Morgunblaðið - 02.03.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 02.03.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ hreinlætistæki Heimilisdagar Ver› á›ur 24.779 kr. Ver› nú 16.990 kr. margar stærðir og gerðir 20% afsláttur 135x135 cm, með nuddi Ver› 129.490 kr. Sími 525 3000 • www.husa.is Ver› á›ur 12.544 kr. Ver› nú 9.990 kr. gólfefni málning ljós Blöndunartæki 10-40% afsláttur Hornbaðkar Stálvaskar Handlaugartæki Ráðstefna gagnasafnsfræðinga Gagnlegt að vera sýnilegur BIRNI Þór Jónssynihlotnaðist mikillheiður innan síns sérsviðs á dögunum. Björn er doktor í gagnasafns- fræðum og heiðurinn var fólginn í því að vera kjör- inn í dómnefnd er velur bestu greinar um greinina á helstu ráðstefnunni sem haldin er á þessu sviði, ráð- stefnu sem haldin er af ACM, Association og Com- puting Machinery sem eru stærstu samtök tölvufólks í heiminum. Innan ACM eru nokkur sérhæfð sam- tök og eitt þeirra, SIG- MOD (Special Intrest Group on Management of Data) heldur umrædda ráðstefnu. Morgunblaðið spurði Björn Þór aðeins út í upphefðina, greinina og ráðstefn- una. – Hvað er gagnasafnsfræði? „Gagnasafnsfræði snýst um að- ferðir og tækni við geymslu og úr- vinnslu gagna. Gögn geta verið af ýmsu tagi, allt frá færslugögnum í fyrirtækjum að textagögnum á vefnum. Með tölvuvæðingu heims- ins og alþjóðavæðingu netsins eru gögn af hvers kyns tagi sífellt að verða mikilvægari og meira virði, og því mikilvægt að kerfin sem halda utan um þau séu örugg, hraðvirk og auðveld í notkun.“ – Stendur gagnasafnsfræði framarlega á Íslandi? „Að mörgu leyti stendur hún vel. Mörg fyrirtæki eru að vinna á þessu sviði og standa sig vel, jafn- vel nógu vel til að færa kvíarnar út fyrir landsteinanna. Rannsóknir á þessu sviði hafa þó verið fyrirferð- arlitlar fram að þessu, en það stendur til bóta.“ – Hvar lærir maður gagna- safnsfræði? „Gagnasafnsfræði er kennd í öllum háskólum sem bjóða BS- nám, meistaranám eða doktors- nám í tölvunarfræði. Hjá Háskól- anum í Reykjavík bjóðum við frá og með næsta hausti upp á þrjú námskeið í gagnasafnsfræði. Auk þess er mjög víða hægt að læra notkun einstakra gagnasafns- kerfa á námskeiðum fyrir fag- fólk.“ – Hver er þinn bakgrunnur í faginu? „Ég er doktor í tölvunarfræði með gagnasafnsfræði sem sérsvið. Ég útskrifaðist frá University of Maryland í Bandaríkjunum 1999. Ég vann um tíma hjá EJS við ýmis verkefni sem lutu að hagnýtingu gagnasafna, en hef frá ágúst 2000 kennt og stundað rannsóknir við Háskólann í Reykjavík. Rann- sóknir mínar snúast að stærstum hluta um margmiðlunargögn, svo sem myndir og texta.“ – Segðu okkur eitthvað frá þessari miklu ráðstefnu og hve- nær er hún? „Ráðstefnan er haldin á vegum ACM, sem eru stærstu samtök tölvufólks í heiminum með 80.000 meðlimi. ACM skiptist niður í faghópa og er faghópurinn um gagna- safnsfræði sá fjórði stærsti. Árlega heldur þessi faghópur ráð- stefnu, sem er helsta ráðstefnan á þessu sviði í heiminum. Til hennar mæta á hverju ári 500 manns víðs vegar að. Að þessu sinni verður hún haldin í júní í Wisconsin í Bandaríkjunum. Val greina hefur þegar farið fram á fundi sem haldinn var í Berkeley í Kaliforníu fyrir skömmu. Þetta var mikið ferli, þar sem um 240 greinar voru sendar inn og aðeins ein af hverjum sex fékk birtingu. Hver dómnefndar- maður þurfti að lesa tæplega 20 rannsóknargreinar og voru ein- kunnir og umsagnir dómnefndar- manna svo notaðar til að velja greinarnar.“ – Hvers vegna ert þú valinn í dómnefndina að þessu sinni? „Það er dómnefndarformaður- inn sem velur í nefndina. Faglegu kröfurnar fyrir vali eru að viðkom- andi hafi birt greinar á ráðstefn- unni og sé virkur á sviðinu. Ég kom tveimur greinum þar að með- an ég var í doktorsnámi, og hef verið virkur í rannsóknum síðan ég tók til starfa hjá HR. Auk þess velur hann að sjálfsögðu fræði- menn sem hann þekkir að góðu og ég stóðst þær kröfur líka þar sem hann var ráðgjafi minn í doktors- náminu. Hópurinn sem valdi greinarnar var mjög virtur, þar voru margir fræðimenn í fremstu röð, sem hafa skrifað kennslubæk- ur og fjölda greina. Í vor mun HR bjóða upp á nám- skeið í gagnanámi (data mining) sem er undirsvið gagnasafns- fræði. Til þess verður fenginn kennari frá Bandaríkjunum, Ja- rek Gryz. Þess má til gamans geta að Jarek sat með mér í þessari ráðstefnunefnd, sem og höfundur kennslubókarinnar sem verður notuð á námskeiðinu!“ – Hvaða þýðingu hefur það fyr- ir þig sem fagmann að hlotnast þessi upphefð? „Þetta var mjög mik- ill heiður og virtur fé- lagsskapur að starfa í. Það var mjög fróðlegt að sjá hvað er að gerast á rannsóknarsviðinu, með því að lesa þversnið innsendra greina frá öllum heimshornum. Auk þess er gagnlegt fyrir ungan rannsóknar- mann að vera sýnilegur í rann- sóknarsamfélaginu, sér í lagi þeg- ar unnið er hjá svo ungum háskóla. Við hjá HR erum að byggja upp rannsóknarstarf skól- ans, og þessi þátttaka mín er gagnlegur liður í því starfi.“ Björn Þór Jónsson  Björn Þór Jónsson er fæddur í Reykjavík 8. júlí 1967 en ólst upp á Kópaskeri. Stúdent frá MA 1986, BS í tölvunarfræði frá HÍ 1991. Doktor í faginu frá Uni- versity of Maryland, Collage Park, 1999. Rannsóknir við Raunvísindastofnun HÍ 1991–92, meðstofnandi og kerfisstjóri hjá Íslenska menntanetinu 1992–93, verkefnastjóri hjá EJS 1999– 2000 og dósent við Háskólann í Reykjavík frá 2000. Maki er Ása Ásgeirsdóttir, MA í endurhæf- ingarráðgjöf hjá Vinnueftirliti ríkisins. Börnin eru tvö, Steinn, 10 ára, og Sólveig, 3 ára. Þetta var mjög mikill heiður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.