Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Stórútsala á nýjum bílum Opið um helgina frá kl. 12-17 Vél: 2000 cc vél, 133 hestöfl, rafeindastýrð efi fjölinnsprautun. 2000 cc vél, 133 hestöfl, 4ra þrepa sjálfskipting, rafeindastýrð efi fjölinnsprautun. Staðalbúnaður: Tveir loftpúðar, hraðanæmt vökvastýri, veltistýri, ABS-bremsur, diskabremsur á öllum hjólum, TCS spólvörn, útvarp og geislaspilari, 6 hátalarar, samlitir stuðarar, samlitir speglar, rafstillanlegir útispeglar, þokuljós að framan og aftan, litað gler, fjölstillanleg framsæti, niðurfellanleg aftursæti 60/40, fjarstýrð samlæsing, stafræn klukka, hástætt bremsuljós, hreyfiltengd þjófavörn, barnalæsingar, bílbeltastrekkjarar, hæðarstillanleg öryggisbelti, rafmagn í rúðum, 14“ álfelgur. Staðalbúnaður: Hraðanæmt stýri, vökva- og veltistýri, 70% tregðulæsing á afturdrifi, 6x15“ álfelgur og 205/75/15 dekk, útvarp og segulband, 6 hátalarar, rafmagnsloftnet, rafstýrðir útispeglar, hiti í speglum, rafmagnsrúður að framan og aftan, hiti í afturrúðu með tímarofa, samlæsingar, afturrúðuþurrka, litað gler, 4 höfuðpúðar, hæðarstillanleg aðalljós, eldsneytistankur opnanlegur innanfrá, hreyfiltengd ræsivörn, ABS-bremsur, hástætt bremsluljós, 2 öryggisloftpúðar aftempraðir og rafmagnsúrtak í farangursrými, toppgrindarbogar, glasahöldur, varadekksgrind, varadekkshlíf. Bílabær — Bílaheildsala Dugguvogi 10 • Sími 530 9500 Opið í dag og á morgun frá kl. 12—17 • Opið virka daga frá kl. 10-18.30 Stórútsala á nýjum bílum Sölumenn: Sigurður B. Sigurðsson, Axel Bergmann og Jóhann Lövdal Kia Sportage 2,0 Classic TDI Diesel Verð áður kr. 2.150.000 Okkar verð kr. 1.890.000 Verð kr. 1.390.000 3ja ára verksmiðjuábyrgð 3ja ára verksmiðjuábyrgð Kia Clarus GLX 2,0 Verðsamanburður: Primera 2,0 kr. 2.350.000 Sonata 2,0 kr. 2.090.000 Mazda 626 2,0 kr. 2.390.000 Toyota Avenis 2,0 kr. 2.439.000 Kia Clarus 2,0 okkar verð kr. 1.390.000 EKKERT lát virðist vera á starf- seminni kringum Íslenska grafík. Eftir langa og heldur ófrjóa ládeyðu virðist félagsskapur grafíklista- manna heldur betur hafa tekið við sér eftir að þeir innréttuðu salar- kynni sín í Hafnarhúsinu – hafn- armegin – og hófu þar reglulegan gallerírekstur. Með viðamiklum sýningum í Gerðarsafni og Kjar- valsstöðum fyrir tveim til þremur árum var sem blásið væri nýju lífi í kulnaðar glæður íslenskrar grafík- listar. Helsti kostur hins nýja vaxt- arbrodds er tæknileg fjölbreytni og frelsi undan bókstaflegri þröngsýni. Allt virðist mögulegt og menn eru reiðubúnir að gera hvers kyns til- raunir með miðilinn. Guðný Björk Guðjónsdóttir er að vísu hefðbundinn grafíklistamaður sem stundar ætingu með venjuleg- um hætti. Útkoman er þó um margt óvenjuleg þar sem blöðin eru felld utan um ramma og þar með verða myndirnar þrívíðar eins og málverk. Guðný Björk gengur að vísu út frá sömu grunnteikningunni í öllum verkunum en stærðirnar og litirnir eru með fjölbreytilegasta móti. Langveggurinn er alsettur