Morgunblaðið - 16.03.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.03.2002, Qupperneq 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN ÞINGKOSNINGAR verða í Portú- gal á morgun og gangi spár eftir mun Sósíaldemókrataflokkurinn, sem er hægriflokkur, velta ríkis- stjórn sósíalista eða jafnaðarmanna úr sessi. Efnahagsmálin eru mesta hitamálið í kosningunum en Portú- galar hafa vaknað upp við þann vonda draum, að þeir eru dragast aftur úr öðrum Evrópusambands- þjóðum og sjá jafnvel fram á enn meiri þrengingar þegar Austur- Evrópuríkin ganga í sambandið. Sósíalistar biðu mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum í Portúgal í desember sl. og ríkis- stjórnin ákvað þá að boða til kosn- inga þótt enn lifði eitt ár af kjör- tímabilinu. Nýlegar skoðanakann- anir benda til, að sósíaldemókratar muni fá 5 til 10% meira fylgi en sós- íalistar en ekki er þó víst, að það hrökkvi til að þeir fái hreinan meiri- hluta. Í öllum kosningum síðan Portú- gal gekk í Evrópusambandið 1986 hefur Evrópuaðlögunin verið ofar- lega á baugi en þrátt fyrir stuðning, sem nemur hundruðum milljarða ísl. kr., er landið enn á botninum á mörgum mikilvægum sviðum. Al- menn lífskjör hafa þó batnað mikið. Meðalárstekjur í Portúgal voru 56% af ESB-meðaltalinu 1986 en eru 75% nú. Með tilkomu evrunnar varð það hins vegar miklu ljósara en áð- ur, að meðalárstekjurnar eru þær lægstu innan ESB eða um 957.000 ísl. kr. Framleiðni á hvern vinnandi mann hefur aðeins aukist um 3% á 16 árum og er nú ekki aðeins sú minnsta innan ESB, heldur minni en í Slóveníu, Ung- verjalandi og Tékk- landi. Það kemur því ekki á óvart, að erlend fjárfesting skuli hafa minnkað mikið í Portúgal á síðasta ári en aukist að sama skapi í Austur-Evrópu þar sem vinnuaflið er ekki aðeins vel mennt- að, heldur líka ódýrt enn sem komið er. Í ESB-ríkjunum hafa um 60% þegnanna not- ið framhaldsmenntun- ar en í Portúgal aðeins 20%. Ástandið í samgöngu- og mennta- málum er slæmt; í heilbrigðiskerf- inu bíða 90.000 manns eftir upp- skurði og óafgreidd mál hrannast upp hjá dómstólunum. Ofan á þetta bætist síðan skriffinnskan hjá hinu opinbera en það getur tekið langan tíma að verða sér úti um einföld skjöl. Boða róttækar ráðstafanir Brýnasta verkefni næstu stjórnar verður að fást við vaxandi fjárlaga- halla en hann var 2,2% af lands- framleiðslu á síðasta ári en ekki 1,1% eins og að hafði verið stefnt. Sósíaldemókratar, PSD, vilja ráðast gegn þessum vanda og lítilli fram- leiðni með róttækum ráðstöfunum, meðal annars með því að lækka skatta á fyrirtækjum úr 28% í 20% og hæsta þrepið í almennum tekju- skatti úr 40% í 35%. Tillaga sósíal- ista er aftur sú, að skatturinn verði lækkaður í 25% á þeim fyrirtækjum, sem geta sýnt fram á framleiðniaukningu. Samanlögð laun ríkisstarfsmanna í Portúgal eru á við um 1,5% af allri þjóðar- framleiðslunni og er hlutfallið hvergi ann- ars staðar í Evrópu- sambandinu jafn hátt. Jose Manuel Durao Barroso, leiðtogi PSD, vill að í hvert sinn sem lagt sé til að bæta við starfi hjá rík- inu verði að fá per- sónulega heimild til þess hjá fjármálaráð- herra. Einnig vill hann að skatt- heimta verði hert mjög og ráðnar þúsundir nýrra eftirlitsmanna á því sviði úr röðum hæfra, nýútskrifaðra háskólamanna. Menntun og aukinn sveigjanleiki Frammámenn í portúgölsku at- vinnulífi eru ekki á einu máli um til- lögur sósíaldemókrata þótt nokkur meirihluti telji