Morgunblaðið - 16.03.2002, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.03.2002, Qupperneq 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 13 Dagskrá: 13:00 - 13:50 Jósep Ó. Blöndal, læknir: Þegar ég hlæ 13:50 - 14:10 Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands: Þankar um verki og þjáningar annarra 14:10 - 14:40 Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur: Um nauðsynlegan sársauka og þarflausa þjáningu 14:40 - 15:00 Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur: Kíkt á þjáninguna. 15:00 - 15:20 Kaffihlé 15:20 - 16:30 Pallborðsumræður Málþing á vegum Verkjafræðafélags Íslands og Siðfræðistofnunar í Safnaðarheimili Hallgrímskirkju laugardaginn 16. mars kl. 13:00 - 16:30 UM KVÖL OG VERKI Siðfræðistofnun Fundarstjóri verður Guðrún Kristjánsdóttir, prófessor Verkjafræðafélag Íslands UMSÆKJANDI um stöðu skólastjóra í Mos- fellsbæ hefur stefnt bæn- um og krefur hann um 60 milljónir í miska- og skaðabætur. Áður hafði bærinn hafnað sáttatil- boði hans um 6,4 milljóna skaðabætur. Byggist krafan á því að meðferð sveitarfélagsins á umsókn hans hafi ekki samrýmst ákvæðum stjórnsýslulaga eða reglum stjórnsýsluréttar. Búið var að ákveða að ráða manninn til starfsins en hætt var við þá ákvörðun og segir hann það hafa verið vegna rangra, villandi og óstað- festra upplýsinga frá þriðja aðila. Málið var þingfest fyr- ir Héraðsdómi Reykja- víkur á fimmtudag. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hafði bæjarráð samþykkt að ráða manninn í stöðu skólastjóra 1. mars 2001 en áður hafði sá sem síðar var ráðinn skólastjóri, dregið umsókn sína til baka. Á fundi bæjarráðs 8. mars var ákvörðun um ráðningu kæranda felld úr gildi og ákveðið að framlengja umsóknar- frest um tvær vikur „meðal annars í ljósi við- bótarupplýsinga“ eins og segir í tillögu formanns bæjarráðs. Agamál tekið upp í óþökk móður nemandans Lögmaður mannsins, Guðni Á. Haraldsson, fór fram á vitnaleiðslur vegna málsins. Þar kom fram að nokkrum dögum eftir að bæjarráð tók upprunalega ákvörðun sína um að ráða manninn hafi bæjarstjóri fengið upphringingu frá fyrrum formanni barnaverndar- nefndar Vesturbyggðar sem tjáði honum að um- sækjandinn hefði verið aðili að barnaverndar- máli í bæjarfélaginu þeg- ar hann var þar skóla- stjóri í grunnskóla. Varaði hún bæjarstjór- ann við að ráða hann til starfa. Í stefnunni segir að umrætt mál varðaði aga- mál innan skólans sem barnaverndarnefnd Vest- urbyggðar hafi á sínum tíma tekið upp á sitt eins- dæmi í óþökk móður við- komandi nemanda. Með- al málsgagna er yfir- lýsing frá móðurinni þar sem hún lýsir því yfir að umsækjandinn hafi sem skólastjóri á allan hátt tekið fagmannlega á mál- inu og harmar hún orð- róm um að hann hafi á einhvern hátt gerst brot- legur við barnaverndar- lög. Þá staðfesti núver- andi formaður barna- verndarnefndar að starfandi nefnd hafi eng- ar yfirlýsingar gefið til bæjarstjórnar Mosfells- bæjar. Í stefnunni segir að bæjarstjórnin hafi breytt ákvörðun sinni á grund- velli sögusagna og róg- burðar, án þess að kanna þær frekar og án þess að veita umsækjandanum tækifæri til andmæla. Bæjarstjórn hafi verið óheimilt að falla frá ákvörðun sinni um að ráða hann sem skóla- stjóra. Framlenging á umsóknarfresti hafi ekki byggst á málefnalegum ástæðum og afgreiðsla Mosfellsbæjar á málinu hafi verið ólögmæt. Hafnað á grundvelli lögfræðiálits Lögmaður mannsins hafði áður gert kröfu um 6,4 milljónir í bætur í bréfi til bæjaryfirvalda. Hafnaði bæjarráð Mos- fellsbæjar því samhljóða á grundvelli lögfræðiálits sem unnið var fyrir bæ- inn. Krafa um 60 milljónir í miska- og skaðabætur í stefnunni er miðuð við að maðurinn hefði gegnt stöðu skólastjóra til 65 ára aldurs. Segir að mun- ur á launakjörum skóla- stjóra og núverandi starfs sé tæplega 60 millj- ónir. Miskabætur vegna skerts starfsheiðurs nemi 500.000 krónum. Vara- krafa hljóðar upp á tæp- lega 28 milljónir og er þá miðað