Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helgi Jónssonfæddist í Bolla- koti í Fljótshlíð 6. apríl 1904. Hann lést á Lundi á Hellu 20. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin í Bollakoti, Jón Björnsson frá Stöðlakoti í Fljóts- hlíð, f. 24. febr. 1871, d. 27. okt. 1938, og fyrri kona hans, Þórunn Teits- dóttir, úr Fljótshlíð, f. 29. júlí 1876, d. 15. sept. 1911. Albróðir Helga var Teitur Júlíus trésmíðameist- ari í Reykjavík, f. 21. júlí 1902, d. 26. ágúst 1992, kvæntur Rann- veigu Guðjónsdóttur. Júlíus og Rannveig áttu fjögur börn, þar af létust tvö í æsku. Hálfsystkini Helga, börn Jóns Björnssonar og seinni konu hans Arndísar Hreið- arsdóttur frá Stóru-Hildisey í Austur-Landeyjum, f. 19. júní 1876, d. 17. okt. 1929, voru: 1) Ragnar bóndi í Bollakoti, f. 4. Stjúpbörn Hreiðars en börn Guð- rúnar eru átta. 5) Þórunn hús- móðir í Reykjavík og Hafnar- firði, f. 19. maí 1919, fyrr gift Leifi Guðlaugssyni verkamanni, f. 1. apríl 1923, d. 6. des. 1993, síðar Sigurgeiri Guðmundssyni sjómanni, f. 8. ágúst 1924. Þór- unn átti fimm börn með fyrri manni, þar af er eitt látið, og eitt barn með seinni manni. Hálfsyst- ir Helga, dóttir Jóns Björnssonar og Svanhildar Sveinsdóttur vinnukonu úr Fljótshlíð, f. 1. febr. 1864, d. 24. jan. 1936, var Halla verkakona í Reykjavík, f. 18. ágúst 1898, d. 8. maí 1993. Helgi ólst upp í Bollakoti. Hann fór í áratugi í verið til Grindavíkur, Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Helgi tók við búi í Bollakoti ásamt Ragnari bróður sínum árið 1937 og bjó þar fé- lagsbúi ásamt Ragnari og Þor- björgu til 1985. Eftir búskapar- lok flutti hann að fyrst að Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, síðar að Dvalarheim- ilinu Lundi á Hellu. Helgi hafði góða söngrödd og söng í Kirkju- kór Breiðabólstaðar- og Hlíðar- endakirkju í marga áratugi. Útför Helga fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljóts- hlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 11. ágúst 1913, d. 28. febr. 1999, kvæntur Þorbjörgu Björns- dóttur frá Fagurhól í Austur-Landeyjum, f. 1. nóv. 1907, d. 11. febr. 1993. Fóstur- dóttir Ragnars og dóttir Þorbjargar er Vilmunda Guðbjarts- dóttir, f. 24 mars 1935. 2) Þorbjörn lengi bóndi á Grjótá í Fljótshlíð en nú vist- maður á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, f. 22. ágúst 1912, kvæntur Helgu Þórlaugu Sveinsdóttur, f. 8. okt. 1925, d. 30. okt. 1992. Þor- björn og Helga áttu fimm börn. 3) Sigurlaug húsmóðir í Reykja- vík, f. 14. sept. 1915, gift Sigfúsi Hannesi Ágústssyni forstjóra, f. 11. nóv. 1912, d. 15. nóv 1996. Sigurlaug og Hannes áttu tvö börn. 4) Hreiðar lengi bóndi í Ár- kvörn í Fljótshlíð en síðast á Sel- fossi, f. 19. jan. 1918, d. 14. sept. 1996, kvæntur Guðrúnu Sæ- mundsdóttur, f. 24. júlí 1930. Ég vil minnast látins heiðurs- manns örfáum orðum. Helgi Jónsson fæddist snemma á síðustu öld og minni hans var óbrigðult fram í and- látið. Hann var jafn vígur á að muna það sem gerðist í gær og fyrir ára- tugum. Hann vildi heldur tala um líð- andi stund en sökkva sér niður í minningar um gamla daga, en þegar hann var spurður