Morgunblaðið - 27.01.2002, Side 31

Morgunblaðið - 27.01.2002, Side 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 2002 31 ✝ Skúli Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 25. mars 1924. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 22. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Ágústs- son frá Birtinga- holti, vélstjóri, f. 2. maí 1897, d. 23. júlí 1976, og fyrri kona hans, Ragnheiður Sigfúsdóttir Thor- arensen húsfreyja, f. 25. júní 1897, d. 29. ágúst 1942. Bræður Skúla voru: a) Sigfús Haukur, flugumferðar- stjóri, f. 27. júní 1920, d. 22. maí 1962, maki Sigrún Björgúlfsdóttir og eiga þau þrjú börn, Skúla, Ragnheiði og Þórunni. b) Magnús Ágúst, fyrrv. skrifstofustjóri, f. 30. ágúst 1926, maki Erna Sigurðar- dóttir og eiga þau tvö börn, Sigríði Hrefnu og Skúla. Skúli átti tvo hálfbræður, Kára Guðmundsson, flugumferðastjóra, f. 1. desember 1945, d. 18. júlí 1970, og Ágúst Guðmundsson, framkvæmda- stjóra, f. 11. mars 1950. Hinn 6. ágúst 1949 kvæntist Skúli Aðalbjörgu Björnsdóttur, M.A. í dönsku, framhaldsskóla- kennara, f. 14. febrúar 1926 í Reykjavík. Dætur þeirra eru: a) Kaupmannahöfn 1950. Árið 1950– 1951 starfaði Skúli hjá Frederiks- berg Kommune í Kaupmannahöfn, 1951–1956 í gatna- og holræsa- deild borgarverkfræðings í Reykjavík og deildarverkfræðing- ur þar frá 1956–1960. Skúli rak eigin verkfræðistofu 1960–1961. Var verkfræðingur hjá danska verktakafyrirtækinu E. Phil og Sön og starfaði á Borgundarhólmi 1961–1964, og deildarstjóri hjá sama fyrirtæki í Færeyjum 1964– 1965. Hann var framkvæmdastjóri Efrafalls sf. 1965–1970, og síðan forstöðumaður framkvæmdadeild- ar Innkaupastofnunar ríkisins frá 1970–1993. Skúli var stundakenn- ari við Tækniskóla Íslands frá 1972 og einnig hjá verkfræðideild HÍ frá 1974. Hann sat í stjórn Stúd- entaráðs HÍ 1946–1947, Verkfræð- ingafélags Íslands á árunum 1954– 1956, einnig í stjórn Lífeyrissjóðs Verkfræðingafélagsins1954–1961 og Stéttarfélags verkfræðinga 1959–1960. Hann var í samstarfs- nefnd um opinberar framkvæmdir frá 1970–1993. Skúli var fulltrúi Íslands í stjórn NKS, norrænu samstarfi um ríkisbyggingar. Skúli var landsþekktur íþrótta- maður og margfaldur Íslands- meistari í hástökki. Á námsárum sínum í Kaupmannahöfn tók hann virkan þátt í íþróttamótum þar. Skúli var einnig fyrirliði íslenska frjálsíþróttalandsliðsins sem sigr- aði Dani og Norðmenn í Ósló 1951. Útför Skúla fer fram frá Dóm- kirkjunni á morgun, mánudaginn 28. janúar, og hefst athöfnin klukkan 15. Ragnheiður, læknir í Reykjavík, f. 21. mars 1951, d. 27. október 1981, maki Jón Barða- son, framhaldsskóla- kennari, f. 28. júlí 1949. Synir þeirra eru Skúli Björn, f. 13. febrúar 1978, sam- býliskona Ágústa Sig- urjónsdóttir, f. 30. október 1981, og Barði Már, f. 12. maí 1980. Seinni kona Jóns er Sigríður Ein- arsdóttir sérkennari, f. 18. október 1951, dóttir þeirra er Lára Jóhanna, f. 18. desember 1983. b) Margrét Birna hjúkrunarfræðingur, f. 29. júní 1955, maki Árni Tómasson bankastjóri, f. 25. október 1955. Börn þeirra eru Berglind Þóra, f. 25. júlí 1978, sambýlismaður Þor- steinn H. Ástráðsson, f. 19. sept- ember 1975, Björn Steinar, f. 15. mars 1981, og Guðný Anna, f. 28. mars 1988. c) Erla Björg kvik- myndaleikstjóri, f. 22. apríl 1957, maki Bradley James Boyer mark- aðsráðgjafi, f. 20. júní 1950. Dóttir þeirra er Savanna Eyrún, f. 21. mars 1994. Skúli lauk stúdentsprófi frá MR 1943, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ, prófi í byggingarverkfræði frá Danmarks Tekniske Höjskole í Tengdafaðir minn, Skúli Guð- mundsson, er látinn. Hann lést að- faranótt 22. janúar síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Skjóli eftir