Morgunblaðið - 02.03.2002, Síða 38
UMRÆÐAN
38 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
S
extíu til sjötíu þúsund
Íslendingar, þ.e. um
fjórðungur þjóð-
arinnar, þjást af geð-
sjúkdómum einhvern
tímann á lífsleiðinni. Þetta er
sláandi hátt hlutfall, og það að
þetta kemur manni á óvart er
merki þess að þrátt fyrir frá-
bært og ötult starf félagsins
Geðhjálpar og samstarfsverk-
efnisins Geðræktar, eru augu
okkar ekki alveg opin fyrir því
hversu stórt vandamál geð-
sjúkdómar eru. Alþjóða heil-
brigðisstofnunin WHO spáir því
enda að geðraskanir verði al-
gengasti sjúkdómurinn sem
þjóðir heims standi frammi fyr-
ir á 21. öld-
inni.
Samstarfs-
verkefninu
Geðrækt var
formlega
hleypt af
stokkunum
10. október á
síðasta ári, á alþjóða geðheil-
brigðisdaginn. Að verkefninu
standa einkaaðilar auk op-
inberra aðila. Verkefnið hefur
vakið athygli, enda mikilvægt
málefni á ferð; geðsjúkdómar
sem eru svo miklu algengari í
heiminum en marga grunar.
Geðræktarverkefnið hefur varp-
að ljósi á þennan málaflokk og
vakið margan til umhugsunar
um eigin og annarra fordóma
og ranghugmyndir.
Í verkefninu er lögð áhersla á
forvarnir og heilsueflingu, þ.e.
geðrækt. Við virðumst nefnilega
gleyma því að geðrækt er nauð-
synleg eins og líkamsrækt. Með
geðrækt er lögð áhersla á að
hlúa að því sem heilt er og fyr-
irbyggja með því geðraskanir á
borð við kvíða og þunglyndi,
eins og kemur fram á góðum
vef Geðræktar, www.ged.is.
Með líkamsrækt er á sama
hátt lögð áhersla á að fyr-
irbyggja líkamlega kvilla og
styrkja líkamann. Vonandi á
geðræktin eftir að verða jafn-
stór hluti af lífsstíl Íslendinga
og líkamsræktin er orðin, jafn-
mikla rækt þarf að leggja við
líkama og geð. Geðrækt-
arstöðvar væru ekki svo vitlaus
hugmynd, eða hvað?
Margir hafa eflaust veitt at-
hygli litlum bæklingum og póst-
kortum sem dreift hefur verið á
vegum Geðræktar. Bækling-
urinn passar vel í veski og inni-
heldur þarfar ábendingar til
allra. M.a. um að tala um hlut-
ina, hreyfa okkur og slaka á.
Kortið hentar vel til að
hengja í vinnubásinn sinn eða á
ísskápinn og hefur að geyma
geðorðin tíu sem eiga ekki síður
erindi til okkar en jafnmörg vel
þekkt boðorð.
1. Hugsaðu jákvætt, það er
léttara.
2. Hlúðu að því sem þér
þykir vænt um.
3. Haltu áfram að læra svo
lengi sem þú lifir.
4. Lærðu af mistökum þín-
um.
5. Hreyfðu þig daglega, það
léttir lundina.
6. Flæktu ekki líf þitt að
óþörfu.
7. Reyndu að skilja og
hvetja aðra í kringum þig.
8. Gefstu ekki upp, vel-
gengni í lífinu er langhlaup.
9. Finndu og ræktaðu hæfi-
leika þína.
10. Settu þér markmið og
láttu drauma þína rætast.
Þetta eru svo þarfar ábend-
ingar. Ég var á námskeiði í vik-
unni þar sem kennarinn sagði
okkur að setja okkur fimm
svona persónuleg markmið eða
geðorð, skrifa þau niður, plasta
og geyma í veskinu okkar.
Skoða þau reglulega og sér-
staklega þegar á móti blæs. Ég
er ekki ennþá búin að því en
ætla mér það, alveg eins og ég
ætla að halda dagbók yfir allar
truflanirnar sem ég verð fyrir
yfir daginn, setja mér yfirstíg-
anleg markmið, vera ákveðin,
færa verkefni yfir á aðra o.s.frv.
(Þetta var sko tímastjórn-
unarnámskeið, eitthvað sem
ætti að vera hluti af skyldu-
námi.)
Mig langar að gera síðasta
geðorðið að umtalsefni. Á áð-
urnefndu afbragðs tímastjórn-
unarnámskeiði hófst uppgötvun
mín á mikilvægi þess að setja
sér markmið. Hversu mikilvægt
það er að skrifa niður, bæði
markmið og verkefni sem liggja
fyrir, hvort sem það er í starfi
eða einkalífi. Við verðum að vita
hvert við stefnum, fyrir lífstíð,
til nokkurra ára, mánaða, vikna,
daga og innan dagsins. Mark-
miðin verða nefnilega að vera
yfirstíganleg.
