Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 23 EF marka má nýja skoðanakönnun eru írskir kjósendur á báðum áttum um hvort rétt sé að samþykkja stjórnarskrárbreyt- ingu sem stjórnvöld hafa lagt til og sem fel- ur í sér strangari reglur um fóstureyðingar en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um málið næsta miðvikudag, 6. mars. Hafni Írar breytingunni yrði það mikið áfall fyrir Ber- tie Ahern, forsætisráðherra og leiðtoga Fianna Fáil-flokksins, í aðdraganda þing- kosninga sem fram eiga að fara á Írlandi í maí. Skoðanakönnun dagblaðsins The Irish Times sýnir að 35% kjósenda myndu greiða atkvæði með breytingunum en 31% eru á móti. Óákveðnir eru 23% og 11% segjast ekki ætla að greiða atkvæði í þjóðarat- kvæðagreiðslunni. Írar hafa alla tíð verið íhaldssamir í mál- efnum er varða kenningar kaþólsku kirkj- unnar. Hafa fóstureyðingar sérstaklega ver- ið litnar hornauga. Á níunda áratugnum spruttu þó upp hreyfingar sem börðust fyrir rétti kvenna til að fara í fóstureyðingar, þó ekki á Írlandi heldur var um það að ræða að ýmis félagasamtök veittu konum upplýsing- ar um hvernig þær ættu að snúa sér í því að tryggja sér fóstureyðingu hinum megin Ír- landshafs, þ.e. í Bretlandi. Þótti andstæðingum fóstureyðingar jafn- vel slík upplýsingagjöf vítaverð og unnu m.a. mál fyrir rétti árin 1983 og 1988 er viku að þessu. Dómnum í X-málinu hnekkt Þjóðaratkvæðagreiðslan nú á hins vegar fyrst og fremst rætur að rekja til umdeilds hæstaréttardóms sem féll á Írlandi árið 1992. Þar heimilaði dómstóllinn 14 ára gam- alli stúlku, sem nefnd var X, að ferðast til Englands í því skyni að fara í fóstureyðingu en hætta var talin á því að hún myndi ella fremja sjálfsmorð. Varð X þunguð eftir að hafa verið nauðgað af vini fjölskyldunnar. Felur sú stjórnarskrárbreyting, sem nú er lögð til, í sér að úrskurði hæstaréttar frá 1992 verður í raun hnekkt, þ.e. sjálfsmorðs- hugleiðingar móður verða ekki taldar við- unandi réttlæting fóstureyðingar. Hins veg- ar geti læknir heimilað fóstureyðingu ef vitneskja liggur fyrir um að lífi móður yrði sannarlega stefnt í hættu með því að ganga með fóstur til loka meðgöngutíma. Hinir allra íhaldssömustu mótfallnir breytingunni Er breytingartillagan nú svipuð þeirri sem var lögð í dóm kjósenda þegar eftir að X-málið kom upp 1992. Varð niðurstaðan þá sú að Írar höfnuðu stjórnarskrárbreyting- unni. Að því er fram kemur í The Irish Times hafa stjórnarflokkarnir tveir, Fianna Fáil og Framsæknir demókratar, hvatt kjósendur á Írlandi til að samþykkja stjórnarskrárbreyt- inguna. Hið sama hefur kaþólska kirkjan á Írlandi gert en hún þykir enn mjög áhrifa- mikil í írsku þjóðlífi. En þótt Bertie Ahern forsætisráðherra sé íhaldssamur í skoðunum að þessu leytinu til, og berjist fyrir samþykkt breytingarinnar, er þjóðaratkvæðagreiðslan þó komin til af því að nokkrir óháðir þingmenn, sem hafa tryggt ríkisstjórn Aherns meirihluta í írska þinginu, settu þessi mál mjög á oddinn er þeir samþykktu að verja stjórnina falli. Stjórnarandstöðuflokkarnir berjast hins vegar gegn samþykkt þessara breytinga, sem og ýmis frjálslynd félagasamtök en þau telja hugsanlegt sjálfsmorð móður fyllilega réttlæta fóstureyðingu. Hitt vekur athygli að þeir allra íhalds- sömu, eins og t.d. söngkonan Dana (Rose- mary Scallon), sem vann Evrópusöngva- keppnina árið 1970 fyrir Írlands hönd en sem situr nú á Evrópuþinginu, eru einnig andsnúnir samþykkt stjórnarskrárbreyting- ar. Skýrist sú afstaða af því að breyting- artillaga stjórnvalda felur jafnframt í sér að leyfð verði notkun „daginn eftir“-pillunnar svokölluðu, þ.e. pillu sem konur geta tekið daginn eftir samræði í því skyni að koma í veg fyrir þungun. Reglur um fóstureyðing- ar verði hertar AP Barátta vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 6. mars nk. stendur nú sem hæst á Írlandi. Afar tvísýn þjóðaratkvæðagreiðsla á Írlandi á miðvikudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.