stutta sjúkralegu. Skúli hafði um árabil barist við Alzheimer-sjúk- dóminn og hafði hrakað mjög síð- asta árið. Síðustu þrjú árin var hann í dagvistun á Vitatorgi, fluttist síðan að heiman í apríl sl. á sambýlið í Laugaskjóli og svo yfir á Skjól í nóv- ember. Vakti það eftirtekt mína og annarra aðstandenda hversu vel var um Skúla hugsað og hvílíkt úrvals- fólk annaðist hann af mikilli nær- gætni. Eru öllum sem önnuðust Skúla á þessum erfiðu tímum færð- ar alúðarþakkir. Alzheimer-sjúk- dómurinn er aðstandendum ekki síður en sjúklingum ákaflega erfið- ur. Sorglegt er að horfa upp á lík- amlega hraustan mann, sem ætti að geta notið efri ára í faðmi fjölskyldu sinnar, fjarlægjast ástvini sína and- lega án þess að fá nokkru um það ráðið, þvert gegn vilja allra. Aldrei brast þó tengdaföður minn geðprýð- ina og kurteisina, sem einkennt hafði hann allt lífið, sama á hverju gekk. Hugurinn hvarflar aftur til átt- unda áratugarins, er ég tók að venja komur mínar á heimili Skúla og Addýjar í Skeiðarvogi 43. Ég man fyrst eftir Skúla þar sem hann stóð með svuntuna við að elda mat ofan í heimilisfólkið. Þessu hafði ég ekki átt að venjast og fannst það í upp- hafi svolítið sérstakt, en átti eftir að venjast þessu og líka vel. Annað vakti athygli mína, en það var hve umræður við matarborðið voru fjör- legar. Fannst mér nóg um hve syst- urnar stóðu uppi í hárinu á pabba sínum og andmæltu honum í einu og öllu að mér fannst. Dáðist ég að þol- inmæði Skúla og var ekki laust við að hann hefði gaman af öllu saman, hefur e.t.v. skynjað að þær voru að láta til sín taka frammi fyrir gest- inum. Enduðu þrætur nánast alltaf með því að Skúli gekk yfir í bóka- herbergi, tók fram eina af fjölmörg- um alfræðibókum sínum og rak uppivöðsluseggina á gat. Ástin og umhyggjan fyrir dætrunum var þó takmarkalítil og var það sannarlega endurgoldið. Skúli var geysilega fróður og víðlesinn, en flíkaði því ekki frekar en öðru. Hann var betri en enginn að hafa með sér þegar farið var í spurningakeppni og kom þá vel í ljós hversu fjölfróður hann var. Skúli var í essinu sínu þegar fjölskyldan kom í heimsókn. Duldist engum hve vel honum leið þegar við komum í ófá matarboð og hádeg- ishlaðborð að danskri fyrirmynd, og hann gat stjanað við okkur. Ekki minnkaði ánægjan þegar barna- börnin tóku að líta dagsins ljós og var ekki óalgengt að sjá þennan stóra mann liggja á fjórum fótum eða á maganum að leik við smáfólk- ið. Þegar barnabörnin uxu úr grasi fylgdist hann af áhuga með fram- gangi þeirra og þau löðuðust að afa og ömmu í Skeiðarvogi. En lífið var ekki eintóm hamingja og mikill skuggi lagðist yfir heimilið þegar elsta dóttirin, Ragnheiður, veiktist af bráðahvítblæði árið 1980, þá ný- lega útskrifuð sem læknir og ófrísk að sínu öðru barni. Tók þetta mjög á Skúla og þegar Ragnheiður lést var það í eina skiptið sem ég sá tengda- föður minn láta tilfinningar sínar verulega í ljós. Eftir þetta fannst mér Skúli aldrei samur, einhvern veginn hafði slokknað á einhverjum neista innra með honum, þó að ekki léti hann það í ljós. Mesta lán Skúla í lífinu var þegar hann kynntist eiginkonu sinni, Aðal- björgu Björnsdóttur. Skúli var þá landsfræg íþróttahetja og einstak- lega myndarlegur maður; óvenju hávaxinn, 1,96 metrar á hæð, grann- ur, tígulegur og bjartur yfirlitum. Var eftir þessu glæsilega pari tekið og gengu þau í hjónaband árið 1949. Eftir að Skúli hætti í íþróttunum 1951 tóku við barneignir og venju- bundið brauðstrit. Það var ekki í anda Skúla að ganga að einhverju með hangandi hendi og þegar hann gat ekki lengur helgað sig íþrótt- unum lagði hann þær algerlega á hilluna en helgaði sig vinnu og fjöl- skyldu. Engu að síður fylgdist