þær vera spor í rétta átt. Það, sem þeir vilja gera til að auka framleiðni í landinu, er að auka sveigjanleikann á vinnumarkaði og tryggja meiri samkeppni á orku- og fjarskiptamarkaði. Það sé unnt að gera á skömmum tíma en til langs tíma litið muni menntunarstigið skera úr um lífskjör þjóðarinnar. Þeir, sem helst takast á í kosning- unum, eru þeir Eduardo Ferro Rodrigues, nýr leiðtogi sósíalista, og Jose Durao Barroso, leiðtogi sósíaldemókrata. Sakar sá fyrr- nefndi þann síðarnefnda um að boða stefnu í anda Margaret Thatcher en Barroso segir að nú sé annaðhvort „að duga eða drepast“. Ekki eru þeir leiðtogarnir sagðir miklir ræðumenn og hvorugur hefur þá persónutöfra, sem þarf til að hrífa fólk með sér. Um 8,5 milljónir manna eru á kjörskrá í Portúgal og þriðji stærsti flokkurinn miðað við kosningarnar 1999 er Sameinaða lýðræðisfylking- in. Samanstendur hún af kommún- istum og græningjum. Í fjórða sæti er Þjóðarflokkurinn og loks Vinstri- hreyfingin. Stjórnarandstöðunni í Portúgal spáð sigri á ríkisstjórn sósíalista í kosningunum á morgun Lítil framleiðni eitt af helstu vandamálunum  !"# ,-. /01234 523. 67-. 8-059,:;64&'''   $   !  % ! " ! &  ' " !' !( &  )*%!  ,  )*+   "!  " ! -./0.. -12- 023 120 1243 5-/5.. 6.2-7 520 8426 429    ! :5/...!/!    ,; ! -.20! "#     $ , <  %  -0- %  = &'()>  % * *+$?      %   +(,    +,     +,(')@ " '   -4     ' +'      +'),                  "6.% +',@A!  %=     %-:41 B  !  '   ,  "  "    ! <   C *$%*    -. /012" 344 ' " % 5 % 6 #  % '  '  % %-::: 7     %  & '  ! DEEE/F E / G %  "  )@+ "  ! )@A+  ! $?    )HA>+7 , I  &     7!!# @ # )-3+ >!  <  )5+ 7 #  8 9:#   9#: ; % % % < %%    ;  $=: %   8    :  %9 # #  $%9  #  $% % %   ## # Lissabon. AP, AFP. Ferro Rodrigues Á SOVÉTTÍMANUM var Georgía sumarleyfisparadís. Frá því að kommúnisminn leið undir lok verð- ur hag landsmanna einna helst líkt við dvöl í helvíti. Aðskilnaðarsinnar sigruðu stjórnarherinn í tveimur héruðum með þeim afleiðingum að þau eru nú í raun sjálfstæð. Höf- uðborgin var lögð í rúst í valdaráni. Og nú virðist sem getuleysi stjórn- valda hafi breytt Pankisi-fjalllend- inu í griðastað fyrir hryðjuverka- menn. Ráðamenn í Washington og Moskvu eru áhyggjufullir. Sú skelfilega staða, sem skapast hefur í öryggismálum Georgíu, er nú við að ná suðumarki. Banda- ríkjamenn hyggjast þjálfa her- deildir í Georgíu og fá þeim vopn í hendur til að stjórnvöld geti látið til skarar skríða gegn hryðjuverka- ógninni í landinu. Rússar lýstu yfir því í liðinni viku að þeir myndu styðja afskipti Bandaríkjamanna en í Moskvu eru margir uggandi sökum þess að Bandaríkjamenn hyggist láta til sín taka á hern- aðarsviðinu á suðurlandamærum Rússlands. Kákasus-svæðið hefur löngum verið viðkvæmt og upp- spretta mikilla erfiðleika fyrir Rússa. Shevardnadze í kröppum dansi Edúard Shevardnadze, forseti Georgíu, var utanríkisráðherra Sovétríkjanna í tíð Míkhaíls S. Gorbatsjovs og átti sem slíkur sinn þátt í því að binda enda á kalda stríðið. Síðustu tíu árin hefur hann hins vegar reynt að forða Georgíu frá því að verða algjöru stjórnleysi að bráð. Shevardnadze er orðinn 74 ára og hann hefur nú þegar staðið af sér tvö banatilræði. Hann kveðst ákveðinn í að berjast áfram en þreytumerkjunum fjölgar. Shevardnadze kennir Moskvu- valdinu um það ófremdarástand sem skapast hefur á Pankisi- fjallasvæðinu sem liggur upp að Tsjetsjníu þar sem Rússar hafa háð blóðugt stríð