Morgunblaðið - 02.03.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 02.03.2002, Síða 14
AKUREYRI 14 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ORLOFSHÚS - SUMARBÚSTAÐALAND Orlofshús, 25 km frá Akureyri, fallegar gönguleiðir, fjölbreytt fuglalíf, silungsveiði og stórbrotið útsýni yfir Eyjafjörð þar sem kvöldsólin er fegurst. Á sama stað eru til leigu lóðir/land fyrir sumarbústaði. Upplýsingar í síma 894 5358. Allt til fermingar sími 462 2900 Blómin í bænum HONUM brá heldur betur í brún manninum sem á dögunum var á gámasvæð- inu við Rétt- arhvamm. Hann opnaði þar svart- an ruslapoka en ofan í honum voru tveir naggrísir í búri. Yfir 10 stiga frost var úti þennan dag. „Ég fór strax með þá heim, vildi koma þeim sem fyrst í hitann, sagði maðurinn en hann vildi ekki koma fram undir nafni. „Mér brá mjög þegar ég opnaði pokann og dýrin lifandi ofan í honum. Það á ekki að gera svona lag- að, þetta er ógeðslegt,“ sagði hann. Í haust fann sami maður kanínu í búri sem skilin hafði verið eftir á gámasvæð- inu, en hún var svo aðframkomin af kulda og hungri að hann lógaði henni á staðnum. Naggrísunum var fundið nýtt heimili hjá systurbörnum mannsins, þeim Söru Ósk og Jósep Marinó, og þar una þeir hag sínum vel. Þeir eru hinir gæfustu og fengu nöfnin Telma og Dúlla. „Dýrin eru mjög gæf og greinilegt að þau eru vön því að vera hjá fólki,“ sagði móðir barnanna. „Mér finnst synd hvernig fólk fer með gæludýrin sín, þetta er hroðalegt.“ Fólk sem var að viðra hund sinn í Kjarnaskógi skömmu eftir áramót gekk fram á naggrís þar sem hann hímdi undir tré í skóginum og hafði greinilega verið skilinn þar eftir. Mikið frost var um þær mundir. Þau náðu dýrinu og tók starfsfólk Gæludýraverslunar Norðurlands við því. Elsa Halldórsdóttir, starfs- maður þar, sagði hræðilegt þegar fólk gripi til ráða af þessu tagi þeg- ar það vildi losa sig við gæludýrin. Dýralæknar svæfa gæludýr, en að sögn Elsu getur verið að kostnaður sem því fylgir fæli einhverja frá. Tveir naggrísir skildir eftir í ruslapoka á gámasvæði Synd að fólk fari svona með gæludýrin sín Morgunblaðið/Kristján Sara Ósk með naggrísina Telmu og Dúllu, sem fund- ust í búri og í plastpoka í ruslagámi. KIRKJUVIKA hefst í Akureyrar- kirkju á morgun, sunnudaginn 3. mars, og stendur hún yfir fram til sunnudagsins 10. mars. Fjölbreytt dagskrá verður í kirkjunni alla dag- ana. Heimasíða Akureyrarkirkju verð- ur opnuð við athöfn kl. 12 á morgun. Andrea Gylfadóttir syngur við und- irleik Kjartans Valdimarssonar á tónleikum á morgun. Föstuvaka verður á miðvikudag kl. 20.30 þar sem flutt verður tónlist og lesið upp. Gunnar Eyjólfsson leikari verður gestur á opnu húsi eldri borgara á fimmtudag og á laugardag verða há- degistónleikar í kirkjunni og einnig verður haldið málþing um manngildi og mannréttindi. Kirkjuvikunni lýk- ur með hátíðarmessu sunnudaginn 10. mars en við það tækifæri verður Ingunn Björk Jónsdóttir djákni í Ak- ureyrarsókn sett inn í embætti. Akureyrarkirkja Fjölbreytt dagskrá í kirkjuviku ORRI Vésteinsson, fornleifa-fræð- ingur hjá Fornleifastofnun Íslands, heldur fyrirlestur í Deiglunni í dag, laugardaginn 2. mars