Morgunblaðið - 02.03.2002, Page 25

Morgunblaðið - 02.03.2002, Page 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 25 YFIRVÖLD í Bandaríkjunum hafa fallist á að fangar í herstöð- inni í Guantanamo-flóa á Kúbu fái að vefja túrbönum um höfuð sér við bænahald eftir að meirihluti fanganna fór í hungurverkfall til að mótmæla banni við því að þeir bæru túrbana. Þá hafa fangarnir fengið loforð um vikulega fundi um framgang málarekstursins gegn þeim. Föngunum hafði verið bannað að ganga með túrbana þar sem tal- ið var að þeir gætu falið vopn í þeim. Samkvæmt nýju reglunum hafa fangaverðir þó leyfi til að skoða túrbanana hvenær sem er. Næstum tveir þriðju fanganna 300, sem vistaðir hafa verið í her- stöð Bandaríkjamanna á Kúbu, fóru í hungurverkfall til að lýsa óánægju sinni með að fá ekki að nota túrbana sína við bænahaldið. Voru þetta fyrstu samræmdu mót- mælaaðgerðir fanganna frá því að byrjað var að flytja þá til Kúbu frá átakasvæðunum í Afganistan 11. janúar sl. en um er að ræða talib- ana og liðsmenn al-Qaeda-hryðju- verkasamtakanna. Mótmælin hófust þegar einn fanganna hunsaði skipun um að taka niður túrban sinn. Fór fanga- vörður þá inn í klefa fangans og tók túrbaninn af fanganum. Kom- ust yfirvöld að því síðar að fanginn hefði hunsað skipanir sökum þess að hann var í miðri bænagjörð en þær krefjast algerrar einbeitingar. Ekki var um það að ræða að fangarnir legðu fram kröfur eða að þeir hefðu formlega lýst því yfir að þeir væru í hungurverkfalli heldur bárust fréttir af þessum at- burði eins og eldur um sinu um herstöðina. Var svo komið um há- degisbil á miðvikudag að meiri- hluti fanganna lýsti óánægju sinni með því að neita að taka til matar síns. Fangarnir fá kröfur sínar uppfylltar Washington. AFP. NEÐRI deild þýska þingsins sam- þykkti í gær lagafrumvarp um inn- flytjendur en megintilgangur þess er að takmarka mjög aðgang ann- arra innflytjenda en þeirra, sem eru menntaðir á einhverju sviði. Búist er við hörðum átökum um frumvarpið í efri deildinni eða sambandsráðinu. Í neðri deild- inni var frum- varpið samþykkt með 321 atkvæði stjórnarflokk- anna gegn 225 atkvæðum kristi- legu flokkanna en í sam- bandsráðinu er stjórnin hins vegar í minnihluta. Andstaða kristilegu flokkanna stafar af því, að þeir vilja ganga miklu lengra í að draga úr aðflutningi fólks og halda því fram, að hann verði aðeins til að auka á atvinnuleysið í landinu. Samtök atvinnulífsins í Þýska- landi styðja aftur á móti stjórn Ger- hards Schröder í þessu máli og þau segja, að menntaðir innflytjendur auki ekki á atvinnuleysið, heldur skapi þeir þvert á móti atvinnu. Það er einkum í ýmsum tæknigreinum, sem skortur er á vinnuafli í landinu. Umrædd lög eru þau fyrstu um innflytjendur í Þýskalandi eftir stríð. Þýskaland Tekist á um innflytj- endalög Berlín. AFP. Gerhard Schröder FBI, bandaríska alríkislögreglan, yfirheyrði í gær mann, sem kom með farþegaþotu frá Air India til Kenn- edy-flugvallar í New York, en sleppti honum að því búnu. Í London höfðu vaknað grunsemdir um, að maðurinn væri á lista yfir eftirlýsta hryðju- verkamenn en svo reyndist ekki vera. Kanadískar herþotur fylgdu Air India-þotunni nokkurn hluta leiðar- innar til New York og þar var FBI með allnokkurn viðbúnað. Var vél- inni beint á afvikinn stað þar sem lögreglubílar umkringdu hana. Var maðurinn sóttur um borð en eins og fyrr segir var hann sárasaklaus af öllu misjöfnu. Líklegt þótti strax, að um ein- hvern misskilning væri að ræða en viðbrögðin eru höfð til marks um hvað öryggisgæslan er orðin mikil. Saklausum ferðalangi sleppt New York. AFP. „Grunsamlegur farþegi“ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.