Morgunblaðið - 02.03.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 02.03.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isMikilvægur sigur Stoke City á heimavelli gegn Brighton / B1 Jón Arnar er þriðji á EM en Vala er úr leik / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r2. m a r s ˜ 2 0 0 2 Vegna gruns um illa meðferð á bú- fénaði fékkst dómsúrskurður til að- gerða á bænum á fimmtudag og fóru á annan tug manna á staðinn frá lögreglunni í Borgarnesi og embætti yfirdýralæknis auk sýslu- manns og héraðsdýralæknis. Að sögn Stefáns Skarphéðinssonar sýslumanns var um 1.600 fjár skoð- að á bænum og tuttugu af um 120 hrossum. Stefán sagði að lengi hefði verið grunur uppi um að lög um dýra- vernd og búfjárhald væru brotin á bænum en eftirlitsaðilar átt erfitt með að sinna skyldum sínum á staðnum vegna mótmæla húsráð- enda. Því hefði verið gripið til þess ráðs að fá heimild Héraðsdóms Vesturlands til aðgerða, sem byggði úrskurð sinn á 18. gr. dýravernd- arlaga. Þrjú systkini búa félagsbúi á Höfða en annar bróðirinn hefur verið með sitt sauðfé sér og án at- hugasemda yfirvalda. Auk þess að skoða búfénað, skrá og vigta var húsakostur tekinn út og kannað hvort þartilgerðum reglugerðum væri fylgt. Áður hafði heyforðinn á bænum verið mældur. Stefán sagði að skýrsla yrði gefin út í kjölfar frekari rannsókna og þá tekin ákvörðun um hvort Höfða- bændur yrðu kærðir fyrir brot á lögum um dýravernd. Gunnar Gauti Gunnarsson hér- aðsdýralæknir sagði við Morgun- blaðið að aðkoman á Höfða hefði ekki verið glæsileg og strax orðið ljóst að féð væri langtum fleira en húsakostur leyfði. „Ástandið á bænum var heldur verra en maður bjóst við og ég reiknaði ekki með að farið yrði með hátt á fjórða hundrað fjár í burtu. Þetta fé er að stofni til grófgert, er meira í ætt við geitfé og safnar á sig litlum holdum. Bændurnir segja að þetta sé þeirra ræktunarstefna. Nánari skoðun verður að leiða í ljós hvort sauðféð hafi verið vannært,“ sagði Gunnar Gauti og taldi að eftir helgi ættu að liggja fyrir einhverjar niðurstöður rannsókna. Róttækar aðgerðir Héraðsdýralæknir sagði að í gegnum tíðina hefði lítið gengið að leiðbeina bændunum á Höfða um fjölda fjárins og húsakost. Því hefði orðið að grípa til róttækra aðgerða. Spurður um ástand þeirra tuttugu hrossa sem skoðuð voru á Höfða sagði Gunnar Gauti að þau hefðu virst vera í lagi. Tími hefði ekki unnist til að skoða fleiri hross en þessi tuttugu hefðu verið innan um sauðféð. Gunnar Örn Guðmundsson, dýra- læknir á Hvanneyri og fulltrúi yf- irdýralæknis, stjórnaði aðgerðum á vettvangi. Hann sagði við Morg- unblaðið að ástand búfjárins hefði í sumum tilvikum verið mjög slæmt. Ekki væri deilt um það að bænd- urnir gæfu fénu heldur væri fjöldi sauðfjár alls ekki í samræmi við húsakostinn. Lögregla og dýralæknar í nítján tíma að skoða 1.600 kindur á bæ í Borgarfirði Hátt í 200 fjár varð að flytja til slátrunar HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær Sigurð Guðmundsson í þriggja ára fangelsi fyrir að valda af gáleysi dauða níu mánaða gamals drengs með því að hrista hann harka- lega þannig að hann lést af völdum áverka sem höfðu öll einkenni þess sem nefnt hefur verið „shaken-baby syndrome“. Sigurður hefur ávallt neitað sök en dómurinn taldi að lögfull sönnun væri fyrir því að hann einn hefði haft tæki- færi til að hrista drenginn með þess- um hætti. Dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar en þetta er í fyrsta skipti sem ákært og sakfellt er fyrir brot af þessu tagi hér á landi. Sigurður var auk þess dæmdur til að greiða for- eldrum drengsins þrjár milljónir í miskabætur og útfararkostnað drengsins. Sigurður var ásamt eiginkonu sinni einnig dæmdur fyrir brot á almenn- um hegningarlögum með því að hafa haft mun fleiri börn í daggæslu en þeim var heimilt og var hvoru um sig gert að greiða eina milljón í sekt til ríkissjóðs. