Morgunblaðið - 02.03.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.03.2002, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ SJÁLFSTÆTT starfandi sjúkra- þjálfarar telja að heilbrigðisyfir- völd brjóti á sér með því að leigja sjúkraþjálfurum, sem eru launþeg- ar þessara stofnana, aðstöðu fyrir einkarekstur eftir umsaminn vinnutíma fyrir mun lægra verð en sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar þurfa að greiða sjálfir sem rekstr- arkostnað af eigin stofum. Erindi um þetta var sent Samkeppnis- stofnun fyrir einu ári og fram kem- ur í gögnum sem borist hafa stofn- uninni að gerðir hafi verið samningar við sjúkraþjálfarana um afnot af aðstöðunni. Samkvæmt upplýsingum frá Samkeppnisstofn- un er ákvörðunar að vænta í mál- inu á næsta fundi stofnunarinnar eftir u.þ.b. hálfan mánuð. Ójafn leikur Kristján Ragnarsson, sem er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari við Sjúkraþjálfun Kópavogs, segir að sjálfstætt starfandi sjúkraþjálf- arar hafi starfað samkvæmt gjald- skrá og verktakasamningi við Tryggingastofnun ríkisins. Þessum samningi hefur nú verið sagt upp. Á heilbrigðisstofnunum eru sjúkra- þjálfarar á föstum launum en stofnanirnar innheimta fyrir þjón- ustu sína samkvæmt verktaka- samningnum við Tryggingastofn- un, sem, að sögn Kristjáns, er byggður upp fyrir sjálfstætt starf- andi sjúkraþjálfara. Samkvæmt þessum samningi eiga 40% af gjaldinu fyrir hvern meðferðar- tíma, sem er 2.256 kr., að fara í rekstur stofunnar, og 60% í laun. Kristján segir að þetta sé ójafn leikur þar sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar þurfa að kaupa öll sín tæki sjálfir en stofnanirnar, sem margar eru á föstum fjár- lögum, hafa fengið tækin og að- stöðuna fyrir löngu. „Við gerum líka athugasemd við þann samning sem heilbrigðisráðuneytið hefur gert við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra um göngudeildarþjónustu. Þar hefur ráðuneytið gert beinan samning og þar eru gjöldin 30– 65% hærri. Meðferðargjaldið er þar að meðaltali 3.700 krónur á móti 2.256 krónum hjá okkur, nema hjá börnum yngri en 12 ár- um, þar sem gjaldið er tæpar 2.700 krónur,“ segir Kristján. Kristján segir að hinn anginn af málinu sé svo sá að sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar megi ekki hækka hlut sjúklinga þegar rekstrargjöldin og rekstrarkostn- aðurinn hækkar. „Við höfum ekki náð í samningum að leiðrétta taxt- ann. Við getum ekki fært kostn- aðarhækkanir yfir á hluta sjúk- lingsins og Tryggingastofnun vill heldur ekki greiða hann. Við þurf- um því að klípa stöðugt meira af launaþættinum og flytja yfir á rekstrarþáttinn. Við teljum því að reksturinn sé núna farinn að taka til sín 50–60% af meðferðargjald- inu. Þessu mæta menn með meiri vinnu en við verðum þá, sam- kvæmt gamla samningnum við Tryggingastofnun, að gefa allt upp í 40% afslátt. Sjúkraþjálfarar á stofnunum geta á hinn bóginn starfað í 100% starfi við göngu- deildarþjónustu og geta farið upp í allt að 200% starf með einka- rekstrinum. Þeir lenda hins vegar aldrei í því að þurfa að gefa afslátt. Þetta eykur skekkjuna enn þá meira á milli sjúkraþjálfara á stof- ununum og sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara,“ segir Kristján. Samkeppnisstofnun hafnar því að setja á bráðabirgðabann Í erindi lögmanns Félags sjálf- stætt starfandi sjúkraliða til Sam- keppnisstofnunar segir m.a. „Um- bjóðendur mínir telja það hins vegar andstætt 14. gr. samkeppn- islaga að heilbrigðisstofnanir, sem reknar eru fyrir almannafé að öllu eða nokkru leyti og fá auk þess ýmiss konar tæki og tól til starf- seminnar gefins eða án þess að þurfa að greiða af þeim opinber gjöld, geti veitt sjúkraþjálfun í samkeppni við einkareknar sjúkra- þjálfunarstöðvar, án algjörs fjár- hagslegs aðskilnaðar sjúkraþjálf- unar frá öðrum rekstri. Um þverbak keyrir svo þegar aðstaða, tæki og tól einstakra stofnana til sjúkraþjálfunar eru notuð eftir umsaminn vinnutíma af launþegum viðkomandi stofnana til að stunda einkarekstur. Jafnframt virðist sem Tryggingastofnun ríkisins greiði mun hærri meðferðargjöld til sjúkraþjálfunar hjá stofnunum, eins og Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, fyrir þjálfun barna, en fyrir sambærilega þjálfun á einka- stofu. Auk þess sem sjúkraþjálf- arar á vegum Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra virðast hafa algjörlega frjálsar hendur um fjölda þeirra skipta sem sjúklingur fær í þjálfun meðan sjúkraþjálf- arar í einkarekstri, sem eru að fást við sambærileg tilvik, verða að gera greinargerð eftir hver 20 skipti, sem þjálfun hefur verið veitt og fá samþykki læknis fyrir frekari þjálfun.