Morgunblaðið - 02.03.2002, Page 16

Morgunblaðið - 02.03.2002, Page 16
SUÐURNES 16 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ GERÐUR hefur verið samstarfs- samningur um hagkvæmniathugun á uppbyggingu og rekstri netþjónabús á Íslandi með staðsetningu á Reykjanesi í huga. Stefnt er að því að lokaskýrsla verði kynnt innan sex til átta vikna. Markaðs-, atvinnu- og menningar- svið Reykjanesbæjar undirritaði samninginn fyrir hönd Hitaveitu Suðurnesja en samstarfsaðilarnir eru Orkuveita Reykjavíkur, Lands- síminn, Fjárfestingaskrifstofa Ís- lands og Eurocolo. Að því er fram kemur í tilkynningu á heimasíðu Reykjanesbæjar er stefnt að því að ráða breska ráðgjafastofu til for- könnunar og munu ráðgjafar þaðan koma hingað til lands á næstu vikum til að taka saman upplýsingar um raforkuverð, kostnað við uppbygg- ingu sérhannaðs húss, samfélagsleg- an kostnað, skattamál og annað sem viðkemur uppbyggingu netþjóna- bús. Niðurstöður þeirrar forkönnun- ar gefa hagsmunaaðilum tækifæri til að meta hagkvæmni þess og mögu- leika á að reisa slíkt bú. Hagkvæmni- athugun á netþjónabúi Reykjanes BANDARÍSKA sendiráðið hefur fært Fræðasetrinu í Sandgerði nokkrar bækur. Eru þetta vand- aðar og fróðlegar bækur um hafið og lífríki þess, jafnt fyrir almenn- ing og vísindamenn. David Mees fulltrúi sendiherrans afhenti Reyni Sveinssyni, forstöðumanni Fræða- setursins, bókagjöfina. Gefa Fræða- setrinu bækur Sandgerði TVEIR ökumenn voru í hádeginu í gær teknir á 153 km hraða á Garð- vegi þar sem er 90 km hámarks- hraði. Ökumennirnir eru karlmenn um tvítugt og er talið að þeir hafi verið í kappakstri, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Teknar voru af þeim skýrslur og þeir geta átt von á því að missa ökuskírteinið, auk sektar- greiðslu. Í kappakstri á 153 km hraða á Garðvegi Garður LÖGREGLAN í Keflavík hefur fengið upplýsingar um að þrír níu ára gamlir drengir hafi kveikt í íþróttavallarhúsinu við Hringbraut fyrr í vikunni. Móðir eins drengjanna kom með son sinn á lögreglustöðina þar sem drengurinn sagði frá verknaðinum. Samkvæmt frá- sögn hans fóru þeir inn um glugga á herbergi í vesturhluta hússins og kveiktu í með eld- spýtum. Ekki er búið að full- rannsaka málið. Níu ára drengir kveiktu í Keflavík ♦ ♦ ♦ NÝ FRÁVEITA fyrir Innri-Njarð- vík og meginhluta Ytri-Njarðvíkur í Reykjanesbæ og Keflavíkurflugvöll var tekin í notkun í gær með því að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra gangsetti dælustöðina við Bolafót. Kostar verkið um 500 millj- ónir króna. Þegar lokið verður við fráveitu fyrir Keflavík verður skolp frá allri byggðinni hreinsað og því dælt á haf út. Er þetta talið stærsta umhverfisverkefni sem íbúar Reykjanesbæjar hafa ráðist í. Skolpi hefur til þessa verið veitt í sjóinn við byggðina í Reykjanesbæ í tíu aðalútrásum auk nokkurra minni. Engin þeirra uppfyllir kröfur meng- unarvarnareglugerðar. Langt er síðan undirbúningur að úrbótum hófst. Seint á níunda ára- tugnum var gerð áætlun um fram- kvæmdir í fráveitumálum í Keflavík en ekki varð af framkvæmdum. Í kjölfar nýrrar mengunarvarnareglu- gerðar sem gefin var út 1989 var einnig farið að huga að þessum mál- um í Njarðvík. Frárennsli frá varn- arstöðinni á Keflavíkurflugvelli rennur út í Njarðvíkina og voru því teknar upp viðræður við varnarliðið um samvinnu um úrbætur. Ekki reyndist hagkvæmt að hafa Keflavík í sameiginlegri fráveitu en samning- ar tókust á árinu 1998 milli Reykja- nesbæjar og varnarliðsins um frá- veitu fyrir Njarðvíkur og varnarliðið. Samkvæmt upplýsingum Viðars Más Aðalsteinssonar, forstöðu- manns umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar, fela samningarnir það í sér að Reykjanesbær annast