smá- myndaklösum sem við fyrstu sýn virka sem tarotspil, en stærri syrp- ur prýða aðra veggi. Litaspilið er ekki fjarri smá- myndum Gerhard Richter af ab- straktsortinni. Sterkir rauðir, bláir, gulir og grænir litir blandast í mis- jöfnum skömmtum svo að hver syrpa er með sínu sérstaka litaspili. Guðný Björk tekst þó að hafa fullt jafnvægi í verkum sínum með því að skilja að myndraðirnar og viðhalda grunnformunum. Þannig verður sýningin fjölþætt tilbrigði um stef sem í grunninn gæti verið landslag með áletruðu ívafi. Stefið rís og hnígur eftir því hvernig litirnir blandast. Stundum verka þeir sem upphleyptir, einkum við jaðra ætingarlínanna, og taka þá á sig svip einhvers sem hugsanlega gæti verið merkjanlegt. En síðan er sem grunnmyndin hverfi aftur í djúpið og óhlutbundið litaspilið hef- ur yfirhöndina á ný. Þó er greinilegt að bakvið þetta sjónarspil er mikil rannsóknarvinna og tilraunastarf- semi. Endalaus tilbrigði MYNDLIST Íslensk grafík, Hafnarhúsi Til 24. mars. Opið fimmtudaga til sunnu- daga frá kl. 14–18. GRAFÍK GUÐNÝ BJÖRK GUÐJÓNSDÓTTIR Verk á sýningu Guðnýjar Bjark- ar Guðjónsdóttur hjá Íslenskri grafík í Hafnarhúsinu. Halldór Björn Runólfsson BENEDIKT S. Lafleur opnar myndlistarsýningu á Mokka í morgun, sunnudag, undir yfir- skriftinni: Uppstreymi eða hring- rás lífkeðjunnar. Á sýningunni eru bæði olíuverk, glermálverk og verk unnin með blandaðri tækni, sem eiga þó öll það sam- merkt að höfða til náttúrunnar og samræmisins. Benedikt S. Lafleur starfar bæði sem rithöfundur og mynd- listarmaður. Hann er búsettur bæði hér á landi og í París, þar sem hann hefur haldið hátt á þriðja tug málverkasýninga. Sýn- ingin á Mokka er þriðja einkasýn- ing Benedikts hérlendis. Sýningin stendur til 27. apríl. Heimasíða listamannsins, á þremur tungumálum, íslensku, ensku og frönsku, er á slóðinni http://www.benediktlafleur.- com/. Náttúra á Mokka EYGLÓ Harðardóttir myndlistar- maður segir frá eigin verkum í Listaháskóla Íslands, í Laugarnesi, á mánudag, kl. 12.30, einkum þó verkum sem nú eru á sýningu hennar í Nýlistasafninu. Geraldo Conceicao fatahönnuður heldur fyrirlestur í Skipholti 1, kl. 12.30 á miðvikudag. Geraldo er einn helsti hönnuðurinn hjá Yves Saint Laurent í París. Í fyrirlestrinum fjallar hann um eigin feril. Námskeið Námskeið í myndvinnsluhugbún- aðinum Painter hefst 8. apríl. Kennari er Höskuldur Harri Gylfa- son myndlistarmaður og grafískur hönnuður. M.a. er kynning á teikni- myndagerð sem er möguleiki með Painter. Námskeið í Photoshop er nauðsynlegur undanfari þessa nám- skeiðs. Námskeiðið Tölvur og tónlistar- kennsla hefst 5. apríl. Kennarar eru Jón Hrólfur Sigurjónsson tónlistar- kennari og Hilmar Þórðarson tón- skáld. Grundvallaratriði í trésmíði og efnisfræði verður kennt á nám- skeiði sem hefst 8. apríl undir handleiðslu Daníels Þ. Magnússon- ar myndlistarmanns og kennara við LHÍ. Fyrirlestr- ar og nám- skeið í LHÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.