og Frankfurt, gisting í tveggja- manna herbergi í 4 nætur á Hotel Central og eina nótt í Frakklandi og morgunverður. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er 5.200 kr. Verð miðast við gengi og forsendur 04.01. 2001 SKÆRULIÐAHREYFINGIN FARC samþykkti seint í gærkvöldi að hefja aftur friðarviðræður við stjórn Kólumbíu en óttast hafði verið að stríðið í Kólumbíu myndi harðna eftir að friðarumleitanir Andres Pastrana forseta höfðu farið út um þúfur um helgina. Greindi franski diplómatinn Daniel Parfait, sem kom til Kólumbíu í gær ásamt hópi er- lendra sáttasemjara til að reyna að blása lífi í friðarumleitanir, frá því að bæði skæruliðarnir og Pastrana for- seti hefðu orðið ásáttir um að hefja viðræður að nýju. Áður höfðu fulltrúar FARC hafnað friðarviðræðum og sögðust ætla að fara af stóru griðasvæði, sem forset- inn lét hreyfingunni eftir fyrir þrem- ur árum til að fá hana að samninga- borðinu. FARC settir úrslitakostir Stjórn Kólumbíu flutti þá allar her- og lögreglusveitir sínar af svæðinu til að reyna að ná friðarsamkomulagi við skæruliðana en sú tilraun misheppn- aðist. Andstæðingar FARC segja að hreyfingin hafi notað griðasvæðið, sem er á stærð við Sviss, til að fremja glæpi, fela fórnarlömb mannræn- ingja og smygla kókaíni. Hreyfingin hafi einnig notað svæðið til að þjálfa skæruliða og gera árásir á önnur svæði í Kólumbíu. Þessi misnotkun á griðasvæðinu og lítill árangur af við- ræðunum urðu til þess að almenning- ur í landinu snerist gegn friðarum- leitunum stjórnvalda. FARC dró sig út úr friðarviðræð- unum í október eftir að stjórnin fjölg- aði hermönnum sínum í grennd við griðasvæðið til að reyna að stöðva glæpastarfsemi og hernað skærulið- anna. Pastrana setti hreyfingunni úr- slitakosti á laugardag og sagði að annaðhvort yrði hún að leggja fram raunhæfar friðartillögur eða fara af griðasvæðinu ekki síðar en í dag. Hreyfingin neitaði að hefja friðar- viðræður að nýju og tilkynnti á sunnudag að hún hygðist fara af griðasvæðinu. Simon Trinidad, samningamaður FARC, kenndi Pastrana um að friðarumleitanirnar fóru út um þúfur en með liðsinni stjórnarerindreka frá nokkrum ríkj- um Evrópu og Rómönsku-Ameríku, sem hafa stutt friðarumleitanirnar, hefur nú semsé tekist að koma við- ræðum á að nýju. Stríðið í Kólumbíu hefur staðið í tæp 38 ár og margir hafa óttast að það myndi harðna á næstu mánuðum. Reuters Kólumbískir hermenn búa sig undir að fara í skriðdreka við griðasvæði skæruliða marxistahreyfingarinnar FARC. Skæruliðar FARC samþykkja að koma aftur að samningaborðinu Los Pozos. AFP, AP. Reynt að afstýra stríði í Kólumbíu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.