Í dag efnir Geðhjálp til lands-
söfnunar. Félagið Geðhjálp hef-
ur barist fyrir réttindum geð-
sjúkra og geðfatlaðra og staðið
fyrir fræðslu um geðsjúkdóma
um meira en tveggja áratuga
skeið. Það er skylda okkar að
leggja málefninu lið, taka við
fræðslu með opnum huga, horf-
ast í augu við fordóma og út-
rýma þeim, og leggja okkar af
mörkum til að bæta meðferð-
arúrræði fyrir geðsjúka.
Til að hrinda af stað brýnustu
verkefnunum eru 70–80 millj-
ónir króna nauðsynlegar, að
sögn forsvarsmanna Geðhjálpar.
Eftirmeðferð fyrir geðsjúka,
helst þá sem þjást af þunglyndi,
er það sem helst skortir, en tal-
ið er að a.m.k. 800 manns á Ís-
landi þurfi á slíkri eftirmeðferð
að halda.
Það er þannig að þeir sem
þekkja einhvern sem á við geð-
sjúkdóm eða geðröskun að
stríða, vita hversu mikilvægt
það er að augu almennings opn-
ist fyrir því hversu alvarlegt
vandamálið er. Við hin sömu
virðumst kannski gleyma að
geðrækt er allt eins mikilvæg,
þ.e. að fyrirbyggja og hlúa að
því sem er heilbrigt ennþá. Með
Geðrækt og landssöfnun Geð-
hjálpar eru skref stigin, bæði til
að fyrirbyggja geðsjúkdóma og
til að hjálpa þeim sem þegar
eiga í stríði. Hvort tveggja er
mikilvægt.
Markmið
og geðorð
Vonandi á geðræktin eftir að verða
jafnstór hluti af lífsstíl Íslendinga
og líkamsræktin er orðin. Geðrækt-
arstöðvar væru ekki svo vitlaus
hugmynd, eða hvað?
VIÐHORF
Eftir
Steingerði
Ólafsdóttur
steingerdur-
@mbl.is
GEÐHJÁLP, sem er
félag sjúklinga, að-
standenda og annarra
sem láta sér annt um
geðheilsu, leitar þessa
dagana til þjóðarinnar
um stuðing við brýn
viðfangsefni – að koma
á laggirnar nýrri með-
ferð og skapa ný störf
fyrir geðsjúka.
Hugmyndin sem ver-
ið hefur til umræðu hjá
félaginu, meðal fagfólks
á geðheilbrigðissviði og
annars áhugafólks,
gengur í stórum drátt-
um út á að virkja
reynslu þeirra sem
sjálfir hafa átt við geðsjúkdóma að
stríða og náð bata, um leið og nýtt er
allt það besta sem fyrir hendi er í geð-
heilbrigðisþjónustunni.
Hjálp til sjálfshjálpar, virkni sjúk-
lingsins og virðing fyrir honum eru
lykilorð í nýrri meðferð, þar sem
sjúklingurinn vinnur að sínum bata
jafnfætis félagsráðgjafa, geðhjúkr-
unarfólki, geðlækni, iðjuþjálfa, list-
þjálfa og sálfræðingi, svo að helstu
hópar fagfólks séu nefndir. En nýj-
ungin í starfsliðinu verða ráðgjafar
sem eru hverjum og einum sjúklingi
til fulltingis í daglegu meðferðar-
starfi. Í þeim hópi er gert ráð fyrir
fólki sem sjálft hefur reynslu af geð-
sjúkdómum. Er þá meðal annars
stuðst við þá jákvæðu reynslu sem
fengist hefur í áfengismeðferð hjá
SÁÁ, þar sem ráðgjafar þekkja yf-
irleitt sjúkdóminn af eigin raun. Það
auðveldar þeim að ávinna sér traust
sem er forsenda árangurs í einstak-
lings- og hópmeðferð.
Þjóðin lyfti á sínum
tíma grettistaki við
stofnun SÁÁ og upp-
byggingu meðferðar-
stofnana sem opnað
hafa hverjum og einum
Íslendingi, án tillits til
þjóðfélagsstöðu, mögu-
leika á að vinna bug á
áfengis- og vímuefna-
efnavanda. Fæstir gera
sér grein fyrir því, að
þetta aðgengi að áfeng-
ismeðferð er einsdæmi í
heiminum. Í engu öðru
landi hafa jafnmargir
hlutfallslega notið slíkr-
ar meðferðar. Um leið
hafa fordómar látið undan síga.
