Morgunblaðið - 02.03.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 02.03.2002, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í RÚMGÓÐU og vel útbúnu húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra við Háaleitisbraut njóta fatlaðir ein- staklingar, einkum börn og unglingar, þjónustu sem skipt getur þá sköpum á fullorðinsárum. Hvert sem litið er, eru háir jafnt sem lágir að gera æfingar undir stjórn sjúkra- og iðjuþjálfa. Í Æfingastöðinni eru meðal annars fjórir æfingasalir, tvö minni þjálfunarrými, sérhannað herbergi fyrir kornabörn, læknastofa, níu meðferðarklefar, öll nauðsynleg tól og tæki auk sérhannaðrar innisundlaugar, sem tekin var í notkun árið 1997 og nýst hefur skjólstæðingum stöðv- arinnar afar vel enda er þjálfun í vatni talin mjög nauðsynleg fötluðum einstaklingum. „Okkar yngstu skjólstæðingar koma beint af fæðingardeildinni, en markmið félagsins er að veita lömuðu og fötluðu fólki, einkum börnum, allan þann stuðning sem félagið hefur tök á og getur stuðlað að aukinni orku, starfshæfni og velferð þess,“ segir Vilmundur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra. Félagið fagnar í dag 50 ára afmæli sínu, en fyrir hálfri öld tóku nokkrir framsýnir áhuga- menn sig saman um stofnunina þar sem engin úrræði voru fyrir hendi fyrir fatlaða ein- staklinga. „Af illri nauðsyn varð að grípa til einhverra ráða til að byggja upp þjálfunar- aðstöðu fyrir fólk, sem allt í einu fatlaðist út frá lömunarveiki, en á þessum árum gekk al- varlegur lömunarveikisfaraldur yfir og fór fjöldi fólks mjög illa út úr þeirri veiki. Fórn- arlömb veikinnar þurftu mörg hver á mikilli hjálp að halda sem ekki var fyrir hendi á þess- um tíma, en fljótt kom í ljós að miklu fleiri ein- staklingar en þeir, sem urðu fyrir barðinu á lömunarveikinni, þurftu á aðstoð að halda,“ segir Þórir Þorvarðarson, sem verið hefur for- maður stjórnar SLF síðustu 14 ár. Fatlaðir frá fæðingu Þeir, sem nú fá þjálfun hjá SLF, eru flestir fatlaðir frá fæðingu og margir mikið hreyfi- hamlaðir. Auk þess eru hjá félaginu stór hópur misþroska barna og unglinga með sértæka námsörðugleika. Nokkur hópur fullorðinna fær þjónustu bæði vegna sérþekkingar, sem starfsfólk stöðvarinnar hefur yfir að ráða og vegna þeirrar góðu aðstöðu, sem félagið býr yfir. Félagið hóf starfsemi sína með kaupum á einbýlishúsinu Sjafnargötu 14 í Reykjavík þar sem útbúin var endurhæfingarstöð. Það hús- næði þótti hinsvegar afar óhentugt þar sem það var á þremur hæðum, en stöðin var engu að síður þarna til húsa í tólf ár eða þangað til félagið flutti í nýtt húsnæði á Háaleitisbraut 11–13 þar sem meginstarfsemi félagsins er nú rekin í 1.800 fermetrum. Alls starfa 38 starfs- menn við stöðina, þar af 27 iðju- og sjúkra- þjálfarar auk fjögurra aðstoðarmanna, en nærri lætur að um 1.200 einstaklingar komi á ári hverju til þjálfunar í stöðinni. Árið 1969 hóf SLF rekstur leikskóla í húsa- kynnum sínum þar sem ekkert félag hafði sinnt dagvist fatlaðra barna fram að því, en þremur árum síðar flutti leikskólinn í nýbygg- ingu Reykjavíkurborgar að Múlaborg. Afþreying í Reykjadal Árið 1959 hóf SLF rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn, fyrst í Reykjaskóla í Hrútafirði og Varmalandi í Borgarfirði, en árið 1963 festi fé- lagið kaup á Reykjadal í Mosfellsdal undir þessa starfsemi. Í byrjun var Reykjadalur að- eins starfræktur á sumrin, en frá 1990 hefur þar verið tekið á móti fötluðum börnum til helgardvalar á veturna sem mælst hefur mjög vel. „Oft er þetta eina úrræðið fyrir foreldra til að njóta hvíldar eða frítíma því eins og gefur að skilja getur umönnun fatlaðra barna verið mjög krefjandi,“ segir Þórir. Upphaflega dvöldu krakkarnir sumarlangt í Reykjadal, en vegna mikillar eftirspurnar, varð að stytta tím- ann verulega til að gefa sem flestum tækifæri þó engan veginn hafi ennþá náðst að anna eft- irspurn. Á sumrin koma nú allt að 180 ung- menni til dvalar í Reykjadal, allt niður í 5 ára, flest í tvær vikur í senn. Um helgar á veturna er á hinn bóginn hægt að taka á móti allt að 20 börnum í senn og er starfseminni í Reykjadal haldið uppi af framhaldsskóla- og háskólanem- um. Sú hugmynd er nú til skoðunar, að sögn Vilmundar, hvort möguleiki sé á að bjóða upp á þjálfunarúrræði í Reykjadal á sumrin þar sem lögð yrði áhersla á samspil hesta, sjúkra- og iðjuþjálfunar. Sund og leikur í vatni hefur verið mik- ilvægur þáttur í starfsemi Reykjadals allar götur frá árinu 1965 að sundlaug var þar tekin í notkun og notuð allt til ársins 1994 að ný úti- laug var þar vígð, en söfnun fyrir henni hafði staðið yfir í fimm undangengin ár. Haustið 1969 hófst rekstur heimavistarskóla fyrir fötluð börn í