við laun deildar- stjóra við grunnskóla en maðurinn gegndi síðast því starfi. Umsækjandi krefst 60 milljóna í bætur Bæjaryfirvöld höfðu áður hafnað 6,4 milljóna kröfu Mosfellsbær anfrá. Ekki er það þó Al- mættið sjálft sem þarna er að gera vart við sig af himn- um ofan heldur hópur barna sem sækja eigin guðsþjón- ustu á meðan pabbi og mamma hlýða á prestinn á neðri hæðinni. Að sögn Þorvalds Víð- issonar, æskulýðsfulltrúa Dómkirkjunnar, er með þessu reynt að búa til vett- vang fyrir krakkana til að koma með foreldrum sínum og eiga stund í kirkjunni sem er sniðin að þeirra aldri. „Við erum að reyna að stíla inn á að í kirkjunni sé eitthvað við flestra hæfi á sama tíma. Þannig að þegar fólk kemur eru einhverjir niðri og aðrir uppi.“ Í þessari samverustund barnanna er sungið saman, ÞEIR sem sækja messur í Dómkirkjunni á sunnudögum hafa kannski orðið varir við lágvær hljóð sem berast of- þau heyra sögu af Jesú og farið er í leiki. „Síðan hafa þau öll fengið bók, Kirkju- bókina mína, þar sem eru sögur, bænir og myndir til að lita. Þessi bók hefur verið útbúin af okkur í kirkjunni og tíminn endar alltaf á því að þau setjast við borð og lita mynd á meðan foreldr- arnir fá sér kaffi og eitthvað með því. Hugmyndin er að þetta geti verið svolítið gott samfélag eftir stundina þar sem allir hittast og það skap- ast þægilegt andrúmsloft þarna uppi á loftinu.“ Gamalt hús en heillandi Þorvaldur segir aðsóknina hafa verið mjög góða. „Það hafa verið milli 30 og 40 manns, bæði krakkar og full- orðnir. Það er ósköp þægileg stærð þarna uppi á loftinu og enginn troðningur eða vesen. Við erum tiltölulega nýbyrj- uð með þetta og eigum þá von í brjósti að þetta vindi frekar upp á sig heldur en hitt. Börnin eru alsæl og það er líka gott ef foreldrarnir koma með og aðstoða okkur við þetta allt saman því án foreldranna væri lítið að ger- ast í kirkjunni fyrir krakk- ana.“ Að sögn Þorvalds hefur þróunin hjá kirkjunni und- anfarin ár verið sú að bjóða upp á stundir fyrir fullorðna og börn á svipuðum tíma. „Þetta fer reyndar svolítið eftir aðstæðum. Þannig eru aðstæður í Dómkirkjunni frábrugðnar aðstæðum ann- ars staðar þar sem húsnæðið er svolítið sérstakt, mjög gamalt en ákaflega heillandi.“ En er ekki hljóðbært í þessu gamla húsi og verða börn og fullorðnir ekki fyrir truflunum hvor frá öðrum þegar guðsþjónusturnar eru á sama tíma? „Þetta er kannski spurning um hugar- far hjá fólki – hvort við vilj- um ekki hafa svolítið líf í kirkjunni líka,“ segir Þor- valdur. „Messan truflar okk- ur alla vega ekki en mér skilst að fyrir þá sem eru niðri sé þetta eins og engla- ómur að ofan.“ VESTURGARÐUR – fjöl- skyldu- og skólaþjónustan í vesturbæ tók formlega til starfa í gær. Um er að ræða þjónustumiðstöð hverfisins þar sem á einum stað er þjónusta borgarinnar við íbúa hverfisins. Hverfismiðstöð sem þessi hefur verið rekin í Miðgarði, Grafarvogi, í nokkur ár og gefið góða raun. Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sem opnaði Vesturgarð formlega auk þess sem séra Halldór Reyn- isson blessaði starfsemina. Á morgun verður opið hús í Vesturgarði frá kl. 10–15 þar sem starfsfólk kynnir starf- semina auk þess sem boðið verður upp á dagskrá fyrir börn og fullorðna. Blíðfinnur hittir vesturbæjarbörnin kl. 10.30 og kl. 12 verður dag- skrá í hverfinu þar sem rætt verður um hverfavitund og hverfasamráð. Þá mun Pétur Pétursson þulur segja sögur af vesturbæingum fyrr og nú. Vesturgarður er til húsa á Hjarðarhaga 45–47, 2. hæð, og er gengið inn bakatil. Morgunblaðið/Kristinn Vestur- garður opnaður Vesturbær Morgunblaðið/Ásdís Í hvert skipti er reynt að brydda upp á einhverju nýju og á síðustu samverustund var Dómkirkjubandið stofnað þar sem litlir hljóðfæraleikarar tóku þátt í að spila undir söngnum. Þorvaldur með börnunum í kirkjunni sem hann segir alsæl með stundina sína uppi á loftinu. Englaómur að ofan Miðborg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.