Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. LEIFUR Jónsson læknir hefur eins og fleiri áhyggjur af vaxandi ofbeldi og líkamlegum misþyrmingum í Reykjavík. En í bréfi sínu í Morg- unblaðinu 24. febrúar reynir hann að velta sökinni í þessum efnum yfir á þær íþróttir sem hann kallar „bar- dagaíþróttir“ en viðurkennir (með ólund) að séu stundum kallaðar „sjálfsvarnaríþróttir“. Málflutningur læknisins einkenn- ist því miður af fordómum og gremju yfir því að aflétt hefur verið banni á ólympískum hnefaleikum. Öfgum sínum gefur hann útrás m.a. í þess- um orðum: „Það hlýtur að vera stór munur að láta mölva á sér nef og tennur á ólympískan hátt, enda lítil von til þess að iðkendur þessarar göfugu íþróttar, ólympískra hnefa- leika, gæti ýtrustu varkárni hvað varðar hanska, hjálma og aðrar regl- ur, þegar þeir eru eldhressir komnir í ham utan löggiltra æfingasvæða.“ Eftir þessa skýlausu alhæfingu segir læknirinn: „Hér er að sjálf- sögðu ekki um alhæfingu að ræða.“ Bakþanki virðist læðast að læknin- um, en menn geta ekki breitt yfir rakalaus orð og dylgjur með þessum hætti. Leifur Jónsson segir blátt áfram að íþróttamenn séu líklegir til að misþyrma borgurunum, mölva nef og tennur á fólki. Og það er ein- kennilegt álit af hálfu læknis að fórn- arlömbunum þyki fengur í því „að láta mölva á sér nef og tennur á olympískan hátt“. Er þetta ályktun sem dregin er af reynslu læknisins? Og er það niðurstaðan eftir aldar- fjórðungs starf á slysadeild, að fórn- arlömbum ofbeldis, sem læknirinn annast, hafi verið misþyrmt „á ólympískan hátt“? Eru misþyrming- ar ekki lengur framdar af agalausum föntum sem einskis svífast og hlíta allra síst þeim reglum sem settar eru í íþróttum? En það er önnur hlið þessara mála sem hvorki Leifur Jónsson né aðrir krossriddarar af hans tagi virðast koma auga á. Og það er sú staðreynd að sjálfsvarnaríþróttir eru til sjálfs- varnar. Ég þekki dæmi þess að íþróttafólk í sjálfsvarnaríþróttum hefur getað varist árásum ofbeldis- manna sem beita grófustu fanta- brögðum og hegða sér sannarlega ekki samkvæmt neinum „bardaga- íþróttum“ svo að ég noti orð lækn- isins. Sjálfur hef ég reynslu af þessu. Forhertur ofbeldismaður, sem ég hafði aldrei áður séð, braust inn til mín að næturlagi og hótaði mér morði. Hann gerði rösklega tilraun til að framkvæma hótunina og beitti í því skyni eingöngu aðferðum sem eru bannaðar í „bardagaíþróttum“. Mér tókst að verjast og bjarga líftór- unni og það er eingöngu því að þakka að ég hef lagt stund á sjálfsvarnarí- þrótt. Sú þjálfun og sú kunnátta sem fólk öðlast í slíkum íþróttum, getur ekki aðeins komið sér vel í tilvikum sem þessu, hún veitir okkur öryggi í öllu okkar lífi, líka í miðbæ Reykja- víkur þar sem Leifur Jónsson þorir ekki að vera einn á ferð um miðnætt- ið. EYSTEINN ÞORVALDSSON, Drápuhlíð 43, Reykjavík. Af dapurlegum fordómum læknis Frá Eysteini Þorvaldssyni: ÞAÐ sem knýr mig til þess að setja þessi orð á blað er þáttur úr mynda- flokknum Sönn íslensk sakamál sem sýndur var í sjónvarpinu sl. sunnu- dagskvöld. Þar var rakinn kynferð- isglæpaferill Steingríms Njálssonar. Glæpasaga hans er svo einstök að hún á sér vart hliðstæðu hér á landi. Ætla ég ekki að rekja hana nánar. Fátt vekur mér meiri viðbjóð en kynferðisglæpir gagnvart varnar- lausum börnum. Börn verja sig ekki sjálf og eiga sér ekki talsmenn innan sinna raða, því hljótum við fullorðnir að gerast málsvarsmenn þeirra. Mis- notkun á börnum lá nánast í þagn- argildi hér áður fyrr en er smám saman að koma uppá yfirborðið sem betur fer. Til eru þeir afbrotamenn þótt fáir séu sem reyna að leita sér hjálpar við brenglaðri kynhneigð sinni en fleiri eru þó svo forhertir að þeir neita að kannast við gerðir sínar eins og Steingrímur Njálsson sem kom fram í sjónvarpi og í forherð- ingu sinni hélt því blákalt fram að hann væri saklaus og nálægt börn- um hefði hann aldrei komið. Með slíkum mönnum er vart hægt að hafa samúð. Annað sem vert er að gefa gaum að eru kynferðisdómar hér á landi. Það er umhugsunarvert hve dóm- stólar líta sljóum augum á kynferð- isafbrot gagnvart börnum, þar eru dómar yfirleitt alltof vægir. Á sama tíma eru þeir sem koma með hass inn í landið umsvifalaust dæmdir í fang- elsi til margra ára jafnvel þó farið sé að íhuga lögleiðingu þessara efna í sumum ríkjum. Hlýtur slíkt að telj- ast léttvægt í samanburði við þá ör- væntingu, sálarangist og brenglaða sjálfsmynd sem misnotuð börn þurfa að glíma við langt fram eftir aldri, að ekki sé minnst á þá sorglegu stað- reynd að sum þessara fórnarlamba verða síðar sjálf barnaníðingar. Slíkt misræmi í dómum sem nú viðgengst hlýtur að misbjóða siðferðiskennd fólks, þar er sannarlega úrbóta þörf. Flest eigum við nóg með að fóta okk- ur í þessu samfélagi þótt ekki komi til frekari hörmungar af þessu tægi. Því ættu foreldrar að vera vel á verði og huga að velferð barna sinna því þau verða síðar þeir máttarstólp- ar sem þjóðfélagið kemur til með að hvíla á og við megum ekki á nokkurn hátt missa þau í hendur misindis- manna. HILDUR GÚSTAFSDÓTTIR, Fagranesi, 781 Hornafirði. Misnotuð börn Frá Hildi Gústafsdóttur húsmóður:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.