komu skýr svör. Ég man eftir frásögn hans af jarð- skjálftanum vorið 1912, þegar hann var nýorðinn átta ára. Hann var ásamt Júlla bróður sínum úti að leika sér og voru þeir að hoppa yfir bæj- arlækinn. Allt í einu reis bakkinn á móti þeim og þeir misstu fótanna þegar þeir komu niður. Þeir bræður skildu ekki neitt í neinu og urðu hræddir og hlupu heim að bænum, en duttu oft á leiðinni. Þegar heim kom sáu þeir að baðstofuþilið var hrunið. Enginn slasaðist og fljótlega var búið að koma baðstofunni í samt lag og lífið gekk sinn vanagang á ný. Helgi missti móður sína 1911. Faðir hans kvæntist aftur og eignaðist fimm börn með seinni konunni. Elst- ur var Ragnar og urðu þeir Helgi að heita má ævifélagar. Þeir tóku við jörðinni Bollakoti í Fljótshlíð eftir andlát Jóns föður þeirra árið 1937 og bjuggu þarf félagsbúi til 1985. Ragn- ar kvæntist Þorbjörgu Björnsdóttur frá Fagurhól og bjuggu þau þrjú undir sama þaki alla tíð. Helgi var ókvæntur og barnlaus. Ragnar og Þorbjörg eignuðust ekki börn sam- an, en Þorbjörg kom þangað með dóttur sína Vilmundu og systurdótt- ur sína Elsu, þá er þetta ritar, árið 1941. Eftir það var heimilið aldrei barnlaust, því að fjölmörg börn dvöldu þar lengri eða skemmri tíma, sum svo árum skipti. Þar fengu þau gott veganesti út í lífið. Helgi, sem var barnelskur, tók virkan þátt í upp- eldi þeirra. Eitt þessara barna, Ólaf- ur Þorri Gunnarsson, dóttursonur Þorbjargar, og eiginkona hans Sig- rún Þórarinsdóttir, tóku við, þegar bræðurnir og Þorbjörg brugðu búi. Helgi var sáttur við að fara frá Bolla- koti og setjast að á Kirkjuhvoli, því að hann vissi af jörðinni í góðum höndum. Hann fylgdist með bú- skapnum úr fjarlægð og gladdist yfir dugnaði og myndarskap nýju ábú- endanna. Helgi átti heima í Bollakoti alla tíð að undanskildum sextán síðustu ævi- árunum, þegar hann dvaldi á heim- ilum fyrir aldraða, fyrst Kirkjuhvoli, Hvolsvelli og undir það síðasta á Lundi, Hellu. Þar leið honum vel og naut mikillar umhyggju og ástúðar starfsfólksins, sem lagði sig fram um að honum mætti líða sem best. Hann var sjóndapur á síðari árum og háði það honum talsvert, en hann heyrði ágætlega og hlustaði mikið á útvarp og fylgdist með öllu sem fram fór og hans viðkvæma sál fann til með þeim sem áttu um sárt að binda, hvort sem það var í hans heimahögum eða fjar- lægri heimsálfu. Búskapur var hans aðalstarf. Hann var dýravinur og annaðist dýr af natni og nærgætni. Auk bústarf- anna fór Helgi á vorvertíð um margra ára skeið, oftast til Vest- mannaeyja, Grindavíkur og Þorláks- hafnar. Helga var margt til lista lagt. Hann var mjög hagur og listfengur. Hann var smiður heimilisins og gerði við hluti og bjó til nýja. Í tómstund- um vann hann í tré myndir, mynd- aramma, kistla og prjónastokka svo að eitthvað sé nefnt. Hann risti fyrir blómum, dýrum og mynstrum og málaði síðan og lakkaði. Hann gaf mér prjónastokk, skreyttan á þenn- an hátt. Á honum er fangamarkið mitt og ártalið 1976. Mér þykir ákaf- lega vænt um þennan góða grip, sem er til vitnis um þá umhyggju, sem hann bar fyrir mér og mínum nán- ustu alla tíð. Þeim, sem kynntust Helga, er ekki síður