Lykillinn að árangri í áfengismeð-
ferð er tenging hennar við sjálfs-
hjálparhópa og er þá ekki síst átt við
AA-samtökin. Það er ævarandi verk-
efni að viðhalda bata sínum og það
gefst mörgum vel að gera það í hóp-
starfi og á fundum þar sem fólk deilir
reynslu sinni hvert með öðru og öðl-
ast þannig styrk og von, vináttu og fé-
lagsskap.
Góð geðheilsa fæst ekki með ein-
földum lausnum. Sá sem misst hefur
geðheilsuna á oft erfitt að vinna bug á
afneituninni, að viðurkenna að hjálp-
ar sé þörf og að leita sér aðstoðar. Þá
þurfa viðeigandi meðferðarúrræði að
vera fyrir hendi og að vera aðgengi-
leg. Síðast en ekki síst þarf stuðn-
ingur að vera til staðar þegar með-
ferð er lokið, þannig að ekki sæki
aftur í sama farið.
Þar vill Geðhjálp vera til staðar. Í
félagsmiðstöðinni að Túngötu 7 er
vaxandi starf, þar sem leitast er við
að mæta þessum þörfum. Þar njóta
einnig sjálfshjálparhópar aðstöðu
fyrir vikulega fundi og er þar um að
ræða ólíka sjúklingahópa sem starfa
sjálfstætt.
Nýja meðferðin fyrir geðsjúka sem
Geðhjálp leitar nú stuðnings við hjá
þjóðinni mun sameina það besta sem
geðlækningar hafa upp á að bjóða og
nálgun vandans á jafningjagrund-
velli. Sú nýjung mun hjálpa einstak-
lingnum til að horfast í augu við sinn
vanda, að takast á við hann í meðferð-
inni og að viðhalda batanum eftir að
meðferð lýkur. Hjálp til sjálfshjálpar
þarf að vera áþreifanleg.
Geðsjúkir hafa löngum mátt líða
fyrir grimma fordóma og verið út-
skúfað í samfélagi okkar. Félagsleg
einangrun, atvinnuleysi og fátækt ör-
yrkjans hefur iðulega orðið þeirra
hlutskipti. Mikið hefur áunnist í mál-
efnum okkar á liðnum árum. En enn
meira er þó óunnið. Átaks er þörf og
Geðhjálp heitir á þjóðina að koma til
liðs við okkur. Ný meðferð og ný störf
munu leggja grunn að lífshamingju
einstaklinga.
Slíkt skilar sér.
Ný meðferð fyrir geðsjúka
Sveinn Rúnar
Hauksson
Geðhjálp
Átaks er þörf, segir
Sveinn Rúnar Hauks-
son, og Geðhjálp heitir á
þjóðina að koma til liðs
við okkur.
Höfundur er varaformaður
Geðhjálpar.
HVERNIG skyldi
það vera að leggjast
inn á geðdeild í dag?
Nú þegar plássum hef-
ur verið fækkað, hlýtur
það að vera enn meira
álag en ella. Færri
pláss þýðir að meðal-
legutími styttist og
sjúklingar útskrifast
fyrr. Ótímabærar út-
skriftir hljóta að vera
tíðari en áður. Hvar er
metnaðurinn í geðheil-
brigðismálum? Helst
verður vart við metnað
hjá Geðhjálp. Þar er
uppbygging og þar hef-
ur þjónustu, sem skort
hefur, einfaldlega verið komið á fót.
Úr öllum öðrum áttum heyrast nið-
urskurðarraddir, við „étum“ of mikið
af „gleðipillum“, er vælt (ég veit
dæmi þess að sjúklingar hafi hætt
lyfjatöku eða minnkað skammta sína
í kjölfar slíks opinbers væls), og tals-
menn Landspítala – háskólasjúkra-
húss kveinka sér vegna „félagsþjón-
ustu“ sem spítalinn veitir (þar er
m.a. átt við geðdeildina að Arnar-
holti, en aðbúnaður þar er slíkur að
fjárveitendur mættu sjá sóma sinn í
að bæta úr í stað þess að hóta lok-
unum).
Hvernig stendur á því að aldrei
eru sett fram metnaðarfull áform af
hálfu stjórnvalda um úrbætur í þess-
um stóra og kostnaðarsama mála-
flokki, sem snertir svo marga? Nú
höfum við heilbrigðisáætlun, sem lít-
ur vel út, en enn sem komið er höfum
við ekki séð aðgerðir. Í Danmörku er
pólitisk samstaða um að sjá til þess
að allir sjúklingar á geðdeildum skuli
vera á einbýlum. Í Noregi eru áætl-
anir um að bjóða geðklofasjúkling-
um aðstoð strax á fyrstu stigum
sjúkdómsins, ekki nokkrum árum
seinna þegar hann leiðir til innlagnar
undir venjulegum kringumstæðum.
