Morgunblaðið - 02.03.2002, Page 24

Morgunblaðið - 02.03.2002, Page 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNARANDSTAÐAN á Ítalíu hefur mótmælt harðlega stjórnar- frumvarpi sem ætlað er að sefa ótta manna við hagsmunaárekstra vegna opinberra starfa Silvios Berlusconis forsætisráðherra og viðskiptaum- svifa hans. Stjórnarandstæðingarnir segja að frumvarpið sé „bitlaust“ og sniðið sérstaklega að hagsmunum Berlusconis, auðugasta manns Ítalíu. Frumvarpið var samþykkt með 308 atkvæðum stjórnarsinna í neðri deild þingsins í fyrradag eftir að allir þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu út af þingfundi í mótmæla- skyni. Búist er við frumvarpið verði einnig samþykkt í efri deildinni þar sem stjórnarflokkarnir eru með traustan meirihluta. Engin refsiákvæði Samkvæmt frumvarpinu getur Berlusconi haldið öllum hlutabréfum sínum, en hann á meðal annars sjón- varps- og útvarpsstöðvar, útgáfufyr- irtæki, auglýsingastofu, trygginga- félag, fasteignasölu og knattspyrnufélagið AC Milan. Frumvarpið nær aðeins til ráð- herra, aðstoðarráðherra og stjórn- skipaðra nefndarmanna. Í frumvarp- inu segir að það samræmist ekki opinberu starfi að reka fyrirtæki en aftur á móti megi embættismennirn- ir eiga fyrirtæki og hlutabréf. Berl- usconi þarf aðeins að segja af sér sem heiðursforseti AC Milan. Stofnun, sem annast auðhringa- varnir, verður falið að fylgjast með viðskiptaumsvifum ráðherranna og skýra þinginu frá hugsanlegum hagsmunaárekstrum. Það verður síðan undir þinginu komið hvort ein- hverjar ráðstafanir verða gerðar. Frumvarpið kveður ekki á um neina refsingu og þingið getur ekki ógilt ákvarðanir sem þykja vafasam- ar vegna hagsmunaárekstra. Franco Frattini, sem fer með stjórnsýslumál í stjórninni og samdi frumvarpið, segir að ekki sé nein þörf á refsi- ákvæði vegna þess að ráðherrar, sem lendi í pólitískum vandræðum vegna hagsmunaárekstra, séu líklegir til að segja af sér. Lýst sem skrípaleik Umræðan um frumvarpið stóð í fjóra daga og stjórnarandstaðan lýsti því sem „skrípaleik“ og „svik- um“ við þjóðina. Stjórnarandstæð- ingar gerðu hvað eftir annað hróp að stjórnarsinnum og þingmenn þurftu að leggja hendur á einn þeirra þegar hann gerði sig líklegan til að ráðast á forsætisráðherrann. „Þetta eru fá- ránleg, háskaleg og þversagnar- kennd lög, sem veita Silvio almenna sakaruppgjöf,“ hrópaði hann. Stjórnarandstaðan kvaðst ætla að efna til mótmælagöngu í Róm í dag vegna deilunnar og vonar að um 100.000 manns taki þátt í henni. Hún hyggst einnig krefjast þjóðarat- kvæðagreiðslu ef frumvarpið verður að lögum. Hart deilt um viðskipta- hagsmuni Berlusconis Stjórnarfrum- varp um hags- munaárekstra sagt sniðið að þörfum hans Róm. AFP, AP. AP Ítalskir þingmenn halda aftur af vinstrimanninum Pietro Folena sem gerði hróp að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, á þingfundi um frumvarp stjórnarinnar um hagsmunaárekstra. LIÐSMÖNNUM SFOR-fjölþjóða- hersins í Bosníu-Hersegóvínu, en hann lýtur yfirstjórn Atlantshafs- bandalagsins, mistókst enn í gær að hafa hendur í hári Radovans Karad- zic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu- Serba, en