Skúli samt af áhuga með frjálsum íþrótt- um allt sitt líf. Lýsir þetta nokkuð lunderni Skúla en hann gat verið mjög þrjóskur ef hann tók eitthvað í sig þó alltaf færi hann fínt með skoðanir sínar. Skúli stundaði ýmis verkfræðistörf fram til 1961 er hann réðst til starfa hjá danska verktaka- fyrirtækinu E. Phil og Sön að ósk eiganda þess Sören Langvad. Þeir Skúli höfðu kynnst á námsárunum úti í Kaupmannahöfn og tókst mikil vinátta með þeim sem hélst óslitið. Addý og dæturnar fluttu með Skúla til Borgundarhólms og áttu þau þar þrjú yndisleg ár og eignuðust marga vini. Tóku þau Addý miklu ástfóstri við danska menningu, fluttu með sér heim marga góða siði og nutum við þessa í hvívetna. Skúli vann að og stjórnaði ýmsum verkefnum innan lands og utan þar til hann réðst sem forstöðumaður til framkvæmda- deildar Innkaupastofnunar ríkisins árið 1970, sem nú heitir Fram- kvæmdasýsla ríkisins. Starfaði Skúli þar óslitið uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1993. Skúli var einstaklega vinnusamur og stálheiðarlegur embættismaður. Var ekki óalgengt að hann væri kominn á fætur og byrjaður að vinna heima fyrir fimm á morgnana. Mest fór í taugarnar á honum ef reynt var að þrýsta á um val á verk- taka án þess að fagleg sjónarmið lægju að baki eða að setja fram- kvæmd í gang sem ekki var búið að hanna og fjármagna. Veit ég til þess að hann gat verið mjög þver og ósveigjanlegur þegar aðstæður sem þessar komu upp og féll þetta ekki alltaf í góðan jarðveg meðal stjórn- málamanna, sem voru undir þrýst- ingi um að hefja framkvæmdir áður en kjörtímabili lyki. Á síðustu ár- unum áður en Skúli hætti, tókum við eftir, og gerðum reyndar grín að þá, að Skúli tók alla fundi og viðtöl vegna starfsins upp á segulband og vann minnisblöð og úrlausnir á grundvelli þess. Eftir á að hyggja hefur sjúkdómurinn sennilega verið farinn að gera vart við sig, því fljót- lega eftir að hann lét af störfum ágerðist þetta. Það aftraði Skúla þó ekki frá því að hafa, ásamt nokkrum öðrum góðum mönnum, forgöngu um byggingu íbúðarblokkar fyrir eldri borgara á Þorragötu 9. Kom Skúli mjög að öllum undirbúningi, framkvæmd útboða, og hafði eftirlit með byggingunni. Verður ekki ann- að séð en að vel hafi til tekist. Fluttu þau Addý í Þorragötuna árið 1996 og áttu þar góð ár saman þar til sjúkdómurinn ágerðist. Að leiðarlokum vil ég þakka elskulegum tengdaföður fyrir sam- fylgdina. Aldrei minnist ég þess að styggðaryrði hafi fallið af vörum hans í minn garð. Þegar honum þótti ég helst til hvatvís í svörum, brosti hann einungis og sagði sem svo: Ja, þú kýst að orða þetta svona! Minningin um heiðarlegan mann og ástúðlegan afa mun fylgja fjölskyldu okkar og sefa sorgina. Guð blessi minningu Skúla Guðmundssonar. Árni Tómasson. SKÚLI GUÐMUNDSSON ✝ Herbert PatrickWard (Herbert Albertsson) fæddist í bænum Navan á Ír- landi 10. júlí 1922. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut að morgni sunnudagsins 20. jan- úar síðastliðins. Hann var sonur hjónanna Herberts og Brigid Ward, sem auk Herberts áttu sex dætur og eru fimm þeirra enn á lífi. Eftirlifandi kona Herberts er Jenný Clausen, f. 1916, en hún er dótt- ir Axels Clausen verslunarmanns, f. 1888, d. 1985, og Þóru Svanfríðar Árnadóttur, f. 1894, d. 1950. Einkabarn Herberts og Jennýj- ar var sonurinn Svanur Laurence, f. 1950, d. 1982. Útför Herberts verður gerð frá Landakotskirkju á morgun, mánudag- inn 28. janúar, og hefst athöfnin klukkan 14. Ég ætla að kveðja með fáeinum orðum Herbert Patrick Ward, en hann kom fyrst til Íslands árið 1943 sem hermaður í breska setuliðinu. Hér kynntist hann konu sinni og þau giftu sig árið 1950. Hann gerðist síðar íslenskur ríkisborgari