við aðskilnaðarsinna. Tugþúsundir manna hafa flúið átökin yfir landamærin frá árinu 1999 og halda nú til í Pankisi. Skorturinn er skelfilegur og algjört stjórnleysi ríkir. Óbreyttir borgarar í Georgíu eru sammála um að ófriðurinn í Tsje- tsjníu bitni illilega á þeim. En þeir gagnrýna líka forsetann og segja að honum hafi ekki tekist að tryggja öryggi þeirra eins og mannrán, fá- tækt og átök annars staðar í land- inu beri glögglega vitni um. Rússar eru engir sérstakir aðdá- endur Shevardnadzes. Þeir hafa andúð á tilraunum hans til að vingast við Vesturlönd sem m.a. birtast í því að hann reynir eftir fremsta megni að hundsa ráðamenn í Kreml. Rússneskir embættismenn hafa vænt hann um að hundsa með öllu ástandið í Pankisi-fjalllendinu í þeim tilgangi að gera Rússum erf- iðara um vik í báráttu þeirra við tsjetsníska skæruliða. Ráðamenn í Rússlandi halda því fram að þeir eigi í höggi við ísl- amska hryðjuverkamenn í Tsjetsj- níu, sem tengist al-Qaeda- samtökum Osama bin Ladens. Það sé því reginfirra að þar fari hug- sjónamenn í frelsisstríði kúgaðrar þjóðar. Bandaríkjamenn skýrðu ný- verið frá því að uppreisnarmenn tengdir al-Qaeda hefðu komið sér upp búðum í Pankisi-fjalllendinu. Stjórnleysi í Abkhasíu og Suður-Ossetíu Stjórnarherinn í Georgíu hefur ekki megnað að bregðast við þess- um vanda. Og það sama á við um aðskilnaðarsinna, sem nú ráða ríkj- um í Abkhasíu-héraði og í Suður- Ossetíu. Þessi svæði eru nú stjórn- laus og á valdi stigamanna. Shevardnadze lét að því liggja í liðinni viku að allsherjar hrun rík- isvaldsins kynni að vera skammt undan í Georgíu. Sagði hann banda- ríska embættismenn hafa á því full- an skilning að þjóð, sem ekki hefði burði til að verja sig, gæti glatað fullveldi sínu. Því kvaðst hann hafa ákveðið að ganga til liðs við Banda- ríkin á sviði öryggis- og hermála. Að Pankisi slepptu er ástandið einna alvarlegast í Abkhasíu- héraði. Þetta frjósama og fallega svæði við Svartahafið breyttist í blóðugan vígvöll á árunum 1992– 1993. Þá náðu aðskilnaðarsinnar, sem sennilega nutu stuðnings rúss- neska hersins, að verjast árásum georgíska stjórnarhersins, sem fór með hernaði gegn þeim til að tryggja einingu ríkisins. Frá þeim tíma hefur Abkhasía í raun notið sjálfstæðis þó svo bardagar blossi upp öðru hvoru. Í austurhlutanum er síðan að finna Suður-Ossetíu en þar náðu uppreisnarmenn að hrekja stjórnarherinn á flótta á ár- unum 1991 og 1992. Abkhasía og Suður-Ossetía eiga bæði landamæri að Rússlandi og aðskilnaðarsinnar hafa leitað eftir góðum samskiptum við ráðamenn í Moskvu. Í liðinni viku var því haldið fram í neðri deild þings Rússlands að við- urkenna bæri sjálfstæði þessara héraða. Var þar um að ræða við- brögð þingheims við þeirri ákvörð- un Shevardnadze að hleypa banda- rískum hernaðarráðgjöfum inn í Georgíu. Shevardnadze hafnar algjörlega þeim möguleika að Abkhasía og Suður-Ossetía fái sjálfstæði. Hann segir að þjóðir þessar eigi að lifa í friði og spekt með Georgíumönn- um. Pólitískt tómarúm Shevardnadze var leiðtogi sov- éska kommúnistaflokksins í Stjórnleysi, til- ræði og mannrán AP Edúard Shevardnadze Georgíuforseti segir fullveldi landsins ógnað. Algjört ófremdarástand hefur skapast í Georgíu í Kákasus-fjöllum og nú hefur for- seti landsins, Edúard Shevardnadze, ákveð- ið að leita liðsinnis Bandaríkjamanna. Tblisi. Associated Press.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.