Morgunblaðið - 02.03.2002, Side 27

Morgunblaðið - 02.03.2002, Side 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 27 meistar inn. is GULL ER GJÖFIN Vor í vændum Reykjavík sími 580 0500 Selfossi sími 480 0800 www.blomaval.is 25 l 499 kr. 499 kr. Gróðurmold á gjafverði: Græna þruman Pottatilboð verð frá 199 kr. 50 l 799 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 69 86 03 /2 00 2 rósakörfur 999 kr. 9 rósir 799 kr. 3 prímúlur 699 kr. ROBERT Altman er mistækur leikstjóri þótt yfirleitt takist honum ansi vel upp. Alla vega klikkar hann aldrei þegar kemur að stjórn leikara, enda mæra leikarar samvinnuna við hann í hástert. Í Gosford Park hefur hann raðað í kringum sig frábærum enskum leikurum, og fær ærlega við- urkenningu fyrir vikið. Tvær leik- konur eru tilnefndar til Óskarsverð- launa fyrir hlutverk sín í myndinni. En myndin er í fleiri staði hin ágæt- asta, og fékk fimm tilnefningar til viðbótar, m.a sem besta myndin og Altman sem besti leikstjórinn. Ég skil reyndar ekki hvað ég er að til- taka þessar tilnefningar, það er sjaldnast að ég sé sammála Óskari frænda. Sögusviðið er England í upphafi fjórða áratugarins. Það er komið að fasanaveiðum og hefðarfólkið innan vinahóps sir Williams og lafði Sylvíu safnast saman á sveitasetur þeirra hjóna. Í þetta skiptið er með í hópn- um frændi sir Williams, Hollywood- stjarnan Ivor Novello og kvik- myndaframleiðandann hr. Weissm- an, sem hyggst gera sakamálamynd sem á einmitt að gerast á ensku sveitasetri. Myndin gerist yfir helgi, og fjallar aðallega um samskipti og hlutskipti hefðarfólks og þjónanna þeirra. Snilld Altmans kemur berlega í ljós þegar honum tekst glæsilega að vefa saman líf og bakgrunn fólksins í stássstofunni og þjónanna niðri í kjallara. Handrit Fellowes er einnig sérlega fínlega skrifað, með hárrétt- um upplýsingum, og ekki síður upp- lýsandi setningum. Það mætti eiginlega skipta mynd- inni í þrjá hluta. Fyrst þarf að kynna allar þessar persónur, bakgrunn og vandamál. Þetta er nokkuð léttúðug- ur kafli en með sterkum ádeilu-und- irtón. Það er sorglegt hvernig hefð- arfólkið, sem er ekkert nema yfirborðið, rígheldur í deyjandi heimsveldi með fáránlegum úr sér gengnum siðum og niðurlægjandi framkomu í garð þjóna sinna. Það er svo brjóstumkennanlegt að maður vildi frekar eiga heima á neðri hæð hússins, meðal þjónanna, sem enn eiga eftir snefil af sjálfsvirðingu, mannúð og lífsgleði, þótt þeiri lifa mest í gegnum hefðarfólkið. Þessi fyrsti hluti er mun lengri en vani er í upphafi kvikmynda – og annars kon- ar frásögnum – og maður bíður ósjálfrátt eftir að einhverri sögu sé hrint af stað, en hún lætur á sér standa. Kynningin er þó uppfull af marg- breytilegum persónum og skemmti- legum uppákomum. Þar má sérstak- lega nefna Maggie Smith í hlutverki greifynjunnar af Trentham, dásam- legrar snobbhænu, en kvikindis- skapurinn hreinlega frussast af vörum hennar. Síðan er morðið framið, og saka- málasöguhlutinn hefst. Og rétt eins- og í yfirstéttarbókum Agöthu Christie, er enginn settur út af lag- inu við atburðinn og flestir liggja undir grun. Bæði húsbændur og hjú. Nú setur áhorfandinn sig í stöðu rannsóknarlöggunnar að finna þann seka. Hér er enginn Hercule Poirot á ferð, heldur sjálfumglöð rannsókn- arlögga sem er skemmtilega túlkuð af hinum óborganlega Stephen Fry. Ég skildi ekki hvernig þjónustu- stúlkan Mary komst að hinu sanna í málinu. Ég var reyndar búin að fatta það, og eflaust allir hinir í salnum, en við höfðum líka aðgang að mun fleiri upplýsingum en hún. En þessi mynd er langt frá því að vera einhver ná- kvæm sakamálamynd, svo það skipt- ir kannski litlu. Lokahluti myndarinnar var áhugaverðastur fyrir mér, en þá kemur drama upp á yfirborðið og fólk fellir grímurnar. Saga sem út- skýrir margt meira um samskipti húsbænda og hjúa – á mun átakan- legri hátt en í fyrsta hlutanum – og segir allt sem segja þarf. Það er einsog það sé of mikið í þessari mynd. Of mikið af fólki fyrir í rauninni litla sögu, og því finnst manni endirinn heldur snubbóttur. Gosford Park er sannkölluð leik- araveisla, sem unun er að vera boðið í. Jeremy Northam nýtur sín alveg í hlutverki stjörnunnar. Kelly MacDonald er stórfín sem þjónustu- stúlka greifynjunnar, Kristin Scott Thomas er illkvittnisleg og óþolandi sem lafði Sylvia, Helen Mirren átak- anleg að vanda sem hinn fullkomni þjónn frú Wilson og svo mætti lengi telja. Gosford Park er merkileg mann- eðlisstúdía, átakanleg, fyndin og for- vitnileg. Húsbændur og hjú, hluti I, II og III Hildur Loftsdóttir KVIKMYNDIR Laugarásbíó Leikstjórn: Robert Altman. Handrit: Juli- an Fellowes eftir hugmynd Altmans og Bob Balabans. Kvikmyndataka: Andrew Dunn. Aðalhlutverk: Maggie Smith, Krist- in Scott-Thomas, Michael Gambon, Jer- emy Northam, Helen Mirren, Kelly MacDonald, Alan Bates, Clive Owen, Ryan Phillippe, Charles Dance, James Wilby, Eileen Atkins, Derek Jakobi, Rich- ard E. Grant og Claudie Blakley. 137 mín. USA/UK/Þýskaland og Ítalía. Capitol Films 2001 GOSFORD PARK  NÚ stendur yfir glerlistasýningin „Birta“ í Listasal Man, Skólavörðu- stíg 14. Á sýningunni eru borðlamp- ar, vegglampar, ljósker, skúlptúrar og skálar eftir þær Ingibjörgu Hjartardótur, Kristínu J. Guð- mundsdóttur og Rebekku Gunnars- dóttur. Sýningin stendur til 10. mars og er opin mánudaga til laugardaga kl.10- 18, sunnudag kl. 14-17. Hún er liður í vetrarhátíð Reykjavíkurborgar, Ljós í myrkri. Glerverk í Man

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.