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að útilokað sé að skyndilegur og alvarlegur c-vítamínskortur, þ.e. skyrbjúgur, hafi getað valdið dauða drengsins, en að því hafði verjandi mannsins látið liggja við aðalmeðferð málsins. Réðu þar einkum vitnisburð- ur Þóru Steffensen réttarmeinafræð- ings og ítarlegar rannsóknir. Dómur- inn taldi á hinn bóginn sannað, með hliðsjón af nær samhljóða vitnisburði hennar og annarra lækna sem báru vitni, að drengurinn hefði hlotið alvar- lega áverka sökum alvarlegs hrist- ings. Áverkarnir hlytu að hafa leitt til þess að drengurinn hafi örfáum sek- úndum síðar verið kominn með mjög skerta meðvitund eða hreinlega misst meðvitund með öllu. Var tekið undir það með sérfræðingunum sem báru vitni að drengurinn hlyti að hafa hlot- ið áverkana í daggæslunni. Sigurður og kona hans voru samhljóða í þeim framburði sínum að hegðun drengs- ins hefði verið eðlileg í hádeginu og að konan hefði síðan brugðið sér af heim- ilinu til um kl. 14. Hafði einn afskipti af barninu Lagði dómurinn til grundvallar að Sigurður hefði lagt drenginn í barna- vagn skömmu eftir að kona hans kom heim. Enginn annar hafði afskipti af drengnum til klukkan 16.30 en hann var þá meðvitundarlítill og lést um 42 klukkustundum síðar. Sigurður hefði einn haft tækifæri til að hrista dreng- inn svo harkalega að bani hlaust af. Hjónin voru einnig sakfelld fyrir að hafa brotið gegn reglugerð um dag- gæslu í heimahúsum og þar með gegn almennum hegningarlögum. Höfðu þau leyfi fyrir ellefu börnum en frá janúar til apríl árið 2001 voru þau með sjö til ellefu fleiri börn í daggæslu en þau höfðu leyfi til. „Dómurinn telur þetta framferði ákærðu bera vott um ábyrgðarleysi og sinnuleysi um and- lega og líkamlega velferð þeirra barna sem þeim var treyst fyrir. Þau skirrðust hvorki við að taka alltof mörg börn í daggæslu né heldur blekkja daggæslufulltrúa á vegum hins opinbera og foreldra barnanna, sem margir hverjir vissu ekki að börn þeirra voru óskráð,“ segir í dómnum. Ákærðu ættu sér engar málsbætur en fram kom að þau hefðu fengið á bilinu 600–900.000 krónur í tekjur á mánuði. Um 1,6 milljónir töldu þau ekki fram til skatts á fyrrihluta árs 2001. Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að valda dauða níu mánaða gamals drengs Hafði einn tækifæri til að hrista drenginn harkalega ÓHÆTT er að segja að gamla Morgunblaðshúsið við Aðalstræti hafi tekið stakkaskiptum því með undrum tækninnar hefur tekist að endurvarpa fossi á uppljómaða framhlið hússins í tilefni af vetr- arhátíðinni Ljós í myrkri sem nú stendur yfir. Fossinn er ekki í klakaböndum, þótt Vetur konungur ríki og kuldaboli hafi bitið hraust- lega frá sér að undanförnu. „Foss við Aðal- stræti“ Morgunblaðið/Sverrir HÁTT í 200 fjár af bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði var flutt í slát- urhúsið í Borgarnesi í gærmorgun til slátrunar og sýnatöku eftir ítarlega vettvangsaðgerð á bænum nóttina og daginn áður sem alls tók nítján klukku- stundir. Lauk aðgerð ekki fyrr en um fimmleytið í fyrrinótt. Þá var á þriðja hundrað fjár flutt burtu af Höfða til fóðrunar á öðrum bæ í hreppnum. Síð- degis í gær barst sýslumanni svo skrifleg kvörtun frá lögmanni ábúenda þar sem aðgerðunum er mótmælt harðlega. UPPSTILLINGARNEFND þeirra þriggja stjórnmála- flokka sem mynda Reykjavík- urlistann hefur komið saman að undanförnu. Nefndinni er ætl- að að skipa, í samráði við Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, í 7. og 12. sæti listans, en auk þess í 16. sæti og neðar á framboðslista R-listans fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í vor. Stefnt er að því að uppstill- ingarnefndin komi saman um helgina og að endanlegur fram- boðslisti liggi fyrir á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru mestar lík- ur á því að Dagur B. Eggerts- son, læknir og rithöfundur, taki 7. sætið á listanum, en hann nýtur stuðnings borgarstjóra í það sæti. 7. sæti R-listans Dagur B. Eggertsson líklegastur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.