kl. 15.30 um hinn forna verslunarstað að Gásum og rannsóknir sem þar fóru fram á síðastliðnu sumri. Fyrirlesturinn er í boði Minjasafnsins á Akureyri og Gásafélagsins. Í fyrirlestrinum mun Orri fjalla um sögu Gása, einkum í ljósi fyrri rannsókna og þeirra álitamála sem fræðimenn hafa glímt við varðandi þennan einstaka minjastað. Enn er ósvarað ýmsum lykilspurningum um kaupstaðinn, t.d. um upphaf verslun- ar þar, og eins hvenær og af hverju verslun lagðist af. Þá mun Orri gera grein fyrir athugunum sem gerðar voru á Gásum síðastliðið sumar og segja frá áætlunum Minjasafnsins á Akureyri og Þjóðminjasafns Íslands um umfangsmiklar fornleifarann- sóknir á Gásum á næstu árum. Fyrirlesturinn verður fluttur að loknum aðalfundi Gásafélagsins, sem haldinn verður á sama stað og hefst kl. 14:00, en fyrirlesturinn hefst sem fyrr segir kl. 15:30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fyrirlestur um Gásir ANNA Gunnarsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu í Ket- ilhúsinu á Akureyri í dag, laug- ardaginn 2. mars, kl. 15. Yfir- skrift sýningarinnar er „Ef engill ég væri“. Anna vinnur verk sínu í ull, leður, fiskroð og selskinn. Helstu viðfangsefni hennar á þessari sýningu eru ýmsar gerðir af lömpum og skúlptúr- um. Anna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, m.a. í Fær- eyjum og á Grænlandi. Sýning- in stendur til 10. mars næst- komandi og er opin daglega frá kl. 14 til 18. Anna sýnir DAGSKRÁ um Munkaþverá í Eyja- firði hefst í Minjasafninu á Akureyri á morgun, sunnudaginn 3. mars, kl. 14.30 en þar verður ferðast um sögu staðarins frá heiðni til nútíðar. Fjallað verður um fyrstu ábúendur á Þverá, munka og ábóta frá klaust- urtímum í rómversk-kaþólskum sið og umboðsmenn konungs í lúthersk- um sið. Einnig koma við sögu aðrir bændur og búalið. Flytjendur verða Ragnheiður Kjærnested, Þór Sig- urðsson og Margrét Björgvinsdóttir. Gestum safnsins gefst einnig tækifæri til þess að skoða sýningar Minjasafnsins, Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri – bærinn við Pollinn. Safnið er á veturna opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 en aðra daga eftir samkomulagi. Svipmyndir frá Munka- þverá SAMKVÆMT staðfestri starfsáætl- un atvinnumálanefndar Akureyrar verða ferðamál, samgöngumál, um- hverfismál, orkumál og orkufrekur iðnaður í forgangi. Kostnaðaráætlun nefndarinnar vegna þessara verk- efna hljóðar upp á eina milljón króna. Atvinnumálanefnd mun taka þátt í verkefni með Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og Iðntæknistofnun sem snýr að stefnumótun í ferðamál- um fyrir Eyjafjarðarsvæðið í heild. Miðað er við að Akureyri verði mið- punktur þeirrar stefnumótunar, ekki síst vegna þess að öll aðkoma að Eyjafjarðarsvæðinu er í gegnum Akureyri, eins og segir í bókun nefndarinnar. Varðandi samgöngumál segir að í stefnumótun í atvinnumálum fyrir Akureyri sé gerð jarðganga undir Vaðlaheiði nefnt sem eitt af þeim verkefnum sem nefndinni sé annt um að koma í framkvæmd. Atvinnu- málanefnd vill leggja sitt af mörkum til að mynda hagsmunasamtök sem undirbúi gerð ganganna. