Morgunblaðið - 02.03.2002, Síða 57

Morgunblaðið - 02.03.2002, Síða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 57 JA, NÚ er lag á Læk. Ég hef greini- lega reitt skáldmæringinn á Skjald- fönn til reiði með athugasemd minni frá því fyrir margt löngu. Og fyrir bragðið fæ ég bæði skæting og skammir og heldur ónotalega vísu í síðasta bréfi, auk þess sem þeir sr. Baldur og Steinn Steinarr eru dregnir inn í myndina. Get víst sjálf- um mér um kennt. Hefði betur mun- að eftir vísubrotinu: Enginn skyldi skáldin styggja/skæð er þeirra hefnd. Annars virðist ég hafa komið öðru til leiðar, sem ég hélt, að væri ekki hægt. Álit hans sem vísnasmiðs hef- ur aukist til muna. Ég hélt nú satt að segja, að ekki væri á það bæt- andi. Svo vona ég bara að núverandi stjórnarsamstarf haldist sem lengst til heilla fyrir land og lýð. Þá missa þeir skáldbræður ekki glæpinn og týna þar af leiðandi ekki andagift- inni og geta svo að lokum gefið út heila bók með „samlede værker“. En nú er mál að linni. Með hækk- andi sól lyftist vonandi brúnin á þeim fáu búandkörlum, sem enn þrauka í víðernum fjarða og fjalla Djúpsins. Og þegar kemur fram á, þá: Fönn leysi fljótt úr túni/fjór- lembdar ærnar verði/dilkar feitir af fjalli/flokkist með besta móti. Lifið svo heilir. BRYNJÓLFUR GÍSLASON, Stafholti, Borgarfirði. Athugasemd við bréf að vestan Frá Brynjólfi Gíslasyni: VIÐ matarborðið eða í fjölskyldu- boðum eða á vinnustöðum til sjós og lands og í saumaklúbbum er talað um nánast allt milli himins og jarðar. Eitt umræðuefni er þó aldrei til um- ræðu. Ef einhver sneri sér að viðstödd- um og segði sí svona: „Fengu börnin ykkar pláss í grunnskólanum í haust?“ yrði vandræðaleg þögn. Það myndi enginn skilja spurninguna nema ef til vill afi og amma sem voru í síðustu farskólunum fyrst á síðustu öld. Af hverju spyr enginn þessarar spurningar í dag? Það er af sömu ástæðum og engin spyr um kalda vatnið. Það kostar ekkert. Það kem- ur bara úr krananum og þess vegna spyr enginn. Þarna er raunar um hagfræðilega skynvillu að ræða. Kalda vatnið sem búið er að fara salí- bunu undir landinu í þúsund ár og lendir í krananum í önnur þúsund ár er ókeypis. Gunnskólinn kostar hins- vegar alveg gommu af peningum – tugi milljarða. Samt er aldrei kvart- að yfir þessari skattlagningu sem við borgum vissulega. Börnin fara bara í grunnskólann og eru þar að læra í heilan áratug. Þessi „ókeypis“ lúxus, sem raunar er stóriðja þjóðarinnar, er þannig til kominn að vísir menn, með alþing- ismenn þjóðarinnar í sóknarleikn- um, settu lög um grunnskóla á sínum tíma og þau voru framkvæmd. Búið og gert. Framan af lýðveldistímanum voru alþingismenn að setja ný lög í þess- um anda, eins og til dæmis í heil- brigðiskerfinu – „ókeypis“ læknis- og heilbrigðisþjónustu, „frítt“ á spít- ölum og álíka stofnunum, en fólk tók ekki eftir þessu af því að það var staðgreitt. Því miður voru ekki sett lög á þennan hátt um allar aðalfrumþarfir fólks. Grunnskólalögin tryggðu öll- um börnum rétt til skólagöngu. Lög- in sem ættu að tryggja öllu eftir- launafólki ytri skilyrði til að ljúka síðustu ævidögum sínum með reisn voru aldrei sett. Sú staðreynd er svartasti bletturinn í sögu „velferð- arþjóðfélagsins“. Er of seint að bæta úr þessu? Það er of seint fyrir þá sem komnir eru í varanlega höfn í kirkjugörðunum. En það er ekki of seint fyrir framtíð- ina. Hvað þarf til að koma þessu í framkvæmd? Pólitískt hugrekki. Forgangsröðun. Þegar forgangsrað- að var í heilbrigðis- og skólakerfið voru Íslendingar fátæk þjóð miðað við það sem nú er. Á hverju strandar þetta? Lýðræð- ið hefur snúist í andhverfu sína. Ekki má setja þetta allt á stjórnmála- mennina. Almenningur ber ekki síð- ur ábyrgð. Í ágætu menntakerfi hef- ur almenningur ekki tileinkað sér orðið „siðmenning“ og hina raun- verulegu merkingu orðsins. En það eru stjórnmálamennirnir sem hafa brugðist. Fjórflokkakerfið á Alþingi heldur möguleikum um pólitískt hugrekki og forgangsröðun í heljar- greipum. Alþingi flýtur í ölduróti flokksbrotanna og það er sögulegur harmleikur að Vinstri grænir skuli lenda í því að eyðileggja mögu- leikann á að forgangsraða á Alþingi og eyðileggja möguleika á sterkum meirihluta sem rétt gæti velferðar- þjóðfélagið af. HRAFN SÆMUNDSSON, fyrrv. atvinnumálafulltrúi. Sjálfsögð lífsgæði? Frá Hrafni Sæmundssyni: 2 FYRIR 1 AF ELDRI VÖRUM Greitt er fyrir dýrari flíkina Ný sending af mokkakápum fyrir fermingastúlkuna, mömmuna, ömmuna og langömmuna Stuttar og síðar með eða hettu Hattar og húfur Opið laugardag frá kl. 10-15 Mörkinni 6, sími 588 5518 Ót rú leg t ve rð ! kl. 10.00 nýja og stórglæsilega lágvöruverðsverslun fyrir hestamenn að Lynghálsi 4. Allir hestamenn velkomnir! Lyngháls 4 • 110 Reykjavik • Sími 567 3300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.