Morgunblaðið - 16.03.2002, Síða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 29
1
5
-4
0
%
a
fs
lá
ttu
r
525 3000 • www.husa.is
Málningartilboð
4.390
10 lítrar af Jotun innimálningu 07 á aðeins
kr.
VEL var mætt á hádegistónleika
Íslenzku óperunnar á þriðjudag,
þegar Ólafur Kjartan Sigurðarson
og gestir hans, systurnar Signý og
Þóra Fríða Sæmundsdætur, kynntu
nokkur ný eða nýleg sönglög Atla
Heimis Sveinssonar undir fyrirsögn-
inni „Heima hjá Atla“. Fyrst söng
Signý tvö sönglög við ljóð eftir
Béatrice Cantoni, fyrrum sendi-
herrafrú á Íslandi. Lögin hétu Rien
ne viendra og Dans ton silence. Því
miður voru textar hvergi prentaðir í
tónleikaskrá, en lausleg þýðing var
þó lesin munnlega. Ólafur Kjartan
söng þvínæst tvö sönglög á ensku
eftir Kára Stefánsson, Vala og
Woman, hið síðarnefnda frumflutt
við þetta tækifæri. Af Jónasarlögum
Hallgrímssonar söng þvínæst Signý
Álfareiðina (Stóð ég úti í tunglsljósi)
og Ómur alfagur (frumfl.), en Ólafur
Kjartan Söknuð og Stökur (frumfl.)
Loks sungu bæði Tittlingsminning
við ljóð séra Jóns frá Bægisá, stíl-
ræna skopstælingu á Händel (ef
ekki John Gay) í gamansömum dúr,
sem endaði í algjörri ringulreið.
Atli Heimir hefur undanfarið lýst
yfir auknum áhuga sínum á ljóða-
söngslaginu í hinu stærra „Lieder“
formi, eins og þekkt er erlendis hjá
19. aldar meisturum allt frá Schu-
bert, og er það vel. Einkum ef rétt
er sem manni skilst, að Íslendingar
eigi fátt annað fyrir en „söngvísur“,
stutt, einföld og oftast strófísk söng-
lög í Kaldalónshefðinni, og mátti því
heita að tími væri til kominn að
sinna stóra sönglaginu. Vissulega á
landinn af ærnu textaefni að taka, og
það allt frá landnámsöld. Spurningin
er hins vegar hversu langt verði
gengið á vit framsækinnar útfærslu,
áður en almennir áheyrendur – jafn-
vel bókhneigðustu ljóðaunnendur –
hætta sínu föruneyti og ljóðasöngs-
lagið fellur undir aflukta sérgrein
módernískrar listmúsíkur. Vandinn
er að því leyti áþreifanlegri að hér á
landi nýtur enn óvenjumikils áhuga
á hvoru tveggja söng og kveðskap –
a.m.k. af hefðbundnari gerðum.
Enda hafa Jónasarlög Atla sannar-
lega hitt í mark, þ.e.a.s. í tónlist-
arstíl sem í meginatrið-
um hefði getað verið frá
efri árum ljóðskáldsins,
þótt ekki verði kenndur
við eitt 19. aldar tón-
skáld frekar en annað.
Er það ekki lítið afrek
út af fyrir sig – jafnvel
þótt ytri stíll, hvort sem
er forn eða nýr, sé
hvorki forsenda né
trygging fyrir frum-
leika.
Ensku og frönsku
lögin í upphafi tón-
leikanna virtust hvað
þetta varðar sérkenni-
lega leitandi. Í heild
verkuðu þau frekar
hæggeng, innhverf og seintekin, þó
að kynnu að leyna á sér við end-
urheyrn. Þau áttu og til að sveiflast
á milli eins konar síð-
rómantísks tónmáls
við oft þéttriðna
áferð, og nútímalegra,
þar sem satzinn var
ósjaldan gisnari og
stöku sinni mótaður
af þrástefjatækni. Þó
virtist notkun „mal
canto“ risatónbila,
dæmigert einkenni á
framsæknum rithætti
fyrir söngrödd, ekki
áberandi, og má segja
að hafi lýst lofsverðri
umhyggju fyrir með-
töku hlustenda á
söngtextum. Nýju
Jónasarlögin sóru sig
í ætt við tímalausan „pan-róman-
tískan“ svip hinna og sómdu sér vel í
þeim flokki. Þau Ólafur Kjartan og
Signý skiluðu sínu með mestu ágæt-
um við fylginn píanóleik Þóru Fríðu
Sæmundsdóttur.
Sagt er, að á frumbýlingsárum ís-
lenzka módernismans á 7. áratug
hafi einsöngslagið legið mjög í lág-
inni. Kannski var kominn tími á
hvíld eftir 50 ára gullöld. Kannski
var líka meðverkandi ástæða, að
söngvarar þess tíma ku hafa sýnt
sönglögum ungu tónskáldanna lítinn
skilning. En nú er öldin e.t.v. önnur.
Alltjent hefur framboð og menntun
söngvara aukizt verulega frá því
sem áður var. Það verður því spenn-
andi að sjá hvort áheyrendur munu
ljá höfundum og flytjendum eyra í
sama mæli, svo að stóra ljóðasöngs-
lagið hljóti loksins síðbúinn byr und-
ir báða vængi.
Hlýtur stóra
sönglagið byr?
TÓNLIST
Íslenzka óperan
Lög eftir Atla Heimi Sveinsson. Ólafur
Kjartan Sigurðarson barýton, Signý Sæ-
mundsdóttir sópran; Þóra Fríða Sæ-
mundsdóttir, píanó. Þriðjudaginn 12.
marz kl. 12:15.
LJÓÐASÖNGSTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Atli Heimir
Sveinsson
Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljóm-
sveitar áhugamanna í dag, laugar-
dag, kl. 17, leikur Örn Magnússon
einleik í píanókonsert í G-dúr, K 453
eftir Mozart.
Auk þess verður leikinn Concerto
grosso ópus 6 nr. 10 eftir Händel og
sinfónía nr. 83 eftir Haydn. Stjórn-
andi á tónleikunum er Gunnsteinn
Ólafsson.
Morgunblaðið/Sverrir
Örn Magnússon á æfingu með
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
í Neskirkju.
Barokk og
klassík í
Neskirkju