Morgunblaðið - 18.01.2002, Page 4

Morgunblaðið - 18.01.2002, Page 4
Morgunblaðið/RAX TÍÐARFAR og sjósókn hafa án efa verið meðal umræðuefna þessara tveggja manna sem sátu yfir kaffi- spjalli í Kaffivagninum á Granda- garði einn morguninn. Úti fyrir lamdi rigningin á rúðunum og þeg- ar svo háttar getur verið gott að ylja sér með heitum sopanum. Tveggja manna tal SKIPULAGSSTOFNUN hefur fall- ist á lagningu Snæfellsnesvegar um Kolgrafafjörð í Eyrarsveit og Helga- fellssveit milli Berserkseyrar og Vindáss í Eyrarsveit með því skilyrði að tryggt verði að því sem næst óbreytt vatnsskipti verði í Kolgrafa- firði að loknum framkvæmdum. Um er að ræða þrjár hugsanlegar leiðir og fellst Skipulagsstofnun á þær allar. Leið 1, sem er valkostur Vegagerðarinnar, þverar Kolgrafa- fjörð á uppfyllingum og 230 m langri brú með fullum vatnsskiptum þar sem styst er milli Hjarðarbólsodda og Kolgrafaodda og liggur síðan inn með firðinum að vestanverðu. Veg- urinn er 7,3 km langur og er nær ein- göngu nýbygging og styttir leiðina milli Stykkishólms og Grundarfjarð- ar um 6,2 km miðað við núverandi veg. Áætlaður kostnaður við leið 1 er um 850 milljónir króna. Áætlaður kostnaður um 440 milljónir Leið 2 fylgir núverandi vegi að stærstum hluta inn Kolgrafafjörð en liggur utar og fer m.a. yfir leirur í botni fjarðarins. Leiðin er 12 km löng og 1,5 km styttri en núverandi vegur. Um 3 km eru nýbygging, fyr- ir botni Kolgrafafjarðar og við Hrafnkelsstaðabotn. Innst í Kol- grafafirði er vegurinn fluttur út í sjó með byggingu brúar og fyllingu og einnig þarf að byggja brú yfir Hrafná. Áætlaður kostnaður er um 440 milljónir. Leið 3 fylgir núverandi vegi að mestu en töluverðar breytingar eru á hæð vegarins. Leiðin er jafnlöng núverandi vegi eða 13,5 km. Um 2,2 km eru nýbygging, fyrir botni Kolg- rafafjarðar þar sem vegurinn liggur rétt ofan við fjöruna og við Hrafn- kelsstaðabotn. Byggja þarf brýr yfir Hrafná og Slýá. Áætlaður kostnaður er um 355 milljónir. Gert er ráð fyrir því að fram- kvæmdir hefjist árið 2002 og verði lokið árið 2004. Fallist á lagningu veg- ar um Kolgrafafjörð                        FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, fékk í gærkvöldi heiðursverðlaun Franska land- fræðifélagsins fyrir framlag sitt til Íslandskynningar í Frakklandi á liðnum árum. Verðlaunaafhend- ingin fór fram við hátíðlega athöfn í öldungadeild franska þjóðþings- ins en félagið nýtur verndar öld- ungadeildarinnar. Franska landfræðifélagið var stofnað árið 1821 og hefur starfað óslitið síðan. Það er í hópi elstu vís- indafélaga í Frakkland og er Vig- dís ein fárra útlendinga sem hlotið hefur verðlaunin. Meðal heið- ursfélaga landfræðifélagsins, má nefna bandaríska heimskauta- farann Robert E. Peary, Henry Morton Stanley, David Livingstone og fyrstu tunglfarana, Neil Arm- strong, Edwin Aldrin og Michael Collins, svo fáeinir séu nefndir. Heiðursverðlaun Franska land- fræðifélagsins eru veitt einu sinni á ári og tók Vígdís Finnbogadóttir við verðlaununum úr hendi forseta öldungadeildarinnar, Christian Poncelet. „Ég er djúpt snortin og hreykin af þessari upphefð,“ sagði Vigdís í gær við Morgunblaðið og sagði Frakka hafa þá ímynd af Íslend- ingum að þeir væru mikil menning- arþjóð. Þar ytra sagði hún áhuga Frakka á Íslandi m.a. endurspegl- ast í því að Íslendingasögurnar hefðu verið þýddar auk samtíma- bókmennta, m.a. eftir Halldór Lax- ness og Steinunni Sigurðardóttur. Fær frönsk heiðursverðlaun Vigdís Finnbogadóttir Sam- þykkti að framselja Íslending ÆÐSTI dómstóll í Hollandi hefur fallist á að framselja Ís- lending á fertugsaldri sem nú afplánar dóm í Hollandi vegna smygls á 16 kílóum af kókaíni inn í landið. Lögreglan í Reykjavík vill hafa tal af honum í tengslum við hvarf Valgeirs Víðissonar en ekkert hefur spurst til hans síðan 1994. Dómstóllinn hefur úrskurðað að heimilt sé að framselja manninn en hol- lenska dómsmálaráðuneytið mun taka ákvörðun um hvort það verði í raun gert. Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, telur að það ferli muni væntanlega taka um 1–2 vikur. Lögreglan í Reykjavík yf- irheyrði manninn í fyrra þeg- ar hann sat í fangelsi ytra en fór síðan fram á það við dómsmálaráðuneytið að fram- sals yrði krafist. Vísbending- ar höfðu borist um að mað- urinn tengdist hvarfi Valgeirs og segir Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn að allar slíkar vísbendingar væru kannaðar Maðurinn sem um ræðir hefur komið við sögu fíkni- efnamála á Íslandi. Enn í haldi á Kanarí- eyjum ÍSLENSKUR karlmaður er enn í haldi lögreglunnar í Las Palmas á Kanaríeyjum vegna dauðsfalls sambýliskonu mannsins er hún féll fram af svalagangi á fimmtu hæð fyrir tæplega tveimur vikum. Maðurinn er í gæslu á sjúkradeild fangelsisins í Las Palmas en hann var fluttur þangað fyrir síðustu helgi. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, rekstrarstjóra utanríkisráðu- neytisins, virðist maðurinn, sem er á áttræðisaldri, við ágæta heilsu. Ráðuneytið hefur ekki fengið upplýsingar um hvort verjandi mannsins hafi lagt fram beiðni um að honum verði sleppt úr gæsluvarðhaldi. Fjölskylda hans hefur fengið leyfi til að heimsækja hann og hefur sonur hans þegar hitt hann. HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ís- lenska ríkið af kröfum manns, sem sagði að hann hefði ekki verið var- aður við afleiðingum skurðaðgerð- ar sem hann gekkst undir. Eftir aðgerðina þurfti hann stómabúnað og taugar sködduðust svo hann missti kyngetuna. Maðurinn greindist með krabba- meinsæxli í endaþarmi og mein- varp í lifur. Hann gekkst undir skurðaðgerð þar sem æxlið og hnútur í lifur var fjarlægt. Eftir aðgerðina kom í ljós að taugar þær sem valda stinningu getnaðarlimsins höfðu skaddast og hann því misst kyngetu. Þá þurfti hann að notast við stóma- búnað. Maðurinn fór fram á 2,8 millj- ónir króna í bætur, á þeirri for- sendu að hann hefði ekki verið varaður við hugsanlegum afleið- ingum skurðaðgerðarinnar. Hæstiréttur segir eðlilegt að samskipti læknis og mannsins hefðu fyrst og fremst snúist um hinn lífshættulega sjúkdóm sem hann var haldinn, en maðurinn hefði þó átt rétt á upplýsingum um vel þekktar afleiðingar aðgerðar- innar. Skurðaðgerð eini kosturinn til að bjarga lífi mannsins Hins vegar hefði maðurinn við- urkennt að hann hefði undirgeng- ist aðgerðina þó að honum hefðu verið afleiðingarnar ljósar, auk þess sem skurðaðgerð hefði í raun verið eini kosturinn til að freista þess að bjarga lífi hans. Hæstirétt- ur telur því skilyrði skaðabóta- skyldu ekki fyrir hendi í málinu og þess vegna þurfi ekki að taka af- stöðu til þess hvort maðurinn hefði fengið fullnægjandi upplýsingar um afleiðingar aðgerðarinnar. Hæstiréttur um skurðaðgerð vegna krabbameins Engar bætur vegna afleiðinga aðgerðar Ók upp á hæð og fór út af KONA meiddist nokkuð þegar jeppi sem hún ók fór út af Laugarvatns- vegi, skammt sunnan við Stangar- læk um hádegi í gær. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var konan að aka upp á hæð þegar hún missti stjórn á jeppanum í hálku. Aðstæður hafi verið þannig að vegurinn hafi að mestu verið auður en mikil hálka þar sem vegurinn hækkar. Jeppinn valt tvær veltur og er talinn ónýtur. Konan var í bílbelti og þykir ljóst að hún hefði slasast mun meira ef hún hefði ekki verið með beltið spennt. Henni var ekið á Heilbrigðisstofnunina á Selfossi til aðhlynningar en meiðsl hennar voru talin smávægileg og var líðan hennar nokkuð góð. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.