“ Í erindinu er þess krafist að Samkeppnisstofnun taki til athug- unar samninga Tryggingastofnun- ar ríkisins við Landspítala Íslands – háskólasjúkrahús, MS-félagið, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Reykjalund og að samkeppn- isráð mæli fyrir um fjárhagslegan aðskilnað sjúkraþjálfunar þessara heilbrigðisstofnana, sem eru í sam- keppni við einkareknar sjúkra- þjálfunarstöðvar. Einnig er þess krafist að Samkeppnisstofnun leggi með heimild í lögum bann til bráðabirgða við því að sjúkraþjálf- arar, sem eru launþegar heilbrigð- isstofnana megi stunda einkarekst- ur í sjúkraþjálfunarstöðvum heilbrigðisstofnana. Samkeppnisstofnun hafnaði í mars á síðasta ári kröfu um bráða- birgðabann við einkarekstri sjúkraþjálfara í sjúkraþjálfunar- stöðvum heilbrigðisstofnana. Jafnframt óskaði stofnunin eftir athugasemdum við erindi sjálf- stætt starfandi sjúkraþjálfara frá Tryggingastofnun, Landspítalan- um, Reykjalundi og Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Í svari frá Reykjalundi segir að sjúkraþjálf- arar stofnunarinnar veiti enga þjónustu í eigin nafni heldur annist stofnunin sjálf sjúkraþjálfun fyrir utanaðkomandi sjúklinga. Fyrir slíka sjúkraþjálfun innheimtir stofnunin samkvæmt gildandi taxta og heldur eftir 13% reiknings þegar greiðsla berst frá Trygg- ingastofnun. Afgangurinn er greiddur viðkomandi sjúkraþjálf- ara með reglubundnum launum næstu mánaðamót á eftir. Í svari frá Landspítalanum kemur fram að gerður hafi verið munnlegur samningur milli spítalans og sjúkraþjálfara spítalans um að sinna hluta af sjúklingum á göngu- deild utan fastrar dagvinnu. Sjúkraþjálfarar fá greiðslu frá spítalanum fyrir þessa vinnu og greiða 10% aðstöðugjald. Samkeppnisstofnun barst einnig svar frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra við þeim hluta erindis Fé- lags sjálfstætt starfandi sjúkraliða sem snýr að því að Trygginga- stofnun ríkisins greiði hærri með- ferðargjöld til sjúkraþjálfunar hjá stofnunum, eins og Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, fyrir þjálfun barna, en fyrir sambærilega þjálf- un á einkastofu. Þar segir að gerð- ur hafi verið þjónustusamningur milli félagsins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og í honum sé skilgreint hverjum félag- ið eigi að þjóna. Þar sé fyrst og fremst meðferðarþungum sjúkling- um sinnt og húsnæði æfingastöðv- ar félagsins sé sérsniðin að þörfum starfseminnar. Engin afskipti ráðuneytis Í svari frá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneyti kemur fram að ráðuneytið hafi ekki haft afskipti af samningum einstakra heilbrigð- isstofnana við sjúkraþjálfara um notkun á starfsaðstöðu innan stofnananna og hefur ekki talið ástæðu til slíkra afskipta. Ráðu- neytið telur það alfarið mál hverr- ar stofnunar hve mikið viðkomandi starfsmaður greiðir í leigu eða önnur aðstöðugjöld á hverjum stað. Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar telja heilbrigðisyfirvöld brjóta á sér Sjúkraþjálf- urum leigð aðstaða hjá stofnunum Aðstöðumunur virðist vera milli sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og þeirra sem starfa inni á stofnunum og leigja aðstöðu þar til einkareksturs eftir umsaminn vinnutíma. Guðjón Guðmundsson skoðaði þetta mál sem Samkeppnisstofnun er nú með til umfjöllunar.                                                   !"   #$  % &      ' &   "    " (    )                 * +            ,             ! !-    .   % &              "   $  $ )        /    0 1  2        * +    "   3  #    "    ,     "   3  #   "    FJÖLMENNI var á kynningu á framhalds- námi við Háskóla Íslands sem fram fór í fyrradag. Kynntar voru 110 námsleiðir á meistara- og doktorsstigi. Að sögn Guðrúnar J. Bachmann hjá þró- unar- og kynningasviði HÍ voru margir sem nýttu sér tækifærið til að kynna sér framhaldsnám við skólann. „Það var örtröð þessa þrjá tíma sem þetta stóð og greini- lega mikill áhugi. Þarna voru fulltrúar frá hverri einustu deild og hverri skor innan deildanna sem býður upp á framhaldsnám.“ Hún segir að gestir á kynningunni hafi bæði verið fólk, sem er nýútskrifað úr grunnnámi, og þeir sem útskrifuðust fyrir allnokkru og jafnvel dæmi um að fólk á áttræðisaldri hafi komið til að kynna sér möguleika á framhaldsnámi við Háskólann. Gífurleg fjölgun hefur orðið í framhalds- námi við Háskólann undanfarin ár og í ár stunda um 750 nemendur framhaldsnám við skólann. Til samanburðar voru 280 nemendur í framhaldsnámi fyrir fjórum ár- um. Umsóknarfrestur vegna náms á fram- haldsskólastigi er að sögn Guðrúnar svolít- ið mismunandi eftir námsleiðum en al- mennt er hann til 15. mars. Ítarlegar upplýsingar um reglur einstakra deilda er að finna á heimasíðum viðkomandi deilda. Áhugi á framhaldsnámi við HÍ mikill Morgunblaðið/Sverrir Það var mikið að gera hjá kennurum og nemendum í framhaldsnámi við Háskólann sem kynntu námsleiðir við skólann. Fjöldi fólks lagði leið sína á kynninguna. Þeir voru ekki allir háir í loftinu sem stungu inn nefinu á kynningunni í fyrra- dag. Viktoría Snævarsdóttir, sem er eins og hálfs árs, var á staðnum, en lét sér að vonum fátt um finnast um framhaldsnám- ið í Háskólanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.