minnisstæð söngrödd hans. Hann söng bassa í kirkjukór Fljóts- hlíðar frá ungra aldri og fram undir áttrætt. Hann hafði hljómfagra rödd og beitti henni af nærfærni og mikilli smekkvísi. Hann var lagviss og aldr- ei heyrðist falskur tónn. Hann söng oft við vinnu sína og tók gjarnan und- ir söng í útvarpinu. Síðast heyrði ég hann syngja fyrir um þremur árum. Ég var stödd hjá honum um jólaleyt- ið og það var verið að flytja jólasálm í útvarpinu. Helgi brá ekki vana sín- um og söng styrkri, hreinni röddu bassann frá upphafi til enda, kominn hátt á tíræðisaldur. Hann var ein- lægur trúmaður og tjáði tilfinningar sínar í söngnum. Helgi lifði langan dag og var í hópi elstu manna í Rangárvallasýslu er hann lést. Hann skilur eftir sig góðar minningar í hugum þeirra, sem kynntust honum. Ég kveð Helga með þakklæti fyrir umhyggjuna, sem hann sýndi mér þegar ég var barn og ætíð síðan. Guð blessi minningu Helga Jóns- sonar. Elsa G. Vilmundardóttir. Fortíðin er minning og fátt fær henni haggað. Margt vekur upp minningar sem hafa í för með sér djúpar tilfinningar. Þegar ástvinur fellur frá sækja minningarnar meira á og hugurinn hvarflar til liðins tíma. Fyrir rúmri hálfri öld rak mig alls- endis óskyldan stelpuhnokka er ekki hafði í önnur hús að venda inn á heimili Helga í Bollakoti. Þar bjó hann félagsbúi með Ragnari bróður sínum og konu Ragnars, Þorbjörgu. Þegar Þorbjörg kom til bús með þeim bræðrum fjölgaði heldur betur á bænum. Með henni komu ekki ein- ungis ung dóttir hennar heldur fylgdu henni einnig ungar frænkur og aðrir óskyldir sem hún lagði sig fram við að skjóta skjólshúsi yfir. Telja má víst að þeir bræður Helgi og Ragnar hafi ekki haft neitt á móti þessum fósturdætrum sem dvöldu á heimili þeirra til lengri eða skemmri tíma. Þegar ég kom að Bollakoti tók Helgi mig undir sinn verndarvæng og annaðist sem besti faðir þau ár sem við áttum samleið. Vildi hann allt fyrir mig gera og lagði sig fram um að gera bernskuárin sem ánægjulegust. Ekki er hægt að segja annað en ég hafi kunnað vel að meta vinsemd hans og var honum ákaflega fylgispök og má segja að ég hafi elt hann út og inn eins og lamb. Við mat- arborðið var mitt sæti hjá honum og tók ég það afar óstinnt upp ef gestir tylltu sér þar niður. Á þessum árum fór Helgi á hverj- um vetri í Verið sem á þessum tíma var í Höfninni. Þessar verferðir höfðu tíðkast lengi. Sagði hann mér frá því að hans fyrstu verferð hefði hann farið einungis 14 ára að aldri. Fótgangandi úr Hlíðinni suður til Njarðvíkur með fötin sín í poka. Þar taldi hann sig heppinn því hann lenti hjá góðu fólki sem ekki ofbauð hon- um með vinnuhörku. Bóndinn gerði út fjögra manna far og Helga verk var að beita, gera að aflanum sem að landi kom og sjá um féð. Hára því og gefa af aflanum sem ekki var nýtt til manneldis. Féð rak hann síðan á morgnana á beit þar sem nú er Keflavíkurflugvöllur og náði í það að kveldi. Seinna var hann margar ver- tíðir í Vestmanneyjum og þegar Þor- lákshöfn varð útgerðarbær lá leiðin þangað. Ljóst var að frásögum Helga að þó oft hafi verið mikil vinna í Verinu þá líkaði honum vel þar, enda hafði hann gaman af því