Morgunblaðið - 02.03.2002, Page 1

Morgunblaðið - 02.03.2002, Page 1
51. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 2. MARS 2002 Eldflaug með geimferjuna Col- umbiu hefur sig á loft frá Can- averal-höfða í Flórída í gær. Sjö manna áhöfn er um borð, geimfar- arnir ætla að elta uppi Hubble- geimsjónaukann og gera mik- ilvægar endurbætur á búnaði hans. Stjörnufræðingar bíða með öndina í hálsinum vegna þess að mistakist viðgerðin gæti svo farið að sjónauk- inn yrði ónothæfur. Reuters Stefnumót við Hubble ÖLDRUÐU fólki fjölgar hraðar í heiminum en lýðfræðingar bjuggust við samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um aldurssamsetninguna. Stjórn- völd standa því frammi fyrir erf- iðum úrlausnarefnum, að sögn skýrsluhöfundanna. Um 10% íbúa heimsins eru nú yfir sextugu og líklegt er að þetta hlutfall hækki í 20% um miðja öldina. Aldraðir verða þá orðnir fleiri en börnin í fyrsta sinn í sögu mannsins, að sögn Josephs Chamie, framkvæmda- stjóra fólksfjöldadeildar SÞ. Þessi þróun er hröðust í iðn- ríkjunum og Japanir og Ítalir eru nú „elstu“ þjóðirnar. Fjórð- ungur þeirra er 60 ára eða eldri og SÞ spá því að þetta hlutfall hækki í 40% fyrir árið 2050. Chamie segir að þessi þróun hafi miklar efnahagslegar afleið- ingar þar sem margt aldrað fólk sé háð aðstoð ættingja eða líf- eyri. Nú eru níu menn á vinnu- aldri (þ.e. á aldrinum 15–65 ára) á hvern aldraðan í heiminum en gert er ráð fyrir að hlutfallið verði fjórir á móti einum eftir 50 ár. Í iðnríkjunum, þar sem hlut- fallið er nú fimm á móti einum, verða aðeins tveir á vinnualdri á hvern aldraðan árið 2050. Mannkyn- ið eldist hratt SÞ. Los Angeles Times. VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, lýsti í gær fullum stuðningi sínum við þau áform Bandaríkjamanna að senda hernaðarráðgjafa og hergögn til Kákasus-lýðveldisins Georgíu. Neitaði hann því að dvöl Bandaríkja- hers í Georgíu teldist „harmleikur“ fyrir Rússa og sagði að fyrst Banda- ríkjamenn beittu sér gegn hryðju- verkavánni í ríkjum Mið-Asíu væri ekkert eðlilegra en að þeir gerðu það líka í Georgíu. Rússar styddu baráttuna gegn hryðjuverkum þar, sama hver stæði að henni. Pútín (t.h. á myndinni) lét þessi ummæli falla á fundi leiðtoga ellefu fyrrum ríkja Sovétríkjanna í Kazakstan í gær en hann átti þar fund með Edúard Shevardnadze (t.v.), forseta Georgíu. Sagði Shevardnadze við þetta tækifæri að ekkert annað ríki en Bandaríkin gæti hugsanlega náð að uppræta starfsemi hryðjuverka- manna í landinu. Hann sagði þó að land sitt myndi einnig eiga samstarf við Rússa um þetta verkefni. Reuters Sáttur við aðgerðir Bandaríkjamanna Moskvu, Tbilisi. AFP, AP. Fyrr í vikunni var greint frá því að rannsókn á vegum UNHCR og bresku góðgerðarsamtakanna Save the Children hefði leitt í ljós að hjálparstarfsmenn í Vestur-Afríku- ríkjunum Líberíu, Sierra Leone og Gíneu hefðu neytt flóttabörn til að hafa mök við sig áður en þeim var gefinn matur og aðrar nauðsynja- vörur. Hefur málið vakið mikinn óhug en rannsóknin tók til um fjörutíu alþjóðlegra hjálparstofn- ana. Kom fram að fyrst og fremst væri um heimamenn að ræða, en ekki erlenda hjálparstarfsmenn. Skýrslan er byggð á viðtölum við um 1.500 manns, einkum börn í búðunum. Ekki enn skýrt frá heitum stofnananna Sendinefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna vinnur nú að rannsókn málsins en ekki hefur verið greint frá því um hvaða fjörutíu hjálp- arstofnanir