þeir gerðu þá aðra tilraun til að handsama hann. Leitað var á sama svæði og í fyrradag, þ.e. í ná- grenni bæjarins Foca, suðaustur af höfuðborginni Sarajevo, en hvorki fannst tangur né tetur af Karadzic. Karadzic hefur verið ákærður fyr- ir stríðsglæpi og þjóðarmorð í Bosn- íustríðinu 1992–1995 og er ásamt Ratko Mladic, sem stýrði herjum Bosníu-Serba, sá maður sem fulltrú- ar Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag leggja hvað mesta áherslu á að verði handsamaðir. Urður Gunnarsdóttir, talsmaður Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Bosníu, sagði að- spurð hvað ylli því að nú loksins væri látið til skarar skríða gegn Karadzic, að líklegast hefðu réttar- höldin yfir Slobodan Milosevic, fyrr- verandi forseta Júgóslavíu, þar áhrif en þau standa nú sem hæst fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag. „Ég held ekki að þetta sé út af því að þeir hafi eitthvað betri upplýs- ingar um hvar hann er staddur, lík- lega hafa þeir verri upplýsingar ef eitthvað er,“ sagði Urður. Urður sagði ennfremur í samtali við Morgunblaðið að nú væri farið að huga að lokaáfanga þess verk- efnis sem vesturveldin tóku að sér við Dayton-friðarsamningana 1995. Það myndi m.a. fela í sér að fækkað yrði í liði SFOR-friðargæslusveit- anna, sem og starfsliði alþjóðastofn- ana. „Það yrði mikill álitshnekkir ef Karadzic léki enn lausum hala þegar menn draga sig út úr Bosníu. Þetta er einfaldlega eitt af því sem verður að gera áður en starfinu hérna lýk- ur.“ Milosevic hetja á ný Óttast hefur verið að allt færi í bál og brand í serbneska hluta Bosníu ef Karadzic yrði handtekinn. Urður segir menn sér meðvitandi um vax- andi spennu, t.a.m. hafi verið skotið á alþjóðalögreglustöð norður af höf- uðborginni Sarajevo á fimmtudag þegar fyrst var reynt að hafa hend- ur í hári Karadzic. Menn geri þó síð- ur ráð fyrir miklum ólátum. Um réttarhöldin yfir Milosevic sagði Urður að frammistaða Júgó- slavíuforsetans fyrrverandi gæfi Serbum á svæðinu aukið sjálfs- traust. „Þetta hefur bætt stöðu Mil- osevic ótrúlega mikið. Hann er í raun hetja á ný í þeirra augum og fólki finnst sem hann sé að svara fyrir alla Serba. Þeim finnst rétt- arhöldin vera til marks um að al- þjóðasamfélagið sé hlutdrægt, þ.e. andsnúið Serbum,“ sagði Urður. „Miðað við framþróun mála munu menn því kannski þurfa að endur- skoða það mat sitt að Milosevic sé búinn að vera.“ Sagði Urður að þessi þróun drægi úr líkum á því að stjórnvöld í Bel- grað fengjust til að framselja Mla- dic. Tekur hún undir að það sé m.a. af því að stjórnvöldum í Belgrað finnist illa hafa tekist til við upphaf réttarhaldanna yfir Milosevic. Karadzic er leitað dyrum og dyngjum Reuters Þýskur hermaður á brynvarinni bifreið gætir vegar við þorpið Celebici. Álitshnekkir ef hann næst ekki, segir Urður Gunnarsdóttir í Sarajevo Sarajevo. AFP. RICHARD M. Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, vék að þeim möguleika að varpa kjarnorku- sprengju á Víetnam en Henry Kiss- inger, sem þá gegndi starfi þjóð- aröryggisráðgjafa forsetans, skaut hugmyndina samstundis í kaf. Kemur þetta fram á segulbands- upptökum sem geymdar hafa verið í bandaríska þjóðskjalasafninu en leynd var aflétt af á fimmtudag. Alls eru á þeim 500 klukkustundir af samræðum sem Nixon átti á for- setastóli og lét taka upp. Í heild munu vera til 3.700 stundir af slík- um hljóðritunum og hafa nú 1.700 þeirra verið birtar. Er Nixon og Kissinger ræddu um stöðuna í Víetnamstríðinu 25. apríl 1972 bryddaði sá síðarnefndi upp á ýmsum valkostum til að auka á hernaðinn. Í því sambandi nefndi hann loftárásir á orkustöðvar og hafnir. „Ég myndi fremur beita kjarnorkusprengju,“ sagði Nixon. „Það held ég væri einum of mikið,“ svaraði Kissinger. „Kjarnorku- sprengjan, veldur hún þér áhyggj- um?“ spyr Nixon þá og bætir við: „ég vil bara að þú hugsir stórt.“ Nokkrum vikum seinna fyr- irskipaði Nixon stóraukinn hernað og var þar um mestu stigmögnun hans að ræða frá því Víetnam- stríðið braust út í upphafi sjöunda áratugarins. Í tímaritssamtali árið 1985 játaði Nixon að hafa velt fyrir sér þeim möguleika að varpa kjarnorku- sprengju á Víetnam. „Ég hafnaði að sprengja uppistöðustíflurnar því það hefði drekkt milljón manns, og af sömu ástæðu hafnaði ég kjarn- orkuvalkostinum. Skotmörkin voru ekki hernaðarleg,“ sagði hann. Nixon sýndi minni umhyggju fyr- ir Norður-Víetnam í samtölunum. „Við þurfum að eyða þessum and- skotans stað,“ sagði hann við ráð- gjafa sinn í innanlandsmálum. „Norður-Víetnam þarf að end- urskipuleggja ... Það er tímabært, við áttum að vera búnir að því fyrir löngu,“ bætti hann við. Segulböndin, sem nú hafa verið gerð opinber, eru einkum frá fyrstu sex mánuðum ársins 1972, eða frá þeim tíma sem Nixon fór í sögulega ferð til Kína og þær ná yfir fyrstu dagana eftir innbrotið í skrifstofur Demókrataflokksins í Washington. Það reyndist upphaf Watergate- málsins sem kostaði Nixon að lok- um forsetaembættið. Velti fyrir sér kjarnorkuárás á Víetnam Leynd aflétt af segulbandsupptökum Nixons, fyrrv. Bandaríkjaforseta ÍSRAELAR héldu í gær áfram hern- aði sínum í flóttamannabúðum á Vesturbakkanum og skutu þá til bana fimm Palestínumenn, þar af eina átta ára gamla stúlku. Einn ísr- aelskur hermaður féll. Á Gaza- svæðinu skutu Ísraelar sjötta Pal- estínumanninn, sjö ára dreng. Hern- aðaraðgerðir Ísraela heita að þessu sinni „Litskrúðug ferð“. Myndin er af palestínskum ungmennum, sem efndu til mótmæla á Gaza í gær. Reuters Palestínsk börn skotin GARRÍ Kasparov bar sigurorð af Englendingnum Michael Adams í fimmtu umferð skákmótsins í Lin- ares á Spáni í fyrradag. Hefur hann nú forystu á mótinu með 2,5 vinninga úr fjórum skákum. Þátttakendur eru sjö og því situr ávallt einn hjá í hverri umferð. Í öðru sæti er Spánverjinn ungi, Francisco Vallejo, með 2,5 vinninga eins og Kasparov en úr fimm skákum. Öðrum skákum í fimmtu umferð- inni lauk með jafntefli, milli Anands og Ívantsjúks og milli Vallejos og Ponomaríovs. Staðan er því þannig, að á eftir þeim Kasparov og Vallejo koma þeir Adams, Anand, Ponom- aríov og Shírov með tvo vinninga úr fjórum skákum og síðan Ívantsjúk með tvo vinninga úr fimm skákum. Kasparov í forystu Linares. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.