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að leggja til við bæjarstjórn að Akur- eyrarbær beiti sér fyrir stofnun und- irbúningsfélags sem hafi það að markmiði að kanna til hlítar alla möguleika á að ráðast í jarðganga- gerð undir Vaðlaheiði. Í umhverfismálum var atvinnu- málanefnd, að beiðni aðstandenda Staðardagskrár 21 á Akureyri, falið að leiða vinnuhóp um endurvinnslu- iðnað sem kæmi með tillögur um öfl- ugan endurvinnsluiðnað í bænum. Hefur nefndin þegar skipað vinnu- hóp sem skila á tillögum á vordög- um. Sveitarfélögin á Eyjafjarð- arsvæðinu ekki samstiga Varðandi orkumál og orkufrekan iðnað kemur fram, að formaður at- vinnumálanefndar hefur á undan- förnum árum setið í vinnuhópi með fulltrúum iðnaðarráðuneytis og At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, sem hefur haft það að markmiði að undirbúa Eyjafjarðarsvæðið undir orkufrekan iðnað. Fram kemur í bókun nefndarinnar, að þeim málum hafi miðað hægt þar sem sveitar- félögin á Eyjafjarðarsvæðinu séu ekki samtiga í þessum málum. At- vinnumálanefnd vill þó láta á það reyna hvort ekki náist samstaða um að vinna þá grunnvinnu sem þarf til að svara fyrirspurnum varðandi möguleika til orkufreks iðnaðar á svæðinu. Varðandi stefnumótunarverkefni kemur fram að á síðasta ári voru greiddar rúmar 2,7 milljónir króna af liðnum „Framlag til einstakra verkefna og aðkeypt vinna“. At- vinnumálanefnd hefur eins og aðrar nefndir þurft að draga úr útgjöldum og minnir á stöðuga ásókn aðila í framlög og styrki til margskonar verkefna. Þá óskaði nefndin eftir viðbótar- framlagi til markaðs- og kynn- ingarátaks bæjarins. Ennfremur var óskað eftir því að óráðstafaðir fjár- munir síðasta árs vegna átaksins yrðu millifærðir yfir á þetta ár. Sam- kvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá byrjun síðasta mánaðar hefur mark- aðs- og kynningarátakið 4,5 milljónir króna til ráðstöfunar á þessu ári. Ekki hefur verið endanlega ákvarð- að hvernig þessum fjármunum verð- ur varið en ljóst er að töluverður hluti þeirra mun fara til endurnýj- unar á heimasíðu bæjarins, segir ennfremur í bókun atvinnumála- nefndar. Starfsáætlun atvinnumálanefndar Akureyrar Jarðgöng undir Vaðla- heiði ofarlega á blaði LEIKFÉLAG Dalvíkur sýnir um þessar mundir leitritið Sex í sveit eftir franska leikskáldið Marc Camoletti. Gísli Rúnar Jónsson þýddi og staðfærði verkið en leik- stjóri er Ármann Guðmundsson. Leikendur eru Sigurbjörn Hjör- leifsson, Lárus H. Sveinsson, Ey- rún Rafnsdóttir, Anna G. Sig- marsdóttir, Þóra Ólafsdóttir Hjartar og Sigurvin Jónsson. Sex í Sveit gekk í þrjú ár hjá Leikfélagi Reykjavíkur og er eitt af vinsælustu leikritum Borg- arleikhússins frá upphafi. Verkið er meinfyndið en í því segir frá ástarmálum hjónanna Benedikts og Þórunnar en inn í þau blandast Sóley viðhald Benedikts, Ragnar vinur hans og viðhald Þórunnar, Sólveig veislukokkur hjá Saxbaut- anum og Benóný eiginmaður hennar. Sýnt er á föstudags- og laug- ardagskvöldum í Ungó og hefjast sýningar kl. 20.30. Morgunblaðið/Guðmundur Ingi Það gengur oft mikið á í verkinu eins og sjá má. Leikfélag Dalvíkur Sex í sveit Dalvík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.