Reykjadal sem mætti þörf- um mikið fatlaðra barna, en það var ekki fyrr en árið 1975 að hið almenna skólakerfi var loks reiðubúið að taka við þessum nemendum þeg- ar stofnuð var sérdeild fyrir fötluð börn í Hlíðaskóla í Reykjavík. Eftir því sem árin hafa liðið, hefur fötluðum börnum nú í vaxandi mæli verið fundinn staður í almenna skólakerfinu. Að sögn Þóris er nauðsynlegt að aðskilja starfsemina í Reykjadal frá Æfingastöðinni því hér sé um tvær mjög ólíkar einingar að ræða. „Á meðan börnin eru fyrst og fremst að skemmta sér í Reykjadal, er verið að þjálfa ungmennin út í lífið í Æfingastöðinni, sem er án nokkurs efa mikilvægasti þátturinn í starf- semi félagsins. Framtíð barnanna, sem hér eru í þjálfun, ræðst af því hvernig til tekst í þjálf- uninni, en með markvissri þjálfun er verið að byggja upp börn og unglinga til að gera þeim kleift að takast á við lífið,“ segir Þórir. Þeir Þórir og Vilmundur eru sammála um að félagið hafi alla tíð notið margra velvild- armanna og í raun ekki getað starfað með svo myndarlegum hætti og raun ber vitni ef þeirra og fórnfúsra sjálfboðaliða hefði ekki notið við. Ekki væri hægt að komast hjá því að nefna kvennadeild félagsins í þessu sambandi, en frá árinu 1966 hefur hún staðið við bakið á félag- inu og gerir enn þrátt fyrir að hafa að nafninu til verið lögð niður. Félaginu hafi jafnframt ný- lega borist tveggja milljóna króna styrkur frá SP-fjármögnun sem í raun sé eitt af fjölmörg- um dæmum um velvild til handa starfseminni. Símahappdrætti hefur lengi verið ein helsta fjáröflunarleið SLF, en félagið hefur samt sem áður nánast allan sinn aldur þurft að borga með rekstrinum. Í fyrra urðu hinsvegar straumhvörf í starfsemi félagsins þegar gerð- ur var fimm ára þjónustusamningur við heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið um Æf- ingastöð SLF. Haustið 2000 hófst samstarf við Hafnarfjarðarbæ og var þá opnað útibú í íþróttahúsinu við Strandgötu þar sem allt að 25 börn geta sótt iðjuþjálfun að jafnaði. Þetta er, að sögn Vilmundar, liður í að færa þjálf- unina nær heimaslóðum þeirra, sem þjónust- unnar njóta. Einnig var um tíma farið til Ak- ureyrar og iðjuþjálfun veitt þar, en eftir að fyrstu iðjuþjálfar útskrifuðust frá Háskól- anum á Akureyri hefur sú þjónusta lagst af og iðjuþjálfar hafið störf fyrir norðan. Þá hafa þjálfarar SLF um þó nokkurt skeið starfað í Öskjuhlíðarskóla svo að nemendur fái þar þjónustu á skólatíma og iðjuþjálfarar stöðv- arinnar hafa að sama skapi farið í vinnuferðir út á landsbyggðina. „Þjónustusamningur við ríkið vegna Æfingastöðvarinnar treystir mjög stöðu félagsins. Hinsvegar standa nú yfir við- ræður við stjórnvöld um samsvarandi þjón- ustusamning vegna þeirrar starfsemi, sem rekin er í Reykjadal, og vona ég auðvitað að farsæl niðurstaða náist innan tíðar,“ segir Þór- ir. Dansað í Ráðhúsinu Í tilefni af 50 ára afmæli SLF í dag, er öllum fötluðum einstaklingum 12 ára og eldri boðið á stórdansleik í Ráðhúsinu í kvöld frá klukkan 20.00 til miðnættis og er þess vænst að sem flestir láti sjá sig. Hljómsveitirnar Í svörtum fötum, Írafár, JFM auk Páls Óskars Hjálmtýs- sonar og skemmta gestum og ætla skemmti- kraftarnir, sem fram koma, að gefa vinnu sína. Morgunblaðið/Sverrir Þórir Þorvarðarson, stjórnarformaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, og Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri félagsins, í æfingastöð félagsins við Háaleitisbraut. Morgunblaðið/Sverrir Svanfríður 2 ára og Margeir Þór 4 ára fá sjúkra- og iðjuþjálfun í Æfingastöð SLF við Háa- leitisbraut ásamt fjölmörgum öðrum. Hér njóta þau leiðsagnar sjúkraþjálfaranna Áslaugar Guðmundsdóttur og Guðbjargar Eggertsdóttur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Reykjadal í Mosfellsdal er fötluðum börnum boðið upp a sumardvöl og helgardvöl yfir vetrarmánuðina. Megináhersla er á leik og skemmtun, en oft er Reykjadalur eina úrræði foreldra fatlaðra barna til að njóta hvíldar og frítíma. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hreyfihömluð börn að leik í Reykjadal í Mosfellsdal. Í Reykjadal er tekið á móti 20 börnum um helgar, en þar hófst starfsemi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 1963. Þjálfum fötluð börn út í lífið Í dag er liðin hálf öld frá því að Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var formlega stofnað. Jóhanna Ingvarsdótt- ir fór í Æfingastöð félagsins og hitti þá Vilmund Gísla- son framkvæmdastjóra og Þóri Þorvarðarson stjórn- arformann að máli í tilefni tímamótanna. join@mbl.is Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra heldur upp á hálfrar aldar afmæli við hjálparstarf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.