að kynnast nýju fólki og blanda geði. Sem barni var mér ákaflega í nöp við Höfnina vegna þess að hún tók Helga frá mér í svo langan tíma á hverjum vetri. Þá var enginn til að kenna mér nöfnin á stjörnunum og spjalla um þær og allt milli himins og jarðar á leiðinni í fjósið. Stjörnurnar hafa alla tíð síðan verið mér hug- leiknar og finnst mér enn í dag að þær séu fallegastar séðar frá bæj- arhlaðinu í Bollakoti. Inni í litla austurherberginu hans Helga reyndi hann að kenna mér guðsótta og góða siði, en undir það féll til dæmis að hlusta á útvarps- messur án þess að masa á meðan. Helgi söng síðan sálmana með enda kunni hann þá alla utanbókar. Hann hafði sérstaklega fallega bassarödd og söng með kirkjukórnum í Hlíðinni til mjög margra ára. Um jól og ára- mót voru margar messur í Hlíðinni og leyfði Helgi mér að koma með sér til kirkju. Þá leiddumst við upp af- leggjarann og biðum eftir því að „boddí“-bíllinn kæmi. Þar var oft glatt á hjalla og söng hver sá sem betur gat á leið til kirkjunnar. Þegar þar var komið fékk ég að vera hjá Helga og kórnum og þótti mér þetta hinar dýrlegustu stundir. Þetta voru þó ekki einu stundirnar sem Helgi söng fyrir sveitunga sína því hann og Guðmundur í Fögruhlíð voru lengi forsöngvarar og fánaberar á árviss- um álfaskemmtunum í Goðalandi, en það þótti mér mikils um vert og var gríðarlega stolt af honum. Söngurinn og félagsskapurinn í kringum hann var Helga mikils virði og talaði hann oft um söngæfingarn- ar og hversu skemmtilegt var á þeim. Sumum er það gefið að hafa lag á börnum og það hafði Helgi svo sann- arlega. Á veturna áður en hann fór í Höfnina stytti hann mér stundirnar í skammdeginu með því að kenna mér að spila öll þau spil sem þá voru al- gengust. Þó held ég eftir á að hyggja að honum hafi aldrei þótt gaman að því að spila og sýnir þetta enn gleggra hversu góður hann var við mig. Af þessum sökum beið ég í of- væni á veturna eftir því að vertíðinni lyki og taldi dagana þar til von var á honum heim. En vertíðirnar voru ekki það eina sem „stal“ Helga frá mér því hann var oft fjarverandi í lengri eða skemmri tíma við að að- stoða sveitunga sína við að byggja eða laga eitthvað innan húss eða ut- an, þar sem hann var lagvirkur og bóngóður. Þetta skilaði sér í því að þegar sem mest var byggt í Hlíðinni um miðja síðustu öld kom Helgi þar við sögu á flestum bæjum. Við getum gefið okkur að honum hafi þótt gam- an að smíðavinnunni því hann hafði mikla ánægju af því að skera út í tré og eyddi hann flestum þeim frístund- um sem ekki fóru í söngæfinar til þess að tálga og eru til eftir hann margir fallegir útskornir hlutir. Hluti af þeim er nú varðveittur og þegar ég handleik þá í dag velti ég því fyrir mér hvernig honum var kleift að gera svona vandaða hluti við þær aðstæður sem hann hafði. Ekki er vafi að hugur Helga hefði staðið til náms í smíðum og útskurði ef hann hefði haft tækifæri til. Helgi hefði orðið 98 ára í apríl næstkomandi. Alla tíð var hann minnugur og þrátt fyrir háan aldur fylgdist hann vel með öllum féttum og vissi alltaf hvað var að gerast í þjóðfélaginu. Í dag er góður maður borinn til grafar, ævi