Morgunblaðið - 27.01.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.01.2002, Qupperneq 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gestum mbl.is býðst að senda kveðjur af mbl.is. Skemmtilegar myndir fylgja kveðjunum og passa þær við flest tilefni; afmæli, giftingar, útskrift, fermingu eða bara góða kveðju. Smelltu þér á mbl.is og sendu kveðju! FYLGSTU MEÐ ÞVÍ NÝJASTA sendu kveðju DAGSKRÁ með ljóðum og tón- list frá Frakklandi verður í Listaklúbbi Leikhúskjallarans nk. mánudagskvöld kl. 20.30. Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari og Elísabet Waage hörpuleikari flytja tón- list eftir Georges Bizet, Marcel Tournier, Maurice Ravel, Claude Debussy, Gabriel Fauré og Jacques Ibert. Jó- hann Sigurðarson leikari les við undirleik Guðrúnar og Elísa- betar, íslenskar þýðingar á frönskum ljóðum sem skáldið Sigurður Pálsson hefur valið. Ljóðin eru eftir þrjá af helstu skáldrisum Frakka, nítjándu aldar skáldin Charles Baudel- aire og Paul Verlaine og tutt- ugustu aldar skáldið Jaques Prévert. Þýðendur ljóðanna eru Helgi Hálfdanarson, Jón Óskar, Sigurður Pálsson og Þorsteinn Gylfason. Franskt kvöld í Lista- klúbbnum Gallerí Fold, Rauðarárstíg Sýningu á pastelverkum Hrings Jóhannessonar í Rauðu stofunni og kynningu á ljósmyndum Magnúsar Óskars Magnússonar í Ljósfold lýk- ur í dag, sunnudag. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10–18, laugardaga til kl. 17 og sunnu- daga kl. 14–17. Sýningum lýkur EINAR Falur Ingólfsson ljós- myndari heldur fyrirlestur í LHÍ, Laugarnesi, á mánudag kl. 12.30. Fyrirlest- urinn nefnist: Henri Cartier Bresson: Ljós- myndari tuttug- ustu aldar. Fjallað verður um megineinkenni hins merka franska ljósmyndara sem hafði meiri áhrif á þróun ljós- myndunar og birtingarmyndir henn- ar en flestir aðrir á öldinni sem leið. Sýndar verða myndir og fjallað um það sem eftir Cartier liggur. Einar Falur er með próf í bók- menntafræði frá HÍ og MFA-gráðu í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York. Hann er myndstjóri Morgunblaðsins. Inga Ragnarsdóttir myndlistar- maður flytur fyrirlestur í LHÍ, Skip- holti 1, á miðvikudag, kl. 12.30. Fyr- irlesturinn fjallar um þróun, út- færslu og uppsetningu á verkinu Brunnur sem nýverið var sett upp í Kempten í Suður-Þýskalandi. Verk- ið er „vatnsverk“ og nýtist einnig sem leiktæki fyrir börn. Inga útskrifaðist úr keramikdeild MHÍ og lauk mastersgráðu í skúlpt- úr frá Akademíunni í München. Hún býr og starfar í Þýskalandi. Námskeiðið Myndvinnsla II Photoshop hefst 11. febrúar. Kenn- ari er Höskuldur Harri Gylfason grafískur hönnuður. Fyrirlestrar og námskeið í LHÍ Einar Falur Ingólfsson GAMALL draugur verður dreginn inn á gafl í Hallgrímskirkju í dag, á nýstárlegum tónleikum, þar sem sönghópurinn Voces Thules, Matth- ías Hemstock slagverksleikari og Hörður Áskelsson orgelleikari flytja íslenska tónlist frá miðöldum, spuna með uppmögnuðum slagverkshljóð- um og nýtt tónverk eftir Huga Guð- mundsson. Yfirskrift tónleikanna er fengin úr þjóðsögunni um óvættinn Nadda sem hélt til í Njarðvíkurskriðum við Borgarfjörð eystri á 13. öld. Naddi varð valdur að mörgum dauðsföllum á þessum slóðum og forðuðust menn að fara skriðurnar einir eftir að tók að rökkva. Það var svo árið 1306 að Jón nokkur Björnsson fór skriðurnar einn að næturlagi og lenti í bardaga við Nadda. Jóni tókst að verjast all- lengi enda mikið hreystimenni. Leik- urinn barst að meljaðri austar í skriðunum og varð svo harður að Jón sá tvísýnu á lífi sínu. Gerði hann þá heit að ef hann sigraði skyldi hann reisa minnismerki um Guðs vernd. Þá brá svo við að eldingu sló niður á milli þeirra. Við þetta féll Naddi í ómegin, hrökk niður úr götunni og ofan í sjó. Jón lét síðar reisa kross þann