Morgunblaðið - 02.03.2002, Side 5

Morgunblaðið - 02.03.2002, Side 5
Þú getur haft áhrif á það hvernig borgin þroskast og dafnar. Frestur til að gera athugasemdir við aðalskipulag Reykjavíkur rennur út 6. mars næstkomandi. Kynntu þér aðalskipulagið; þróun byggðar, umhverfismál, samgöngur og landnýtingu í framtíðinni, myndaðu þér skoðun og komdu henni á framfæri.  Hvernig vilt þú hafa Vatnsmýrina og flugvöllinn?  Hvernig þróast byggðin í Gufunesi og undir Úlfarsfelli?  Lengist græni trefillinn?  Hvar liggja göngu-, hjólreiða- og reiðstígar framtíðarinnar?  Hvernig verður miðbærinn?  Verða breytingar á samgöngukerfinu, kemur kannski lest? Aðalskipulag Reykjavíkur 2001 til 2024 er til sýnis á eftirtöldum stöðum. Þar liggja frammi gögn fyrir þá sem vilja gera athugasemdir við aðalskipulagið.  Borgarbókasafni Reykjavíkur við Grófartorg  Íþróttahúsi Kjalarness  Kynningarsal Skipulags- og byggingarsviðs að Borgartúni 3  Miðgarði, Grafarvogi  Ráðhúsi Reykjavíkur  Þjóðarbókhlöðu við Arngrímsgötu Athugasemdum skal skila skriflega til Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, 105 Reykjavík. Taktu afstöðu og vertu með í því að gera Reykjavík að betri borg! Hvernig verður Reykjavík árið 2024? AÐALSKIPULAG REYKJAVÍKUR 2001-2024 A T H Y G L I - M Y N D IR : E IT T S T O P P E H F .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.