hans var runnin sitt skeið en við sem eftir lifum erum ríkari af því að hafa þekkt hann. Kveðja Birna. Ljúfur ómur loftið klýfur, lyftir sá um himingeim. Þýtt á vængjum söngsins svífur. sálin glöð í friðarheim. (Jónas Jónasson.) Í miðri Fljótshlíð á bökkum Þver- ár stóðu eitt sinn fjórir bæir. Það var gjarnan kallað niður á kotum. Ég var fædd í Miðkoti, en sá bær er ekki lengur til nema í minningunni. Helgi Jónsson var fæddur í Bollakoti, nú er langri lífsgöngu hans lokið eftir tæp 98 ár. Við höfðum sama útsýni, Þrí- hyrning í norðri, Vestmannaeyjar í suðri og fjallahringinn fagra til Þórs- merkur. Að sumri til liðaðist Þverá, sakleysisleg prýði í landslaginu, en var hinn mesti vágestur þegar hún var í ham. Síðan var hún beisluð og þar sem hún áður rann eru nú sléttar grundir notadrjúgar. Mínar fyrstu minningar um Helga eru frá vordögum 1930. Foreldrar mínir reistu nýtt íbúðarhús í Mið- koti. Þar kom Helgi ásamt fleirum við sögu, rétti pabba hjálparhönd við smíðar og fleira enda mjög lagtækur maður. Eftir að flutt var í nýja húsið fékk Helgi eitt herbergi og varð heimilis- maður hjá okkur um skeið. Í daglegu tali var þetta herbergi kallað „Helga- herbergi“. Þar geymdi hann sinn jarðneska auð, sem var tvöfalda harmonikkan og koffortið, sem hafði að geyma leyndardóminn mikla, það var ekki opnað í viðurvist forvitinna krakka nema við sérstök tækifæri, en þá var gjarnan tekinn upp brjóst- sykurspoki, að gleðja litlu skinnin, eins og hann kallaði okkur systkinin. Í handraðanum geymdi hann myndir af ungum stúlkum, þær voru úr Teof- ani sígarettupökkum, við fengum að- eins að líta á myndirnar en alls ekki að snerta. Aftur á móti átti hann myndir af íslensku Fossunum (skip- um) sem honum var ekki eins annt um. Þegar Helgi greip í nikkuna voru jafnvel stigin dansspor, þá mátti segja, það var í koti kátt. Helgi sem var mjög músíkalskur og ljóm- aði allaf þegar hann spilaði og söng. Helgi fór í mörg ár á vetrarvertíð- ir í Vestmannaeyjum, vann lengst af í fiski hjá danska Pétri eins og hann kallaði húsbónda sinn, hrósaði hon- um og heimili hans, það gerði hann reyndar með alla sína húsbændur. Þegar Helgi kom heim um lokin færði hann okkur systkinunum ein- hverja gjöf sem hentaði hverju einu, var því alltaf mikil tilhlökkun hjá okkur, þegar Helgi kom. Það sem hann hefði látið eftir sér, voru ný gallaföt, ensk húfa og talkúm, sem ilmaði vel. Hann var alltaf snyrtileg- ur til fara og hreinlegur. Sögurnar úr Eyjum fengum við að heyra og ég held að hann hefði getað sagt þær endalaust. Helgi var fjarska frásagn- arglaður og hafði ég gaman af að hlusta á hann, minnið var svo skýrt og óbrigðult. Þegar foreldrar mínir byggðu sér hús á Hvolsvelli kom Helgi til hjálpar og alltaf sýndi hann þeim sömu tryggðina. Helgi varð bóndi í Bollakoti ásamt bróður sínum Ragnari. Helgi giftist ekki og eignaðist ekki börn, en þau börn skyld, og vandalaus, sem með honum dvöldu nutu kærleika hans og HELGI JÓNSSON                                     !" # $ % & %   %                     '  (         )%    %  *   +,-- !"# $%!!#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.