er Naddakross er kallaður með þeirri áskorun að hver sem færi þar um skyldi krjúpandi fara með bæn. Saga þessi er framvinda tónleikanna. Í tveimur hlut- um spinna Matthías og Hörður í kring- um stemmn- ingar í sögunni, Hörður á orgel kirkjunnar en Matthías á uppmagnað slagverk sem sent verð- ur út í gegnum hljóðkerfi sem sett verður upp bæði fyrir framan og aft- an áheyrendur. Undir lokin, í verki Huga, er flutt bæn líkt og áskorun krossins kveður á um. Á milli þessara þátta syngja svo Voces Thules trúar- lega tónlist frá miðöldum sem fundist hefur í íslenskum handritum. Maríubæn sungin yfir Nadda Hugi Guðmundsson tónskáld, seg- ir að hugmyndin að tónleikunum hafi orðið til fyrir um ári síðan. „Mig lang- aði til að skapa heilsteypt prógramm, þar sem tónlistin væri annars vegar mjög gömul og hins vegar ný. Hug- myndin var strax að fá þessa tónlist- armenn, Hörð, Matthías og Voces Thules til að vera með í þessu, í ljósi þess sem þeir hafa verið að gera á síðustu árum í tónlistinni. Mig lang- aði að blanda saman þessum ólíku þáttum, og við notum til þess þjóð- söguna um Nadda, sem spinnst eins og rauður þráður í gegnum tón- leikana. Matthías og Hörður túlka átök Nadda og Jóns í sínum spuna og söngur Voces Thules fléttast inn í. Í lokin kemur svo verk mitt, þar sem þessir straumar mætast allir.“ Hugi segir að spuni þeirra Harðar og Matthíasar sé mismikið undirbú- inn. „Spunakaflarnir eru þó nokkuð formaðir. Hluti Matthíasar í mínu verki er nokkuð opinn, og ekki al- gjörlega útskrifaður í nótur. Við höf- um talað mikið um það hvernig þetta á að vera og prófað okkur áfram. Hann nýtir þær hugmyndir svo í sinn hluta spunans. Hörður spinnur aftur á móti meira úr þeim mótívum sem Voces Thules syngja.“ Verk Huga er byggt á texta sem sr. Geir Waage fann fyrir hann í handritsbroti sem varðveitt er í Reykholti. Textinn er Maríubæn og segir Hugi að það megi líta á verkið sem bæn fyrir vegfarendur við Naddakross. Tónlistin er samin út frá textanum; kórþátturinn er ein- faldur í anda miðaldatónlistar, en hvað hljóðfærin varðar segir Hugi að hann nýti sér sérstaklega nýstárleg hljóð slagverksins, meðal annars frá hljóðfærum sem Matthías Hemstock hefur sjálfur smíðað. „Trúarleg tónlist er mín bæn“ Hugi Guðmundsson er við tón- smíðanám í Danmörku, en hefur þeg- ar vakið athygli fyrir verk sín, og í haust hreppti hann verðlaun fyrir kórverk í tónsmíðasamkeppni Karla- kórs Reykjavíkur. Hann segir að það hafi gert gæfumuninn fyrir sköpun þessa verks að Menningarborgar- sjóður veitti honum styrk til þess. „Ég held að í tónsmíðum mínum sé ég furðuleg blanda af einhverju mjög hefðbundnu og nýju. Það er nýtt fyr- ir mig í þessu verki að nota hljóð og hljóðfæri sem eru ekki inn í klass- ískum tónlistarheimi. Mér finnst það mjög spennandi að víkka út þessa möguleika; það hafa varla verið búin til ný hljóðfæri í hundrað ár ef tölvan er undanskilin. Trúarleg tónlist hef- ur annars verið mitt svið, og að því leyti er þetta hefðbundna hinn strengurinn í mér. Trúarlega tónlist- in er mín bæn, ef svo má segja, og því leita ég oft í kirkjuna. Þar er viss tónn sem ég sækist eftir í verkum mínum, kyrrlátur og hljóður, og auð- vitað mikið af sunginni tónlist. Það er sterkt í mér að reyna að blanda sam- an hefðbundnu og nýju. Þessu er haldið allt of mikið aðskildu; mig langar að koma þessu saman og þetta er tilraun til þess.“ Tónleikarnir í Hallgrímskirkju í dag hefjast kl. 17.00. Nýtt og gamalt mætast á nýstárlegum tónleikum sem haldnir verða í Hallgrímskirkju Naddi draugur kveðinn niður Morgunblaðið/Sverrir Við æfingar: Hörður Áskelsson, hluti sönghópsins Voces Thules og Hugi Guðmundsson. Hugi Guðmunds- son tónskáld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.