Í Englandi eru stjórnvöld með áætl-
un um markvissa fækkun sjálfsvíga.
Hér á landi byggast nýjungar á eld-
hugum og sjálfboðavinnu þeirra sem
koma á fót fyrirbyggj-
andi starfi, svo sem for-
varnarverkefni gegn
þunglyndi í 8. bekk
grunnskóla, og Nýja
barnið á Akureyri.
Nú eru eldhugar aft-
ur farnir af stað. Í þetta
sinn beinist metnaður
þeirra að því að koma á
fót valkostum í með-
ferð. Ekki í samkeppni
við geðdeildirnar, held-
ur sem viðbót, sérstak-
lega viðbót við eftir-
meðferð og
endurhæfingu, sem er
af skornum skammti
eins og biðlistar eru til
marks um. Miklu meiri eftirspurn er
eftir endurhæfingu á geðsviði
Reykjalundar en hægt er að sinna.
Þar er um að ræða raunverulega
þörf á hjálp við alvarlegum og lang-
varandi vanda.
Hjá Geðhjálp stendur ekki til að
draga úr faglegum kröfum, en nýj-
ungin felst í því að nýta þekkingu og
stuðning þeirra sem hafa sjálfir
reynt sambærilegar þjáningar, og
hafa unnið bug á þeim. Ráðgjafa-
kerfi eins og Geðhjálp leggur til gæti
verið gagnleg viðbót og stuðningur
við meðferð sem er í boði. Hægt væri
að ganga lengra og leggja til breyt-
ingu á lögræðislögum á þá lund að
öllum sem eru lagðir inn eða með-
höndlaðir gegn vilja sínum yrðu
skipaðir persónulegir ráðgjafar, sem
hefðu það hlutverk að gæta réttar
þeirra og aðstoða þá á annan hátt.
Slíkt kerfi hefur reynst vel í öðrum
löndum.
Geðhjálp hefur einnig lagt til að
komið verði á sjálfshjálparhópum í
tengslum við aðra meðferð. Þeir fjöl-
mörgu sem hafa á síðustu áratugum
nýtt sér sjálfshjálparhópa Geðhjálp-
ar gætu eflaust tekið undir tillöguna
og einnig aðstandendur sem finnst
þeir ekki fá nægilegan stuðning í
veikindum sinna nánustu. Ég hvet
fagfólk til að gera áhugamönnunum
kleift að koma á fót þessum viðbót-
um við núverandi þjónustu. Áhuga-
vert væri að rannsaka gagnsemina,
og þróa sannreynda meðferð. Hins
vegar er ljóst að erfitt væri fyrir fag-
fólk að koma á og viðhalda þjónustu
sem Geðhjálp leggur til, nema í nánu
samstarfi við áhugamannafélag. Því
verður ábyrgð Geðhjálpar talsverð,
ef ráðgjafakerfi og sjálfshjálparhóp-
ar eiga að vera valkostir í framtíð-
inni.
Geðhjálp hefur undanfarin ár boð-
ið þeim, sem hafa mikið skerta
starfsorku, verndaða vinnu og að-
stöðu á vinnustofu. Nú hefur félagið
ráðið til sín iðjuþjálfa og hefur áform
um að bjóða ný störf til handa þeim
sem hafa minni vinnugetu en flestir
aðrir. Sennilega hefur jafn hvetjandi
kerfi og vinnustofa Geðhjálpar ekki
staðið til boða annars staðar: Hægt
var að koma og vinna þegar maður
treysti sér til, e.t.v. aðeins í eina
klukkustund, og fá launin greidd
strax.
Ég vona að þjóðin styðji eldhug-
ana og áform þeirra, með fjárfram-
lögum. Til að metnaðarfullar áætl-
anir verði að veruleika þarf einnig
framlög úr sameiginlegum sjóðum
landsmanna. Forsætisráðherra og
heilbrigðisráðherra höfðu á réttu að
standa þegar þeir sögðu á þingi ný-
lega að nú þyrfti að leggja grunn að
aðgerðum í geðheilbrigðismálum.
Hins vegar höfum við aðeins séð nið-
urskurð hingað til. Á næstunni gefst
ráðamönnum og landsmönnum tæki-
færi til taka þátt í að byggja upp nýja
meðferð og ný störf fyrir geðsjúka.
Valkostir í meðferð – á
forsendum sjúklinga
Pétur
Hauksson
Geðvernd
Ég vona, segir Pétur
Hauksson, að þjóðin
styðji eldhugana og
áform þeirra, með fjár-
framlögum.
Höfundur er geðlæknir.