og þurfti þá samkvæmt lögum að taka sér íslenskt nafn og tók sér nafnið Herbert, en eitthvað skolaðist föð- urnafnið til í „kerfinu“ sem skráði hann Albertsson. Í okkar fjölskyldu var íslenska útgáfan á nafni hans nánast aldrei notuð. Hann var alltaf kallaður Paddy, sem er stytting á því rammírska nafni Patrick, en hann var mjög stoltur af írskum uppruna sínum. Það kom mjög vel fram þegar ég fylgdi honum í sjúkrabíl á Landspít- alann tveimur dögum áður en hann lést. Þá var verulega af honum dreg- ið, hann átti bágt með að tjá sig og hjúkrunarfólkinu sem tók á móti honum gekk erfiðlega að skilja hann. Ef það mætti hjálpa til, sagði ég því að hann kæmi upphaflega frá Englandi. En þegar ég minntist á England lyfti minn maður upp hendinni af veikum mætti og leið- rétti mig. Hann sagðist vera írskur, ekki enskur. Það skyldi vera á hreinu. Fyrir nokkrum árum leitaði hann uppruna síns og heimsótti Ír- land og fæðingarstað sinn í Navan sem fyrr er getið og var það honum mikils virði að koma þangað aftur, þó að allir hans ættingjar væru löngu fluttir í burtu. Svanur Laurence lést í hörmu- legu bílslysi á leið sinni frá vinnu á Keflavíkurflugvelli, en þar starfaði hann sem matsveinn. Laurence var kvæntur Margréti Sigurðardóttur og saman áttu þau börnin Sigríði Jenný sem var sjö ára og Patrick Herbert sem var fjögurra ára þegar faðir þeirra lést. Þau hafa haldið góðu sambandi við afa sinn og ömmu, sem fylgdust með öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og voru mjög stolt af þeim. Fyrir átti Laurence dótturina Evu Lísu, sem er fædd 1969, en hún ólst að mestu upp hjá afa sínum og ömmu. Eva sem er gift Peter Craw- ford hefur búið í Bristol í Englandi síðustu árin. Hún fylgdist þó alltaf vel með gömlu hjónunum í gegnum síma og heimsóknir og þau fóru til hennar þegar tækifæri gafst. Það var alltaf sérlega kært með þeim Evu og afa hennar og þegar að hún fékk fréttir af því að hann væri al- varlega veikur og kominn á spítala, keyrði hún samstundis til London, tók næstu flugvél til Íslands og vék ekki frá honum fyrr en yfir lauk. Eva á soninn Stefán Laurence sem var síðast í heimsókn hjá langafa og langömmu um síðustu jól. Áður en hann fór aftur heim til Bristol lét Paddy hann hafa hluti sem hann hafði geymt alveg síðan hann var hermaður Hennar Hátignar fyrir margt löngu. Hann var að kveðja Stefán í hinsta sinn og vissi af því. Paddy og Jenný dvöldu í London í tvö ár um það leyti að hann lauk herskyldu, en sneru svo aftur til Ís- lands og bjuggu hér alla tíð síðan. Eftir heimkomuna starfaði Paddy meðal annars sem bílstjóri hjá breska sendiráðinu og bjó þá um tíma í því sögufræga húsi Höfða í Reykjavík. Eftir það stundaði hann ýmis störf, lengst af viðgerðir á bíla- rafmagni hjá Rafvélaverkstæði Hauks og Ólafs og síðar Mögnun, allt þar til hann hætti störfum. Paddy og Jenný tóku mig und- irritaðan að sér tveggja daga gaml- an í veikindum móður minnar Krist- rúnar Ingibjargar, sem var systir Jennýjar og var ég hjá þeim tvö fyrstu árin. Einnig átti ég athvarf á heimili þeirra síðar á ævinni, sem ég verð alltaf þakklátur fyrir. Fyrir mína hönd og þeirra sem næst mér standa, kveð ég vin minn og velgjörðarmann Herbert Patrick Ward. Hann er líklega kominn aftur til Írlands þangað sem hugurinn stefndi og vonandi búinn að hitta Laurence eins og hann þráði. Kristján Hermannsson. HERBERT PATRICK WARD Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar                                                            !"## $        %  & %%   '       !"##$"%% &#  "  $"%% '# () $"%%   )* $ #  &#+,-  $"%%  %$###  $ !"## ##  ) ,"#"%% +#+-#+#+#+-#  +#+#+#+#)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.