allar framkvæmdir við veituna og rekstur hennar. Varnarliðið greiðir 60% af kostnaði við sameiginlega verkþætti en hvor aðili fyrir sig greiðir að fullu kostnað við þá verk- þætti sem einungis nýtast þeim. Kostnaðurinn við þetta kerfi er áætl- aður 500 millljónir kr. og greiðir varnarliðið rúmlega 54% af þeirri fjárhæð. Rekstrarkostnaður skiptist milli Reykjanesbæjar og varnarliðs- ins eftir mælingu á frárennsli. Annar nýbyggingasvæðum Framkvæmdir við nýja fráveitu- kerfið í Njarðvík hafa staðið yfir frá því á árinu 1999. Kerfið er þannig að nýtt sniðræsi safnar skolpi frá Kefla- víkurflugvelli og Innri-Njarðvík að aðalútrás frá Ytri-Njarðvík. Skolp- kerfi á Bökkum og Fitjum er end- urnýjað en þeim hluta verksins lýkur væntanlega á þessu eða næsta ári. Allt skolpið er leitt í gegnum eina hreinsi- og dælustöð sem staðsett er við Bolafót, nálægt núverandi aðal- útrás Ytri-Njarðvíkur. Þar fer fram eins stigs hreinsun eða grófhreinsun, eins og krafist er. Felur hún það í sér að grófur úrgangur er síaður frá, sandur látinn botnfalla í þróm og fitu fleytt ofan af. Öllum þessum úrgangi er safnað í gáma og honum fargað. Hreinsunin kemur í veg fyrir sjón- mengun af skolpinu og hafið sér um að brjóta niður sýklana. Hins vegar verður áfram að koma í veg fyrir að eiturefni komist í skolpið. Hreinsað skolp er síðan leitt eftir pípu í Sjávargötu í útrásarbrunn í Kirkjuvík. Þar tekur við 850 metra löng útrás til hafs. Auk þess er yf- irfallsrás, um 300 metra löng, en henni er ætlað að létta álaginu af kerfinu í mestu rigningum. Fráveitukerfið á að geta annað Njarðvíkurhverfunum og Keflvíkur- flugvelli, auk framtíðar bygginga- hverfa Reykjanesbæjar, að sögn Viðars Más. Ýmsir verktakar hafa komið að uppbyggingu kerfisins, meðal ann- ars Íslenskir aðalverktakar, Hjalti Guðmundsson, Toppurinn verktakar og Fálkinn. Útivistarsvæði á Fitjum Haldið verður áfram við fram- kvæmdir við fráveitumannvirki í Reykjanesbæ, að sögn Viðars Más, enda á úrbótum að vera lokið árið 2005, samkvæmt gildandi lögum. Gerð hefur verið frumáætlun um framkvæmdir í Keflavík. Þar verður byggð dælu- og hreinsistöð, svipuð stöðinni við Bolafót, og verður hún væntanlega neðan Aðalgötu/Vestur- götu. Millidælustöð er fyrirhuguð neðan við pósthúsið og útrásir sam- tengdar með sniðræsi. Einnig þarf að gera ákveðnar úrbætur í Höfnum. Áætlað er að þessar framkvæmdir geti kostað um 780 milljónir kr. og heildarkostnaður Reykjanesbæjar verði þannig á annan milljarð króna. Að framkvæmdum loknum verður allt skolp í Keflavík og Njarðvík hreinsað og hreinsuðu skolpi dælt á haf út á tveimur stöðum en fram til þessa hefur skolpið runnið óhreinsað út á ströndina í tíu aðalútrásum auk nokkurra minni. Viðar Már segir rætt um nýtt frá- veitukerfi sem stærsta umhverfis- mál Reykjanesbæjar. Hann segir gerlamengun og sjónmengun hverfi af ströndinni. Þá verði hægt að gera útivistarsvæði á Njarðvíkurfitjum sem verið hafa mengaðar af skolpi og séu þær framkvæmdir þegar komn- ar á áætlun. Byggðar verða upp fleiri tjarnir og gönguleiðir með þeim og ef til vill aðstöðu til fuglaskoðunar. Heitt vatn rennur út í tjarnirnar og segir Viðar að komið hafi til tals að gera þar baðströnd í framtíðinni. Ný fráveita fyrir Njarðvíkurhverfi og Keflavíkurflugvöll var tekin í notkun við Bolafót í gær Skolp hreins- að og dælt á haf út    4 $ 5  + $                         6  + $ !    "   # !       7   $  4 $  + $   Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Ellert Eiríksson bæjarstjóri þakkaði Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra fyrir að ræsa dælu- og hreinsistöðina við Bolafót í Ytri-Njarðvík. Njarðvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.