er að ræða. Sagðist Kris Janowski, talsmaður UNHCR, í gær ekki vita hvort áð- urnefnt athæfi hefði viðgengist hjá þeim öllum, eða hvort aðeins væri um að ræða tilteknar stofnanir. „Mennirnir eru enn við störf. Án traustra sannana getum við ekki rekið þá,“ sagði talsmaðurinn. Kynferðisleg misnotkun flóttabarna Meintir brota- menn enn að störfum Genf. AFP. FULLTRÚI Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sagði í gær að ekki lægju fyrir nægilegar sannanir á hendur þeim starfsmönnum ýmissa hjálparstofnana, sem grunaðir eru um að hafa misnotað flóttabörn kynferðislega, til að hægt væri að segja þeim upp störfum. Hann sagði hins vegar unnið að úrræðum sem ættu að koma í veg fyrir að misnotkun sem þessi gæti átt sér stað. HERSKÁIR hindúar á Indlandi kveiktu í gær í húsum múslíma í þorpinu Pandarvada í sambandsrík- inu Gujarat og fórust a.m.k. 30 manns í eldunum. Pandarvada er um 50 kílómetra frá borginni Godhra en þar réðust nokkur þúsund múslímar á járnbrautarlest á miðvikudag og kveiktu í henni með þeim afleiðing- um að 58 manns fórust. Voru 14 börn meðal hinna látnu. Hörð átök voru víða í vesturhluta Indlands í gær og samkvæmt síðustu fregnum hafa alls 295 manns látið lífið undanfarna daga. Féllu 48 manns í borginni Ah- medabad í gær í bardaga milli þús- unda vopnaðra hindúa og múslíma. „Íslamskir bókstafstrúarmenn voru á bak við árásina á lestina og nú er þeim goldið í sömu mynt,“ sagði B.L. Sharma, harðlínumaður í röð- um hindúa og fyrrverandi þingmað- ur. Hundruð manna hafa verið hand- tekin og tugþúsundir lögreglumanna og hermanna voru í gær kallaðar út til að reyna að hindra átök. Var sums staðar skotið á æstan mannfjöldann. Ekki hafa orðið mannskæðari átök milli hindúa og múslíma á Indlandi síðan 1992 en þá er talið að um 2.000 manns hafi fallið í kjölfar þess að hindúar jöfnuðu við jörðu mörg hundruð ára gamla mosku í borginni Ayodhya í ríkinu Uttar Pradesh. Samtök herskárra hindúa, VHP, hafa hótað að byrja að reisa eftir tvær vikur hindúahof á staðnum þar sem moskan stóð og hafa mörg þús- und stuðningsmenn þeirra haldið til Ayodhya undanfarna daga. Atal Behari Vajpayee forsætisráð- herra hvatti í gær hindúasamtökin til að fresta því að byggja hofið. Sagði Vajpayee í yfirlýsingu sem einnig var undirrituð af leiðtogum stjórnarandstöðunnar að stjórnin myndi taka af „festu og með áhrifa- ríkum hætti“ á óeirðaseggjunum. Einn af hindúaleiðtogunum sagði að múslímar hefðu fram til þessa látið nægja að stunda hryðjuverk í Kasm- ír en nú væri enginn óhultur. Hátt í 300 manns falln- ir á Indlandi Þúsundir hindúa og múslíma berjast í Ahmedabad Ahmedabad, Bombay, Nýju-Delhí. AP, AFP. FRAMLEIÐSLA á verksmiðju- varningi jókst í febrúar í Banda- ríkjunum í fyrsta sinn í hálft ann- að ár. Neysla og starfsemi í byggingariðnaði jókst einnig og er talið að samdrætti í efnahagnum sé nú að ljúka. Dow Jones-hluta- bréfamarkaðurinn tók vel við sér í gær og endaði í 10.368 stigum sem er hæsta vísitala í fimm mánuði. Hækkunin á Dow Jones í gær var 262,7 stig eða 2,6%, á Nasdaq- markaðnum var hún enn meiri eða 4,1%. Var hækkunin á síðarnefndu vísitölunni á einum degi sú mesta í eitt ár, hún endaði í 1.802 stigum. „Skilaboðin eru skýr: Horfurnar í efnahagnum eru að vænkast,“ sagði Hugh Jones, yfirmaður fjár- festinga hjá First Albany-fyrir- tækinu. Mikil hækkun á verðbréfa- mörkuðum New York. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.